Dagur - 23.01.1954, Qupperneq 8
8
Bagum
Laugardagirm 23. janúar 1954
Fullirúar sósíalísku flokkanna í bæjar-
sljórn greiddu atkvæSi gegn fjárhags-
áællun bæjarins í heild sinni!
Ábyrgðarleysi einkennir afstöðu sósíalísku flokkanna
Rafvirkjafélag Akureyrar felur
Rafveifuna ganga á rétt fagmanna
Skorar á bæjarstjórn að kjósa menn 1
raf veitunefnd „sem bera hag f agmanna
og bæjarbúa almennt fyrir brjósti44
Þau tíðindi gerðust á bæjarstjórnarfundi hér 19. þ. m., þar sem fjárhagsáætlun kaupstað-
arins fyrir áiið 1954 var endanlega afgreidd, að fjórir bæjarfulltrúa greiddu atkvæði gegn
áætluninni í heild (ekki aðeins 1 eins og sagt var í síðasta tbl.). Var fjárhagsáætlunin og þýð-
ingannesta ákvörðun bæjarstjórnar á ári hverju samþykkt með 7 atkvæðum gegn 4.
Allir fulltrúar Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna
greiddu atkvæði með áætluninni, en báðir fulltrúar komm-
tinista og báðir Alþýðuflokksfulltrúarnir greiddu atkvæði
gegn henni.
Vilja skjóta sér undan ábyrgð.
Þessi afstaða þessara fulltrúa
er raunar í samræmi við aðrar
aðgerðir þeirra í bæjarmálum.
Minnihluti bæjarfulltrúa kýs
fremur að skjóta sér undan
ábyrgri afstöðu til mikilvægustu
mála, sem bæjarstjórn hlýtur að
afgreiða á tilsettum tíma, svo sem
fjárhagsáætlun, heldur en koma
fram á ábyrgan hátt og viður-
kenna, eftir að umræður hafa far-
ið fram og tillögur samþykktar,
að meirihlutinn hlýtur að ráða að
lokum. Kjörnir fulltrúar, sem
þannig haga sér, hljóta að vekja
þá spurningu í huga kjósend-
anna, hvert erindi þeir eigi í
stofnanir eins og bæjarstjórn. Og
hvernig er félagshyggja og lýð-
ræðisást þeirra manna, sem ekki
vilja una löglegri ákvörðun
meirihluta?
Höfðu áður samþykkt
meginatriðin.
Þessi framkoma öll er enn
lakari og ábyrgðarlausari þeg-
ar það er haft í huga, að flokk-
ar þeir, sem að þessum full-
tnium standa — og sumir full-
trúarnir sjálfir — höfðu þegar
staðið að samþykkt meginatriða
fjárhagsáætlunarinnar í bæj-
arráði.
En þegar allar tillögur þeirra ná
Félag ungra Framsóknar-
manna hafði framsóknarvist og
dansskemmtun í Varðborg í
fyrrakvöld og var þar húsfyllir
og komust færri að en vildu.
Spilað var á 50 borðum, eða
eins mörgum og unnt er í sam-
komusalnum á Varðborg. Har-
aldur Sigurðsson íþróttakenn-
ari stjórnaði samkomunni af
miklum skörungsskap, en áður
en vistin hófst flutti Haukur
Snorrason ritstjóri ræðu. Að
spilakcppninni lokinni og með-
an unnið var úr gögnum um
hverjir skyldu hreppa ágæt
verðlaun, sem veitt voru, flutti
Ásgrímur Stefánsson fram-
kvæmdastjóri snjallt ávarp. Að
verðlaunaafhendingu lokinni
hófst dansinn og var dansað af
ekki fram að ganga, snúa þeir við
blaðinu, og neita fjárhagsáætlun-
inni í heild. Ekki þarf að gera
því skóna, að hverju er hér stefnt:
Þessum fulltrúum varð fremur
hugsað til kosninganna og tæki-
færanna til óábyrgs áróðurs og
lýðskrums en til skyldu sinnar
sem kjörnir fulltrúar að koma
fram á ábyrgan hátt í bæjarstjórn.
En bjartsýni má það kalla, að
kjósendur séu svo dómgreindar-
lausir að sjá ekki í gegnum slíkan
loddaraskap. Kjósendur hljóta
einmitt að spyrja þennan minni-
hluta — sem vissulega verður enn
minnihluti á næsta kjörtímabili:
— Hvert erindi eiga fulltrúar,
sem þannig standa að þýðingar-
mestu málum, yfirleitt í bæjar-
Á almennum bændafundi, sem
haldinn var í febrúar sl. ár, var
ákveðið að undirbúa stofnun
miklu fjöri til kl. 1. Fjórir ung-
ir dægurlagasöngvarar komu
fram með hljómsveit Karls
Adolfssonar, þau Friðrik Blön-
dal, Anna Hauksdóttir, Hannes
Aðalbjörnsson og Guðný Aðal-
björnsdóttir, og var þeim öll-
um ágætlega fagnað og urðu
að endurtaka sum lögin. Þessi
skemmtisamkoma Framsóknar-
manna tókst að öllu leyti ágæt-
lega enda er nú meiri þróttur í
starfi flokksins en oft áðui og
spáir góðu um úrslit bæjar-
stjórnarkosninganna. Er það
mál manna í bænum, er vel
fylgjast með, að Framsóknar-
flokkurinn sé líklegur til þess
að auka fylgi sitt verulega að
þessu sinni.
Fæðingardeildin
á nýja spítalanum
tekin til starfa
Fæðingardeildin á nýja spítal-
anum var tekin í notkun sl.
sunnudag og er þar með enn náð
merkum áfanga í heilbrigðis- og
menningarmálum bæjarfélagsins.
Síðan hafa allmörg börn fæðst
þar á hinni nýju stofnun. Ljós-
móðir fæðingardeildarinnar er
Dómhildur Arnaldsdóttir, en
deildin heyrir undir handlækn-
ingadeildina og Guðm Karl Pét-
ursson yfirlækni.
x B-listinn
Bændafélags Eyfirðinga og kaus
fundurinn nefnd manna í því
augnamiði, þannig skipaða, að
tveir menn voru úr hverjum
hreppi úr byggðum Eyjafjarðar.
Þriðjudaginn 19. þ. m. kom svo
þessi undirbúningsnefnd saman
til frekari undirbúnings og ræddi
um stefnu og markmið hins vænt-
anlega félags o. fl. Voru allir
fundarmenn einhuga um að stofna
félagið. Fól nefndin síðan' fimm
mönnum að ganga frá frumvarpi
til laga fyrir Bændafélag Eyfirð-
inga og boða til stofnfundar.
Þessi fimm manna nefnd hefur
nú boðað til stofnfundar þriðju-
daginn 26. þ. m. kl. 1 e. h. að Hó-
tel KEA, Akureyri.
Jafnframt hefur hún ákveðið
að taka til umræðu og ályktunar
á þessum fundi eitt málefni: inn-
flutning nautgripa.
í nefndinni eru þessir menn:
Eggert Davíðsson, Möðruvöllum,
Gunnar Kristjánsson, Dagverðar-
eyri, Jóhannes Laxdal, Tungu,
Jón G. Guðmann, Skarði, og Árni
Jónsson Gróðrarstöðinni.
Húsfyllir á skemmfisamkomu
Framsóknarmanna í fyrrakvöld
stjórn?
Sfofnfundur Bændafélags Eyfirð-
inga haldinn n. k. þriðjudag
Fyrsta mál félagsins verður að ræða um
innflutning nautgripa
Aðalfundur Rafvirkjafélags Akureyrar, sem haldinn var 20. þ. m.,
samþykkti áskorun á væntanlega bæjarstjórn í sambandi við kosn-
ingu manna í rafveitustjórn, og jafnframt er í ályktuninni og grein-
gerð, sem henni fylgir, deilt fast á Rafveituna hér fyrir að sniðganga
fagmenn í rafvirkjaiðn.
Blaðinu barst ályktunin og
greinargerðin frá stjórn félagsins
í gær, og fer hvort tveggja hér á
eftir:
Ályktunin.
„Aðalfundur Rafvirkjafélags
Akureyrar, haldinn 20. janúar
1954, samþykkir að skora á vænt-
anlega bæjarstjórnarfulltrúa, að
við kosningu í rafveitunefnd fyr-
ir næsta kjörtímabil verði leitazt
við að skipa nefndina mönnum,
sem bera hag faglærðra manna og
bæjarbúa almennt fyrir brjósti.
R. F. A. telur, að eins og mál-
um sé nú háttað hjá Rafveitu Ak-
ureyrar, sé iðnlöggjöfin freklega
brotin og réttur fagmanna algjör-
lega fyrir borð borinn.“
Ályktuninni fylgdi svohljóðandi
greinargerð:
„Rafveita Ak. hefur um lengri
tíma haft i þjónustu sinni, nær
eingöngu, ófaglærða menn og
látið þá annast þau störf, sem
samkvæmt landslögum eru ein-
göngu ætluð faglærðum mönn-
um.
Stjórn R. F. A. hefur á ýmsum
tímum og með mörgu móti leitazt
við að fá þetta lagfært. Alltaf hef-
ur þetta mætt eindreginni mót-
spyrnu rafveitustjóra og annarra
forráðamanna Rafv. Akureyrar
og eru helztu rök þeirra þau, að
rafvirkjar kunni mjög lítið til
hinnar sérstöku línuvinnu og
strengtenginga, og að til þeirra
starfa þurfi meira líkamsþol en
til rafvirkjavinnu almennt. En
hvað hafa forráðamenn rafveit-
unnar gert til þess að þjálfa raf-
virkja í þessum störfum? Haust-
ið 1952 var í Rvík haldið nám-
skeið í kabaltengingum og feng-
inn erlendur, sérmenntaður mað-
ur til kennslunnar. Þangað var
Rafv. Ak. boðið að senda menn.
Hún sendi og menn. Tvo gerfi-
menn er lítið sem ekkert höfðu
unnið að þessum störfum. Nú
skildu menn ætla að faglærðum
mönnum hefði verið boðin þátt-
taka í téðu námskeiði, á eigin
kostnað.
Því fór víðs fjarri, enda þótt
forráðamönnum rafveitunnar
væri fullkunnugt um að hópur
rafvirkja héðan úr bænum væri
staddur í Reykjavík á þeim tíma
sem námskeiðið stóð yfir. Eftir
þetta hafa þátttakendur frá R. V.
A. ekki snert á strengtengingum,
hafa sömu gerfimennirnir sem
fyrr, annast þær og virðist því ár-
angur af þessu námskeiði hafa
orðið ærið vafasamur fyrir Raf-
veitu Akureyrar.
Okunnir mættu nú ætla að
þarna kæmi fram lofsverð sparn-
aðarviðleitni forráðamanna þess-
ara mála. Þessir gerfimenn eru
fastlaunaðir og hafa því sem næst
fullkomið fagmanna kaup. Það er
því auðsætt að ekki er haldið á
þessum málum með hagsmuni
bæjarbúa fyrir augum. Vér telj-
um því kröfu vora mjög sann-
gjarna, en hún er' sú að R.V.A.
(Framhald á 7. síðu).
Agæt listakona sjötug í dag
í dag er frú Svava Jónsdótt-
ir leikkona sjötug. Hún er
barnfæddur Akureyringur,
dóttir Jóns Chr. Stephansson-
ar timburmeistara og Krist-
jönu Magnúsdóttur konu hans.
Hún gekk ung á kvennaskóla
hér heima, síðan stundaði hún
nám erlendis, starfaði við
kennslu um hríð, en giftist ár-
ið 1903 Baldvin Jónssyni
verzlunarstjóra hér í bæ. Frú
Svava er þjóðkunn leikkona.
Eru nú liðin 54 ár síðan hún
hóf að leika hér í bænum og
alla tíð síðan, unz hún fluttist
héðan fyrir nokkrum. árum,
helgaði hún leiklistinni krafta
sína. Hún mun hafa leikið hér
fleiri hlutverk og oftar en nokk-
ur önnur leikkona og naut mik-
illa vinsælda fyrir ýmis afrek sín
á leiksviði. Leikur hennar ein-
kenndist af eðlilegri og látlausri
framkomu, ágætri framsögn
góðum skilningi á hlutverkunum.
Utan bæjar kom hún einnig oft
fram, m. a. í höfuðstaðnum, og
jafnan við góðan orðstír. — Frú
Svava dvelst nú í Bandaríkjun-
um, hjá Ottó syni sínum, í Marl-
borough, New Hampshire.