Dagur - 17.02.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 17.02.1954, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 17. febrúar 1954 Bréfmiði til bóndans á Draghálsi Konráð Vilhjálmsson sendir Sveinbirni á Drag- ‘ hálsi kveðju Guðs og sína Dagskrármál landbúnaðarins: Byggingar í sveitum Frá bændaklúbbsfundi 9. febr. s. 1. Valdimar Pálsson, Möðruvöllum, framsögumaður Beztu þökk fyrir bréfið þitt síðara í 8. tbl. Dags þ. á. — Þú telur það ekki margt, sem okkur ber á milli. Mér þykir vænt um það og vona, að því fækki enn við auknar samræður. Þú ,,heldur ekkert um það, sem þú veizt, að bragfræði sé mjög leiðinleg nema fyrir grúskara.“ Hvorki bragfræði né málfræði yfir höfuð ætti að vera leiðinleg fyrir þá sem vilja læra hana. Ég hygg, að Sveinbirni Egilssyni, Konráði Gíslasyni og Guðbrandi Vigfússyni hafi ekki þótt hún leiðinleg. Vil ég þó, að þeim séu valin veglegri lærdómsheiti en „grúskarar“. En hitt er víst, að það er vandi að kenna málfræði svo, bæði munnlega og bóklega, að hún verði ekki tornæmum nemendum eðlileg. T. d. lít ég á Málfræði próf. Björns Guð- finnssonar sem leiðinlega kennslubók. — Þú segir, að „mál- fræðistaglið sé á góðri leið að ganga af tungu okkar dauðri.“ Ekki get ég fallizt á það. -Hitt tel ég sanni nær, að vanþekking á íslenzkri tungu og hirðuleysi um hana gæti orðið tungunni að falli. Vona ég þó, að hvorugt verði. „Svo er það þríliðurinn minn,“ segir þú. Ágreiningur okkar um hann hófst með því að þú telur orðið hverlegi í dæminu í Brag- fræði þinni vera þrílið. En ég tel það enn hiklaust tvo bragliði: einlið (stúforð) og tvílið. Þess þarf vel að gæta, að ekki má blanda saman hugtökunum: þrí- liður og þríkvætt orð. Þríkvætt orð er oft hentugt til að mynda þrílið í kveðskap. En það getur Hka gjarna myndað tvo liði, eins og orðið hverlegi gerir í 1. vísu Háleygjatals. Þér virðist þetta ekki orðið ljóst enn eftir dæmum þínum úr Völundarkviðu um þetta efni í síðara bréfi þínu: „verpr vígroða of víkinga.“ Orðið víkinga ber að skoða hér sem tvo bragliði (einlið og tvílið), og það er beinlínis villandi, er þú segir, að hér sé þríliður og „gildi sem stúforð“. — Sama máli gegn- ir e. t. v. um síðara dæmi þitt úr sömu kviðu: „arf Fjörsunga und sik þrungit". Ég býst við, að þú eigir hér við orðið Fjörsunga (sem enginn skilur). Það er ekki einkennt í blaðinu; en það er eina þríkvæða orðið í dæminu, og gæti því myndað þrOið. En líklega ber að skoða það sem tvo bragliði eins og í fyrra dæminu, og væru þá 3 bragliðir (gildir) í ljóðlínunni, eins og algengt mun vera í forn- yrðislagi. Að segja að það „gildi sem tvíliður“, er ógætilegt af manni, sem einnig heldur því fram, að þríliðir séu algengir í fornum kveðskap. „Saknarðu setunnar úr (orð- inu) elstur?“ segir þú. Ekki vil ég nauða um það, að þú notir ekki z. En þó er mér meinlaust við stafinn. Hann er upprunalegur í okkar máli og ekkert kraftaverk að læra að nota hann. Ég held, að það orki mestu um andúð manna á þessum staf, að þeir nenni ekki að leggja á sig að læra að beita honum. Mér þykir fegurra í riti að skrifa z heldur en ðs, ds, eða ts. En s-ið eitt þykir mér ekki fylla sæti z-unnar. Um hin svokölluðu skáldaleyfi getur okkur víst komið saman. Þau verða hvort sem er að liggja utan við öll lög og allan rétt í ríki bragfræðinnar. En til þess verður að ætlast, að ábyrg skáld noti þau varlega. Þá er komið að stuðlunum með hv. og k, saman. „Á þessum tíma var aldrei stuðlað hv. og k, svo að vitað sé,“ segir þú. Ja, við vitum nú aldrei vel hvað aðrir vita. Og af fornum, íslenzkum kveðskap er svo mikið til, prentað og óprentað ,að hvor- ugur okkar hefur að líkindum lesið til hlítar helminginn af því. Ég hef reyndar enga hneigð til að halda með þessari stuðlun. Eg nota hana sjálfur aldrei, en ýmsir góðir Norðlendingar hafa gert það. Reyndar álít ég hana ranga. En sem Norðlendingur er ég hneigður til að líta á hana sem afsakanlegt skáldaleyfi sam- kvæmt framburði. Þú hefur lesið Völsungakviðu. Hvað segir þú um 9. erindi þar, (síðasta vísu- fjórðung): hví skal und hjálmum kjöt hrátt eta? Hér liggur nærri að slá því föstu ,að stuðlað sé saman hv. og k. Þá er komið að ummælum þínum um starfsemi Snorra: — „Snorri vildi hafa einn stuðul í frumlínum fornyrðislags, en það varð aldrei að lögum, — sem bet- ur fer,“ segir þú. — Þetta mun vera hin mesta fyrra. Snorri virð- ist í Háttatali lýsa háttunum sem tíðkuðust um hans daga og þeim sem komnir voru til hans ofan úr öldum. Hvergi kennir þess, að hann eigni sjálfum sér háttu eða háttabrigði. Hann er ekki að breyta neinu, en að halda við fornri fræði. Þannig sýnir hann fyrst frumbrag fornyrðislags: Ort er of ræsi, — en síðan tvö frábrugðin afbrigði, bæði með tveim stuðlum, er hann nefnir Bálkarlag og Starkaðarlag. Hann bannar hvergi að blanda þessum einkennum saman í einni og sömu vísu, ein sog gert hefur verið síðan á öllum öldum og eins sömu vísu, eins og gert hefur vísuhelmingi Háttatals: Falli fyrr fold í ægi, steini studd en stillis lof. Hér er tvístuðlað í báðum vísu- fjórðungum. En í fyrri helmingn- um eru fjórðungarnir einstuðlað- ir. Tvístuðlanir í Fornyrðislagi hafa allt af þótt til fegurðarauka og áherzluauka. En það er auð- sætt, að hjá eldri skáldum en Snorra er einstuðlun í Fornyrð- islagi aðalreglan. Ég athugaði stuðlanirnar í Ai'inbjarnarkviðu Egils. Þar eru 98 vísufjórðungar, og þá jafn-margar stuðlanir. Af þeim töldust mér aðeins 6 tví- stuðlanir, en allir hinir fjórðung- arnir einstuðlaðir. Á næstu öldum á eftir Snorra er víst líku máli að gegna. Ég taldi einnig stuðlanir íSkaufhala- bálki, tófukvæði nokkru, vel kveðnu frá 15. öld, sem eignað er Svarti á Hofstöðum. Þar töldust méi' stuðlanir 166. En af þeim eru tvístuðlanir aðeins 39. Enn er því auðsætt, hver er aðalreglan. En þó notar Svartur mun oftar tví- stuðlanir en Egill, ef þessi tvö kvæði eru lögð til grundvallar. Það varð mér óvænt gleði, er þú segir, „að athugasemdir mín- ar séu til gagns“ og þakkar mér fyrir þær. Ég var hræddur um, að allar þessar bendingar mínar féllu í ófrjóa jörð. En svo er þá ekki, og er þá betur farið en heima setið. Ég þakka þér aftur fyrir til- boðið um „viðtal á „Grúskara- þingi“ í Reykjavík.“ Þangað mun ég koma, ef þú lætur mig vita um þing það, og ég verð þá staddur í höfuðstaðnum. Kveður þig enn Kvásis fulli orðlistar vinur á Oddeyrartanga. — DreifUá Dragháls drottinn yeðra sumars sólhlýju og svaldöggvum.. 7. febrúár 1954. KonráS Vilhjálnisson. F rímerk jasaf narar! Dani, er safnar frímerkjum, óskar eftir að komast í sam- band við íslending, er vill selja íslenzk frímerki eða skipta á dönskum frímerkj- um. Heimilisfang hans er: Börge E. Carlsen Tomsgárdsvej 3 Kóbenhavn NV. Danmark. Ullargaberdine góð tegund nýkomin. Einnig önnur efni í fermingarföt dragtir og karlmannaföt. Drengjafötin fást nú aftur. Saumastofa SIG. GUÐMUNDSSONAR Hafnarstræti 81. Bíll til sölu Ford Junior. — Upplýsing- ar í síma 1290. ÍBÚÐ 2—3 herbergi og eldlhús óskast til leigu sem fyrst f ■ eða í vor. Afgr. vísar á. Fi'ummælandi fór nokkrum oi'ðum um þær miklu breytingar, sem orðið hafa frá því um alda- mót. Þá bjuggu bændur landsins við lítið meiri tækni og þægindi en landnámsmenn höfðu yfir að ráða. Um aldamótin var það tveggja daga ferð frá Vatnsenda í Saurbæj arhreppi að fara í kaup- stað til Akureyrar og minntist Valdimar einnar slíkrar ferðar, er hann var 9 ára drengur. Um þetta leyti var nýlega byrjað á vegagerð hér í Eyjafirði og var kominn vegur inn að Gili. Að sjálfsögðu var öll slík vegagerð gerð með handverkfærum einum saman, en hér átti þó að vera hægt að fara með kerru svo breiður var vegurinn á þeirra tíma vísu. Skilningur manna á slíkri vega- gerð var mjög takmarkaður og flestir töldu þetta algjöran óþarfa, enda áttu þá ekki kerrur nema örfáir efnaðir menn í Eyjafirði, eins og t. d. Magnús á Grund, og var það álit almenn- ings, að þessi vegur væri fyrst og fremst gerður fyrir Magnús á Grund. Valdimar bað menn bera saman þessa aðstöðu við það sem nú er orðið. Þá fór frummælandi nokkr- um orðum um viðhorf í ræktun- armálum og þá tækni sem þai' var við höfð. Þá var engin dráttarvél, þnginn útlendur ábui'þur. Þá voru engin hús fyrir húsdýra-' áburðinn, en honum var hlaðið í píramídalagaða hauga úti á túni og þeir klappaðir utan hjá hirðu- mönnum. í þá daga var það talin stórfelld ræktun hjá bónda, sem jók töðuvöll sinn það mikið, að túnið gæfi af sér einu kýrfóðri meira. Nú þekkja allir þá miklu tækni, sem bændur landsins hafa tekið í þjónustu sína við ræktun. Um allar byggingar er líkt að segja og ræktun og samgöngur. Aðalbyggingarefnið var torf og grjót. Þá var ekki byrjað að steypa bæjarhús né útihús, enda var nógu erfitt að fá nauðsynlegt timbur til torfbygginganna. — Breytingarnar, sem orðið hafa á þessari öld, ætla eg ekki að rekja hér, sagði Valdimar, því að það er ykkur flestum kunnugt, en eg bið ykkur að bera þáð saman við þá mynd, sem eg nú hef lauslega dregið upp. Þá fór Valdimar nokkrum orð- um um Samvinnubyggingarfélag Eyfirðinga, sem stofnað var um 1936 og hafði Magnús Árnason, járnsmiður hér á Akureyri, for- göngu um að bera fram tillögu um stofnun þessa félags á aðal- fundi KEA. Valdimar varð raun- verulega fyrsti starfsmaður þess, en hann ferðaðist um sýsluna og gerði skýrslu yfir allar byggingar hvers býlis. Steinsteypan fór að ryðja sér verulega til rúms um og eftir 1930, enda þótt áður væru byggð hús úr því efni. Árið 1939 voru byggð 30 íbúðarhús hér í Eyjafirði og er það ekki svo lítið átak. Á stríðsárunum dró miög úr byggingum, en eftir stríðið hafa byggingaframkvæmdir ver- ið mjög miklar ag sum árin hafa verið um 70 byggingar í gangi í Eyjafiarðarsýslu. Á árunum 1945 til 1947 var áætlað að bænd- ur í Eyjafirði hefðu árlega byggt fyrir 3—4 millj. Valdimar sagði að nálega hvpjtit býli í sýslunni væri nú rnéð' góðú íbúðarhúsi, byggt úr varanlegu efni. Búið er að byggja mjög víða vönduð hús fyrir stórgripi — einkum fjós, en aftur á móti er minnst til af varanlegum fjárhús- um og e. t. v. á mæðiveikin og niðurskurður sinn þátt í því. Þá vakti Valdimar athygli á því að hér í Eyjafirði væru nú fleiri og betri votheysgeymslur en i nokkru öðru byggðarlagi, þar sem væru turnbyggingarnar og hvatti hann bændur til þess að hagnýta sér þá byggingartækni sem turnsteypumótin hefðu að bjóða og væru í eigu eyfirzkra bænda .Valdimar benti á, að lok- um, að þar sem nú mundu á næstu árum verða 'byggð fjöl- mörg fjárhús hér í sýslunni, §kipti það miklu máli að þau yrðu ekki mjög dýr, jafnframt því sem þau væru hentug og varanleg Að loknu erindi framsögu- manns, hófust umræður og verð- ur getið nokkurra atriða sem í þeim komu fram. Gunnar Kristjánsson, Dagverð- areyri, benti á að hentugt mundi að byggja fjárhús og vélageymsl- ur úr jámklæddum stálgrindum. Þannig hús væru sennilega mikið ódýrari en t. d. úr steinsteypu og að ennfremur mundu þannig fjárhús vera nægilega hlý handa sauðfé. . _ _____ . ... Aðalstcinn í Flögu taldi að ekki væri nauðsynlegt að byggja fjár- hús., új.j'steþlsteý^j'u og lagði til að veggir* ýrðu' býggðir úr torfi og grjóti, með stoppuðu járnþaki, því hann áliti að fjárhús þyrftu að vera rakalaus og’óheppilegt væri að fjárhúsþök héluðu að innan. ............... Ingvi Gunnarsson benti á, að að ennþá virtust byggingameist- arar ekki hafa fundið hið rétta form á íbúðarhúsabyggingum, einkum hvað snertir útlit og fyr- irkomulag að innan. Ingvi benti á að reynsla manna í Bárðardal væri mjög góð af fjárhúsum, sem byggð voru fyrir um 20 árum (Bjarngrstöðum) með tvöföldum veggjum og stoppuðu þaki. Bænd urnir á Bjarnarstöðum byggja nú fjárhús úr R-steini. í Reykjahlíð í Mývatnssveit er verið að byggja fjárhús úr hraunsteypu, en þann- ig steypa á að jafngilda tvöföldum veggjum, þótt einfaldir séu. Þorsteinn Jónsson, Moldhaug- um, áleit að það væri mjög veiga- mikið að geta haft fjárhúsin ódýr og stakk upp á því, hvort ekki mundi mega nota ýtur til þess að grafa í hóla fyrir fjárhúsum og steypa síðan innan í. Mundi þá fást einangrun úr jarðveginum. Mikael Jónsson sagðist hafa gert áætlun um efniskostnað í 100 kinda fjárhús úr % tommu þykku asbesti, veggir tvöfaldir og einangraðir með gosull, en þak úr bárujárni og einangrað með reiðing. Þannig asbest fjárhús með tilsniðnu timbri kostar um 20.000.00 krónur. Efni í grunn er þar ekki meðtalið. Jón Jónsson, Dunhaga, taldi það til mikilla hagsbóta fyrir ey- firzka bændur að hafa fastráðinn byggingameistara í sinni þjón- ustu, til að leiðbeina í bygginga- málum hvenær sem á þyrfti að halda. Jón taldi að hæpið mundi vera að hafa einföld þök á fjár- húsum, því að þau vildu héla og síðan læki ofan á féð og það væri sem blautt af regni. Þá benti Jón á að lán til húsbygginga í sveit- um væru alltof lág. Framhald á 7. síðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.