Dagur - 17.02.1954, Blaðsíða 8

Dagur - 17.02.1954, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 17. febrúar 1954 Þörf á aukinni þáffföku almenn ings í skógrækfarsfarfinu Frá aðalíumli Skógræktarfélags Akureyrar síðast liðinn sunnudag Fjórir verðlaunagripir gefnir KA á 25 ára afmæii þess « Myndin sýnir verðlaunagripi þá, sem velunnarar félagsins gáfu á 25 ára afmælishátíð þess sl. ár, til þess að glæða og efla áhuga unglinga fyrir íþróttastarfsemi félagsins. Skógræktarfélag Akureyrar hélt aðalfund sinn 14. þ. m. í Iþróttahúsi Akureyrar. Formaður félagsins, Jakob Frí- mannsson, kaupfélagsstjóri, flutti skýrslu um störf félagsins á liðnu ári. Hafði starfsemin verið hin líflegasta og afköst mikil. Starfið síðastliðið ár. í landi félagsins, Kjarnaskógi, var nokkuð unnið með jarðýtu við að jafna til, ryðja veg og einn- ig voru þar grafnir skurðir. Tíu manna vinnunefnd starfaði undir forustu varaformanns, Þorsteins Þorsteinssonar. við að safna fólki: til starfa við gróðursetningu og bifreiðum til mannflutninga. — Farnar voru 5 ferðir í Kjarna- skóg og gróðursettar þar 12000 Enskur jazzsöngvari skemmtir hér um helgina íþróttafélagið Þór efnir til dansleikja að „Varðborg“ næstk. laugardag og sunnudag, 20. og 21. febrúar. Að þessu sinni hefur félagið fengið hingað enska jazzsöngvar- ann og tenór-saxófónleikarann A1 Timothy, sem vakið hefur mikla athygli í Reykjavík að undanförnu. A1 Timothy hefur stjórnað jazzhljómsveit í London um nokkurt skeið og einnig leikið með nokkrum þekktustu negr- unum í enskum jazzi, svo sem Lesli Hutchinson og Cab Kay, sem báðir hafa leikið hér á landi. Cab Kay á Akureyri í vetur. A1 Timothy er mjög vinsæll jazzsöngvari og ágætur sojcófón- leikari. Hann leikur hinn gamla góða swing-stíl og tekst bezt upp! í hinum beztu jazzlögum. sem' allir, er, einhver kynni hafa af jazzi og nútíma dansmúsik, kann- ast við. Hann var meðal annarra; fenginn til að koma fram með hljómsveit sína á hljómleikum er hinn kunni ameríski jazzpíanó- leikari Teddy Wilson hélt í Eng- landi fyrir skömmu, og sögðu sum blöðin að það hefði verið A1 Timothy, sem var ,,maður kvöldsins“. plöntur. Einnig var nokkuð unn- ið í Akureyrarbrekkum og gróð- ursettar þar 400 plöntur. Skógræktarfélag Eyfirðinga stofnaði til sameiginlegra vinnu- ferða allra deilda félagsins til að gróðursetja í reitum þess, Vaðla- skógi, Leyningshólum og á Mið- hálsstöðum og einnig var Skóg- ræktarfélag Arnarneshr. heim- sótt og gróðursett í skóglendi þess að Hvammi. Þátttakendur í ferð- um þessum voru alls um 200 manns frá Akureyri. Talsverðar umræður urðu um starfsemina á þessu nýbyrjaða ári og þess getið að fleiri þyrftu að ganga í félagið og að fleiri: þyrfti að fá til starfa við gróður- setningu. Kosningar. Samkv. lögum gengu úr stjórn félagsins: Jakob Frímannsson, Hannes J. Magnússon og Þorst. Þorsteinsson. Jakob baðst undan endurkjöri sökum anna við önn- ur störf. Kjörnir voru: Þorsteinn Þorsteinsson, Hannes J. Magnús- son og Árni Bjarnarson. Stjórn skipa: Form. Þorst. Þorsteins- son, ritari Hannes J. Magnússon, gjaldkeri Marteinn Sigurðsson, varaform. Sigurður O. Björnsson og meðstjórnendur: Eiríkur Stef- ánsson, Finnur Árnason og Árni Bjamarson. Afspyrnurok af suðri gekk yfir landið í gær, og var veðurhæð mest laust fyrir hádegið. Sunn- anlands var fárviðri hið mesta, og hér eitt hið mesta hvassviðri, sem hér hefur komið um langt skeið. Á veðurmælinn hjá Lögreglu- varðstofunni mældust ekki nema 9 vindstig, en vafalaust er að uppi á brekkum og á Oddeyrar- tanga var miklu hvassara. Sjór gekk yfir bryggjurnar og upp á Strandgötu, enda var Pollurinn hvítur af særoki fram eftir degi. Járnið fauk af Menntaskóla- húsinu. Hætt er við að skemmdir hafi orðið af veðri þessu, þótt fregnir hefðu ekki borizt af því síðdegis í gær. Hér í bæ var ekki kunnugt um aðrar skemmdir, svo að telj- andi séu, en að járnplötur fuku af þaki Menntaskólahússins. Sópaði vindurinn járninu af hluta þaks- ins á einni álmu hússins. Var um- Æskulýðsmessur á nokkrum stöðum á Norðurlandi á sunnu- daginn kemur Fyrir nokkru ritaði séra Krist- ján Róbertsson prestur á Siglu- firði grein í Æskulýðsblaðið um þá hugmynd, að kirkjurnar hefðu einn sérstakan dag á ári hverju er þær helguðu sérstaklega æsk- unni. — Vonandi verður sú hug- mynd einhvern tíma á næstunni að veruleika. — í kirkjunum er alltaf meira og minna starfað fyrir unga fólkið, þó að ekki sé um sameiginlegan dag að ræða. Á sunnudaginn kemur má segja að svolítil tilraun sé í þessa átt hjá nokkrum prestum. Þegar er vitað um, að æsku- lýðsmessur verða á þessum stöð- um: Akureyri, Bólstaðarhlíð, Dal- vík (Upsakirkju), Húsavík, Ólafsfirði og Siglufirði. Víðast hvar hefjast messurnar kl. 2 eftir hádegi. SíðaSt liðinn sUnnudag var sér- stök messa fyrir ungt fólk í Ein- arsstaðakirkju hjá séra Sigurði á Grenjaðarstað og komu þar nemendur Laugaskóla til kirkj- unnar. — Þá hafði séra Benjamín Kristjánsson messu í Grundar- kirkju m. a. fyrir nemendur á hússtjórnarskólanum að Lauga- landi. — Hér á Akureyri var um þetta leyti í fyrra æskulýðsmessa fyrir æskulýðsfélaga, skólafólk og alla sem koma vildu. Var sú messa fjölsótt. — Guðsþjónustan á sunnudaginn mun fara fram á svipaðan hátt. ferð um Eyrarlandsveg hið næsta skólahúsinu stöðvuð um skeið vegna hættu frá fljúgandi járn- plötum, en ekki varð tjón af þeim. Kennsla féll niður í skólanum eftir hádegi. Munið eftir fuglunum á tjörninni í Laugargili! Nokkrir bæjarmenn hafa: skýrt blaðinu frá því, að ekki, sé það lag sem ætti að vera á; hirðingu fuglanna á andatjörn-i inni í Laugargili. Fuglarnir! séu oft svangir og illa haldnir. Fólk ætti að senda börn með mat handa fuglunum og bæjar- yfirvöldin verða að sjá til þess að fuglunum sé gefið reglulega eins og var hér á árum áður. Annað er ekki sæmandi. Efst stendur skíðabikarinn, gefinn af Einari Kristjánssyni. Til hægri er knattspyrnubikarinn, gefinn af stofnendum K. A. Til vinstri er sundbikarinn, gefinn af Tómasi Steingrímssyni og neðst fyrir miðju er frjálsíþróttabikar- inn, gefinn af Gunnari Schram. Allir þessir bikarar eru farand- bikarar og verða veittir þeim félagsmönnum, sem fram úr skara í hverri grein íþróttanna, en nánar er um það getið í reglugerð, sem fylgir hverjum bikar. Arshátíð 13. marz. Árshátíð félagsins verður hald- in í síðara lagi nú á þessu ári vegna ófyrirsjáanlegra orsaka,, eða 13. marz næstk. Verður þar margt til skemmtunar, og mun það nánar auglýst síðar. Á fimmtudaginn, þ. 25. febr., er ákveðið að hefja dansnámskeið í Varðborg. Á námskeiði þessu verða kenndir bæði gömlu og nýju dansarnir, og eru allir vel- komnir. Kennarar í nýju döns- unum verða Margrét Gunnars- dóttir og Preben Skovsted. Þeir, sem hug hefðu á að taka þátt í þessu námskeiði, skrifi sig á lista, er liggur frammi í Bóka- verzlun Axels Kristjánssonar h.f., fyrir þriðjudaginn þ. 23. febr. Leikstofur í Varðborg. Miðvikudaginn 17. febrúar, eða í dag, verða leikstofur templara í Varðborg opnar fyri-r félaga K. A. og síðan annan hvern miðvikudag fyrst um sinn. Nýir félagar geta Stýrimaður á Bláfelli bráðkvaddur hér Flutningaskipið Bláfell lá hér við bryggju um sl. helgi. Á mánu- dagsmorguninn varð stýrimaður skipsins, sænskur maður nokkuð við aldur, bráðkvaddur um borð í skipinu. Var lík hans flutt í sjúkrahúsið hér til rannsóknar. látið innrita sig í félagið á staðn- um, ef þeir óska. Börn fá aðgang kl. 6—8 e .h., eldri félagar kl. 8— 10% e. h. — Til skemmtunar verður: Billiard, borðtennis, bob, kvikmyndir og gnægð af góðum bókum. Teflt verður fjöltefli af þeim Halldóri Helgasyni og Snorra Rögnvaldssyni. Síðast, er leikstofurnar voru opnar, var teflt fjöltefli á 15 borð- um, og ríkti almenn ánægja með- al keppenda. Það er fullt útlit fyrir mikilli þátttöku í kvöld, svo að þörf er á að væntanlegir þátt- takendur komi með töfl með sér. Fjölteflið hefst kl. 8 e. h. — Að- gangur að leikstofunum er ó- keypis. Athygli félagsmanna skal vakin á því, að þarna á staðnum geta þeir fengið K. A.-merki og frjáls- íþróttaboli. — Ennfremur liggur þar frammi afmælisrit félagsins, sem allir félagar verða að eignast. - Slysið í Giljareitom (Framhald af 1. síðu). allþungt haldna, en ekki í lífs- hættu. Þeir eru báðir mikið marð- ir og lemstraðir, Þór kjálkabrotinn en meiðsli þeirra að öðru leyti ekki fullkönnuð. Það er ljóst af þessari lýsingu, að það hefur ver- ið hið mesta þrekvirki, er Þór Árnason hefur innt af hendi, er hann gekk 8 km vegalengd til bæja eftir slysið, eftir að hafa komið félaga sínum upp á vegar- brúnina, úr bílnum í gilinu. Sjónarvottar, er séð hafa vegs- ummerki þarna, telja alveg furðu legt, að mennirnir skyldu komast lífs af, svo bratt og ilflært sem gilið er þarna. Munu og allir, sem ekið hafa um Öxnadalsheiði, kannast við Giljareit, er þótti hér fyrr á árum eitt glæfralegasta vegarstæði hér nyrðra, en þar er nú kominn ágætur vegur. Slys mun ekki hafa komið fyrir á þess- um vegarspotta áður. Afspyrnurok af suðri gekk yfir landið í gærmorgun Járnplötur fuku af þaki Menntaskólans

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.