Dagur - 17.02.1954, Blaðsíða 4

Dagur - 17.02.1954, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 17. febrúar 1954 í$5$S3 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa f Hafnarstræti 88 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Lítið hald í loðnum þingsálykt- unartillögum Á SÍÐASTLIÐNU ÁRI fluttu nokkrir þingmenn þingsályktunartillögu um rannsókn á ráðstöfun- um til þess að viöhalda jafnvægi í byggð landsins. Var ríkisstjórninni falið að standa fyrir þessari rannsókn. Tillagan náði greiðlega samþykki Al- þingis, en síðan hefur ekkert af málinu heyrzt. Nú á þessu þingi er komin fram tillaga um ,,rann- sókn“ á því, hvernig stuðla megi að því að ný iðn- fyrirtæki rísi upp í kaupstöðum og kauptúnum, þar sem skilyrði eru góð til iðnaðarframleiðslu, en atvinnuleysi hefur gert vart við sig. Og enn á rík- isstjómin að standa fyrir rannsókninni. Vafalítið er, að þessi tillaga nær líka samþykki á þingi. En hvort skyldu málefnin sjálf betur á vegi stödd eftir það? Ástæða er til að draga það í efa. Ýmis- legt bendir til þess, að mál þessi séu flutt af sýnd- arástæðum einum. Það er ekki ný hernaðarlist að tala um „rannsóknir" þegar ætlunin er að tefja mál og villa mönnum sýn. Hvorugt þessara mála þarf á að halda rannsókn af hálfu opinberra'emb- ættisrrianna. Hér er ekkert dularfullt rannsóknar- efni á ferð, heldur málefni, sem liggur í aðalatrið- um Ijóst fyrir. Það er skortur fjármagns til fram- kvæmda úti á landsbyggðinni, sem er undirrót at- vinnukreppunnar í sumum byggðum. Meðan láns- stofnanir og ríkisvald ávaxta mestan hlutann af fjármagninu í höfuðstaðnum og nágrenni hans, heldur fólksflóttinn suður áfram, nýjungarnar í atvinnulífinu verða einskorðaðar við Faxaflóa- hafnirnar, en hallar undan fæti úti á landi. Breytt stefna af hálfu banka og ríkisvalds mundi opna dyr fyrir framtak manna úti á landi. NOKKRIR ÞINGMENN Sjálfstæðisflokksins hafa einkum beitt sér fyrir þessum rannsóknartil- lögum á þingi. Nú er málum svo háttað, að Sjálf- stæðismenn stjórna þremur aðalbönkum iandsins. Það er því ljóst, að miklu líklegra til árangurs var að krefjast þess að þessir bankar breyttu um ú.tlánastefnu úti á landi en að stilla upp rann- sóknartillögu á Alþingi. Ef meiriþluti bankaráðs- manna í aðalbönkum landsins ákvæði að taka upp breytta útlánastefnu úti á landi mundi fljótlega koma fjörkippur í iðnað og annan atvinnurekstur þar. Einkum þó ef ríkisvaldið gegndi jafnframt þeirri sjálfsögðu skyldu, að tryggja öryggi iðn- rekstursins með greiðari samgöngumöguleikum og jafnvel beinni fyrirgreiðslu við nýjar framkvæmd- ir til þess að efla mótvægi gegn aðdráttarafli Faxaflóahafnanna. Það er t. d. alveg vafalaust, að ef Útvegsbankinn tæki upp gjörbreytta útlána- stefnu hér við Eyjafjörð, mundu þess fljótlega sjást merkf í athafnalífinu. Það þarf enga opinbera rannsóknarnefnd til þess að kanna, að bankinn getur stóraukið lán til atvinnureksturs hér um slóðir. Það liggur ljóst og opið fyrir. Það sem til þarf er áhugi þeirra Sjálfstæðismanna, sem ráða yíir bankanum. ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA á Alþingi breytir engu í þessu efni. Meðan það eru hags- munir Sjálfstæðisflokksins að ávaxta sem mest af veltufé landsins í verzlunarfyrirtækjum og fram- kvæmdum gæðinga flokksins í höfuðstaðnum, þarf skörulegri aðgerðir til úr- bóta en loðnar þingsályktunartil- lögur. Alþingi gæti knúið bank- ana til þess að veita meira fjár- magni til landsbyggðarinnar, en tillögur um slíkt koma ekki frá Sjálfstæðismönnum. Hentara þyk ir að tefla fram almennt orðpðum tillögum um rannsóknir á þessu og hinu, og láta líta út eins og eitthvað sé verið að gera í málun- um þegar ekkert er í rauninni verið að gera, sbr. afgreiðslu til- lögunnar í fyrra um rannsóknina á því, hvernig eigi að tryggja jafnvægi í byggð landsins. Sú til- laga hefur engu velt um koll enn sem komið er og enginn mun í alvöru ætla, að hún verði til nokkurs gagns. Hætt er við að sömu örlög bíði nýjustu sýndar- tillögunnar. FOKDREIFAR Ólíkir útvarpsþættir. — Jónas, Óli og Stefán, stofu 2, Akureyrarsjúkrahúsi þakka fyrir sig —. ,.ÞAÐ FÓR heldur slysalega með hljómsveitarstjórann ensk- astralska, Gusa, eða hvað þeir kölluðu hann, að hann skyldi fara að misstíga sig eða meiða, svona á síðustu stundu, er þúsundir þjóðárinnar biðu í ofvæni (rétta orðið!) eftir átökum hans — og hinna snillinganna! Og aumingja Jón, að þurfa að tilkynna þessi úrslit — og eiga svo að bjarga kvöldinu fyrir hlustendur, að auki. Við kenndum bara í brjósti um hann líka, stofuf.élagarnir — vorum að hugsa um að senda honum harmónikulag í næsta óskalagatíma! En Jón stóð sig — eins og venjulega. „Nú fáum við eitthvað gott í kvöld fyrst þetta brást,“ sagði Jónas. „O svei! Það er nú trúlegast!“ sagði Stefán. ,,Eg fer bara að sofa.“ „Ætli þeir finni ekki einhverjar gamlar lummur að gefa okkur,“ sagði Óli. En það liðu ekki marg- ar mínútur, þar til við allir með tölu lögðum frá okkur hevrnar- tækin, ekki tautandi nein þakk- arorð eða blessunaróskir til Jóns og stjórnendanna við hinn end- ann. Þeir áttu reyndar sinfóníu á plötum, sem hægt var að dunda við allt kvöldið að kalla! Forn- býlir blessaðir og fastir á línunni! Fróðlegt væri að vita, hve margir íslendingar hafa hlustað sér til ánægju á þann plötuslátt kvöldið það, þar sem Jón hefir sennilega orðið að snúast krigum Gusa, (sem við vonum, að nú sé búinn að ná sér) og því ekki mátt vera að því að hlusta. Það þarf meira músikvit og hljómlistareðli en við þrír samanlagt eigum til að bera, að hafa ánægju af þvílíku. Við getum viðurkennt, að þessi tónverk, fúgur, hljómkviður, sinf óniur, stórhlj ómsveitarverk, — hvað það nú kallast — (sem fyrý- almenning gildir alveg einu) muni yfirleitt listræn á einhvern hátt og í fullu gildi fyrir þá, sem kunnugir eru þeim hnútum og kunna að „leysa“ þá. — En það er og verður einskis virði og verra en það, fyrir fjöldann, fá- vísan á þessu sviði, eins og „hljómandi málmur og hvellandi bjalla" — og þvílíkt er eigi gott þreyttum sálum, viðkvæmum eyrum og ofreyndum taugum! Og í einhvern þann flokk koma flestir íslendingar, sumir alla. Og við lærum alls ekki að meta þessa list með því móti, að henni sé ausið yfir okkur í tíma og ótíma, svo að sem skjótast sé bölvað fast og svo brugðið við og skrúf- að íyrir eða kastað frá sér heyrn- artæki, ef við höfum þá sinnu á þeirri nauðsyn. Það getur ver- ið gaman að koma á slíka hljóm- leika í Þjóðleikhúsinu, líka sjá snillingana stjórna og leika, sjá fólkið og skrautið — heyra með öðrum, klappa með fjöldanum og við allar þær aðstæður hrífast auðveldar. En að fá slíkt sent að sunnan inn í sjúkrastofu, ver- búðarpláss eða bóndabæ er það sjaldan metið á marga fiska. VIÐ ÞRf MENNIN G ARNIR vildum gjarnan vera svo valda- miklir, að við gætum fyrirskip- að skoðanakönnun mcðal út- varpshlustenda um músík út- varpsins. Það vald hefir útvsrpið sjálft, — ráðamenn þess —, en þar virðist áhugann eða kjarkinn til þess að biðja um þann úr- skurð, bresta. En hvað er í raun og veru sjálfsagðara cn það, fyr- ir slíka stofnun, að kynna sér scm bezt vilja hlustcndanna, og leitast við að verða við óskum þcirra, sem flestir síanda saman, a. m. k. oft? Með skoðanakönnun þeirri fengi „plötuspilari“ út- varpsins, hvort hann nú heitir Jón, Pétur eða Páll, það undra- tæki við eyra, sem léti heyra kliðinn frá hlustendum, „þulið mjúkt við eyra“, sem mal ánægðrar kisu, gíeðiklið sem fugla á vordegi, eða sem urr ljónsins og grimmdarreiðiorg stórhríðarbylsins, allt eftir því hvað á dagskrá er: sungin og leikin íslenk lög og þekkt smá lög hinna stóru, heimsfrægu, har- mónikulög, eða óþekkt stórsöng- halla-hljómsveitarverk og heilla- kvölda sinfóniur. Og undratækið myndi hjálpa til að velja og hafna. Þá myndi og með gleði verða stöku sinnum tekið á móti því stærra og erfiðara, — fylgi góð kynning þeim hljómkviðum, ekki sízt. Þegar Jón gat þess, að nú myndum við fá eitthvað gott í stað Gusa, hélt hann, í einfeldni sinni. að útvarpið ætti á „lager", á plötum og stálþræði upplestur góðs efnis, (við fengum nú góð- an upplestur nokkrar mínútur betta kvöld), leikþætti snjalla og sniðuga, elskaða söngva o. fl„ jafnvel fullbúna kvöldskrá að grípa til, ef einhver stór fellur úr fatinu, svona allt í einu, eins og umrætt kvöld.' En nóg um. þetta- í bráð. — Jafnframt viljum við félagar þakka hjartanlega kvöld- vökuna sl. fimmtudag. Hún varð okkur. og mörgum, sem við höf- um talað við, til mikillar og jafn- vel varanlegrar ánægiu. Mætt- um við fá meira af slíku! Frið- bjófssaga er mörgum kunn og hugþekk, og með jafngóðri kynn- ingu og við fengum af henni þetta kvöld, í erindi, upplestri og söngvum, mun hún fanga huga ungra sem aldraðra. — Við hefðum bara óskað eftir meira úr sögunni lesið og sungið — allt til kl. 22, þótt músikkin, sem flutt var þá um 20 mín. síðast væri óvenju hugnæm og fögur. — Hvernig væri að bjóða þætti úr Gunnlaugs sögu ormstungu og Laxdals-söngva næst? Að síð- ustu: Til hamingju með skoðann- könnunina og útvarpsins stór- kostlega hlutverk — ykkar starf: Jón, Pétur ,Páll o. fl. Að Möðruvöllum. Hlíð Sigurjón Jóhannsson í skrifar blaðinu: „ÞANN 4. DES. árið 1861 fædd ist að Möðruvöllum í Hörgárdal einn af óskmögum íslands, þjóð- skáldið baráttuglaða, og fyrsti ís- Framhald á 7. síðu. líostir og ókostir aukavinnu kveima Kvennanefnd S.Þ. ræðir málið í vor. Eiginkonur og mæður hafa oft gott af því að taka að sér aukastörf utan heimilis. Þær kynnast nýju fólki á vinnustað, sjálfstraust þeirra eykst. Talið er að konur sem vinna utan heimilis hugsi meira um klæðaburð og snyrtingu, en hinar sem heima eru og loks er á það bent, að ekki fari hjá því, að konur, sem hitta fjölda fólks utan heimilis víkki mjög sjóndeildarhring sinn. Þetta er að minnsta kosti skoðun þeirra, er sam- ið hafa skýrslu um málið í nafni aðalforseta Sam- einuðu þjóðanna, en þessi skýrsla hefir nýlega ver- ið birt. Skýrslan er byggð á upplýsingum, sem leitað var hjá 12 þjóðum meðal ýmsra félaga, eink- um kvenfélaga. Upptökin að skýrslusöfnuninni átti sú nefnd innan Sameinuðu þjóðanna er fjallár um stöðu konunnar í mannfélaginu (Commission on the Status of Women). Iloliráð og heiinilistæki. í skýrslunni eru m. a. birt hollráð til kvenna, sem vinna utan heimila sinna: — Reynið að verja sem minnstum tíma til sjálfra heimilisstarfanna. Eða með öðrum orðum, ef þér vinnið úti, þá gerið heimilisstörfin að aukastörfum. — Það, sem skortir fyrir húsmæðm’ er vinna, eða vilja vinna utan heimila sinna, er, að dómi höfunda skýrslunnar, betri og fjölbreyttari heimilistæki, sem spara tíma og fyrirhöfn. Einnig væri nauðsyn- legt víða, að bæta verzlunarhætti til að spara tíma og erfiði við innkaup, segir í skýrslunni. Ekki telur skýi-slan ,að aukavinna húsmæðra henti öllum jafnt. Er t. d. bent á, að margar konur er vinna utan heimila sinna vanræki þau, þeim hætti við að eyða of löngum tíma til ferðlaga milli vinnustaðar og heimilis. í sumum löndum sé það enn tíðkað að leggja skatta á samanlagðar. tekjur hjóna og fleiri ókostir eru nefndir. Kvennanefnd S. Þ. kemur saman til fundahalda dagana 22. marz til 9. apríl næstkomandi. Þar verð- ur þessi skýrsla tekin til umræðu. Sameinoðn þjóðirnar aðstoða veg- laus börn í Jógóslavíu Stjórn Tækniaðstoðar Sameinuðu þjóðanan (TAA) hefur ráðið finnska konu, ungfrú Aino Elina Rautanen til að fara til Júgóslavíu og aðstoða veg- laus börn þar í landi. Hundruð þúsunda lieimiilslausra barna. Þegar síðustu heimsstyrjöld lauk voru hundruð þúsunda barna heimilislaus í Júgóslavíu. Þótt mikið hafi verið gert frá því að styrjöldinni lauk til að koma heimilislausum börnum í fóstur hjá einstakl- ingum, eða á barnaheimilum, er fjöldi barna og unglinga enn algjörlega veglaus. Stjórn Júgóslavíu hefur því beðið um aðstoð Sameinuðu þjóðanna til að ráða fram úr þessu vandamáli. Ungfrú Rautanen hefur mikla æfingu í meðferð barna, sem skortir aðhlynningu. Þá æfingu fékk hún fyrst og fremst í heimalandi sínu, þar sem sama vandamál kom upp eftir fipnsk-rússnesku styrjöldina. í þrjú ár hefur ungfrú Rautanen verið framkvæmdastjóri mannúðarfélagsins „Bjargið barninu". Þá hefur ungfrúin stjórnað verklegri kennslu heimilislausra unglinga í Finnlandi. Styrjaldarárin vann ungfrú Rautanen á vegum hinnar svonefndu „Gautaborgarnefndar" finnskra barna. Fyrst í stað var þetta félag, sem stofnað var til bráðabirgða, til aðstoðar finnskum flóttamanna- börnum. Félagið vann á vegum félagsmálaráðu- neytisins finnska. Tókst Gautaborgarnefndinni að koma 300.000 börnum fyrir í fóstur Síðar aðstoðaði þessi sami félagsskapur heimilislaus börn í Frakk- (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.