Dagur - 17.02.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 17.02.1954, Blaðsíða 1
ÐAGUR kemur næst út á reglul. útkomudegi, miðvikudag- inn 24. febrúar. ÁSKRIFTARSÍMI blaðsins er 1166. Gerizt áskrifendur! XXXVU. árg. Akureyri, miðvikudaginn 17. febrúar 1954 10. tbl. Penicillm-framleiðsla í Júgóslafíu HeilbrigðisstofnUn Sameinuðu þjóðanna hefur aðstoðað júgóslafnesk stjórnarvöld við að koma upp pencillin-verksmiðju í landinu, skammt frá Belgrad. Verksmiðja þessi gegnir þýðingarmikiu hlut- vefki í heilbrigðismálum landsins. Myndin sýnir júgóslafneskar starfsstúlkur láta pencillin á glös í gerilsneyddu herbergi í verksm. Lítil flugvél hefur þegar lent á vellinum og hafið sig þaðau til flugs í vetur hefur verið unnið að því að yfirfara og hreinsa vélar sanddælunnar, sem er afkasta- mesta tækið við gerð nýja flug- vallarins hér skammt frá bæn- um. Er ætlunin að hefja flugvallar- gerðina að nýju eins snemma í vor og tíð leyfir og er jafnvel bú- izt við að það geti orðið seint í næsta mánuði ef áframhald verð- ur á því veðurfari, sem hér hefur ríkt í vetur. Vegna þess hve tíð hefur verið góð hefur verið hægt að vinna með jarðýtu á flugvall- arsvæðinu við skurðruðninga og fleira. Þá er ráðgert að hefja undir- búning að nauðsynlegum bygg- ingaframkvæmdum á vellinum, en þar þurfa að koma flugskýli, afgreiðsluhús, húsakynni fyrir flugstjórn o. fl. Stefnt er að því að flugvöllur- inn verði nothæfur seint á þessu :ári, a. m. k. fyrir minni flugvél- ar. Ein lítil flugvél hefur þegar setzt á völlinn og hafið sig þaðan til flugs. Var það á sl. hausti, en mikið vantar samt enn til þess að flugvöllurinn verði almennt not- hæfur. Eins og áður er greint frá hér í blaðinu, er nú ákveðið að koma upp radartækjum á flugvellinum hér og verða það fyrstu tækin,, sem upp verða sett hér á landi fyrir utan Keflavíkurflugvöll. Er stefnt að því að gera þennan flug- völl hér nyrðra sem allra bezt úr garði og auka þannig öryggi flugsins, sem er ómissandi þáttur samgöngumála héraðsins. Slysfarir. Það hörmulega slys varð á Faxaflóa sl. fimmtudag, að Jón Hermannsson, háseti á Sæ- finni, féil fyrir borð og drukkn- aði. Jón var um tvítugt, til heim- ilis í Aðalstræti 54 hér í bæ. llsljóri gekk 8 k snarbr Leifur Bjarnason fórst í bílslysi í New York Síðastl. föstudagsmorgun lenti Leifur Bjamason, framkvæmda- stjóri skrifstofu SÍS í New York, í bílslysi. Slasaðist hann alvar- lega, var fluttur í sjúkrahús, og lézt þar samdægurs. Leifur Bjarnason (Þorleifs Bjarnasonar menntaskólakennara) hafði lengi gegn't störfum fyrir SÍS, heima og erlendis. Hann var ungur maður, mjög vel kynntur og hinn bezti drengur. Enn tapar Alþýðu- flokkurinn Alþýðuflokkurinn hélt áfram heljargöngu sinni í kosningunni í Kópavogshreppi á sunnudaginn. Hann tapaði þar sæti, sem hann hafði, til Framsóknarflokksins, sem hlaut nú í fyrsta sinh mann kjörinn í Kópavogi. Sjálfstæðis- flokkurinn hlaut og 1 mann kjör- inn, en Finnbogi Rútur Valdi- marsson og liðsmenn hans héldu enn meirihluta sínum, fengu 3 menn. Það bar enn til tíðinda í Kópavogi, að efsti maður á Al- þýðuflokkslistanum var svo mjög: strikaður út, að hann hefði ekki náð kosning-u, þótt flokkurinn hefði fengið fulltrúa í hrepps- nefndinni. Af þeim 130 mönnum, sem greiddu Alþýðufl. atkvæði í kosningunum, breyttu 76 röð manna á listanum! iiiiiiniiiiiii 11111111111111111 Fnm- sóknarfélaganna Fyrir nokkrum dögum var drcgið í happdrætti Framsókn- arfélaganna á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu hjá bæjarfóget- anum á Akureyri, og komu þessi númer upp: 1. Nr. 2509 Far til Norðurlanda. 2. Nr. 1604 Hrærivél. 3. Nr. 1920 Flugfar Rvík—Akureyri. 4. Nr. 1314 Sjómannaúígáfan. 5. Nr. 505 Lamb afhent í sláturtið. 6. Nr. 948 Fornaldarsögur Norðurlanda. 7. Nr. 4242 Peningar 250 kr. 8. ’Nr. 4731 Peningar 250 kr. Vinninganna, eða ávísana á þá, sé vitjað til Guðmundar Blöndal, Sjöfn, Akureyri. Stórfnrðulegt að meimiroir skyldu komast lífs af, er stór vöruflutniiigabíll fauk út af veginmn á máiiudagsmorguniim f miili kl. 8 og 9 á mánudagsmorguninn varð bifreiðaslys í Gilja- rertum á Öxnadalsheiði. Stór vöruflutningábíll héðan af Akureyri, A—37, hlaðinn varningi til Reykjavíkur, fór út af veginum og hrap- aði niður í gilið, um 60 metra leið, um klungur og urð allt að ánni, sem rennur um gilbotninn. 11111 ■ 11 ■ 111 ■ i ■ 1111 Bíllinn brotnaði mjög mikið, en mennirnir tveir, sem í honum voru, komust lífs af. Byijaveður á heiðimii. Bifreiðin, eign Heildverzl. Val- garðs Stefánssonar hér í bæ, lagði af stað héðan um 7 leytið á mánu- dagsmorguninn. Þór Arnason, ungur maður úr Glerárþorpi, ók bílnum, en farþegi var Stefán Jónsson, Brekkugötu 12 hér í bæ, 19 ára piltur, er stundar háskóla- nám í Reykjavík. Þetta er stór yfirbyggð vöruflutningabifreið. Voru keðjur á afturhjólum er lagt var á Oxnadalsheiði, enda svell- bunkar á veginum. A heiðinni var mjög hvasst og gekk á með bylj- um. Þegar bíllinn kom að Gilja- reitum, var vegurinn svellaður, og í sama mund skall á mjög snörp vindhviða, sem svipti bíln- um til á veginum svo að aftur- hjólin fóru út af. Skipti engum togum, að billinn endasteyptist niður brekkuna og fór margar veltur unz hann staðnæmdist á eyri í gilbotninum og hafði þá hrapað um 60 metra vegalengd, yfir urð og kletta. Var bíllinn all- ur mjög brotinn og lá brak úr hon- um á stóru svæði umhverfis slys- staðinn. Þrekraun bílstjórans. Furðulegt má kallast, að menn- irnir í bílnum skyldu sleppa lif- andi frá þessu. Bílstjórinn mun ekki hafa misst meðvitund og tókst honum að komast út úr brak- inu og bjarga félaga sínum, sem misst hafði meðvitund. Voru þeir báðir mikið meiddir, Þór kjálka- brotinn, mikið marinn og lemstr- aður, og Stefán skaddaður á höfði og marinn og blóðugur. Þór tókst að koma Stefáni upp snarbratt gilið og upp á þjóðveginn, en þar varð hann að skilja hann eftir meðan hann fór að sækja hjálp. 8 km. ganga. Næsti bær við slysstaðinn er Fremri-Kot og þangað er 8 km vegalengd. Þór Arnason gekk þessa leið á hálfum öðrum tíma og var þá brugðið skjótt við að sækja -hinn slasaða mann á þjóð- veginum í Giljareitum, og ná til lækna og hjúkrunarliðs hér á Akureyri. Bóndinn á Fremri-Kot- um, Gunnar Valdimarsson, ók þegar í vörubíl á slysstaðinn og fann Stefán þar og tókst honum að koma homstn í bítinn og aka heim að bænum. Var reynt að hlynna að þeim félögum þar eft- ir beztu getu, unz læknir og sjúkra- bíll komu héðan frá Akureyri nokkru eftir hádegið. Eftir að læknirinn, Jóhann Þor- kelsson héraðslæknir hér, hafði veitt þeim þá aðhlynningu er unnt var, voru þeir fluttir í sjúkrahúsið hér og þar liggja þeir fólagar báð- Þungt haldnir, en ekki í iífshættu. Þegar blaðið átti tal við yfir- lækninn á sjúkrahúsinu hér síð- degis í gær, sagði hann þá félaga (Framhald á 8. síðu). Skemmtisamkoma F ramsóknarf élaganna næstk. miðvikudag Framsóknarfélögin hér á Ak- ureyri efna til skemmtisamkomu næstk. miðvikudagskvöld, að Hó- tel KEA. Eru allir stuðningsmenn B-listans í kosningunum í janúar velkomnir á þessa skemmtun meðan húsrúm leyfir. Verði að- göngumiða verður stillt mjög í hóf. Nánar verður auglýst um fyrirkomulag skemmtunarinnar síðar, en félögin beina því til fé- lagsmanna sinna og annarra stuðningsmanna B-listans, að ráðstafa ekki þessu livöldi til annars, heldur ráðgera nú að sækja þessa skemmtun og stuðla að því að hún verði sem fjölsótt- ust og ánægjulegust.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.