Dagur - 17.02.1954, Blaðsíða 7

Dagur - 17.02.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 17. ícbrúar 1954 D AGU R 7 - Dagskrármál landbúnaðarins (Framhald af 2. síðu). Árni Ásbjarnarson sagði að bændur væru búnir að fá all- mikla reynslu í byggingarfyrir- komulagi og nú.vissu menn betur en fyrir t. d. 20 árum hvernig byggingar ættu ekki að vera, þess vegna þyrfti að safna saman reynslu bænda í byggingum yfir- leitt og nota þá reynslu til að skipuleggja nýjar byggingar Kolbeinn Árnason áleit að rétt mundi fyrir bændur, sem hefðu í huga að byggja t. d. fjárhús úr steinsteypu, að sameinast um a'i fá sérstök flekamót. Þá taldi Ko’ - beinh að ástæða mundi vera til þess að haga byggingarfyri - komulagi fjárhúsa nokkuð efr.r því, hvort um beitarjarðir væ i að ræða eða jarðir, þar sem aldr .i væri reiknað með beit að vetri.i- um. Jón Rögnvaldsson taldi að byggingar íbúðarhúsa væru a') verða mjög fullkomnar og yfir- leitt væri ekkert íbúðarhús r.ú orðið byggt nema séð væri fyrir öllum helztu þægindum og væ:'i víst að nú væru íslenzkir bænd r ekki eftirbátar erlendra stéttar- bræðra sinna . þessu efni. Ólafur Jónsson sló því fran, hvoi-t ekki væri rétt að byggð væru fjárhús til bráðabirgða c% benti á, hvort ekki mundi vera hægt að nota torf og grjót í veg i ef steypt væri góð undirstað '. Torfveggir þyrftu þá ekki að vera nærri eins þykkir eins og í gamla daga. Fjárhúsin verða að vera ódýr og raka í þeim má fyrir- byggja með nægri loftrás. Ólafui sagði reynslu Húnvetninga af notkun stálmóta við útijþúsbygg- ingar verh gó&á. ' Jónas Kristjánsson sagði frá braggafjárhúsi. sem verið væri að reisa í Vík í Skagafirði og kostaði 23—3Ó þúsund kr. Braggi þessi er 9x18x5 metrar og á að rúma 130 fjár og auk þess nægi- legt heyrúm handa þessu fé. — Grunnur er steyptur, 30 cm. hár og braggagrindin skrúfuð ofan á grunninn eins og venja er með slíka bragga. Árni Jónsson taldi að vot- heysturnar, 12—13 m. háir, steyptir með hraðstheypumótum Samvinnubyggingarfélags Ey- firðinga mundu kosta bændui nú sumri komanda 22—24 þúsund krónur í útlögðum kostnaði á efni og aðkeyptri vinnu. Auk þessa væri svo kostnaður við að ganga frá grunni og lagfæringar á umhverfi eftir að steypt er. Ástæðuna fyrir því að sl. tvö ár hefur verið lítið byggt af turnum hér í Eyjafirði, sagði Árni vera þá, að bændur hefðu ekki pen- inga né gætu fengið nægileg lán og að heimavinna væri tiltölulega lítill hluti af heildarkostnaði og auk byggingarkostnaðar þyrfti að kaupa saxblásara til þess að láta í turnana. Þá benti Árni á, hvort ekki mundi rétt að taka upp notkun á krossviðarflekum, sem steypumót við byggingar í sveitum, en am- eríski herinn á Keflavíkurflug- velli notar krossviðarfleka mjög mikið sem uppslátt við allar byggingar. — Á. J. Armbandsúr Armbandsúr (karlm.) tap- aðist í Brekkugötu — Hafn- arstræti — Skipag. — Hóla- braut. Hafi einhver verið svo héppinn að finna úrið, vinsamlega skili hann því á Lögreglulvarðstofuna gegn fundarlaunum. - Bréf Jóns Sveinss. Framhald af 5. síðu. meðanu dagur er á lofti. En úr þessu vil eg helzt ekki hverfa frá Akureyri. Hér hef eg dvalið öll mín manndómsár, og fólkið verið mér og mínu heimili óvenju gott. En þótt nú halli undan fæti, skal taka því sem verða vill með æðruleysi. Á hinu leytinu sótti eg um stöðuna vegna fjölda áskor- ana ,og svo langaði mig líka að freista, hvort ekki væri hægt að lækka skattana á almenningi. Lág útsvör og skattar hafa frá byrjun verið aðalsmerki íbúa Akureyrar, og að fá með dugnaði og hagsýni sem mest út úr litlu. Þetta virðist hafa farið illa úr skorðum síðustu áratugina. Ut- gjöldin eru orðin alltof há, og bæjarbúar koma ekki til með að rísa undir þeim, þegar harðnar í ári og viðskipti öll versna. Þó er lakast að fyrir hina háu skatta kemur of lítið. Það er enginn vandi að koma einhverju í fram- kvæmd með miklu. Vandinn er að sýna hagsýni og fyrirhyggju, þegar úr litlu er að spila. Óska eg svo bæjarstjórninni allrar blessunar með störf sín framvegis, og bæjarbúum öllum óska eg árs og friðar um ókom- in ár. Virðingarfyllst, Jón Sveinsson.“ - FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu). MÓÐIR, KONA, MEYJA. (Framhald af 4. síðu). landi ,Belgíu, Hollandi og öðr- um Evrópulöndum. Milljón barna í vanda stödd. Talið er að um 300.00 börn hafi misst foreldra sína í Júgóslavíu í styrjöldinni. Þessi börn, ásamt peim, sem fóru á vergang af öðr- um ástæðum, t. d. særðust, eða urðu viðskila við foreldra sína, eru talin hafa numið allt að einni milljón, — eða fimmta hvert barn í landinu. f skýrslu, sem stjórn Júgóslav- íu hefur gefið út um þetta vanda- mál, segir, að erfitt hafi reynst fyrir innlendar stofnanir og yfir- völd að hjálpa börnunum eins og æskilegt hefði verið, sökum þess, að 90 af hverjum 100 barnastofn- unum i landinu hafi eyðilagzt í styrjöldinni. Alþjóðaaðstoð veitt frá byr jun. Júgóslavar hafa notið alþjóða- aðstoð í þessu alvarlega vanda- máli frá því að styrjöldinni lauk. Fyrst frá flóttamannastofnun S. Þ. (UNRRA) og síðan frá Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), sem hefur veitt júgó- slavneskum börnum mjólk og matvæli á undanförnum árum. f fyrra fór frú Erna Nuna Sail- er (Austurríki) á vegum Tækni- hjálpar Sameinuðu þjóðanna til Júgóslavíu til að aðstoða stjórn- arvöldin þar í landi við að konja lenzki ráðherrann, Hannes Haf- stein. Það hefur jafnan verið nokkur metnaður byggðarlaga og héraða, að geta talið til sinna heimamanna ýmsa af leiðtogum þjóðarinnar, bæði fyrr og nú, og því ættum við Eyfirðingar eigi að vera stoltir af því, að inn á milli eyfirzkra fjalla í fögrum dal á sögufrægum stað, skyldi vagga Hannesar Hafstein einmitt standa., og það í næstu grennd við bernskustöðvar ,,listaskálds- ins góða“, því að hverjir eiga fremur skilið sæmdarheiti, vor- menn íslands, en þessir tveir ey- firzku synir? Jónas tók ljóðdís- ina á arma sér, úr sudda ,,holta- þokunnar:: og leiddi hana með glæsibrag til öndvegis í höllu Braga. Hannes Hafstein, sá hinn órætta draum íslands, bak við tjald nýrrar aldar verða að veruleika. Aðeins 4 árum eftir að hann kunngjörði þjóðinni spádóm sinn í aldamótaljóðinu, var hon- um falið starf fyrsta merkisber- ans á sigurbrautinni. Á þessu ári eru aðeins 7 ár þar til íslendingar minnast þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Hannesar Hafstein. Er það ólíkleg tilgáta að 4. des. 1961, muni Eyfirðingar fjölmenna að Möðruvöllum í Hörgárdal til að vera viðstaddir afhjúprm á veglegum minnisvarða, er þeir hafa reist Hannesi Hafstein, í virðingar- og þakklætisskyni? — Heiti eg á alla Eyfirðinga að gera þessa ágizkun að veruleika. Einkum væri mér kært að Ung- mennasamband Eyjafjarðar vildi taka að sér forustuna, þegar á næsta héraðsþingi sínu, og tel eg óhikað að fleiri munu á eftir koma, bæði félög og einstakl- ingar. Því hlýtur að verða fjölmennt að sögustaðnum, Möðruvöllum í Hörgárdal, 4. des. 1961, ef veður- guðir leyfa.“ Lítil íbúð óskast til leigu fyrir 14. maf' upp skóla fyrir fólk, sem ætlar að leggja fyrir sig umsjá með sjúk- um, vangæfum, eða veglausum börnum. Þá hafa S. Þ. veitt náms- styrki til Júgóslava, sem ætla að kynna sér þessi mál. Ferðatöskur Járn- og glervörudeild. DANSLEIKUR verður haldinn að Hrafnagili Iaugardaginn 20. febr. Hefst kl. 10. c. h. Góð músik. — Veitmgar. Kvenf élagið. íbúð til sölu Norðurhl. Norðurgötu 3, neðri loæð er til sölu 2 her- bergi, eldhús og geymsla. Góðir greiðsluskilmálar. Til sýnis kl. 2—4 c. h. Niels Hansen. Upplýsingar í sima 1211. li* lœ o(ý Liiac^É □ Rún 59542177 — Frl.: Atg.: I. O. O. F. = 13521981/2 — E. I. Kirkjan. Æskulýðsmessa á sunnudaginn kemur kl. 2 e. h. í Akureyrarkirkju. Þó að messan sé sérstaklega helguð unga fólk- inu eru allir hjartanlega vel- komnir. — P. S. Innanfélagsmót í svigi næstk. sunnudag. Farið verður frá Hótel KEA kl. 11 f. h. Öllum heimil þátttaka. Skíðadeild KA. Akureyrardeild KEA heldur aðalfund sinn að Varðborg næstk. fimmtudag kl. 8.30 e. h. Félags- menn eru hér með minntir á, að fundurinn er lögmætur ,þó ekki mæti ákveðin lágmarkstala fé- lagsmanna. Kosnir verða 75 full- trúar á aðalfund KEA og 25 til vara. Ennfremur ber að kjósa 2 menn í deildarstjórn til þriggja ára og 1 til eins árs og 2 til vara, mann í félagsráð og 1 til vara. Félagar Æskulýðs- messan er kl. 2 e. h. á sunndaginn. Mætið stundvíslega. Engir fundir eru þann dag. Árshátíð Golfklúbbsins verður að Hótel KEA laugardaginn 13. marz næstk. Félagar verða að hafa tilkynnt þátttöku sína fyrir mánaðamót næstk. Utanfélags- fólk, sem óskar eftir að fá að- göngumiða, ætti að tala við Sig- trygg Júlíusson, rakarameistara, hið fyrsta. Samkvæmisklæðnað- ur æskilegur. Skennntiklúbbur templara held- ur skemmtikvöld næstk. föstud., 19. þ. m., kl. 8.30. — Til skemmt- unar: Félagsvist og dans. Enski jazzsöngvarinn og saxófónleikar- inn A1 Timothy mun skemmta að öllu forfallalausu. Framhalds- aðalfundur Golf- klúbbsins verður haldinn að Hó- tel KEA næstk. laugardag kl. 6 e. h. Lagabreytingar. Fíladelfía, Laundargötu 12. Op- inberar samkomur á fimmtudag, laugardag og sunundag kl. 8.30 e. h. Guðmundur Markússon talar á þessum samkomum. Komið og heyrið Guðs Orð. — Sunnudaga- skóli hvern sunnudag kl. 1.30 e. h. — Telpnafundir hvern mið- vikudag kl. 5.30 e. h. — Drengja- fundir hvern laugardag kl. 4.30 e. h. — Börn og unglingar verið velkomin. Kristniboðshúsið Zíon. Fimmtu- dag 18. febr. kl. 8.30 e. h.: Biblíu- lestur og sambænastund. — sunnudag 21. febr. kl. 8.30 e. h.: Samkoma. Benedikt Jasonarson talar. — Allir velkomnir bæði kvöldin. Fjáreigcndur Akureyri! Fund- ur fjáreigenda verður í Varðborg sunnudaginn 21. þ. m. Fjáreig- endur! Fjölmennið! Barnaverndarfélag Akurevrar heldur bazar í Varðborg sunnud. 21. febrúar kl. 2 e. h. Almenna barnaskemmtun halda barnastúkurnar í Samkomuhús- inu næstk .sunnudag kl. 3. Til skemmtunar verða smáleikirnir „Litli engillinn“ og „Draumur Dísu litlu“. Fimleika sýna 6 drengir ásamt kennurum sínum. Nánar auglýst síðar. Námskeið. Fyrirhugað er að halda námskeið í bastvinnu í Varðborg ,er mun hefjast seint í næstu viku. Mun fólki þar gef- ast kostur á að búa til ýmsa hag- nýta muni úr basti. Kennari verður frú Anna Jensdóttir. — Upplýs. um námskeiðið eru gefn- ar í síma 1481. Næsti bændaklúbbsfundur verð næstk. þriðjudagskvöld, 23. febrúar, að Hótel KEA og verð- ur þá rætt um meðferð og hirð- ingu búvéla. 4 Ý R Klæðaskápur il sölu með tækifærisverði í 5kipagötu 4, 3ju hæð. Chevrolet-vörubíll módel 1941 í góðu lagi til sölu. Afgr. vísar á. Sisallínur 3, 4, 5, 6, 7 og 9 mm. Önglar nr. 6, 7 og 8 Jám- og glervörudeild. ERLEND TIÐINDI (Framhald af 5. síðu). Malenkov lofar breytingu. Fljótlega eftir stjórnarskiptin komu loforð þeirra Malenkovs og Kruschevs um að gjörbreyta að- stöðu bænda. Kruschev játaði hreinskilnislega, að hörmungar- ástandið í landbúnaðinum væri því að kenna, að of mikil áherzla hefði verið lögð á iðnvæðingu landsins. Þetta var játning um að bændastéttin hefði verið látin greiða mest allan kostnaðinn við iðnvæðinguna sl. 25 ár. Og Kruschev hefur tilkynnt nýja tíma fyrir bændur. 1) Lækkun skatta og niðurfell- ing ógoldinna skatta. 2) Meira frjálsræði um fram- leiðslu á þeim skika, sem bænd- ur eiga sjálfir og fá að rækta fyr- ir sig. Þeir mega nú fjölga grip- um, er þeir eiga sjálfir, án þess að jafnframt sé krafizt aukinnar vöruafhendingar til ríkisins. Þá er lofað mjög auknum vélakosti til landbúnaðar ,tilbúnum áburði o. s. frv. Skipi^agið óbreytt. En þótt rússnesku bændurnir hafi unnið ofurlítinn sigur í styrjöldinni við ríkisvaldið, er kerfi það, sem þeim er gert að lifa við, óbreytt. Samyrkjubúskapur- inn og raunveruleg ánauð bænda, er stefna kommúnista í landbún- aðarmálum og á henni'er í raun- inni lítið lát. Þess vegna heldur styrjöld valdhafa og bænda áfram, þögult stríð og aldagamalt. En bóndinn verst enn af þraut- seigju og þolinmæði og læturekki sinn hlut fyrr en í fulla hnefana.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.