Dagur - 03.03.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 03.03.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 3. marz 1954 D A G U R 5 Er að semja skrá um alla Þingey- inga á öídinni sem leíð Greinargerð utn 15000 einsfaklinga í Þingeyingaskrá Konráðs Vilhjálmssonar KVEÐiA fileinkuð Jóhannesi Bjarnasyni frá- Flatey. F. 2. ágúst 1876. — Ðáinn 7. febrúar 1954. Til vinanna hcima og að' lieiman ég hugsa hó verði ei séð, og bæði í blíðu og stríðu ég bið guð' að vera beim með. Svo lít ég um öxl og mig undrar hve ævi, scm kölluð er há, er bráðfleyg, frá bernsku tií grafar í brotum, þá liðin cr hjá. En bíða og bjást batavon svipíur og marga stund léttir það geð í fortíð að fara og kalla það fram, sem að löngu er skeð. Og margt þó á daga manns drífi, er dregur úr lífsgleði og þrá, mun flestum að líta yfir Iiðið mjög Ijúft og í framtíð að spá. En líða og þjást batavon sviptur er byrði, sem mörgum er rétt, og horfa á vanmegna vini það veit ég að ekki er létt. Og nú cr þitt æviskeið úti, þú öðlast írá þrautunum frið; en Jóhannes Baldvin nú birtast og brosa þér eilífðarsvið. Hér alnafninn afa sinn tregar, og eins cru daprir á brá þeir bræður hans, Freystcinn og Bjarni, , |a *|.-en bernskuhryggð Árna er smá. En börnin má hæglega hugga, og hugprúða ekkjan þín sér, og ástvinaliópurinn allur, að umSkiptin góð voru þér. Svo biður þú drottinn að blessa öll börnin, hvem vin sem þú átt. Til konunnar vildurðu kalla: jj'Svo kemur þú góða mín brátt.“ TJm athafnalíf þitt í Eynni ég áður hef kveðið og hér ég segi, er óð minn ég enda af alhuga: Guð fylgi þér. EMILÍA SIGURÐARDÓTTIR. ... ■ ; ■ ....... ............... —J Fjölmemuir f«reldi*aímdur ræðir Noregsför Baraakórs Akureyrar Konráð Vilhjálmsson, hinn kunni fræðimaður og rithöfund- ur, hefur undanfarin 8 ár starfað að því að gera Þingcyingaskrá og gera þar grein fyrir öllum mönn- Um, sem heima áttu í Suður- Þingeyjarsýslu á árabilinu 1801— 1900. Er hér um að ræða þrjár kynslóðir og um 15000 einstakl- inga og er þctta því geysilega umfangsmikið verk. En það er nú vcl á veg komið og gerir Konráð sér vonir um að geta lokið því innan fjögurra ára. Blaðið kom að máli við Konráð á vinnustofu hans nú um helgina og ræddi við hann um þetta verk hans og önnur fræðistörf. Þótt þetta sé langsamlcga umfangs- mesta verk Kom'áðs til þessa, á hann ótal mörg önnur áhugamál um sögu og þjóðfræði og hefur mörg járn í eldinum, enda leið- ist mér aldrei, segir hann. Meðal annars hefur Konráð nú um liríð tekið að sér að rekja ættir ein- stakra manna, því að hann er manna ættfróðastur. Hafa marg- ir, sem gjarnan vilja fá í hendur aettartölu sína, leitað til Konráðs og hefur hann tekið að sér að skrá hana fyrir þá. Annars tekur Konráð fram, að fleiri ættfróðir menn séu hér í bæ en hann, ög þykir honum gott að leita til þeirra. Nefnir hann þar Brynleif Tobiasson, Þorpióð Sveinsson, Loft Guðmundsson og Helga Jónsson frá Stafnsholti, auk nafnkunnra ættfræðinga í héraðinu og er þeirra frægastur séra Benjamin á Laugalandi. 12 ára verk. En talið berst að Þingeyinga- skránni. Hefur Konráð þegar lokið miklum hluta hennar. — Eg byrjaði austast í sýslunni, segir hann, á Máná á Tjörnesi og hef svo fært mig vestur á bóginn. Tek eg upp á skrána alla menn, sem dvalið hafa í S.-Þingeyjarsýslu á árabilinu 1801—1900. Með því að fika mig vestur eftir sýslunni er eg nú kominn vestur fyrir Kinn- arfjöll og er um þessar mundir staddur í Þönglabakkapresta- kalli, þar sem öll byggð er nú eydd. Eg hóf þetta starf 1940 og vænti að mér takist að ljúka því á fjórum árum til viðbótar, og er það í samræmi við þá áætlun, er eg gerði í upphafi. Hér er um að ræða þrjár kynslóðir, og mun láta nærri, að S.-Þingey:ngar á þessu tímabili séu um 15000 talsins. Unnið úr manntölum og öðrum. heimildum. Konráð tekur nokkrar skrifað- ar bækur ofan úr hillu og sýnir, hvernig gerð er grein fyrir hverjum einstaklingi. Eru þessar bækur þegar margar og fylla mikið rúm í bókaskóp hans. Erá- gangur allur er framúrskarandi snyrtilegur, enda er Konráð listaskrifari og vandvirkur í bezta lagi. Konráð skýrir svo frá, að heimildir til þessa verks séu aðal- lega prestamannatöl úr sóknum sýslunnar, sem nú eru geymd á Þjóðskjalasafni, svc og hreppa- bækur og ýmis fleiri gögn. Ný tækni. Til þess að geta notfært sér heimildirnar, hefur Konráð látið prenta manntalsskráreyðublöð fyrir sig með sérstökum hætti og binda í bækur. Afritar hann prestamanntölin á þessar skrár sínar, en síðan vinnur hann úr því manntali, er hann færir menn inn á Þingeyingaskrána. Til þess að geta starfað að þessu þarf Konráð að dvelja suður á Þjóð- skjalasafni nokkrar vikur á ári hverju og afrita skjölin. Auk þess hefur honum tekist að fá lánaðar bækur hingað norður, á Amts- bókasafnið, og fær hann að afrita þær þar. Loks er þess að geta, sem nýjast er og markverðast um heimildasöfnun sem þessa, að með hinum nýju ljósmyndavélum Landsbókasafnsins er nú hægt að fá myndaðar blaðsíður í heimild- arritum og gefst hetta ágætlega og sparar fé og fyrirhöfn, enda þótt slík ljósmyndun, sem fræði- menn verða sjálfir að kosta, sé dýr fyrir þá. Verður Konráð að greiða ákveðið gjald fyrir Ijós- myndirnar, en telur það ekki eftir og segir, að hann njóti hinn- ar beztu fyrirgreiðslu af hálfu Landsbókasafns og Þjóðskjala- safns í þessu. — Konráð er þess fullviss, að verk þetta verði gef- ið út, ænda þótt það verði ekki um hans daga. Handritinu er óráð- stafað, en ekki ólíklegt að það varðveitist á Landsbókasafninu. Sérstætt verk. Konráð veit ekki til þess að slíkt verk hafi verið unnið hér á landi áður, að þannig hafi verið gerð grein fyrir hverjum ein- staklingi í heilli sýslu á 100 ára tímabili. En getur þess, að Indriði skáld og fræðimaður Þórkelsson á Fjalli hafi byrjað samningu skrár umÞingeyinga er hófst 1785 en mun ekki hafa komist lengra fram en til aldamóta. Liggur það verk hans í handriti, en verk Konróðs mun taka við, þar sem skrá Indriða hættir, eða um það bil. Auk þessa verks vinnur Kon- ráð einnig að því að skró ættir Akureyringa og hefur í handriti allmikið verk um þau efni. Svefnherbergishúsgögn til sölu. Afor. vísar á. MjÓLKURBRÚSAR 10, 15 og 20 lítra MJÓLKUFÖTUR 10 og 12 lítra MJÓLKURMÁL 1 ííter MJÓLKURSIGTI KÚARYKSUGUR Mjólkurbrúsa- BURSTAR STÁLULL ÚÐADÆLUR DUFTSPRAUTUR Véla- og bilsdhaldadeild Fréttabréf frá Húsavík Húsavík, 25. febr. 1954. Karlakórinn „Þryniur“ í Húsa- vík minntist 20 ára afmælis síns 20. febr. sl. með fjölmennu hófi í samkomuhúsi bæjarins. Benedikt Jónsson ritari kórsins rakti sögu hans í ræðu. Hann gat þess meðal annars að kórinn hefði farið 7 söngferðir til nær- liggjandi staða, mætt á 7 Heklu- mótum, haldið 24 sjálfstæðar söngskemmtanir og æft og sungið 208 lög. Friðrik A. Friðriksson prófast- ur var söngstjóri kórsins í 18 ár. Núverandi söngstjóri er Sigurður Sigurjónsson. Margar ræður voru fluttar og skemmtu menn sér við kaffidrykkju, söng og dans langt fram á nótt. Þessir menn skipa stjórn kórsins nú: Birgir Steingrímsson, formaður, Eysteinn Sigurjónsson, gjaldkeri, og Benedikt Jónsson, ritari. —o— 22. þ. m. sýndi leikflokkur úr Kelduh.verfi hér í Húsavík sjón- elikinn Kinnarhvolssystur eftir C. Hauch. Leikstjóri var Björn Þórarinsson bóndi í Kílakoti, en með aðalhlutverkið fór Guðrún Jakobsdóttir húsfreyja á Vík- ingavatni. Hljóðfæraslátt annað- ist Björg Björnsdóttir frá Lóni. Leiktjöld málaði Sveinn Þórar- insson málari. Leikurinn var sýndur hér í tvö kvöld í röð fyr- ir yfirfullu húsi, og voru leikend- ur hylltir ákaft af áhorfendum. Þriðja kvöldið sýndi flokkurinn á Breiðumýri, einnig fyrir fullu húsi. —o— 18. þ. m. andaðfst í sjúkrahús- inu í Húsavík Björn Sigtryggsson bóndi á Jarlsstöðum í Aðaldal, eftir langvarandi vanheilsu, 54 ára. EINANGRUNAR- BÖND VASALJÓS KERTAPERUR KÚLUPERUR Rakaþéttir KÚPLAR Perur, 6, 12, 32, 110 og 220 volta Véla- og búsdhaldadeild Skemmtiklúbhur Iðju verður næstk. föstudagskvöld í Alþýðuhúsinu kl. 8.30 e. h. FÉLAGSVIST Þorleifur Þorleifss. stjórnar. Góð verðlaun. Félagskort scld í verksmiðj- unni og hjá Konráð Siurðs- syni, Arnfinni Arnfinnssyni og Jóni Ingimarssyni. Komið og skemmtið ykkur. Hvergi meira fjör. STJÓRNIN. Þriðjudaginn 16. febrúar var var boðað til foreldrafundar í barnaskólanum til að ræða um hugsanlega söngför Barnakórs Akureyrar til Noregs, svo sem áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu. Allir foreldrar þeirra barna, sem eru í kórnum voru boðaðir, og mættu þarna margir þeirra. Skólastjóri Hannes J. Mangúss son setti fundinn og hófst hann með því að barnakórinn söng nokkur lög undir stjórn söngstjór ans, Björgvins Jörgenssonar. Að því búnu skýrði skólastjóri til- gang fundarins, og kvað það liggja fyrst fyrir, áður en lengra væri haldið að ræða við foreldra og fá leyfi þeirra til slíkrar söng- farar, ef hún á annað borð væri framkvæmanleg. Var það upp- lýst, að hægt myndi að fá sæmi- lega heppilegar ferðir, en erfiðast myndi að fá nægilega mikið fé til fararinnar, sem hlyti að verða mjög dýr. Mikill áhugi fyrir förinni. Helgi Valtýsson rithöfundur, sem flutt hafði mál sendiherra Norðmanna hér varðandi þetta boð, tók síðan til máls og skýrði tildrög þess máls og afskipti sín af því, og rakti gang þess frá upp- hafi. Síðan tóku allmargir til máls bæði kennarar og foreldrar og virtist vera mikill áhugi fyrir, að för þessi gæti tekist, og það mynd arlega. Allir foreldrar, sem þarna voru, virtust sammála um, að leyfa börnum sínum að fara, ef fyrir henni væri fjárhagslegur g'rundvöllur, og komu fram ýms- ar góðar bendingar frá þeim um för þessa. Samþykkt var að halda annan fund mjög fljótlega. Kennarar barnaskólans hafa fyrh’ sitt leyti þegar kosið nefnd til að annast fjáröflun og hafa á hendi annan undirbúning, ef til fararinnar kemur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.