Dagur - 03.03.1954, Blaðsíða 2
2
D A G U R
Miðvikudaginn 3. marz 1954
AEdrei hafa verið betri barna-
skólar á Islandi en nú í dag
Ræíí við Snorra Sigfússon námssíjóra, sem að undan-
förnu hefur verið á ferðalagi um Norðlendingafjórðung
Snorri Sigfússon námsstjóri í Norðlendingafjórðungi hefur að
undanförnu verið á ferðalagi um fjórðunginn. Hefur hann heimsótt
skóia og haldið íundi og flutt crindi. Hefur hann talað á 21 stað að
undanförnu og hefur víðast verið góð aðsókn að erindum hans,
Dagskrármál landbímaðarins:
Ræktun Iiolclanautgripa í Svíþjóð
Eftir ÁRNA JÓNSSON, tilraunastjóra
sums staðar ágæt.
Dagur kom nú fyrir fáum dög-
um að máli við námsstjórann, sem
þá var að koma með „Drang“ frá
Ólafsfirði og spurði hann frétta af
starfi hans og ferðum.
— Það er ekki annað en gott að
frétta, sagði hann, enda ekki
amalegt að ferðast í slíku tíðar-
fari, sem verið hefur í vetur.
Þetta hefur verið sannkölluð
sumartíð. Mér hefur líka fundist
liggja vel á fólki og þá er líka
ánægjulegt að hitta menn að
máli. Eg hef farið allvíða í vetur
og heimsótt fjölda skóla. Sumir
spyrja, hvernig gangi í skólunum,
hvort börnin læri nokkuð, hvort
allt sé ekki miklu lakara en áður
var o. s. frv. Það yrði of langt mál
að svara slíkum spurningum til
fulls að þessu sinni, en yfirleitt
má fullyrða, að í skólunum gangi
starfið vel og betur en áður á
marga lund. Það hafa aldrgi ver-
ið betri barnaskólar á íslandi en
nú. Hitt er svo annað mál, aö þeir
þurfa að verða miklu betri. Og
það munu þeir líka verða. Eg er
líka stundum spurður að því,
hvort nokkurt gagn sé að þessum
flækingi okkar námsstjóranna.
Eg vil svara þvi með annarri
spurningu: Mundi nokkur heil-
vita maður, sem hefði hundruð
mánna í þjónustu sinni, við
vandasöm störf, láta þá eflirlits-
og afskiptalausa? Líklegra er, að
hann vildi hnýsast í störf þeirra,
leiðbeina þeim og örva þá til
dáða.
Þú hefur víða farið í vetur?
Fyrir jól fór eg um norðaustur-
hluta eftirlitssvæðisins, í janúar
um Skagafjörð, Siglufjörð og
Suður-Þingeyjarsýslu og nú síð-
ast Ólafsfjörð. Hef eg komið í
flesta skóla á þessu svæöi og rætt
við börnin og kennarana og
skólanefndirnar. Auk þess hef eg
flutt erindi, og fleiri nú en áður.
Fyrir nokkrum árum óskaði
kvenfélagasambandið í Skaga-
firði eftir að eg flytti erindi í
sambandi við heimsóknir mínar
til skólanna, en af því gat þá
ekki orðið, m. a. vegna sam-
gönguerfiðleika og snjóa. En nú
var ekkert slíkt til fyrirstöðu og
því hóf eg flutning erinda á
skólastöðunum í flestum hrepp-
um Skagafjarðar og á Sauðár-
króki. Ennfremur talaði eg á hús-
mæðraskólanum á Löngumýri og
í gagnfræðaskólanum á Sauðár-
króki.
En hefurðu ekki flutt erindi
í iíðrum héruðum?
í Siglufirði og í Ólafsfirði flutti
eg erindi fyrir foreldra barna-
skólabarna, ennfremur talaði eg
í gagnfræðaskólanum í Siglufirði.
í Suður-Þingeyjarsýslu flutti eg
erindi í sumum hreppum og líka
í Húsavík og í alþýðuskólanum
og húsmæðraskólanum á Laug-
úm.
Efni crindanna?
Eg hef reynt að miðla fróðleik
sem eg hef aflað mér með lestri,
íhugún og starfi á þessum vett-
vangi í hartnær hálfa öld, og eg
hef bent á ýmislegt, sem eg tel
mikilsvert í fari heimilis og skóla.
Þetta eru þá líka eins konar
kveðjuorð og lokaorð af minni
hálfu, því að nú læt eg af störf-
um í sumar, sagði námsstjórinn
að lokum.
Runólfur Sveinsson
fyrrum skólasjóri Búnaðarskól-
ans á Hvánneyri, lézt af slysför-
um fimmtudaginn 4. febrúar. —
Runólfur var Skaftfellingur að
ætt, sonur hjónanna Sveins
Sveinssonar og Jóhönnu Mar-
grétar ,er um eitt skeið bjuggu
að Ásum í Skaftártungu. Hann
stundaði fyrst nám í Bændaskól-
anum að Hvanneyri, síðan fór
hann í Samvinnuskólann í
Reykjavík, en að því búnu sígldi
hann til búnaðarnáms og lauk
kandídatsprófi frá Landbúnaðar-
háskólanum í Höfn.
Þegar hér var komið hafði
Runólfur þegar áunnið sér mik-
ið álit, þótt ungur væri og var
hann þegar, að háskólanámi
loknu, settur skólastjóri að
Hvanneyri og skjpaður í þá
virðulegu stöðu litlu síðar.
Allmörg undanfarin ár var
hann sandgræðslustjóri að Gunn-
arsholti.
Runólfur Sveinsson var mikill
atorkumaður og mikið glæsi-
menni. Sem skólastjóri var hann
virtur af samstarfsmönnum sín-
um og dáður af nemendum. —
Hvarvetna þar sem Runólfur kom
að starfi flutti hann með sér
bjartsýni og eldmóð. Athafnaþrá-
in virtist honum í blóð borin og
það var vissulega mikils virði
fyrir landbúnaðinn, að hann átti
hug hans allan og á þeim vett-
vangi voru miklar vonir tengdar
við hinn glæsilega og djarfa
mann. Hann varð aðeins 45 ára
að aldri.
Runólfur var giftur Valgerði
Halldórsdóttur frá Hvanneyri,
ágætri konu. Hún var um eitt
skeið forstöðukcna Húsmæðra-
skólans á Laugalandi og er Ey-
firðingum að góðu kunn.
Molotoff - áætlunin.
„Molotoff-áætlunin mundi opna
Evrópu fyrir pólitískri, réttar-
farslegri og hernaðarlegri innrás
frá Moskvu. Án nokkurs efa er,
að „samevrópskt öryggi“ — svo
að rússneskt orðalag sé notað, —
mundi verða raunveruleiki með
framkvæmd Molotoff-áætlunar-
innar. Þar mundi verða öryggi
dádýrsins í maga ljónsins.“
Úr „II Popolo“ Róma-
borg, en það blað er
aðalmálgagn stjórnar-
flokksins, Kristilegra
demokrata.
Lýðræðislegt stjórnarfar.
„Þingræðið í Frakklandi er,
sem betur fer, ekki í yfirvofandi
hættu. Ognun frá einhvers konar
fasisma er ekki eins nálæg og var
á árunum fyrir styrjöldina þegar
hver þjóðin af annarri á megin-
landi Evrópu virtist glata tilfinn-
ingunni fyrir gildi frelsisins. Og
kommúnistískt eða hálfkommún-
istískt einræði mundi, í hvaða
vestrænu lýðræðisríki sem væri,
ekki komast á laggirnar nema
kostaði þriðju heimsstyrjöldina.
Hið lýðræðislega stjórnarkerfi er
sterkt, hvar sem litið er. í Frakk-
landi er það ekki á undanhaldi.
L ý ð ú æ ðisstjórnarfyrirkomulag
Frakklands þarf ekki að eiga í
höggi við hættulega andstæðinga
á þessu ári. En veikleiki og fram-
kvæmdaleysi andstæðinga lýð-
ræðisins gefur því sjálfu ekki
styrk. Nú höfum við hlé til und-
irbúnings. En ef ríkisstjórnin not-
færir'sér ekki þetta hlé til þess að
koma réttarbótum, í framkvæmd,
má búast við því að til tíðinda
dragi áður en langt um líður.“
Úr „Figaro“, París.
Bérlínarfundurinn.
„Á Berlínarfundinum hafa
menn verið að snúast í kringum
sjálfa sig. Hið mikla djúp í milli
hugmynda Vesturlandanna og
Rússa um Þýzkaland hefur orðið
til þess að vestrænu ráðherrarnir
hafa verið að líta til Austurríkis
og Indó-Kína, sem líklegra leiða
til þess að komast eitthvað áleið-
is. Molotoff hefur upplýst, að
brotthvarf úr hersetnu löndun-
um í Evi'ópu verður annað
tveggja að vera allt eða ekkert.
Hvort sem friðarsamningar verða
gerðir eða ekki, er ljóst, að sovét-
herir fara ekki úr Austurríki
(sem mundi samningslega einnig
þýða bi’otthvarf úr Ungverja-
landi og Rúmeníu) meðan vest-
rænir herir dvelja í Vestur-
Þýzkalandi og Trieste. Sannleik-
urinn er, að það er í Þýzkalandi
sem Sovétríkin óttast að veru-
lega geti skipt um í valdaaðstöð-
unni og þeim í óhag. Megintil-
gangur Rússa að koma á Berlín-
arfundinum var að reyna að
spilla endurvopnun Þýzkalands
innan vestræns bandalags. Og á
þessu sviði komust aðilar aldrei
neitt nærri samkomulagi."
„Observer“, London.
í sænska búnaðarblaðinu
Lantmannen, hafa nokkrum
sinnum verið greinar sl. ár, um
i’æktun holdanautgripa í Svíþjóð.
Vei’ður hér á eftir vikið að
nokkrum greinum þessum.
Mjólkurkúm fækkar í Svíþjóð.
Ef litið er á kúastofn Svía undan-
fai’in 20 ár, kemur í ljós að frá
1932 til 1941 var kúafjöldi mjög
líkui-, eða um 1,9 milljónir
mjólkurkýr, en 1952 eru þær 1,55
milljónir.
Ár Fjöldi mjólkurk. Mjólk til
mjólkursaml.
1932 1,92 millj.
1937 1,92 millj. 2600 millj. kíló
1947 1,81 millj.
1951 1,55 millj. 3900 millj. klíó
1952 1,55 millj. 3600 millj. kíló
Sé miðað við mjólkurmagn til
mjólkui’búa árið 1937 og árið 1952
sézt að innlögð mjólk eftir hverja
kú hefur aukizt mjög mikið á
þessum ái'um. Fækkun mjólk-
urkúnna hefur sampart oi'ðið til
þess að lélegri kúnum hefur ver-
ið slátrað og sumpart af bættri
fóðrun og auk þess hafa kynbæt-
ur oi'kað einhvers.
—o—
Aukinn áhugi fyrir ræktun
holdnautgripa. Ein meginoi'sök
til þess að sænskir bændur hafa
fækkað verulega mjólkurkúm að
undanförnu, er talin vaxandi
áhugi þeiri-a fyrir ræktun holda-
nautgx-ipa og að áliti margra
landbúnaðax-manna er framleiðsla
af nautgripakjöti arðvænlegri at-
vinnuvegur en mjólkurfram-
leiðsla. Ymsar ástæður ei'U taldar
til þess að áhugi sænskra bænda
er nú meii'i fyrir holdanautgrip-
um en vei'ið hefur, en þó mun þar
mestu um ráða tvö atriði, annars
vegar byggingakostnaður og hins
vegar vinnukostnaður.
—o—
Iloldanautgripir þrífast í ódýr-
um byggingum. Byggingakostn-
aður hefur aukizt mjög mikið í
Svíþjóð undanfarin ár og er hann
fjötur um fót margra bænda sem
þurfa að endurbyggja eða reisa
nýjar byggingar fyrir búfénað.
Mjólkurkýr þurfa yfirleitt vand-
aðar byggingar til þess að þær
sýni fullt gagn og þar með dýrar
byggingar, sem síðar hafa í för
með sér afborganir og vexti af
háum lánsupphæðum, sem gleypa
síðan vei'ulegan hluta af ax'ði
angi-að, lokað og hlýtt að vetrin-
dýru byggingum. Foi’svarsmenn
ræktunar holdanautgi'ipa halda
því hinsvegar fram að engin
ástæða sé til þess að hafa dýrar
byggingar fyrir þetta búfé og er
vitnað.í því sambandi til tilrauna,
sem gei'ðai' hafa verið á vegum
sænska i'íkisins. þar sem tilraun-
irnar voi'u gei'ðar í sumarfjósi,
sem var einfalt og opið allt árið
um kring og gátu gripirnir gengr
íð út og inn vetur sem sumár,
Til samanburðar var svo haft
mjólkui'kúafjós — vandað, ein-
angrað, lokað og hlýtt að vetrin-
um, eða svo lengi sem innistað-
an var. Þessi samanburður sýndi
að vöxtur þeiri'a gripa, sem voru í
sumarfjósinu var heldur meiri
en þeirra, sem voi'u í hlýju og
vönduðu fjósi um vetui'inn mið-
að við fóður eftir þöi'fum.
—o—
Vinnukostnaður við hirðingu
lítill. Nokkur samanburður hefur
verið gerður á því hversu marg-
ar vinnustundir á ári þurfi í
hiiðingu á mjólkui’kú og naut-
gripa til kjötframleiðslu. í því
sambandi eru nefndar tölur eins
og að mjólkurkýr kosti 150
vinnustundir á ári en holdanaut-
gripur 30 (Robertson og Woods).
Aðrir nefna 160 klst. á mjólkurkú
og 25 klst. (Hare) á holdagrip.
En hvað sem þessum tölum líður
má ætla að við sæmiieg skilyrði
megi hirða 5 holdanautgi-ipi á
sama tíma og 1 mjólkurkú.
Vinnukostnaður í báðum tilfell-
um fer að sjálfsögðu mjög eftir
aðstöðu, bæði hvað snei'tir fyrir-
komulag bygginga og alla vinnu-
tilhögun. Auk þess hefur stæi’ð
búsins mikið að segja sérstaklega
í sambandi við holdanautgripina.
Amei’ískar athuganir sýna, að
hægt er jafnvel að komast niður
í 15—20 áx-s tíma á holdagrip við
hagstæð skilyrði á stórum búum.
Hreinræktun holdakynja. Sví-
ar eru með flestar tegundir
holdanautgripa og flytja inn ár-
lega gi'ipi einkum frá Skotlandi.
Aberdeen-Angus kynið er all-
mikið notað, en það er ættað frá
Austur-Skotlandi, úr fx’emur
köldum, rökum og hrjóstrugum
héruðum. Er þetta kyn talið eitt-
hvert bezta kjötkyn í heimi. Slát-
urþungi þess er einnig mjög mik-
ill. Ilereford-kynið er nokkru
stæiTa en Aberdeen-Angus, en
kjötgæði þess þykja ekki jafnast
á við Abei'deen-Angus. Auk
þessai-a Ixynja eru möi'g fleiri
eins og Galloway og stutthyrn-
ingar o. fl.
Einblendingsrækt af holdakyni
og mjólkurkyni. Margir sænskir
bændur hafa hvort tveggja í senn,
mjólkurframleiðslu og nauta-
kjötsframleiðslu. Nautakjöts-
framleiðsla, sem byggist á ein-
blendingsi'æktun á sér marga
foi'mælendui’. Er þá venjan að
mjólkurkýr af mjólkui'kyni eru
látnar fá við nauti af holdakyni,
en kálfarnir síðan aldir upp til
slátrunar eins og venja er með
hreinræktuð holdakyn, þ. e. a. s.
til D/2 til 2V2 árs. Meginkosturinn
við þessa fi'amleiðsluaðferð er
talinn sá, að ekki þui'fi að reikna
fóður kálfamóðurinnar til út-
gjalda við kjötframleiðsluna, því
að kýrin sé eftir sem áður mjólk-
urkýr og uppeldisfóður liennar sé
vegna mjólkui'framleiðslunnai'.
(Framhald á 11. síðu;.