Dagur - 03.03.1954, Blaðsíða 6

Dagur - 03.03.1954, Blaðsíða 6
D A G U R Miðvikudaginn 3. marz 1954 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Simi 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júli. fyrirbæri í Sjálfstæðisblaði. Slík vinnubrögð eru sú undirstaða, sem allrastétta- og allrastefna- flokkurinn byggir yfirleitt á. FOKDREIFAR Óljós svör um skattheimtu í ÞVÍ TBL. ÍSLENDINGS, er út kom daginn fyrir bæjarstjórnarkosningamar, var áréttuð sú skoðun ritstjórans og annarra forsvarsmanna blaðsins, að rétt væri að kaupfélagið hér væri látið greiða „allt að einni milljón króna í veltuút- svar eitt“. Með því að ekki gafst ráðrúm til þess að útskýra þessa kenningu blaðsins fyrir kosning- arnar, var hér í blaðinu dregin upp mynd af því, hvernig framkvæmdin yrði, nú eftir kosningarn- ar. En hún yrði í sem stytztu máli sú, að bændur og útvegsmenn yrðu látnir greiða skatt til bæjar- ins af framleiðsluvörum þeim, sem kaupfélagið tekur af þeim í umboðssölu. Mjólkurframleiðend- ur í héraðinu mundu þurfa að greiða verulegan hluta af mjólkuruppbót þeirri, er þeir eiga inni hjá Mjólkursamlaginu um hver áramót, í veltuútsvar til bæjarins, fiskimenn mundu sömuleiðis þurfa að gjalda bæjarsjóðii skatt af fiski þeim, er kaup félagið seldi fyrir þá, enda þótt fiskurinn kæmi aldrei inn á lögsagnarumdæmi bæjarins. Kenning íslendings er sú, að leggja beri veltuútsvar á alla veltu kaupfélagsins án tillits til þess, hvort um er að ræða umboðssöluvörur fyrir framleiðendur eða almennar verzlunarvörur. Þegar kosningamóður inn var runninn af Sjálfstæðismönnum hér, mun þeim flestum hafa orðið Ijóst, að þessi kenning blaðs þeirra mundi ekki þykja haldgott vegarnesti fyrir áróðursmenn Sjálfstæðisflokksins úti í sveit- um og þorpum. Fór því blaðið að draga í land eftir að vakin hafði verið sérstök athygli á þessum þætti í skattamálaskrifum íhaldsins hér. í fyrrri viku þóttist blaðið því ekki hafa ætlað að leggja nema 500—800 þús. kr. veltuútsvar á kaupfélagið — og taldi sanngjarnt, — en vildi ekki kannast við að hafa rætt um milljón króna skattheimtu, enda þótt það væri eitt helzta kosninganúmer blaðsins að upplýsa almenning um að sanngjarnt væri að fé' lagið greiddi „allt að einni milljón króna í veltuút- svar eitt“! (fsl. 30. jan. sl.). Ef afneitunin, svo veS' aldarleg sem hún var, kom þó ekki frá hjartanu. í blaðinu 17. febrúar sl. er enn rætt um þessi mál og þar svo til orða tekið að það sé „ekki nein goð gá að láta sér detta í hug.... að bændur greiddu veltuútsvar í hlutfalli við aðra útsvarsgreiðend ÞESSI VIÐBRÖGÐ blaðsins eru næsta athygl- isverð fyrir framleiðendur í sveit og við sjó. Þótt ljóst sé að ekki er óskað að flíka þeirri skoðun kaupmanna og annarra máttarstólpa hér, að rétt sé að leggja veltuútsvar til bæjarins á mjólkur. og kjötsölu bænda og framleiðsluvörur sjávarút- vegsins, er því samt yfirlýst að slík skattheimta kaupstaðarins af sveitum og þorpum væri í raun- inni „engin goðgá“. Þessi yfirlýsing er ætluð kaupmönnum, lóðaeigendum og öðrum „máttar. sfólpum“ Sjálfstæðisflokksins hér í bæ, hin ves- aldarlega afneitun 'er aftur á móti ætluð bændum og útvegsmönnum í héraðinu, og þeim áróðurs mönnum Sjálfstæðisflokksins, sem hafa það hlut verk fyrir hverjar kosningar að ræða við þá um umhyggju Sjálfstæðismanna fyrir málefnum framleiðslunnar. Hér er því greinilega leikið tveim skjöldum og talað tveim tungum ,en það er ekki óvenjulegt Nokkur orð um fóðrun fuglanna An datj ör nunum, Kristján Geirmundsson skrifar blaðinu: „VEGNA umm. í næst síð. Degi út af hirðingu og fóðrun fuglanna tjörnunum í Laugargili, vil eg undirritaður taka fram eftirfar- andi: Fuglunum er gefið á hverjum degi, að jafnaði 2 tólflítra fötur af blönduðu korni og maís, þá er reim gefið hey og kartöflur soðn- ar, og skeljasandur. Stundum er margt aðkomufugla á tjörnunum, sérstaklega þegar vont er veður, og er þá fuglunum gefið meira, (en yfir sumarið, þegar ekki eru nema milli 10 og 20 fuglar, er seim vitanlega gefið miklu minna). Vegna þessara aðkomu- fugla varð það að samkomulagi á milli okkar Finns Árnasonar, sem nú annast um hirðingu og fóðrun fuglanna, að hann hagaði þannig fóðruninni, að ekki væri alltaf gefið á sama tíma. Þetta afréðum við til þess, að ekki þyrfti að fóðra fleiri aðkomufugla en nauðsyn krefur, en reynslan hef- ur sýnt það ,að sé alltaf fóðrað á sama tíma, að þá safnast þarna saman ógrynni af aðkomufuglum hinum vissa gjafatíma, og því miklu meiri hætta á, að þeir fugl- ar sem stöðugt eru á pollunum, t. d. svanirnir, gæsirnar og nokkrar tegundir anda verði étnar af. Vegna hagstæðrar tíðar hafa verið miklu færri aðkomufuglar á tjörnunum í vetur en undan- farna vetur, og því sízt ástæða til að ætla að fuglarriir hafi ekki nóg að eta með því fóðri sem þeim er nú gefið ,enda bera ekki fuglarn- ir þess merki á neinn hátt, að þeir séu sveltir, eða séu í vanlíðan Þessar fullyrðingar og ásakanir eru því algerlega úr lausu lofti gripnar, og eflaust byggðar á variþekkingu óg þá ekki sízt af því, að fuglunum er ekki gefið á sama; tíma alltaf. EINS OG OFT hefur verið get- ið um í blöðum bæjarins, er mjög æskilegt að foreldrar hvetji börn sín til að gefa fuglunum brauð- mola og fleira, þegar þau eiga leið um hjá Andat.jörninni yfir veturinn. Ekkert þýðir þó að gefa fugl- unum hráar kartöflur, nema þá að brytja þ'ær mjög smátt, eða nýsoðnar. Ef einhverjir vildu gefa kar. töflur til fóðrunar fuglanna, þá er það vel þegið og mun Finnur Árnason veita þeim móttöku og sjóða handa fuglunum.“ Hverjum samferða? Séra Pétur Sigurgeirsson skrif- ar blaðinu: „Á SUNNUDAGINN hófst hin eiginlega fasta og verður fyrsta föstuguðsþjónusta í Akureyrar- kirkju í kvöld kl. 8,30 Það er þá, sem kristnir menn um víða veröld minnast þess, að Meistarinn leið og dó á trénu, fórnandi lífinu af elsku til vina, — óvina. Hinn fegursti og sterkasti þáttur í lífi þjóðarinnar hefur lengi átt uppsprettu í hugleið- ingu þessara atburða. Göfugt er að meta og þakka það góða, sem manni er gert. — Sá „via dolo rosa“ er Jesú gekk, var af góðvild og elsku til hins ókunna manns. — Ekki gekk hann veginn fyrir sjálfan sig, heldur náungann, — þig og mig, — af guðlegum mannkærleika. Ekkert er svo öruggt og ná- kvæmt í hinum skráðu heimild- um um Jesú, sem seinustu stund- irnar í lífi hans. — Vér getum orðið honum samferða einn dag- inn eftir annan í beinni röð til föstudagsins langa; í senn til þess að þakka af hjarta og forðast að leggja þeim lið, er með sinnuleysi, kæruleysi og leti láta sér fátt um krossfestingu hans í annað sinn. Og hver sá, er hyggur sig standa vörð, gái að sér. Höfuð-læri- sveinarnir í grasgarðinum gátu ekki orðið við bón bans að vaka og biðja. — Oss er öllum hætt. En vér komum í kirkjuna á föstunni til þess að vilja verða honum samferða, — til þess að vaka og biðja. — Á tveimur sein- ustu árunum hafið þér sótt kirkj- una á föstunni, sem á stórhátíð. — Það er sýnilegur vottur þess, að oss langar til að vera Honum samferða með því að vaka og biðja. — Guð gefi að fleiri og fieiri bætist í hópinn. — Hann tekur en ná sig byrðar þeirra, sem til hans koma.“ Jazz — klassik. Oli Fossberg skrifar blaðinu þessa leið: „FYRIR SKÖMMU fór fram tónlistarkynning í Gagnfræða- skóla Akureyrar, þar sem kynnt var klassisk- og jazz-músik. Að kynningu lokinni fór fram leynj leg kosning um hvort klassisk- eða. jazz-músik væri vinsælli meðal nemenda. Klassiska músikin fékk 85, en jazzinn 47 atkvæði. í dag, sunnudaginn 21. febrúar, birtist grein í Æskulýðs- blaðjnu undir fyrirsögninni: „Mikill meiri hluti æskunnar vill ekki jazzinn", og því til sönnunar er vitnað til kosninganna í G. A. Vissulega hefði eg undirritað ur, sem kynnti jazz-músikjna, lofað formæl.endum klassisku músikurinnar að trúa því með sjálfum sér að k'lassikin væri vin sælli en jazzinn meðal unga fólksins í G. A., þó að þeir hinir sömu ættu þó að geta sagt sér það sjálfir, að flestir þeir,sem greiddu klassikkinni atkvæði í G. A. kusu hana eingöngu af einstæðum þegnskap við kennarann sem kynnti hana. En þegar Æskulýðs blaðið, blað sem ávallt leitar sannleikans, segir í þessu sam- bandi að jazz sé mannætu- músik, þá get eg ekki lengur setjð á mér að skrifa þessa grein og varpa þeirri spurningu fram hvernig hægt sé að slá fram slíkri fullyrðingu. Vona eg að hinn góði og gegni Akureyringur, sem rit stjóri Æskulýðsblaðsins minnist á í grein sinni, láti sér ekki muna um að sanna staðhæfingu sína um að jazz sé mannætu-músik, Hér á Akureyri leikur um þtssar mundir hinn frægi jazz-söngvari og tenór-saxófónleikari, A1 Timothy. Hann hefur leikið hér þrjú kvöld og ávallt fyrir troð fullu húsi áheyrenda. Hann hefur vakið gífurlega hrifningu meðal fólks, bæði eldra og yngra, og var hann margklappaður fram í öll skiptin. Af þessu má sjá að hugur Akureyringa hneigist meira að jazz, þó að til séu þeir menn, eins og höfundur fyi-rnefndrar greinar úr Æskulýðsblaðinu, sem segja að jazz sé mannætu-músik án þess að geta fært að því nokk ur rök.“ Auglýsið í Deg WVVlJ'JVVVVVVVVVV'rVVVVVVMl Ný aðferð við að sjóða lifur og lirogn Það er ekki auðvelt að sjóða þorskalifur án þess að lyktina leggi um alla íbúðina og loðir þetta lengi við eftir að matreiðslan er um garð gengin. Veldur Detta því, að fólk notar lifur sjaldnar en vert væri. En nú hefur norskur fiskifræðingur gefið húsmæðr- um þar í landi heilræði, sem virðist leysa vandann, og það eins fyrir íslenzkar húsmæður sem norskar. Þetta ráð hans á að duga til þess, að lyktin verði engum til angurs, og auk þess á það að fyrirbyggja að lýsisbragð sé beinlínis af lifrinni. Ráðlegging norska fiskifræðingsins, sem nýlega var birt í kvennadálki færeyska blaðsins „14. Sept- ember“, og þótti hið mesta þjóðráð þar, hljóðar á jessa leið: Þorskalifurin þarf að vera ný, helzt ekki eldri en sólarhrings gömul. Eldri lifur verður aldrei neinn matur. Lifrin er skoluð í sjóðheitu vatni áður en suðan hefst. En síðan er hún soðin í niðursuðudós, t. d. undan fiskbollum, grænum baunum o. s. frv. Dósina má aðeins nota einu sinni, m. ö. o. þarf nýja dós i hvert sinn sem eldað er. Lifrin er nú sett í dósina og yfir hana látnar sneiðar af lauk, 1 teskeið strá- sykur og nokkrar þunnar sneiðar skornar af epli. Lifrina á að sjóða í eins litlu vatni og mögulegt er, cn hæfilegur tími er 15 mín. Vatn- ið á að vera því nær alveg gufað upp um þáð bil sem lifrin er fullsoðin. Dósina, með lifrinni, má láta í pott með vatni og sjóða þannig. Þegar þessi aðferð er viðhöfð, á ekkert lýsis- bragð að vera af lifrinni og engin lykt af suðunni. Það hefur komið í ljós, að börnum geðjast mjög vel að lifur, sem matreidd er með þessum hætti og fær- eyska blaðið segir auk þess að þetta sé ágætis við- þit. Hrogn, segir blaðið, er ágætt að sjóða rrieð sama hætti. „V- n Nú fæst lifur í fiskbúðum og muri hollara .nýmeti varidfundið. Hvernig væri að reyna þessa norsk- færeysku aðferð? Hver veit nema heimilisfólkinu geðjist betur en áður að lifur og hrognum eftii þessa meðferð. Þá væri ekki til einskis barizt. SALTFISKGRATIN. Þetta sama færeyska blað birtir eftirfarandi upp- skrift af saltfiskgratin: Fiskurinn (hvort heldur sem er útvatnaður blautfiskur eða þurrkaður fiskur) er bein- hreinsaður rækilega og fiskurinn látinn í vel smurt gratinfat. Ofa ná er siðan lagt soðið grænmeti og laukfiísar. Sósa er þannig: 20 gr. smjörlíki, 20 gr. hveiti, 2 dl. mjólk, 50 gr. rifinn mjólkurostur, salt, pipar, sítrónusafi rasp og tómatsósa (úr glasi). Smjörl. mjölið og mjólkin bakað upp og ostinum blandað saman við. Salt, pipar og öðru bætt út í. Þetta er síðan sett ofan á fiskinn í gratinfatinu, en efst er tómatsósan og raspið. Sett í heitan ofn og bakað í 10 mín. BREYTT MATARÆÐI. í síðasta hefti danska samvinnublaðsins, sem hingað hefur borizt, er athyglisverð grein um breytt mataræði Dana. Er lagt til grundvallar, hvernig mataræði Dana hafi verið háttað á árabilinu 1926— 1929 og svo árið 1952. Samkvæmt tölum, sem blaðið birtir, hefur mjög minnkað neyzla manna í Dan- mörk af sykri, smjörlíki, hveiti, rúgmjöli og kjöti, en aftur á móti aukizt verulega á þessum fæðuteg- undum: hafragrjónum, fiski, smjöri, svínafeiti, mjólk, osti, eggjum, kartöflum, grænmeti, ávöxtum og öli. Af því síðast nefnda hefur neyzla aukizt um 7,9 ltr. á mann síðan 1929! Fiskneyzlan hefur stór- aukist, eða um 5,7 kg. á mann á ári, og þó mjólkur- neyzlan mest, eða um 35 kg. á ári. Þetta allt saman þykir benda til betra og hollara mataræðis í Dan- mörk. Hvernig skyldu sambærilegar tölur líta út hjá okkur?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.