Dagur - 03.03.1954, Blaðsíða 11

Dagur - 03.03.1954, Blaðsíða 11
Miðvikudagiim 3. marz 1954 DAGUR 11 - Dagskrármál landbímaðarins (Framhald af 2. síðu). Einblendningarnir eru taldir mun verðmeiri til frálags en hreinir gripir af mjólkurkyni, enda þótt kjöt þeirra að gæðum jafnist ekki á við kjöt af hreinrækt. holda- kynjum. Með því að nota þessa aðferð við ræktun holdanaut- gripa, er hægt að komast hjá því að ala upp kálfa undan kúm af holdakyni, sem oft og tíðum mjólka ekki meira en handa 1—2 kálfum á hverju ári. Sennilegt má telja að þessi ræktunaraðferð sé sú, sem henta mundi hér á landi og sérstaklega hér í Eyjafirði og öðrum mj ólkurframleiðslusvæð - Aðalfundiir Skag- firðingafélagsins Sunnudaginn 14. febr. var haldinn aðalfundur Skagfirðinga- félagsins á Akureyri. Það helzta sem gerðist á fundinum var eftir- farandi. (Útdráttur úr fundar- gerð): Formaður flutti skýrslu um störf félagsins á árinu sem leið. Hann gat þess að árshátíðin hefði verið heldur vel sótt sl. vetur, en að illa hefði gengið að fá félagana til að sækja aðrar skemmtanir félagsins. T. d. hefði ekki fengist næg þátttaka í skemmtiferð er stjórnin ætlaði að gangast fyrir vestur í Drangey sl. sumar, og var því ekki farin. Þá gat for- maður þess, að Skagfirðingafé- lagið hefði beitt sér fyrir fjár- söfnun til styrktar fjölskyldunni á Heiði í Gönguskörðum, og hefði hún gengið vel. Söfnuðust 7000.00 kr. og þakkaði form. öllum þeim, bæði innan félagsins og utan, er létu fé af hendi rakna. Guðm. Jónsson, form. nefndar þeirrar er hefur umsjón með að koma upp minningarlundi Bólu- Hjálmars, flutti skýrslu nefndar- innar, og gat þess að fyrsta áfang anum í því máli væri nú þegar náð, þar sem búið væri að girða umhverfis lundinn og planta þar verulegu magni af trjáplöntum. Hvernig sjálfur minnisvarðinn yrði hafður, sagði Guðmundur að ennþá væri óráðið, en í þeim efn- um hefði verið leitað til sér- fróðra manna. jÚrslit kosninga á fundinum urðu þessi: í Bólunefnd voru endurkosnir: Guðm. Jónsson, Hannes J. Magnússon og Þormóður Sveins- son. í stjórn Skagfirðingafélagsins: Zóphonías M. Jónasson, Jón Einarsson, Þórður Friðbjarnar- son, Sigurður Jóhannesson og Bjarni Finnbogason. Endurskoðendur reikninga fé- lagsins voru kosnir: Þormóður Sveinsson og Ingvar Einarsson. Stjórnin skipti síðar með sér verkum, þannig: Zóphonías M. Jónasson, form., Jón Einarsson, gjaldkeri, Bjarni Finnbogason, ritari, Þórður Frið- biarnarson og Sigurður Hannes- son meðstjórnendur. (Framhald af 1. síðu). á íslenzku leiðbeiningabæklinga þá, er öllum vélum fylgja. Bæri þeim jafnvel til þess siðferðileg skylda. Merkilegar tilraunir Magnúsar Árnasonar. Heyrzt hafði að Magnús Árna- son vélsmiður á Akureyri hefði í smíðum nýtt landbúnaðarverk- færi, og óskað var að hann segði fundinum eitthvað frá því. Magn- ús tók þá til máls, og kvað það rétt hermt, að á verkstæði hans væri í smíðum ný gerð af áburð- ardreifara. Hann á að dreifa hús- dýraáburðinum undir grasrótina. Kvaðst hann á þessu stigi málsins ekki geta gefið frekari lýsingu, enda óvíst að hann stæðist próf reynslunnar án endurbóta. — Fyrsti dreifarinn af þessari gerð er þegar pantaður. Ef smíði þessa dreifara tekst, svo sem vonir standa til, opnast nýjir möguleikar til hagnýtingai' á húsdýraáburðinum. Tilraunir hafa sýnt, að með því að koma áburðinum undir grasrótina, kemur hann að margfallt betri notum. Hins vegar hefur ekkert tæki verið til þessara hluta nema plógar, og ógerlegt, vegna kostn- aðar, að nota þá til þess. Munu allir þeir, sem jarðrækt unna, óska, að Magnúsi takist smíði þessa nýja áburðardreifara. Námskeið, scm borga sig. Sigurjón Valdimarsson í Leifs- húsum sagði frá dráttarvélanám- skeiði er haldið var á Svalbarðs- strönd og gerði áætlun um, hvað námskeið þetta hefði sparað í út- lögðum peningum. Taldist honum svo til að það væri um 20 þúsund krónur, fyrir utan þó bættu að- stöðu er nemendurnir höfðu að því loknu og ekki yrði metið til fjár. Björn Jóhannsson á Lauga- landi lýsti reynslu sinni af stóru rakstrar- og múgavélinni sænsku ar hann á, model T. R. S. Vél þessi er tengd drifi dráttar- vélarinnar. Er hún 8 fet milli hjóla og mjög afkastamikil og velvirk á góðu landi, en hentar ekki nema þar sem ræktarlönd eru stór. Þeir ræðumenn, er mesta reynslu hafa af landbúnaðarvél- um, ráðlögðu bændum að kaupa fyrst og fremst vandaðar vélar ef kostur væri. Þær vélar reyndust oftar ódýrari að lokum, þótt dýr- ari væru í fyrstu. Á fundinum mættu um 30 manns, og er það með færra móti. Umræður urðu nokkrar og tóku þessir til máls, auk þeirra, er áð- ur eru nefndir: Jón Guðmann, Skarði, Akureyri, Jón Jóhanns- son, Skarði, Ármann Dalmanns- son, Akureyri og Árni Ásbjarn- arson, Kaupangi. F armal-dráttarvél, með sláttuvél, til sölu. Vél- inni fylgir nýuppgerður Farmal-mótor. Seljum BLÁSARA til að blása votu og þurru heyi í hlöður. V élaverkstœði Magvúsar Árvasonar. Mesfi síiomukíkir veraldar 'ljr bœ □ RUN 595433T = 2.: °9 hucj.q,é Kirkjan. Messað í kvöld kl. 8,30 e. h. á Akureyri. — Fyrsta föstu- uðsþjónusta.— Fólk er vinsam- lega beðið um að hafa meðferðis Passísusálmana. — Messað á sunnudaginn kl .2 e. h. — P. S. Kirkjan. Messað ’ Gler:rþorpi næstk .sunnudag kl. 2 e. h. — F. J. R. Kaþólska kapellan (Eyrar- landsveg 26.) Lágmessa kl. 10,30 árdegis á sunnudaginn, sem er 1. sunnudagur í föstu. Imbrudagur á miðvikudag en Gregoríusmessa á föstudag. Öllum heimill að- gangur við messui'. K\ K. A. félagar! Munum á hlutaveltuna skal skila í Varðborg milli kl. 7 og 10 í kvöld og næstu kvöld. Félagsheimilið í Varðborg verður opið fyrir félaga í kvöld frá kl. 6--10.30 e. h. — Kennsla í Tennis og Billiard — Nýjar íþróttamyndir. — Ákveðin útilega í Bakkaseli helgina 20.— 21., ef veður leyfir. Stjórn K. A. Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju er á sunnudaginn kemur kl. hálf ellefu stundvíslega. — 5—6 ára börn í kapellunni og 7— 13 ára börn í kirkjunni. — Bekkj- arstjórar mæti kl. 10,10. — Æskulýðsblaðið kemur út. Drengjadeildin. — Fundur í kapellunni á sunnudaginn kem ur kl. 5 e. h. — Mun ið eftir að geta greitt gjaldkeranum árgjaldið, 10 kr. Sálarrannsóknarféiagið heldur fund í kirkjukapellunni þriðjud. 9. marz kl. 8.30 e. h. Flutt verða tvö erindi. Stjórn félagsins hefur beðið að geta þess, að gefnu til efni, að aðgangur í félagið er heimill öllu 21 árs gömlu fólki, en æskt er meðmæla tveggja félags manna með inntökubeiðni. I. O. O. F. — 135358% I. Fjallræða Krists. Komið og heyrið fyrirlestur um frægustu ræðuna, sem flutt hefur verið, — fjallræðu Krists, — með tákn- mynd til skýringar, sunnudag kl. 5 á Sjónarhæð. AJlir velkomnir. Aðrar samkomur sem venjulega. Á aðalfundi Verkamannafélags Glæsibæjarhrepps nú nýlega, voru þessir kjörnir í stjórn: Árni Jónsson, form., Jón Thorarensen, ritari, Jónas Jónsson, gjaldkeri, meðstjórnendur eru þeir Sigur- jón Jónsson og Jónas Aðalsteins- son. Varaform. er Geir ívarsson. Leiörétting. f grein Konráðs Vilhjálmss. í næstsíðasta tbl. hafa orðið prentvillur, sem blaðið vill hér með leiðrétta: 1. dálkur, 2. málsgrein, neðarl.: „.... að hún verði ekki tornæmum nemendum eðlileg....“ Rétt er: „.... tor- næmum nemendum leiðinleg“. í 2. dálki, næst fyrir ofan vísu- helming úr Háttatali hefur orðið línubrengl. Rétt er setningin þannig: „Hann bannar hvergi að blanda þessum einkennum sam- an í einni og sömu vísu, eins og gert hefur verið síðan á öllum öldum og eins og Snorri gerir sjálfur í síðustu vísu Háttatals!“ Taflmenn voru teknir í mis- gripum í Varðborg fyrra mið- vikudagskvöld .Blaðið var beðið að minna hlutaðeiganda á að skila þeim bangað aftur tafarlaust. Áheit til Hríseyjarkirkju 1953. Frá ónefndri kr. 50. — Frá N. N. kr. 50. — Frá Ó. H. kr. 20. — Frá S. V. kr. 50. — Frá N. N. kr. 100. — Frá Salbjörgu Jónatansdóttur kr. 54.40. — Frá konu kr. 100. — Frá N. N. ltr. 80. — Frá Valgerði Jónsdóttur kr. 50. — Frá Unni Björnsdóttur kr. 50. — Frá Ósk- ari Hermannssyni kr. 20. — Frá Pétri Holm kr. 100. — Frá N. N. kr. 25. — Samtals kr. 769.40. — Með þökkum móttekið. Sóknar- nefndin. Myndin er af svonefndum Hale-spegli í stærsta stjörnukíki veraldar á Palomar-fjalli í Kaliforníu. Stjörnukíkirinn allur vegur 530 lestir og er þannig útbúinn á Icgum, að ekki þarf ncma 1/12 úr hcstafli til þess að færa hann til og beina honuni að stjörnum hvolfsins. Kíkir- ínn nrer 1000 milljón ljósár út í geinúnn. Spcgillinn, sem er í neðri enda kíkisins, vegur nærri 15 lestir og það tók meira 8 ár slípa hann. í fréttagrein frá Akureyri, sem Þjóðviljinn birti nú fyrir nokkrum dögum og fjallaði um málefni Akureyrar, var m. a. að finna þessar upplýsingar: „Togarar bæjarins, Hafliði og Elliði, eru nú báðir á veiðum og leggja þeir afla sinn upp hér.“ Þá veit maður það. Kirkjugifting. Þann 28. febr. sl. voru gefin saman í Akureyr- arkirkju frk. Sesselja Andrésd. og Hallgrímur Thorlacius, bóndi, Öxnafelli, Eyjafirði Slysavarnafélagskonur, Akur- eyri! Aðalfundurinn verður í Alþýðuhúsinu kl. 8,30 annað kvöld. Skemmtiatnði: Félagsvist o. fl. Gjörið svo vel að taka með Maður sem nefnir sig Helga magra í Helgamagrastræti skrifar blaðinu og spyrst fyrir um, hvort það nafntogaða stræti sé nú komið í flokk með Oxnadalsheiði, Vaðlaheiði og öðrum fjallvegum, þar sem miðlungsskafl á miðjum vegi er látinn stöðva alla umferð. Blaðið hefur ekki upplýsingar lil að svara spurningunni, en bendir á, að reynandi væri að fá Karl Friðriksson til að líta á skaflinn og leita úrskurðar hans um möguleikana á að ryðja honum burt. Gjaíir til sængurkaupa á Fjórð- ungssjúkrahúsið: Kvenfélagið Gleym mér ei í Glæsibæjarhreppi k.r., 1000.00,; -—Móttekið. Kærar þakkir. Ragnheiður Árnadóttir. Áheit á Strandarkirkju. Frá Ó. J. kr. 100, afhent af afgrm. Morg- unblaðsins til afgr. Dags. — Frá S. S. kr. 200. — Frá B. V. kr. 50, gamalt áheit kr. 25. — Frá kónu kr. 15. — R. H .kr. 20. — N. N. kr. 50. Rauða myllan verður sennilega sýnd í allra síðasta sinn um helgina. Skemmtiklúbbur Templara heldur skemmtikvöld í Varðborg föstud. 5. þ. m. kl. 8.30. Til skemmtunar: Félagsvist og dans. (Verðlaunamarch). Ný aðgangs- kort er gilda að 3 skemmtikvöld- um verða seld á sama stað fimmtud. 4. þ ,m. kl. 5.—6 S.K.T. Áttræður er í dag Sigurður V. Guðmundsson, fyrrv. fiskimats- maður hér, kunnur borgari hér fyrr á árum, átti hér heimili frá 1912 þar til fyrir fáum árum að hann fluttist til Reykjavíkur. —- Sigurður dvelur nú á Laugarnes- veg 45, Reykjavík. Kristniboðshúsið Zíon. Næstk. fimmtudag kl. 8.30 e. h.: Föstu- samkoma. Takið Passíusálmana með. — Sunnudag 7. marz kl. 8.30 e. h.: Samkoma. Gunnar Sigur- jónsson talar. Tekið verður á móti gjöfum til kristniboðsins í Konsó. I. O. G. T. Stúkan Ísafold-Fjall- konan heldur fund næstkomandi mánudag. — Bræðrakvöld. Öllum systrum stúkunnar sérstaklega boðið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.