Dagur - 05.05.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 05.05.1954, Blaðsíða 2
2 DAGUB Miðvikudaginn 5. maí 1954 Frjálsar fryggingar hagkvæm- asfar fyrir aílan almenning Fasteignaeigendafélag Revkjavíkur afneitaði skoðunum leiðtoga síns og kenniföður Söngskemmtanir 2ja blandaðra kóra Nærri liggur að ætla, að eitt- hvað sé bogið við boðskap læri- föður þegar lærisveinarnir snúa við honum bakinu og telja vís- dóm hans allan í meira Iagi göt- óttan. En samkvæmt frásagn Varðbergs, hafa slík tiðindi gerzt í Fasteignaeigendafélagi Reykja- víkur eigi alls fyrir löngu. Sneru fundarmenn flestir baki við framkvæmdastjóra sínum og leiðtoga, Magnúsi Jónssyni alþm., og kenningum hans, samþykktu tillögu sem gekk í öfuga átt við það er hann vildi og töldu hann þá kominn í „rökþrot, enda mál- staðurinn erfiður“, segir blaðið. Frjálsar tryggingar hag- kvæmastar. Stórtíðindi þessi innan þessa nafntogaða félagsskapar urðu í sambandi við brunatryggingamál. Stóðst það á endum, að þingmað- urinn hafði lokið við að semja greinargerð þá hina miklu, um afstöðu sína til tryggingamála, er Isl. birti, og Fasteignaeigenda- félagið hans samþykkti eftirfar- andi ályktun: „Fundurinn álítur hagkvæm- ast fyrir húseigendur að bruna- tryggingar fasteigna verði gefnar algerlega frjálsar, svo sem á sér stað um flestar aðrar tryggingar og tíðkanlegt er í öllum okkar nágrannalöndum.“' Var skaði, að „greinargerðin" skyldi komin í póst áður en þessi ályktun var formlega gerð. Ella hefði þingmaðurinn verið vís til þess að geta þess þar, að raunar væru það fleiri en vondir Fram- sóknarmenn sem teldu að fullt frelsi í tryggingamálum væri þjóðinni allri fyrir beztu, með því að slíkri villukenningu hefði einnig skotið upp í jafntraustu íhaldsvígi og Fasteignaeigendafél. Reykjavíkur, sem þó lýtur leið- sögu Magnúsar Jónssonar í ver- aldlegum og andlegum greinum. Háðuleg útreið. Og Varðberg lýsir enn nánar því, hvernig það ber að er læri- sveinar afneita kenningum læri- föður. Skýrir blaðið svo frá mál- um á fundi þessum: „Talsmenn fyrir bæjarrekstri trygginganna voru á þessum fundi.... þeir Magnús Jónsson alþm. og framkvæmdastjóri Fasteignaeigendafél., og Ásgeir Þorsteinsson verkfræðingur (en hann hreppti tryggingarn- ar í Rvík að lokum, enda þótt annað tilboð væri lægra, aths. blaðsins). Reyndu þeir að verja þær fyrirætlanir Sjálf- stæðisfloklcsins að leggja brunatryggingar undir bæjar- rekstur, en komust í hin mestu rökþrot, enda málstaðurinn erfiður." Þannig skýrir Varðberg frá mál- flutningi manna á fundinum. Til- laga sú, sem fyrr getur, og borin var fram í andstöðu við sjálfan framkv.stj. félagsins var sam- þykkt „með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða fundarmanna“, segir Varðberg. Og þó var ósig- urinn ekki allur. Fyrir fundinum lá einnig tillaga sem fól í sér stuðning við sjónarmið þing- manna Sjálfstæðisflokksins. Skýr ir Varðberg 'kv'o ffá^hfgreiðslu hennar: „Eftir að fyrri tillagan hafði vcrið samþykkt, var farið fram á að hin tillagan yrði borin upp til atkvæða. Var það gert, þótt slíkt sé algjört brot á venjuleg- um fundarsköpum. Fékk tillag- an hina háðulegustu útreið og var felld með enn fleiri at- kvæðum en hin hafði verið samþykkt með.... “ Hruninn varnarmúr. Má þá segja að ekki hafi stað- ið steinn yfir steini í þeim varn- armúr, sem þingmaðurinn óg hinn væntanlegi vátryggjandi húsa í Reykjavík ætluðu að byggja utan um hina furðulegu afstöðu Sjálfstæðisflokksins til þessara mála. Og raunar er hrunið meira. Þessi afstaða Fast- eignaeigendafél. og skrif Varð,- bergs af því tilefni, hafa um leið kippt máttarviðunum undan „greinargerðinni11 sælu í íslend- ingi. Samkvæmt henni voru það helzt Framsóknarmenn, sem voru andvígir þeirri sérréttindaskipan brunatryggingamála, sem Sjálf- stæðisflokkurinn beitti sér fyrir og þingmaður Akureyrar og 2. þm. Eyfirðinga fylgdu ,enda þótt hún gangi í berhögg við hags- muni kjósenda þeirra. En svo kemur sjálftFatsteignaeigendafél. og samþykkir „með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða“ að gefa eigi tryggingarnar „algerlega frjálsar, svo sem á sér stað um flestar aðr- ar tryggingar og tíðkanlegt er í öllum nágrannalöndum okkar.1’* En það var einmitt tillaga Framsóknarmanna að húsa- tryggingar yrðu algerlegafrjálsar. Það máttu Sjálfstæðisþingmenn ekki heyra nefnt. Pólitískir leyniþræðir? í „greinargerð" þingmanna er því mjög á lofti haldið að það geti verið afskaplega varhugavert „að kollvarpa núverandi skipan brunatrygginga utan Reykjavík- ur....“ o. s. frv. Þessi ummæli þeirra, og önnur í svipuðum dúr, eru ekkert nema fávíslegt orðaskak, ætlað til þess að rugla mönnum sýn á hinum raunverulegu viðfangsefnum. Hér var alls ekki um að ræða að „kollvarpa“ neinni skipan brunalryggingamála. Að sjálf- sögðu áttu hús manna úti á landi að vera brunatryggð sem áður á öruggan hátt. Munurinn var aðeins sá, að ætlunin var að leysa landsmenn frá þeirri lagakvöð, að tryggja eigur sín- ar hjá sérstöku fyrirtæki, og með þeirri lausn mundi hafa fengist fram veruleg iðgjalda- lækkun, til mikilla hagsbóta fyrir alla húseigendur utan Reykjavíkur. Afstaða Sjálfstæðisþingmanna til einokunarkerfisins á bruna- tryggingamálum er ýmsum flokksmönnum þeirra óskiljanleg. Þetta á þó að heita flokkur við- skiptafrelsis og einstaklingsfram- taks. Helzta skýringin er sú, að flokksstjórnin hafi kosið að halda við pólitískum leyniþráðum til þeirra Alþýðuflokksforkólfa, sem enn í dag gera sér vonir um að ná yfirtökunum í Alþýðuflokknum og taka upp fyrri samvinnu við íhaldið. En innsti koppur í búri í þeirri samvinnu var löngum, hér Tónlistarfélagið óskar að fá fleiri styrktar- félaga Frá Tónlistarfélagi Akureyrar hefur blaðinu borizt eftirfarandi: Svo sem áður hefur verið frá skýrt, syngur Guðrún Á. Símonar á vegum Tónlistarfélags Akur- eyrar í Nýja-Bíó annað kvöld kl. 8.30. Við hljóðfærið verður Fritz Weisshappel. Vill félagið vekja sérstaka at- hygil bæjarbúa á tónleikum söngkonunnar. Hefur hún hlotið mjög glæsilega dóma sem vax- andi söngkona — og er það margra álit, að hún muni nú bezti kvensöngvari vor íslendinga. Er því sérstakt tækifæri fyrir söng- og tónelska bæjarbúa að njóta nú ánægjulegrar söngskemmtunar. Eitthvað mun verða selt af laus- um aðgöngumiðum. — En vissu- lega mun miklu heppilegra fyrir fólk að gerast fastir styrktar- félagar, þar sem árgjaldinu er mjög í hóf stillt, aðeins kr. 120.00 fyrir 8 aðgöngumiða, og svarar því til kr. 15.00 pr. miða. — Ár- gjaldið má greiðast a. m. k. í tvennu lagi. — Nýir styrktarfé- lagar gefi sig fram við gjaldkera félagsins, Harald Sigurgeirsson, verzlunarm. í Braunsverzlun. Skiigga-Sveinn - sýning í k\öld Skugga-Sveinn verður sýndur í kvöld í stað sýningárinnar er féll niður síðastliðið miðviku- dagskvöld. Þar sem uppselt var á þá sýn- ingu, er gert ráð fyrir að allra síðasta sýning á Skugga-Sveini, að þessu sinni, verði næstkom- andi sunnudagskvöld. Vegná fjarveru frú Helgu Jónsdóttur, er séð hefur um sölu aðgöngumiða, eru væntanlegir sýningargestir beðnir að snúa sér til Bókaverzlunar Eddu, sem mun sjá um sölu miðanna og veita nánari upplýsingar. Nokkrir miðar eru óseldir á sýninguna í kvöld. Skákmóti Akureyrar lokið Skákþingi Akureyrar lauk 3. þ. m. og urðu úrslit þessi: Meistaraflokkur. 1.—2. Júlíus Bogason og Ingi- mar Jónsson með 6 vinnnga hvor. — 3. Jón Ingimarsso nmeð 5 v. 1 I.—II. fl. varð Randver Karlesson efstur með 4 vinn- inga. — 2.—3. Friðgeir Sigur- björnsson og Björgvin Árnason með 3 vinninga hvor. á árum áður, forstjóri Bruna- bótafélags íslands. Slíkar pólitískar spekúlasjónir geta þótt hagkvæmur hernaður í leyndarráðum Sjálfstæðisfl. en það er naumast hægt að ætlast til þess að húseigendur úti á landi telji þær almennt hagstæðar fyrir sig, jafnvel þótt Magnús Jónsson og Jónas Rafnar segi þeim það. Tveir, allstórir blandaðir kórar, skipaðir heimamönnum, hafa látið til sín heyra hér nú um mánaðamótin. Kantötukór Akur- eyrar söng í Nýja-Bíó á föstu- dagskvöldið, en á sunnudaginn var samsöngur Kirkjukórs Ak- ureyrar. Báðar þessar söng- skemmtanir voru allvel sóttar, og var báðum kórunum mjög vel tekið. Akureyri er almennt tal- inn mikill kóra bær, og styðst við þann sannleika, að hér starfa margir kórar, sem orð fer af og hefur svo lengi verið. Þótt oft heyrist kvartað um að dauft sé yfir ýmissi menningarstarfsemi í bænum ,nær sá dómur tæplega til sönglífsins. Það er ótrúlegt, en satt, að í ekki stærri bæ megi koma upp tveimur blönduðum kórum, sem eru vel hæfir til þess að koma fram opinberlega hvar sem er, auk karlakóranna beggja og barnakórsins, sem nú er að undirbúa Noregsför af kappi. Kantötukór Akureyrar var stofnaður af Björgvin Guð- mundssyni tónskáldi sem hefur alla tíð verið leiðtogi kórsins og lærifaðir. Nú í vetur hefur kórnum bætzt margt ungt söng- fólk, en aðrir, sem lengi hafa starfað, hafa dregið sig í hlé. Kórinn var því að verulegu leyti „nýr“ kór, er hann kom hér fram á hljómleikum á föstudagskvöld- ið, undir stjórn Björgvins. Söng- stjórinn hefur æft kórinn af mik- illi kostgæfni, raddirnar eru vel samstilltar, einkum kvenradd- irnar, og hefur kórinn yfirleitt á að skipa ágætu söngfólki. Njóta raddirnar sín einkum vel í veik- um söng. Á söngskránni voru 14 lög og þar af nokkur lög eftir söngstjór- ann og tvö lög eftir Jóhann Ó. Haraldsson. Hóf kórinn konsert- inn með lagi Jóhanns: Nú hefja fuglar sumarsöng. Vakti kórinn þegar hrifningu með þessu lagi, sem er fallegt og fellur vel að textanum. Af öðrum lögum á söngskránni, er voru ágætlega flutt, má nefna ljómandi falleg lög eftir Björgvin: Utlaginn og Ein er upp til fjalla. Og af þrótt- meiri lögum, t. d. Deeársandur eftir Björgvin, Sigling inn Eyja- fjörð eftir Jóhann Haraldsson og Töframynd í Atlantsál eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Ein- söng með kórnum sungu frú Helga Sigvaldadóttir og Hallfríð- ur Árnadóttir og hafði frú Helga stærra hlutverk. Hún hefur mjög fallega rödd, en var helzt til taugaóstyrk á hljómleikunum til þess að njóta sín til fulls. Frk. Hallfríður Árnadóttir hefur mjög fallega rödd og væri gaman að hlusta á hana í veigameira hlutverki. — Píanóundirleik ann- aðist Árni Ingimundarson af mestu prýði. .Kórnum var mjög vel tekið af áheyrendum og varð að endurtaka mörg laganna. Var söngstjórinn hylltur að lokum með áköfu lófataki. Hljómleikar þessir voru kór og söngstjóra til sæmdar. Kirkjukór Akureyrar hefur tekið miklum framförum á seinni árum undir handleiðslu Jakobs Tryggvasonar. Er kórinn nú orð- inn allfjölmennur og mjög vel þjálfaður og hefur — auk kirkju- legrar tónlistar — æft ýmis inn- lend og erlend lög með hljóm- leikahald fyrir augum. Er kórinn að vinna fyrir orgelsjóð kirkj- unnar og vinnur þar gott verk. Á göngskrá kórsins voru 12 lög, flest erlend, valin af smekkvísi. Kórinn hefur á að skipa ágætu söngfólki og prýðilega hæfum söngstjóra. Er því ekki að undra, þótt söngskemmtunin tækist vel. Á meðal laga, sem kórinn fór mjög vel með, voru „Ave verum corpus“ eftir Mozart, „Nú líður vorblær“ eftir Beethoven og „Þú fagra mynd“ eftir Brahms. E. t. v. vakti þó mesta hrifningu með- ferð kórs einsöngvara á „Ora pro nobis“ eftir Piccalomini. Krist- inn Þorsteinsson fór mjög vel með Ijóð og lag í þessu undur- fagra og áhrifamikla lagi. Þá var og gaman að heyra þættina úr „Árstíðum“ Haydns, þar sem frú Matthildur Sveinsdóttir söng ein- söng af miklum myndarskap. Hið skemmtilega lag Schumanns, „Hirðingjar“, var og mjög vel flutt af kór og einsöngvurum. — Annaðist frú Margrét Eiríksdótt- ,ir píanóundirleik af mikilli kunnáttu og smekkvísi. — Meðal einsöngvaranna var Guðm. Karl Oskarsson, sem áður hafði sungið einsöng í lagi Sig. Þórðarsonar: „Stjarna stjörnum fegri“. Hann hefur mjög bjarta og háa tenór- rödd, talsvert þróttmikla, og er einn hinn efnilegasti tenór- söngvari, sem komið hefur fram opinberlega hér nú um hríð. Að öllu samanlögðu sönnuðu þessir hljómleikar, að Akureyringar eiga góðan kirkjukór og er það vel. — A. NÝKO M I Ð : Eyrnalokkar nýjasta tízka. ★ „Gorma“- hálsfestar ★ Freknukrem ★ Háreyðandi krem Verzlunin DRÍFA Sími 1521.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.