Dagur - 05.05.1954, Blaðsíða 7

Dagur - 05.05.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 5. maí 1954 D AGUR 7 - I heimsókn hjá börnum og gamalmennum (Framhald af 5. síðu). havn“, — allar vísumar — með sterkri og hljómfagurri baryton- rödd.^Svona rödd þarf maður að liafa til þess að geta orðið borgar- stjóri í Kaupmannahöfn, sagði einn kollega hans við það tæki- færi! En nú stendur Munck þama og býður forsetahjónin hjartanlega velkomin og fagnar því tækifæri sem býðst til þess að sýna, hvern- ig borgin býr að gamla fólkinu. Og er síðan gengið inn í bygg- inguna í fylgd hans og ýmis'a annarra embættismanna frá læ og ríki. Kyrrlát ævikvöld í þægilegu umhverfi. Það sem vekur fyrst athygli ís- lendinga á þessu elliheimili er, að orðið virðist hafa aðra merkingu hér en heima á íslandi. Slíkar stofnanir eru víst ekki mik.j fleiri en tvær á gjörvöllu okkar landi, en hvorug stenzt samjöfnuð við þetta heimili, og er þó stæró- in ekki höfð í huga heldur gcr j- in. Hér eru 317 íbúðir fyrir g?m- alt fólk en miklu fleiri herbergi. Þegar maður nefnir elliheim ii við fslending, skýtur upp í huga hans mynd af einu herbergi,, f i- tæklega búnu, líkara sjúkrasto.’u en heimili. Hér þýðir orðið ann- að. Hér eru yfirleitt litlar íbúð'r, tvö lítil herbergi ásamt litlu eid- húsi fyrir hjón, gott herbe: gi ásamt eldunarplássi fyrir ein- hleyping. Húsgögn virðast yfir- leitt vera eign vistmanna sjálfi"'. Þeir fá að hafa sína hluti með sé . Þótt aðstaða sé til eldunar e" ekki ætlast til þess að hver vist- maður hafi uppi matseld heldur eru aðalmáltíðir í borðsal h?imil- iíjins, en menn geta hitað kaffi -og staðið í minniháttar matargerð ef þá lystir, og þessi aðstaða er mik- ils virði fyrir fólk, sem hvorki er né vill vera sjúklingar fyrr en í fulla hnefana. Manni virðist að þetta fólk geti á þessu heimili átt kyrrlátt ævi- kvöld í þægilegu umhverfi. Vist á slíku heimili er, fyrir op- inbera aðstoð, efnahagslega möguleg öllum, sem þurfa henn- ar með, en eitthvað mun á skorta, að unnt sé að fullnægja eftir- spurn eftir vist og eru þó mörg slík heimili starfandi. Áhugi gamla fólksins. Gamla fólkið, sem þarna býr, vill gjarnan sýna forsetahjónun- um hvernig það býr. Dyr eru upp á gátt, gjörið svo vel, velkomið að sjá, hvernig við búum. Gömul hjón standa í dyragætt, andlit þeirra ljóma af ánægju er for- setahjónin láta í ljósi ósk um að fá að ganga inn. Inni fyrir er allt fágað og prýtt, íbúðin er vel búin að húsgögnum, þau eru gömul og virðuleg eins og húsráðendur og hafa sennilega þjónað þeim lengi af dyggð. Gömul kona bíður í dyrum hinum megin í ganginum. Andlitið ljómar þegar forseta- hjónin líta líka inn til hennar. Þegar skoðaðar höfðu verið nokkrar slíkar vistarverur, var haldið til borðsals á neðstu hæð, en þar flutti Munck borgarstjóri ræðu, þakkaði heimsóknina og veitti ýmsar upplýsingar um þær framkvæmdir, er borgin hefur með höndum til þess að aðstoða gamalt fólk, er þess þarf með, m. a. með rekstri elliheimila. Forseti íslands þakkaði fyrir það tækifæri, sem þama gafst til þess að sjá viðhorf borgarstjórn- arinnar og Dana almennt til þess- ara velferðarmála. Margir danskir blaðamenn fylgdu forsetahjónunum eftir, þessa morgimstund, og öll birtu blöðin ýtarlegar frásagnir af þessari heimsókn. Einn hinna dönsku kollega, fréttaritari Ber- lingske Aftenavis, lauk frásögn sinni af heimsókn á barnaheimili og elliheimili með þessum orð- um: „Forsetahjónin sigruðu hjörtu barnanna undir eins og þau komu inn á leikstofu þeirra, (á Höje Söborg), en hér fór eins. Gamla fólkið ljómaði af ánægju yfir þessari heimsókn og var lirifið af þeim vingjarnlega áhuga, sem fram kom á kjörum þess og aðstöðu allri.“ Frá Utterslevgaard lá leið for- setahjónanna til konungshallar og þaðan um borð í Gullfoss, til veizlu þeirrar, er þar var haldin fyrir dönsku konungshjónin og fleira stórmenni. En blaðamanna- hópurinn íslenzki átti enn eftir skemmtilega stund með hinum ágætu gestgjöfum danska utan- ríkisráðuneytisins, en að henni lokinni lá leiðin til skips og til Osló, en það er önnur saga, sem ekki verður rakin að sinni. H. Sn. Glænýtt hrefnukjöf gott og ódýrt. Kjötbúð KEA. ■ og útibúin. alla daga. Kjötbúð KEA. og útibúin. Úrvals Gulrófur Kjötbúð KEA. og utibúin. Plðsfic stívelsi á glösum. Nýlenduvörudeildin Málaður strammi og fleiri útsaumsvörur ný- konmar. ANNA & FREYJA Kvenarmbandsúr tapaðist síðastl. fimtudag, á leiðinni frá Mjólkursamlag- inu að Braunsverzlun. Finn- andi vinsamlega beðinn að skila því, gegn fundarlaun- um, til Haraldar Sigurgeirs- sonar, Braunsverzlun. Nýkomið fjölbreytt úrval af sumarpeysum og blússum Ennfremur: hliðartöskur, rauðar til fermingargjafa. ANNA & FREYJA Eldri-dansa-klúbburinn DANSSIvEMMTUN í Al- þýðuhúsinu laugardaginn 8. maí. Hefst kl. 9 s. d. — Síð- asti dansleikurinn á þessu starfstímabili. Stjórnin. 13-14 ára telpa óskast til heimilisstarfa, hálf- an eða allan daginn, frá 14. maí. Upplýsingar í síma 1976. Peningaveski tapaðist s. 1. föstudag, senni- lega í eða við Útibú IvEA við Hamarsstíg. í því voru kr. 215.00, en ekkert annað. Finnandi góðfúslega beðinn að tilkynna í síma 1614. Barnavagn til sölu. Afgr. vísar á. Austin-vörubifreið 2ja tonna, er til sölu. Upplýsingar gefur Gísli Eiríksson, Arnesi. — Sími 1641. Svört tík með hvítar lappir og hvíta bringu töpuð. Vinsamlega gerið aðvart í Syðra-Hóli, ef hennar verður vart. Jóhann Frímannsson. Garðsá. Til sölu: Sterkir járnstaurar, fleiri teg., ágætir í girðingar og færikvíar. Hallgrímur Jónsson, járnsmiður. Hundur svartur með hvíta bringu og hvxtar lappir, heitir Glói, tapaðist s.l. laugardag á Ak- ureyri. Þeir, sem verða hundsins varir vinsamlega látið mig vita. Garðar Vilhjálmsson, Uppsölum. Öngulsthr. 11-13 ára telpu vantar á sveitaheimili í sumar. - Uppl. í sínia 1704 kl. 6—8 e. h. Messáð í Akureyrarkiikju kl. 10 f. h. næstk. sunnudag. — P. S. Messað í Lögmannshlíðarkirkju — fei-ming — kl. 2 e. h. Kaþólska kapellan (Eyrar- landsvegi 26). Lágmessa kl. 10,30 árdegis á sunnudaginn, sem er 3. sunnudagur eftir páska. Öllum er heimill aðgangur við messur. I. O. G. T. Stúkan Ísafold-Fjall- konan heldur fund næstk. mánu- dag á venjulegum stað og tíma. — Venjuleg fundarstörf. Kosning fulltrúa á umdæmisstúku þing og stórstúkuþing. — Kosið í hús- ráð o. fl. Til nýja sjúkrahússms. Kr. 200 frá G. J. Mótt. á afgr. Dags. Húsmæðraskólafélag Akureyr- ar heldur aðalfund föstudags- kvöldið 7. maí kl. 8.30 í Hús- mæðraskólanum. Venjuleg aðal- fundarstörf. Kaffidrykkja eftir fund. — Stjórnin. Fimmtugur varð 1. maí sl. Ing- var Eiríksson ,trésmiður, Norð- urgötu 19, Akureyri. Krían sást hér 28. apríl, en sandlóan þann 29 , að því er Kristján Geirmundsson hefur tjáð blaðinu. — Taldi hann far- fuglana yfirleitt komna, nema óðinshanann, er hann kveðst enn ekki hafa séð. Nú nálgast varptími fuglanna. Smáfuglarnir í trjágörðum bæjarmanna eru þegar farnir að undirbúa hreiðurgerð. — Á hverju vori falla margir fuglar fyrir klóm óg kjafti katta, sem eigendur láta ganga lausa í bænum. Er eltki til mikils nxælst, að þcir, sem ketti eiga loki þá inni á vorin og meðan ungar eru í hreiðrum. Jafn- framt þyrfti að gcra gangskör að því að útrýma flækingskött- um, sem enginn hirðir um og oft eiga hina aumustu ævi. Hjónaband. 1. maí voru gefin saman í hjónaband ungfrú Jó- hanna Birgitte Winther og Karl Fritjof Hovgaard skósmiður. — Gefin saman í Akureyrarkirkju af séra Pétri Sigurgeirssyni. Sjötugur verður 7. þ. m. Guð- mundur Jónsson, Brautarhóli, Svarfaðardal. Hann dvelur nú á elliheimilinu Skjaldarvík. Fimmtugur varð s.l. sunnudag Hjálmar Halldórsson, sjómaður, Norðurgötu 12 hér í bæ. Hjúskapur. Hinn 14. apríl s.l. voru gefin saman í Reykjavík frú Anna Rist og Hafsteinn Halldórs- son, bílstjóri, á fimmtugsafmæli brúðgumans. Heimili hjónanna er Úthlíð 4, Reykjavík. Fermingarbörn í Lögmanns- hlíð 9. maí. Séra Pétur Sigur- geirsson fermir. Drengir: Jón Ingvi Sveinsson, Uppsölum, Bene dikt Hallgrímsson, Ási, Gylfi Sig- urðsson, Ásláksstöðum, Ingi St. Guðlaugsson, Mið-Samtúni,Ólaf- ur Birgir Árnason, Byrgi. Stúlkur: Svanhildur S. Leós- dóttir, Mýrarlóni, Svanfríður J. H. Pétursdóttir, Brávöllum, Anna M. Gísladóttir, Árnesi, Lilja S. Sigurjónsdóttir, Ási, Oddný S. Stefánsdóttir, Straumnesi, Jónína G. Friðfinnsdóttir, Hofi, Guðrún Sveinsdóttir, Bandagerði. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Marta Kristjánsdóttir, Norðurgötu 4, og Víkingur Bjornsson, starfsmaður í kjötbúð KEA. Gulbrystingur var handsamað- ur um páskaleytið að Laugabóli í Reykjadal og færður fuglasafninu hér að gjöf. Þetta er lítill spör- fugl, sjaldgæfur farandfugl hér. Sennilegt er talið, að gulbrysting- ur þessi hafi lifað hér af frá sl. hausti. Guðspekistúkan Systkinaband- ið heldur fund á venjulegum stað næstk. laugardag kl. 8.3 Oe. h. — Lótusdagur. Iljúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Patreksfirði ungfrú Elín Oddsdóttir (frá Gler- á) og Kristinn Friðþjófsson (for- stjóra Jóhannessonar í Patreks- firði). Heimili þeirra er í Pat- reksfirði. Lciðrétting. f greininni „Staldr- að við meðal íslendinga í Khöfn og Osló“, í síðasta tbl., misritaðist nafn ungrar stúlku af Akureyi'i, er dvelur í Osló: Var nefnd Guð- rún Haraldsdóttir, rétt er Kristín Haraldsdóttir, Brekkugötu 37. - Akureyrarbörn fá starf í sumar (Framhald af 1. síðu). Umsóknir fyrir 12. maí. Allar nánari upplýsingar gefur Vinnuskólanefndin. Símar 1334 og 1645. Skriflegar umsóknir um vinnu í skólanum þurfa að hafa boi'izt fyrir 12. maí n.k. í Bóka- verzlun Eddu h.f., Akureyri. Vinnuskólanefndina skipa: Árni Bjarnarson, formaður, Guðmundur Jörundsson, útgerð- armaður, frú Guðrún Guðvarðar- dóttir og frú Hlín Jónsdóttir. Afgreiðslustúlka óskast nú þegar. DIDDA-BAR. Sími 1473. Lítil trilla nteð 21/4 hestafla Gautavél, til sölu. — Uppl. gefur: Guðjón Gunnlaugsson, Oddeyrargöu 8. Sími 1767. Dansskemmtun verður í Þinghúsi Glæsibæj- arhrepps, laugardaginn 8. maí og hefst kl. 10 e. h. U ngmennafélagið. Hreingerningar Tek að mér hreingerningar. Upplýsingar í síma 1447, fyrir hádegi. ÍBÍJÐ 2 einhleypar stúlkur, sem vinna úti, óska eftir 1—2 herbergja íbúð ásamt eld- unarplássi. Afgr. vísar á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.