Dagur - 05.05.1954, Blaðsíða 4

Dagur - 05.05.1954, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 5. maí 1954 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa f Hafnarstræti 88 — Sfmi 1166. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentvcrk Odds Björnssonar h.f. Lánsfjárskortiirinn BLAÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS hér í bæ hefur nú að undanförnu lagt tvennt. til mála, þeg- ar rætt hefur verið um lánsfjárskortinn, sem háir því að hafizt sé handa um nauðsynlegar fram- kvæmdir í bænum. Þegar á það var bent hér í blaðinu fyrir skömmu, að eigi væri undarlegt þótt ' þess sæust merki í atvinnuiífinu, að ein helzta bankastofnun bæjarins starfaði að því að flytja sparifé manna hér til geymslu á öðru landshorni, rauk blað þetta upp til handa og fóta með varnar- skrif fyrir þetta atferli, enda mátti segja að málið væri því skylt, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur meirihlutavald í bankaráði og bankastjórn þessarar peningastofnunar. Hið síðara innskot blaðsins í umræður um lánsfjárskortinn birtist í sl. viku, er það fræddi lesendur sína á því, að Dag- ur væri ærið „kampakátur yfir því að þunglega hefur gengið um lánusfjáröflun til ýmissa aðkall- andi atvinnuframkvæmda í bænum, svo sem dráttarbrautar og hraðfrystihúss.“ Svona skrif sýna furðulega fyrirlitningu á dómgreind lesenda. Hverjum er ætlað að leggja eyrun við svona þvættingi? Er ritstjórinn að gera gáfnapróf á flokksmönnum sínum í bænum? Dagur hefur svo mikla trú á þorra þeirra, að þeir standist þessa raun og sjái, að málgagn þeirra óskar að þögn ríki um þetta stóra vandamál bæjarfélagsins. Og lík- legast er að þeir sjái líka ástæðu til þess, að þögn- in er talin geyma þessi mál bezt. Flokkur, sem lofar því fyrir kosningar að beita sér fyrir ákveðn- um framkvæmdum að loknum kosningum, má trauðla bíða eftir því að peningar til þeirra falli yfir bæinn sem himnabrauð. Hann verður að bera sig eftir fjármununum. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn má það líka heita auðvelt verk, því að innangengt er í milli flokkstjórnar og peningastofnana. Sjálf- stæðismerin hafa meirihlutavald í bankaráðum og stjórnum tveggja höfuðbanka landsins og þar er helzt að leita eftir fé til þeirra framkvæmda, sem hér þarf að gera. $ SVO VEL STENDUR Á uip aðra þessa peninga- stofnun, að hún á nokkra skuld að gjalda þessu byggðarlagi fyrir að hafa afskipt það stórlega um lánsfé á liðnum árum og sogað sparifé út úr bæ og héraði til lánastarfsemi í öðrum landshlutum. Það er því ljóst, að ef kosningáloforð Sjálfstæðis- manna hér fyrir bæjarstjórnarkosningarnar voru a£ heilindum gefin og í nafni flokksins, var enginn hlutur auðveldari fyrir flokk ,sem stjómar stærstu bönkum landsins, en sýna lit á því að standa við loforðin. Sjálfstæðisflokkurinn á um það við sjálf- an sig að kalla má, hvort bæjarfélagið hér getur fengið lánsfé til aðkallandi framkvæmda eða ekki. Nú eru mánuðir liðnir frá bæjarstjórnarkosning- unum, en blað Sjálfstæðisflokksins hér hefur ekk- ert annað að segja um horfurnar í lánsfjármálum þessum en að „þunglega gangi“. En það þýðir sama og að ráðsmenn Sjálfstæðismanna í aðal- bönkunum vilji litla liðveizlu veita bæjarfélaginu í framkvæmdamálum þessum. Mannlegt má kalla það hjá flokksblaðinu hér, að reyna að dylja þennan kjarna málsins, en stórmannlegt er það ekki. , ÞAÐ ER EÐLILEGT að bæjarbúa fýsi að vita, hvernig horfir um framkvæmdir þær, sem allir stjórnmálaflokkar þóttust vilja styðja af alefli fyrir kosningarnar í vetur. Var og hér í blaðinu r,ætt um horfurnar í fyrri viku. Viðbrögð Sjálfstæð- isblaðsins hafa nú reynst ærið lærdómsrík. Það vill þögn um málin, kyrrð og næði. Það vill ekki að bæjarbúar sjái, af hverri alvöru kosningaloforðin voru gefin, né heldur hvaða öfl það eru, sem viðhalda lánsfjárskort- inum hér af mestri eljusemi. — Þannig leggur blaðið þessi fram- kvæmdamál á vog pólitískra hagsmuna, en það eru ekki hags- munir bæjarfélagsins. Það er kjarni málsins. „Sannar“ sakamálasögur — falsaðar myndir. SANNLEIKURINN er fyrir- ferðarmikill á forsíðu glæpa- tímarits þess, sem „Satt“ nefnist. Nafnið sjálft á að vitna um trúnað við sannleikann, en til frekari áherzlu er prentað yfir þvera síð- una, að ritið flytji „sannar saka- mála- og leynilögreglusögur“. MARZ-HEFTI rits þessa hefst á grein, sem heitir „Sláturfélag- ið og Malloy hinn makalausi“. Fylgir mynd af söguhetjunni, hinum óviðjafnanlega Malloy. í greininni er sagt frá amerískum bófaflokki (Sláturfélaginu), sem ætlaði að komast yfir nokkra fjármuni með því að líftryggja gamla bjórvömb, er Malloy nefnd ist, en koma honum síðan fyrir kattamef með eitri eða öðrum ráðum. Hófst viðureignin við Malloy með því að honum var gefinn margfaldur skammtur af eiturblöndu einni, en ekkert dugði. Þá fékk hann „nokkra potta af tréspíritus, ásamt sæmilegu magni af terpentínu og gigtar- áburði“ — allt með inntökum, — en enn var Malloy við beztu heilsu. Og svona var haldið áfram — hann var skilinn eftir ofurölvi og fáklæddur úti í kludaveðri og þá átti lungnabólga að drepa hann, næst var ekið yfir hann á bíl, en alltaf tórði Malloy. (Athugið að þetta er „sönn“ frá- saga.) Þá fékk hann eitraða kryddsíld úr dós, og til bragð- bætis var dósarlokið klippt í smábúta og serverað með síldinni, „ásamt nokkrum þráðarspottum úr gamalli gólfmottu“, en Malloy var fremdeles við beztu heilsu. Og enn var morðtilraununum haldið uppi langa hríð, unz tókst að gera út af við Malloy með gasi. Og virðist söguhetjan vel að hinni „makalausu" nafn- bót komin. Menn virða fyrir sér myndina, sem þetta sannleiks- tímarit birtir með frásögninni. Þetta er ljósmynd af grannholda manni í köflóttri skyrtu. Hann ber engin ytri merki þess að vera lífseigasti náungi, sem sögur fara af. Ef tímarit þetta birti ekki eingöngu „sannar" frásagnir, skyldi maður ætla að sagan öll væri haugalygi og myndin stórfölsuð. TlMARITIÐ LIFE birti eigi alls fyrir löngu frásögn af lífi og starfi í nýjum amerískum náma- bæ, sem nefnist Uranium City. Þar hefur þotið upp byggð á síð- ustu mánuðum, svipað því er var á tímum gullæðisins fyrir alda- mótin. í þessum bæ verzlar kaup- maður, sem heitir Gus Hawker. Hann selur bæði neyzluvörur og klæðnað. Life- birtir mynd af kaupmanni við búðarborð sitt, þar sem hann heldur á bunka af dollaraseðlum. Hann hefur gert góðan business. Nákvæmur sam- anburður á mynd Life og mynd- inni í tímaritinu „Satt“ sýnir, að Gus Hawker og Malloy hinn makalausi eru sami maðurinn. Það er ljóst, að tímarit, sem ber nafnið „Satt“ hér úti á íslandi, lætur sér ekki fyrir brjósti brenna að ræna mynd af heið- virðum kaupmanni vestur í Uran ium City þegar það þykist þurfa að illustrera lygilega glæpasögu, sem fiskuð hefur verið upp úr einhverjum forarpolli í New York. Þannig eru vinnubrögðin í þessari deild útgáfustarfseminn- ar. Og skyldi vera nokkur ástæða til að ætla að þau séu önnur og skárri í hinni deildinni, er fjallar um lesmálið sjálft? Væri ekki skynsamlegt fyrir þetta rit að breyta um nafn? Eða kannske ís- lenzkir lesendur taki ómakið af útgefandanum og hætti að kaupa þetta rit og önnur af sama toga, sem sprottið hafa hér upp eins og gorkúlur á haug á síðustu mán- uðum? Enn fleiri sannleiksrit. EN FLEIRI sannleiksrit eru til í landi hér en tímarit það, sem kennir sig við sjálfan sannleilf- ann. Er engu líkara en að það hafi verið fréttaritari tímaritsins sjálfs, sem hefur haft tal af Þjóð- viljanum 28. apríl sl. og segir honum historíu mikla um heim- sókn danshljómsveitar ameríska flughersins hingað til bæjarins. Svo nákvæm og sannleiksþrungin er fréttagreinin. Segir svo af þeim atburði, er hljómsveitin lék við sundlaug bæjarins, til ágóða fyrir barnaheimilið Pálmholt hér í bænum: „Söfnuðust niargir utan sundlaugargirðingarinnar en sárfáir keyptu sig inn.“ Kvenfélagið Hlíf hefur birt skýrslu um ágóðann af hljóm- leikum þessum og nam hann 3040 krónum. Aðgangseyrir var 5 kr. fyrir fullorðna, en börnum var hleypt inn ókeypis. Er því ljóst, að rösklega 600 manns keyptu sig inn á hljómleikana. Auk þess stóðu margir utan girð- ingar og létu sig muna um að greiða 5 kr. styrktargjald til barnaheimilisins. Er Ijóst, að fréttaritari Þjóðviljans hér á staðnum hefur verið í þeim hópi. Hefði hann átt að hafa smekkvísi til þess að þegja um það. DANSLEIKUR verður lialdinn að Hrafnagili, laugardaginn 8. maí n. k. — Hefst kl. 10 eftir hádegi. Góð vríisik. Kaffisala. Kvenfélagið „IÐUNN“ Lítii íbúð til leigu. — Eldri hjón sitja fyrir. Afgr. vísar á. Lítil íbúð til leigu 14. maí. Afgr. vísar á. f « | V/ILD. E. SNÆVARR: | Þegar þysinn hljóðnar. | Eg varð glaður, er menn sögðu við mig: göngum i hús Drottins. — Sátm. 122, 1. — Undir orð textans mnnu margir prestar og kirkjuvinir taka nú á dögum. — Svo virðist sem 4 straumarnir liggi frá en ekki að húsum Drottins f nú á timum, bœði hér á landi og víðar. — Sú tið * er viðasl löngu liðin, pegar sjálfsagt pótti að & & X kirkju sœkli hver sá, er komizt gat að heiman. % íí Taka varð daginn snemma, þar sem langt var , t-> til kirkjunnar. Um pað var ekki kvartað. Það 4 % þótti sjálfsagt. Eigi var heldur um pað fárast, ij.' ^ pótt ganga yrði báðar leiðir, að og frá kirkju. ® Það pótti 'ekki umtalsvert. — En nú er komin f önnur öUl. Sóknarfólkið skiptist viðasthvar i 2 ■3 f flokka i pessum efnum. A'nnar flokkurinn semur ífi X sig að gömlum og góðum sið feðranna og liemur a ® sem oftast, pegar klukkurnar kalla. Hinn flokk- ¥ urinn lcetur sjaldnar sjá sig par. Ár geta iiðið, f, ® án pess að kirkja sé sólt, og virðast pó báðir J; í',.- flokkarnir búa við svipuð skilyrði yfirleitt. — 4 Ytri kringumstœður marka ekki likt því rcvin- j. .£ Iega afstöðu manna til kirkjunnar og málefna ‘fí 4 hennar. Að visu torveldar jólksfœð, vegleysur f og langrœði tiðar kirkjuferðir, en þvi miður g- láta margir, sem auðvelt virðast eiga með að sœkja kirkju, sœti sín óskijjuð þar langtímum saman. Hvað veldur? Scnnilega afstaða hjartans til kirkju og kristindóms, vanmat á öllu hirkju- legu, cn ofmat á hinu tœknilega og efnislega, 0 ásamt kœruleysi og veraldarvafstri. En — „manns- sál, mundu að þú ert eilíf.“ Hvort sem pað nú er iðnaður, landbúnaður, sjávarútvegur, verzlun eða hvað annað er,-----pá er pað allt hverfult, en sálin og pað, sem lienni heyrir til, er eilíft. Láltu pvi ekki hverfula stundarhagsmuni glepja þcr sfn. — Nú fer timi birtunnar i hönd hér á iandi og gróðrartiminn í riki náttúrunnar er % % & að byrja eða fer senn að byrja. Birtan, vorskúr- 4 irnir, hlýindin og mannshöndin taka brátt að ,t gjöra „kraftaverlt“ og eyða vetrarmerkjunum. Allt er að verða „Ijós og lif“ i norðurheimi liið X ytra, — en lwernig er áslandið hið innra hjá oss? ^ Hvað er um andlegu vormerkin i sáilum vorum? a Er par alll að komast i blóma, — cða.xikir par X enn vetrarkuldi efnishyggju, andlegrar deyfðar og kceruleysis? — — Göngum i hús drottins. Rannsökum hag vorn i helgifriðnum þár. Ojtn- um hjörtun fyrir vorblœ andans! „Valma pú, sem sefur, pvi sumar-shjótt sigrað kuldann hefur og vetrarnó.tt Biðjum öll: „Kom heitur til míns hjarta, blœr- inn blíði." — í. Hvaðan kemur kryddið? Dauflegra mundi við matborðið ef ekkert væri kryddið. Mönnum geðjast að vísu misjafnlega að kryddi í mat og brauði, en óumdeilanlegt mun það þó, að hófleg og smekkvís notkun krydds gerir mat bragðbetri og lostætari. En hvaðan kemur kryddið og hvernig er það til komið? Hér skulu nefndar nokkrar kryddtegundir: Allrahanda er unnið úr ávexti hitabeltisjurtar og þykir bezt frá Jamaiea. Ávöxturinn er tekinn áður en hann er fullþroskaður. Engifer er úr þurrkuðum rótum hitabeltisjurtar, en kanel er úr berki kaneltrésins, sem vex í hita- beltinu. Ceylonkanel er talin bezta tegundin. — Kardemommur eru fræ hitabeltisjurtar, cn karry er blanda margra kryddtegunda. Kúmcn er ávöxtur kúmenjurtarinnar, sem vex um norðlæg lönd. Lár- berjablöð eru, eins og nafnið bendir til, blöð lár- berjatrésins, en múskat er unnið úr múskathnetum. Sinnep er unnið úr sinnepsjurtinni, en kasper eru grænir blómsturknappar kaperrunnanna, sem vaxa við strönd Miðjarðarhafsins. Svartur pipar er fræ piparrunnans, áður en það verður fullþroska, en hvítur pipar er aftur á móti unninn úr fræinu fullþroskuðu. — Vanille er unnið úr vanille-jurtinni, sem er orkidíutegund, er vex í hitabeltinu. Eru þá taldar algengustu tegundir krydds og kryddjurta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.