Dagur - 05.05.1954, Blaðsíða 8

Dagur - 05.05.1954, Blaðsíða 8
8 Bagijk Miðvikudaginn 5. maí 1954 Kaffi- og ananastré frá Hawai dafna í gróðurhúsum á Reykjum Merkilegt starf garðyrkjuskóla ríkisins við þjálfun garðyrkjumanna Þrjár flugferðir á dag í milli Reykjav- Sumaráætlun Flugfélagsins gengin í gildi - tíðari ferðir frá Reykjavík út á land en nokkru sinni fyrr Frá 1. júní næstkomandi mun Flugfélag íslands halda uppi flug- ferðum þrisvar á dag í milii Reykjavíkur og Akureyrar. Verður farið snemma á morgnana, um miðjan daginn og loks á kvöldin. Eru þetta beztu samgöngur í milli Suður- og Norðurlands, sem þekkst hafa til þessa. Ungur AJvureyringur, sem stundað hefur nám við garð- yrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Olfusi, hefur skýrt blaðinu frá starfinu þar á þessa leið: Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykjum í Ölfusi hefur nú starf- að hátt á annan áratug. Tilgang- ur skólans er að veita garð- yrkjunemum sérfræðslu, bóklega og verkíega. Ennfremur að gera ýmsar tilraunir með ræktun garðjurta, bæði við almenn skil- yrði og í gróðurhúsum. Árið 1953 var gefin út ný' reglugerð fyrir skólann, og var námstíminn lengdur um helming, og er nú 4 ár. Skólastjóri garð- yrkjuskólans er Unnsteinn Ólafs- son, með honum starfa þeir Óli Valur Hansson og Axel V. Magnússon, auk tveggja stunda- kennara. Aðbúnaður nemenda er með ágætum, og eru nú á Reykjum 7 gar ðyrk j unemar. Gróðurhúsin. Gróðurhúsin á Reykjum eru 20 að tölu og samanlögð stærð þeirra er 4600 m2, þar af eitt húsið 1000 m2, hið svokallaða banana- hús. Auk gróðurhúsanna eru 1000 m2 í reitum, og í þeim eru ræktaðar gulrætur, talsvert er um útiræktun. í sambandi við skólann er verið að setja á stofn jarðvegs-rann- sóknarstöð, með hinum full- komnustu tækjum. Tilraunir eru gerðar yfir skammdegið með margvíslegum ljósum, og virðist það gefast mjög vel. Síðastliðinn vetur voru um 200 2 undir ljósum. Handavinnusýning Ga gnf ræðaskólans á sunnudaginn kemur Á sunnudaginn kemur verður handavinna nemenda Gagn- fræðaskóla Akureyrar almenn- ingi til sýnis í skólahúsinu. Sýningar nemenda Gagnfræða- skólans hafa á undanförnum ár- um vakið mjög mikla athygli, einkum þó sýningin í fyrra, sem var mjög myndarleg í alla staði. Var þar sýnt hannyrðir stúlkna alls konar, fatnaður, er þær höfðu saumað o. m. fl., og smíðisgripir og bókband pilta. Bar sýningin vott um ágæta handavinnu- kennslu í skólanum og góða ástundun nemenda. Sýningin í fyrra var mjög fjölsótt. Ættu bæjarbúar, sem áhuga hafa fyrir þessum málum, að ætla sér rúm- an tíma til að sjá þessa sýningu, svo að þeir geti haft hennar full not. Nýjungar í ræktun. Allmikið er nú ræktað af ban- önum, og gefur hver planta af sér atll að 25 kg. klasa; hvað gæði snertir, eru þeir fyllilega sam- keppnisfærir við innflutta ban- ana. Tilraunir með ætisveppa- rækt standa nú yfir, og allar líkur benda til að það gefizt vel. Kaffi- tré og ananastré frá Hawai-eyj- um dafna vel í gróðurhúsunum og mun ananastréð bera ávöxt í fyrsta skipti í sumar. Þarna eru líka epla- og appelsínutré, perur og fíkjur, svo að segja má að kenni margra grasa. Framtíð garðyrkjunnar. Framtíð garðyrkjunnar á ís- landi mun alltaf verða bundin við þá staði, sem jarðhita hafa, og vonir standa til að garðyrkjan verði stór þáttur í atvinnulífi þjóðarinnar á komandi árum. Nú er tímabært að set ja upp hreiðurkassana Vinnustofa SÍBS í Kristnesi framleiðir hreiðurkassa, sem ætl- ast er til að menn setji upp í trjágörðum sínum eða við hús sín, til afnota fyrir smáfuglana, sem gjarnan vilja eiga þar hreið- ur. — Fást hx-eiðurkassarnir í Járn- og glervörudeild KEA og er verði þeirra stillt í hóf. — Nú er tímabært að setja kassana upp, því að fuglarnir eru farnir að undirbúa hreiðurgerð. Síðan um áramót hafa 17 kind- ur á Litla-Árskógi á Árskógs- strönd veikzt af riðuveiki og er þegar búið ,að lóga 11 þeirra vegna veikinnar, en nú eru 6 veikar og búist við að einnig verði að lóga þeim. Gerði usla fyrir fjárskiptin. Blaðið átti í gær samtal við Vigfús Ki’istjánsson bónda í Litla-Árskógi. Hann skýi-ði svo frá, að fyrir fjárskiptin hafi veiki þessi verið talsvert útbreidd á Árskógsströnd og hafi þá gert usla í sauðfé. Menn væntu þess að losna við veiki þessa með fjár- skiptunum. Reynslan hefði þó orðið sú, að veikin hefði stungið sér niður eftir fjái’skiptin, þótt hún hafi ekki valdið teljandi skaða fyrr en nú á þessu ári. Samvimmskólinn verður fluttur að Bifröst Samvinnuskólanum var slitið í 35. sinn sl. laugardag. — Hefur Jónas Jónsson verið skólastjóri allan þennan tíma. í tilefni af þessum tímamótum fæi’ðu nem- endur skólanum að gjöf brjóstr líkneski af Jónasi Jónssyni, er Ríkharður Jónsson hefur gert. — Vilhjálmur Þór forstjói’i veitti gjöfinni móttöku og minntist í ræðu starfs skólans og forustu- hlutvei-ks Jónasar Jónssonar. — í ræðu sinni skýrði forstjórinn einnig svo frá, að stjórn SÍS hefði ákveðið að flytja Samvinnuskól- axxn úr húsakynnum Sambands- ins í Reykjavík að Bifröst í Borgarfirði. Er nú ixnnið að byggingaframkv. þar sem m. a. eru miðaðar við þarfir skólans. Skólinn mun þó starfa næsta ár í Reykjavík. Dómar yfir íslenzkum togaraskipstjórum vekja athygli Auðséð er af brezka blaðinu Fishing News, að dómar þeir, er íslenzkir togaraskipstjórar hafa hlotið, vekja athygli í Bretlandi. Skýrir blaðið allnákvæmlega fi’á töku togarans Úranusar og málalokum skipstjórans. Norð- ui’landablöð birtu undir áberandi fyrirsögnum þau tíðindi, að ís- lenzkir togaraskipstjórar hefðu verið staðnir að því að virða ekki fiskveiðatakmörkin nýju, sem deilan við Breta er sprottin af. Veikar kindur fluttar að Keldum. Á sl. hausti veiktist ein kind af veiki þessari í Litla-Árskógi og eftir ái’amót magnaðist veikin svo, að lóga varð 11 kindum, og í gær, er blaðið ræddi við Vigfús, voru 6 kindur veikar. Páll Páls- son dýralæknir hefur úrskurðað að hér sé um riðu að ræða. Vei’ða 4 veikar kindur fluttar suður að rannsóknarstöðinni á Keldum nú irrnan fárra daga. PRESTSKOSNING I MÝVATNSSVEIT. Prestskosning fór fram í Skútustaðapi-estakalli á sunnu- daginn. Eitt prestsefni var í kjöri, Orn Friðriksson, cand. theol. frá Iiúsavík. Kjörsókn var góð, um 70%'. Atkvæði verða talin síðari hluta vikunnar. Hilmar Sigui’ðsson, full- trúi Flugfélags íslands, var staddur hér í bænum fyrir helg- ina og skýi’ði hann blaðinu frá þessum ráðagerðum félagsins. — Sumaráætlunin gengur í gildi nú um mánaðamótin og í maímánuði verða tvær ferðir á dag í milli Reykjavíkur og Akur- eyi-ar ,en frá 1. júní þrjár ferðir, Alls vei’ður haldið uppi áætlun- arferðum til 22 staða á landi hér í sumar og verða tíðari ferðir fx’á Reykjavík til ýmissa staða en nokki’u sinni fyrr, og má þar nefna, auk Akureyrar, Egilsstaði, ísafjörð og Vestmannaeyjar. Óskir um bættar samgöngur. Hilmar Sigui’ðsson sagði, að fé- laginu bærust sífellt óskir um tíðai’i áætlunai-ferðir og væri reynt að ganga til móts við þarfir fólks í því efni eftir því sem unnt væi’i. I sumar verður t. d. flogið tvisvar í viku í milli Akureyrar og Egilsstaða og Akureyrar og Kópaskers. Til ísafjarðar verður flogið alla daga vikunnar nema sunnudaga, en auk þess vei’ða flugferðir til fimm annarra staða á Vestfjörðum: Bíldudals, Flat- eyrar, Hólmavíkur, Patreksfjai’ð- ar og Þingeyrar. Til Egilsstaða verður farið fjórum sinnum í viku, og til Fáski’úðsfjarðar og Neskaupstaðar verða vikulegar flugferðir. Þá eru þi’jár ferðir í viku til Sauðárkróks og Blönduóss, Siglu fjarðar, Fagui’hólsmýx’ar i Öi’æf- um og til Kirkjubæjai’klausturs. Ennfremur til Hoi’nafjarðar. Þá ei’U ferðir Pmilli Vestmannaeyja og Skógasánds og Hellu á Rang- árvöllum. Áætlunarflug í 16 ár. Hilmar Sigui’ðsson minnti á, að nú eru liðin 16 ár síðan Flugfélag íslands hóf áætlunai’ferðir i milli Reykjavíkur og Akureyrar og hefur þi’óunin í flugsamgöngum íslendinga oi’ðið mjög ör. Árið 1938 voru farþegar 770 talsins, en á sl. ári 41.928, þar af 35.431 inn- anlands. Flutningar á flugleiðinni Akureyri—Reykjavík—Akureyri — hafa fai’ið sívaxandi og munu þó enn eiga eftir að aukast, eink- um eftir að hinn nýji Akureyrar- fllugvöllum verður tekinn í notk- un, enda munu afgreiðsluskilyi’ði stórbatna við þá framkvæmd og þægindi fai’þega aukast. Flugfélaginu bætist flugvél. Sívaxandi flugsamgöngur inn- anlands kalla á aukinn flugvéla- kost og er flugfloti félagsins nú orðinn of lítill til þess að anna flutningunum. Hefur félagið því fest kaup á nýrri Douglas-land- flugvél og mun hún koma til landsins innan skamms. Vei’ða þá fjórar Douglasvélar í notkun, axxk tveggja Katalína-flugbáta. Félag- ið hefur nú afgreiðslur og um- boðsmenn á 25 stöðum á landinu, en alls starfa hjá félaginu 150 manns, sagði Hilmar Sigurðsson að lokum. Fljúgandi þjóð. Þeir, sem kunnugir eru skipan innanlandsflugmála með öðrum þjóðum, geta ekki annað en undrast þær fullkomnu flugsam- göngur, sem hér er haldið uppi, og það án þess að áætlunarflugið sé beinlínis styi’kt af opinberu fé, sem mjög víða mun tíðkast er- lendis. En íslendingar eru frem- ur en aði-ar þjóðir fljúgandi þjóð. Hér fei’ðast almenningur með flugvélum eins og fólk erlendis með jáx-nbrautum. Flugáætlun Flugfél. íslands í sumar sýnir að félagið kann að meta þessa stað- reynd og að það vill ganga til móts við óskir landsmanna um góðar samgöngur eins og fi’ekast er unnt. Fyrir þetta byggðai’lag er sumaráætlunin fagnaðarefni. Aldrei fyrr hafa Eyfirðingar búið við svo góðar samgöngur sem nú eru ráðgei’ðar. Olíufélagið selur 47% af þeirri olíu, er lands- menn nota Á aðalfundi Olíufélagsins h.f., sem haldinn var í Reykjavík sl. föstudag, skýrði Vilhjálmur Þór forstjói’i, foi’maður félagsstjórn- arinnar, frá því, að Olíufélagið hefði selt 102.000 lestir af olíu á sl. ári, og er það 47,4% af heildar- sölunni í landinu, og 11.736 lesta aukning frá árinu 1952. Næsta og eitt stærsta viðfangsefni félagsins taldi formaðurinn vera að fá stórt olíuflutixingaskip, svo að olíu- flutningar til landsins geti í fram- tíðinni orðið í íslenzkum höndum. Heybruni. í fyrradag var slökkvilið bæjai’ins kallað í Glex’áx'þorp, þar sem börn höfðu kveikt í heyi. Brunnu þarna nokkrir hestar, en ekki varð ann- að tjón. 17 kindur hafa veikst af riðu á Árskógsströnd að undanfömu Veikin gerði talsverðan usla í sauðfé hér fyrir fjárskiptin r

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.