Dagur - 28.07.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 28.07.1954, Blaðsíða 1
GERIST ÁSKRIFENDUR! Simi 1166. ÁSKRIFTARSÍMI blaðsins er 1166. Gerizt áskriíendur! XXXVII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 28. júlí 1954 33. tbl. Nýr bíll Norðurfeiða h.f. Sæti fyrir 41 farþega - Bíllinn brennir hráolíu og er mjög sparneytinn - Norðurleið h.f. vinnur mikið og gott starf Norðurleið h.f. hauð síðastl. fimmtudag blaðamönnum og nokkrum öðrum gestum, að skoða nýjan bíl, sem framvegis verður í förum milli Norður- og Suður- lands. Bíll þessi hefur sæti fyrir 41 farþega, Eru þau mjög góð. Gangur er eftir bílnum endilöng- um, og tvær sætaraðir hvoru megin. Loftræstingin er mjög fullkomin, ' bh-ta ágæt, útsýnis nýtur vel, og segja má, að hátt sé til lofts og vítt til veggja, eftir því sem gerist í ferðabílum. 145 hestafla dieselvél. Þessi nýja bifreið er knúin 145 hestafla dieselvél. Brennir hún hráolíu og eyðir 150 lítrum á leiðinni Reykjavík—Akureyri. — Benzínvél í slíkum vagni mundi á sömu leið bfenna 300 lítrum. Er hér því um helmings mun brennslumagns að ræða, auk þess sem hráolían er nálægt þrisvar sinnum ódýrari Umboð fyrir þessa tegund bif- reiða hefur hér á Akureyri bif- reiðaverkst, Þórshamar h.f. Yfirbyggingu annaðist Bíla- smiðjan í Reykjavík, og er hún fyrirtækinu til hins mesta sóma, og hefur vakið athygli útlend- inga, er um mál þessi fjalla. Þjónustan við fólkið. Ingimundur Gestsson, sem bauð gesti velkomna, og ók með þeim í hinum nýja vagni fi*am að Grund í Eyjafirði, sagði frá stofnun og starfi Norðurleiðar h.f. og að aðal 100 ára og elzti íbiii Eyjafjarðarsýslu Ekkjan Valgerður Sigurðar- dóttir, Hraukbæjarkoti, Glæsi- bæjarhreppi, átti aldarafmæli 20. þ. mán.. Mun Valgerður vera elzti íbúi sýslunnar. — Valgerður er fædd að Blómsturvöllum þar í hreppnum dóttir Sigurðar Rafns- sonar, bónda þar, og Guðrúnar konu hans. — Valgerður varð seinni kona Guðmundar Árna- sonar, bónda frá Ásláksstöðum. Bjuggu þau hjón fyrstu fjögur búskaparár sín að Stóra-Eyrar- landi hér við bæinn, en eftir það lengst af að Grísará í Hrafnagils- hreppi. Varð þeim fjögurra barna auðið. Eru tveir synir þeirra á lífi: Valdimar bóndi í Hraukbæjar- koti og Valmundur járnsmiður á Akureyri. Valgerðqr er nú þrotin að heilsu og hefur verið rúmlæg hin síðari árin. tilgangurinn með starfsemi þess- ari væri þjónustan við fólkið. Norðurleið h.f. rækir vel hlutverk sitt. Norðurleið h.f. hefur rækt starf sitt vel á þeim fjórum árum er liðin eru frá stofnun fél. — (Framhald á 7. síðu). Fjárflestu deildir KEA einar um sumarslátrun- ina að þessu sinni Á nýafstöðnum deildarstjóra- fundi KEA var ákveðin til- högun á sumarslátrun sauðfjár á vegum félagsins. Sá háttur verður nú upp tekinn, að nokkrar deildir á ári sam- einast um að leggja til dilka í suníarslátrunina, og komast þá ekki að nein- ir úr öðrum deildum það sumarið. Að þessu sinni uröu fjárflestu dcildirnar fyrir valinu, en það eru Öngulsstaða-, Saurbæjar- og Hrafnagilsdeildir. Næsta ár koma þessar dejldir ekki til greina, heldur aðrar 3—4 deild- ir ,eftir samkomulagi á deild- arstjórafundi næsta s.umar. — Formaðurinn í hverri deild (deildarstjórinn) sér um nið- urjöfnun fjártölunnar í sínu umdæmi og ber ábyrgð á henni gagnvart sláturhússtjóra. - Ennþá er ekki fullráðið, hve nær sumarslátrunin hefst. Vestusfu kvísl Eyjafjðrðarár veitl úr far smum 7 punda lax veiddur í Hörgá Björn Sigurðsson á Möðruvöll- um í Hörgárdal veiddi á stöng fyrir nokkrum dögum síðan 7 þunda lax við Kríuhólma. Ekki er blaðinu kunnugt um að lax hafi veiðzt á þessum slóðum áður og mun áhugamönnum um stang- arveiði þykja þetta nokkrar frétt- ir. Umferðarslys Ökuslys varð síðdegis síðastl. föstudag á gatnamótum Brekku- götu og Gránufélagsgötu hér í bæ. Rákust þar á fólksbifreiðin A—299, er kom sunnan Brekku- götu, og ætlaði í þessum svifum að beygja niður í Gránufélags- götu — og bifhjól, er kom norðan Brekkugötu. Virðist áreksturinn hafa orðið allharður, en auk þess slengdist ökuþórinn á bifhjólinu utan í lóðargirðingu við Brekku- götu 12, eftir að áreksturinn var prðinn og féll þar af hjólinu. Heitir hann Magnús Stefánsson, Gránufélagsgötu 39, en eigandi bifreiðarinnar, Kristján Guð- mundsson, Ránargötu 4, stýrði bifreiðinni, þegar árekstur þessi varð. Magnús ristarbrotnaði og skarst auk þess nokkuð á höfði og fæti. Bæði munu farartækin hafa skemmst nokkuð, en þó má segja, að betur hafi þarna farið en á horfðist. Síldaraflinn svipaður og í fyrra Snæfellið enn hæst með 3709 mál og tunnur, Jörundur með 3274 Samkvæmt skýrslu Fiskifélags- ins sl. laugardag höfðu aðeins 7 skip aflað yfir 2000 mál og tunn- ur síldar. — Það voru þessi skip: Snæfell með 3709 mál og tunn- ur, Jörundur með 3274, Baldur, Dalvík, með 2568, Sigurður, Siglufirði, með 2389, Kári Söl- mundarson með 2277, Súlan með 2089 og Bára, Patreksfirð’ með 2079. Sídveiðiflotinn. fyrir Norður- landi hafði á sama tíma veitt sem hér segir: í svigum en- camanburðartölur frá fyrra ári í bræðslu 107.678 (45.176) í salt 33.856 (99.047) í frost 7.341 ( 4.666) Aflamagnið nú er því nær hið sama og það var á sama tíma í fyrra, en miklu minna að verð- maeti, þar sem saltsíldin er aðeins þriðjungur þess, sem búið var að salt á sama tíma í fyrra. Fiskifélaginu er kunnugt um 190 skip, sem farin eru norður til veiða. 181 þessara skipa hafa fengið veiði, en 122 þeirra hafa aflað 500 mál og tunnur saman- lagt og þar yfir. Samkvæmt fregnum i gær fengu nokkur skip síld í fyrrinótt og í gærmorgun. Ný tækni kippir mörgum hlutum úr fornu fari Unnið hefur verið að því nú að undanförnu að veita Eyja- fjarðará — vestustu kvíslinni — úr sínum forna farvegi og beina árstraumnum í skurð þann hinn mikla, er grafinn var í fyrra með stórvirkum verkfærum vélaaldarinnar, til sjávar beint norður af vestustu brúnni, sem þarna er á ánni. — Upp- liaflega mun hafa verið ráðgert að leggja niður allar brýnnar á kvíslunum jiarna vegna flugvallarins, og brúa Eyjafjarðará sunnar, þar sem hún fellur í einu lagi. En þegar til átti að taka yar þó horfið frá því ráði og sú stefna tekin upp, að láta flug- völlinn heldur ganga lengra til norðurs með fram brekkunum og fylla í því skyni upp Leirurnar og innsta hluta hinnar gömlu Akureyrarhafnar í átt að Leirugarðinum nýja, og veita ánni af sér, svo sem nú hefur verið gert. Milli hins forna reiðvegar um Vaðlana og Kaupangsbrautar er, svo sem áður hefur verið getið um hér í blaðinu, flugvöllurinn nýi í smíðum. — Vestasta kvísl Eyjafjarðarár skáskar þetta svæði um miðju. Undanfarið hefur verið unnið að því að veita kvísl þessari í nýj- an farveg. Möl og grjót var flutt og gerður garður vestan frá, þar sem áin var grunn. Að austan var möl safnað á árbakkánn. Síðastl. laugardag var svo þrengt að ánni frá báðum hliðum. Bílar óku möl og lengdu garðinn að vestan, en jarðýta ruddi malarhólnum af austurbakkanum út í álinn. Varð áin, sem sýnist fremur lygn og meinleysisleg venjulega, allumsvifamikil og ströng, þegar svo var að henni búið, og því harðari, sem henni voru þrengri skorður settar. Varð hún ekki hamin fyrr en stórgrýti var flutt í hana. Að lok- um tókst þó að stífla hana, og gekk það raunar vonum framar. Oku nú bílar yfir á stíflunni, en áin varð að lokum að gera sér hinn nýja farveg að góðu. Far- vegur sá var gerður með skurð- gröfum, og er hann firna mikill. Ráðgert að stofna deild úr Á. A.-félagsskapnum hér á Akureyri Fyrirlestur um áfengismál heldur Guðni Þór Ásgeirsson í Samkomuhúsi bæjarins í kvöld kl. 8.30. Efni fyrirlestursins mun verða: Hvernig eg varð ofdrykkjunni að bráð og hvernig eg svo sigraði hana. Eru bæjarbúar hvattir til að hlýða á fyrirlestur þennan, en Guðni hefur í huga að stofna hér hinn svonefnda AA-félagsskap, sem unnið hefur mikið björgun- arstarf meðal drykkjumanna í Ameríku. Deild úr þessum félags- skap, er nýstofnuð í Reykjavík. Veitir heldur ekki af því, þar sem Eyjafjarðará er oft mjög vatns- mikil og kann að leggjast þungt á torfærur þær, sem á vegi henn- ar verða. Unnið er nú af kappi að því að dæla í árfarveginn og tengja þannig saman flugbrautina, er áin hefur skipt í tvennt fram að þessu. Séra Jósef Jónsson annast prestsþjónustu hér fyrst um sinn í veikindafor- föllum sóknarpresta. Vegna veikinda-forfalla beggja sóknarprestanna hér hefur biskupinn yfir Islandi, herra Ásmundur Guðmunds- son, gert þær ráðstafanir til bráðabirgða, að fá sr. Jósef Jónsson til þess að sinna prestsþjónustu hér á Akurcyri og í Lögmannshlíðarsókn til ágústloka, cða e. t. v. eitthvað lengur, cf með þarf. Séra Jósef hefur nýskeð, — vegna laga- ákvæða um hámarksaidur cmbættismanna — látið af prestskap að Setbergi í Grund- arfirði vestra, en þar var hann, svo sem kunnugt er, sóknar- prestur um langt skeið og pró- fastur á Snæfellsnesi og naut þar almcnnra vinsælda. Er hann enn í fullu fjöri að kalla, bæði andlega og líkamlega og fullfær til allra prestsstarfa. Séra Jóscf var væntanlegur fl.ugleiðis hingað til bæjarins í gær, ásamt konu sinni. frú Hólmfríði Halldórsdóttur, cn hún cr systir Pétui-s heitins Halldórssonar, borgarstjóra í Reykjavík. Munu þau hjón ciga hcimili, meðan þau dvelja hér, hjá frú Guðrúnu Jóhanns- dóttur frá Ásláksstöðum, Munkaþverárstræti 3 hér í bæ, og er hægt að ná tali af prófast- inum í síma 1976. Séra Jósef mun messa x Ak- ureyrarkirkju kl. 11 f. h. á sunnudaginn kemur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.