Dagur - 28.07.1954, Blaðsíða 8

Dagur - 28.07.1954, Blaðsíða 8
S Bagur Miðvikudaginn 28. júlí 1954 Skorinorðar samþykktir norðlenzkra kvenna í deilumálum dagsins Vilja Húsmæðrakennaraskólann til Akureyrar - „Niðurlæging fyrir konuna að vera leidd fram til sýn- ingar og mats eins og ambáttir fyrri daga" - Vilja lækka verð á mafvælum, fremur en að safna þeim saman, unz þau skemmast eða eyðileggjast Fundur Sambands norðlenzkra kvenna, er haldinn var hér í bænum í byrjun þessa mánaðar, svo sem áður hefur verið getið hér í blaðinu, — var allfjölsóttur og gerði ýmsar álykt- anir, er sumar hverjar snerta ýmis allviðkvæm dægurmál, og sýna samþykktir þessar — er birtar verða hér á eftir — að full- trúar kvenþjóðarinnar hafa engan veginn hikað við að taka eindregna afstöðu til slíkra mála, hvort sem einum eða öðr- um kynni að líka betur eða ver. 18ára einangrun meðal villimanna í fenjaskógum Áfríku Brezkir veiðimenn á þyrilvængju finna þrjá Þjóðverja, er einir sluppu lifandi úr flugslysi yfir Kongó 1936 Þýzk blöð segja frá því, að þrír Þjóðverjar — einn karlmað- ur og tvær stúlkur — hafi nýskeð bjargast með ævintýralegum hætti, eftir að hafa lifað 18 ár í haldi hjá innfæddum niönn- um í fenjaskógi Kongólandanna. 1. Fundur Samb. norðlenzkra kvenna, haldinn á Akureyri dag- ana 1.—4. júlí 1954, harmar það, að felld skyldi vera á Alþingi til- laga um að Húsmæðrakennara- skóli íslands yrði fluttur og fengi aðsetur í Húsmæðraskóla Akureyrar. Þar eð kunnugt er, að Húsmæðrakennaraskóli íslands er enn húsnæðislaus, endurtekur S. N. K. tillögu sína frá fyrra ári og skorar á ríkisstjórnina að láta hana koma til fx-amkvæmda þeg- ar á þessu hausti, með því að ákveða skólanum stað í Hús- mæðraskóla Akureyrar. 2. Fundur Sambands norð- lenzkra kvenna, haldinn á Akur- eyri dagana 1.—4. júlí 1954, átelur hai’ðlega þann ósið og eft- iröpun á erlendum háttum, sem fram hefur komið í því að taka upp fegurðarsamkeppni meðal ungx-a stúlkna hérlendis. Lítur fundurinn svo á, að ekki beri að verðlauna meðfædda fegurð, heldur það eitt, sem áxmnizt hefur fyrir ástundun, þjálfun og dyggð. — Ennfi-emur telur fundurinn, að það sé niðurlæging fyrir konuna að vera leidd fram til sýningar og mats eins og ambáttir þrælasölu fyrri daga. Skorar fundurinn á allar íslenzkar ungar stúlkur að neita með öllu að taka þátt í slík- um skrípaleik. 3. Fundur S. N. K., haldinn á Akureyri dagana 1.—4. júlí 1954, Hnúðormasýktar kartöílur á Ilrafnagili Finnur Árnason, garðyi’kju- ráðunautur fann hnúðorma í kar- töflugarði á Hrafnagili um helg- ina. Garður sá, er sjúkdómsins varð vart í, er gamall laugai’garður. Ingólfur Davíðsson, jurtasjúk- dómafræðingur, sem var hér á ferð, staðfesti sjúkdómsgreining- una. Þykja að vonum ill tíðindi, að hnúðormurinn skuli vera kominn hingað norður. Að sjálfsögðu verður gamli laugai’garðurinn gerður óskaðlegur, með því að þekja hann eða á annan hátt, eftir því sem við þykir eiga. mótmælir þeirri stefnu, sem all- mikið hefur borið á hérlendis síðastliðin ár, að láta matvæli safnast fyrir, eyðileggjast eða skemmast, fremur en að lækka verð þeirra. Fundurinn lítur svo á, að aukin sala myndi bæta upp lækkað verð, og skorar því á Framleiðsluráð landbúnaðarins Einn kennai’i sumarskólans nýja að Löngumýri í Skagafirði, Guðmundur Matthíasson, söng- kennai’i, var á ferð hér í bænum um síðustu helgi. Hafði Dagur tal af honum og spurði m. a. frétta af skólahaldinu, en þeirrar hug- myndar, að halda skóla að sum- arlagi fyrir ungar stúlkur í húsakynnum Húsmæðraskólans að Löngumýri í Skagafix’ði, hef- ur áður verið getið hér í blaðinu og víðar. Guðmundur lagði áherzlu á það, að hér væri um fyrstu til- raun að ræða ,og auk þess enn skammt liðið af skólatímanum, svo að of snemmt sé að fullyrða nokkuð ixm það ,hvernig þessi hugmynd gefist í framkvæmd. En sú raun, sem þegar er fengin af Síldveiði inni á Akur- eyrarpolli Blaðið „Alþýðumaðurinn", er út kom í gær, skýrir svo frá, að undanfarna 4—5 daga hafi Karl Friðriksson útgerðarmaður í Glerárþorpi, haldið litlum vélbát til síldveiða á Akureyrarpolli og í Oddeyrarál. Er báturinn búinn hi’ingnót. Hafði Karl. sl. sunnu- dag fengið 200 mál síldar,, sem farið hafa í bræðslu í Krossa- nesi. — Síldin er stór smásíld eða millisíld. — Ekkert af síld þessari hefur verið tekið til niðursuðu, því að hún mun þykja of stór til þeirra hluta. og neytendasamtökin í landinu að koma sér saman um skynsamleg- ar leiðir til úi’bóta í þessum efn- um. 4. Fundur S. N. K., haldinn á Akureyri dagana 1.—4. júlí 1954, lýsir ánægju sinni yfir hinum ágætu útvarpserindum Gísla al- þingismanns Jónssonar og flytur honum fyllstu þakkh’ fyrir. — Jafnframt skoi’ar fixndurinn á ríkisstjói’nina að hrinda hið allra fyrsta í fi’amkvæmd tillögum al- þingismannsins um stofnun skóla heimilis fyi’ir ungar, afvegaleidd- ar stúlkur, og telur vel til fallið að tekið verði í því skyni eitt- hvað af þeim húsakosti á vegum ríkisins, sem stendur ónotaður eða lítt notaðin- víðs vegar um landið, 5. Fundur S. N. K., haldinn á Akureyri dagana 1.—4. júlí 1954, skorar á Alþingi og ríkisstjórn að koma hið allra fyrsta upp rann- sóknai-stofnun og heilsúhæli fyrir drykkjusjúklinga. 6. Fundur S. N. K., haldinn á Akureyri dagana 1.—4. júlí 1954, skox-ar á kvenfélögin að gangast (Framhald á 7. síðu). þessai’i starfsemi, er góð og hvet- ur til bjartsýni og áframhalds. Um 20 ungar stúlkur á aldrinum 13 til 19 ára eru þarna í sumar- dvöl og stunda þar nám, þótt með nokkru fi’jálslegra hætti sé en í venjulegum skólum og námsefnaval annað, t. d. er þar mikið um útivist, íþróttir, sxrnd, þjóðdansa og aðra slíka stai’f- semi, sem síður er á færi venju- legra skóla að sinna, þótt ekki væi'i nema vegna þess eins, að þeir stai’fa á annarri árstíð. Virð- ast þær una þar pi’ýðilega hag (Framhald á 7. síðu). Þór fer til Borgar- fjarðar um verzlunar- mamiahelgina íþróttafélagið Þór efnir til skemmtiferðar um verzlunar- mannahelgina eins og sl. ár. — Að þessu sinni er föi’inni heitið til Boi-gai’fjarðar. Lagt verður af stað kl. 1 e. h. á laugardag og ekið til Hreðavatns. Á sunnudaginn verður farið til Reykholts og á Akranes, en komið heim aftur hingað til Akureyrar á mánu- dagskvöld. — Væntanlegir þátt- takendur snúi sér til Ferðaskrif- stofunnar hér og nauðsynlegt er, að fólk ákveði sig sem fyrst, þar sem erfitt er um útvegun farar- tækja. 22. júní ái’ið 1936 fórst þýzk áætlunai’flugvél, sem var á leið til Höfðaborgar. Slysið gerðist yfir þeim hluta Kongósvæðisins, sem Belgíumenn ráða yfir, og tal- ið hefur verið fram að þessu, að öll áhöfnin og farþegai-nir — 22 manns alls — hafi íarizt. Nú er það hins vegar komið upp úr dúrnum — eftir því, sem blaðinu „Frankfurter Rundschau" og fleiri þýzkum blöðum segist frá, að flugþernan, Helde Feldkamp (sem vax-ð 53 ára gömul í þessum mánuði), læknirinn Dr. Elsa Henzel og verkfi'æðingur nokkur, Gunter Dahlke að nafni, hafa komizt lífs af, þótt ekkert hafi til þeirra spurzt öll þessi 18 ár, fyrr en nú. „Send af himni“. Þremenningarnir liggja ,nú á sjúkrahúsi í bænum Stanleyville í belgisku Kongó, og þar var það, að fréttamaður „Frankfurter Rundschau“ náði tali af kven- lækninum, er sagðist svo frá: — Þegar flugvélin hrapaði til jai’ðar, fórust 17 farþegar og flugmennirnir tveir þegar í stað. Við þremenningarnir, sem af komumst, vorum öll stödd aftast í flugvélinni og sluppum án veru- legi'a meiðsla. Þegar kviknaði í flakinu, leituðum við hælis í frumskóginum, og þar fundu Sambúalíai’nir — hálfvilltur ætt- stofn svertingja, sem eiga heima milli Tschuapa og Lomala-fenj- anna — okkur. Þeir fluttu okkur hálf-meðvitundarlaus heim til hreisa sinna, og hjúkruðu okkur þar, unz við náðum okkur eftir slysið. — Villimennirnir trúðu því statt og stöðugt, að þessir þrír hvítu menn hefðu verið sendir þeim áf himnum ofan. Við urðum því að búa á meðal þeirra, til þess að færa þeim hamingju — þess kröfðust þeir og höfðu um okkur strangan vörð, svo að við slypp- um ekki úr haldinu og þeir misstu þar með af þessum himna- gestum. Alloft kom það fyrir þessi ár, sem við dvöldum þarna, að veiðileiðangi’ar komu í nánd við Sambúali-þoi-pin, en í hvert sinn voru Þjóðverjai'nir þrír fluttir af vegi þeirra og komið í örugga geymslu, unz hættan var liðin hjá. Ilelikoptinn kemur. En loks heppnaðist Þjóðvei’j- unum þó að sleppa, en ekki fyrr en eftir 18 ár — svo sem áður var sagt. — Þetta gerðist með þeim hætti, ér nú skal sagt: — Dag nokkurn voru þeir ásamt blökku- mönnunum á veiðum á hinni rastarbreiðu gresju milli Tschu- apa og Maringa og komu þá allt í einu auga á helicopter-flugvél, sem sveimaði þar yfir. Þar eð ekkei’t afdrep var þai’na nærri, þar sem hægt væri að koma þeim í skjól, heppnaðist þeim að draga að sér athygli flugmannanna, svo : að þeir lentu til þess að athuga nánar, hvað væri þarna um að vera. Tveir brezkir veiðimenn voru um borð í koptanum, og þegar Þjóðvei’junum hafði tekizt að gera þeim skiljanlegt, hvei’nig á veru þeirra þai’na stæði, tókst þeim að halda villimönnunum í hæfilegri fjarlægð með „eld- vopnum“ sínum, sem þeir þekktu þó það mikil deili á, að þeir kæi’ðu sig ekki um að kenna á þeim, — á meðan „gestir himins- ins“ kvöddu og komu sér um borð í koptann. Stutt um kveðjur. Hér vai’ð stutt um kveðjur, segir dr. Henzel. — Svertingjarn- ir ógnuðu okkur með steyttum hnefum, en af stað komumst við þó. Þremenningarnir þjáðust allir af hitabeltissjúkdómum, og voru þeir lagðir inn í sjúkrahús, svo sem áður segir, þar sem þeim er ætlað að ná sér, áður en þeir snúa aftur til Þýzkalands. Stúlkurnar tvær eiga heima í Bei'lín, en vei’kfi’æðingui’inn í Hamboi’g. — Ekkert þeirra vissi fyrr en til Stanleyville kom, neitt um það, sem gei’zt hefur í heiminum síðan 1936, sem vissulega er þó bæði mai’gt og af ýmsu tagi! „Steinsen“ valt Stóri vélkraninn, sem Akur- eyrarbær á, og gárungai-nir hafa stundum kallað „Steinsen", var á leið til bæjarins sl. sunnudag. Var hann hafður á stói’um drátt- arvagni og tengdur aftan í öflug- an bíl. í staurabeygjunni, sem er eins og kunnugt er í Vaðlaheiðinni vestanverðri og er hættuleg og vond beygja, varð yfirvigt ki’an- ans of mikil og valt hann ásamt dráttai’vagninum suður fyrir veginn. Bíllinn valt aftur á móti ekki og varð ekki slys á mönn- um. Litlar skemmdir urðu á ki-ananum og vagninum og eru báðir komnir til bæjai’ins. 20 ungar stúlkur í sumarskólanum að Löngumýri Heyskapartíð mjög erfið í Skagafirði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.