Dagur - 28.07.1954, Blaðsíða 6

Dagur - 28.07.1954, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 28. júlí 1954 Inniskór kvenna í fjölbreyttu úrvali - nýkomnir. Skódeild Hús til sölu Norðurhluti hússins nr. 13 við Brekkugötu, 3 hæðir, eignarlóð, er til sölu og luas til íbúðar. Á efstu hæð eru fimm herbergi, eldús ok bað. Á miðhæð eru fjögur herbergi, eldhús og bað. Á neðsu hæð verzlunar- eða verkstæðispláss,, Allar upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa Jónasar G. Rafnar og Ragnars Steinbergssonar, síma 1578. Happdrætti Dvaiarheimilis aldraðra sjómanna Endurnýjun er hafin og stendur yfir til mánaðarmóta. Eigendur eiga rétt á númerum sínum til 1. ágúst. Eftir það má selja þau öðrum. MUNIÐ AÐ ENDURNÝJA. ~ [ UMBOÐSMAÐUR, Fullorðin eða eldri kona óskast, sem fyrst, á sveita- heimili í Eyjafirði. Upplýsingar í HoJtagötu 4, uppi. Húsgögn og barnavagn (kr. 1000.00) til sölu í Brekkugötu 13. — Upplýsingar gefur Guðmundur Halldórsson, Brekkugötu 3. Lítil íbúð óskast 1. október eða fyrr. Aðeins tvennt fullorðið í heimili. Upplýsingar á afgr. Dags. Dráttarhestur og FJAÐRAKERRA til sölu. Valgarður Kristinsson, Brún. Alto-saxofonn til sölu. Hagstætt verð, ef samið er strax. Allar upplýsingar gefur Steinar Marinósson, Hafnarstr. 37, miðhæð. Litaðar perur 15, 25 og 40 vatta. Véla- og búsáhaJdadeild. NÚ ER HVER SÍÐASTUR að fá sér Hefilbekk Véla- og búsáhaldadeild. Sokkar Nylon og perlon. V efnaðariiörudeild Hinar margeftirspurðu hár- spennur, plastik, í kössum, 60 st. (Framhald). Þennan umrædda laugardag var liarðneskju hríðarveður, og sá Sigurður bóndi sér ekki fært annað en að rjúka í að slátra af ám sínum vegna fóðurskorts. Á Efstalandi hagaði þannig til, að fjárhús stóð syðst á túninu, kallað Gerðishús. Þar voru 30—40 elztu ærnar. Þeim var öllum slátrað þennan dag. Ekki var liægt að vera úti við slátrunina og varð að vinna að þessu í annarri krónni, og bunka kjöti og gærum í garða. Sigurður, sem þá var strákangi, sagðist hafa heimtað að fá að fara með slátrurunum, og hímdi hann svo lengst af í garðanum hjá skrokkunum og gærunum. Gönnil kona, uppalin í Skíðadal, hefur sagt mér, að aðeins 2 bændur þar í dal höfðu komizt hjá að slátra af fóðrum þennan vetur. — Svipaðar fregnir hef eg heyrt víðar úr hér- aðinu. Ungu kynslóðinni kann að þykja þessar lýsingar ótrúlegar. en svo vel vill til að við höfum bókfærðar veðurlýsingar þenn- an vetur og aðra vonda. Set eg hér ágrip af veðurlýsingu þennan umrædda vetur. Um Mikaelsmessu 1858 gjörði óhemju fannkomuhríðar, sem héldust marga daga. Varð svo mikið fannfergi, að ekki var hægt að komast bæja milli nema á skíðum. Þá voru Bárð- dælingar komnir með sláturfé sitt í Fnjóskadalinn. Komust ekki lengra, og máttu slátra fé sínu þar, sem þeir voru staddir. Koma kjöti í reyk og salt og hestum á gjöf. Fara síðan heim á skíðum. Um veturnætur hlánaði. Tók þá snjó nokkuð upp, svo að sæmilegt færi gjörði. Gátu þá Bárðdælir náð í hesta sína. En með jólaföstu fór aftur að hríða, og mátti svo kalla, að látlaus illviðri héldust fram um páska, sem voru sumarpáskar. Úr þeim batnaði tíð, og mátti heita hagstæður bati./r Mönnum er' sjálfsagt í fersku minni frostaveturinn 1918. Set eg hér til samanburðar tíðarfarið þessa vetur. Veturinn 1918 var hitinn í nóv.- og des.mánuðum 2—3 stig neðan við meðallag. I janúarmán. var hitinn 9—10 stig neð- an við meðallag. í febr.mánuði um meðallag. Marz lilýr og aprílmán. í meðallagi. Veturinn 1859 var hitinn 2 fyrstu mánuði .vetrarins 5—G stig neðan við meðallag, í jan. 6 stig neðan við meðallag. Líkt hitastig í febr., en í marz og apríl 9—10 stigum neðan við meðallag. M. ö. o.: síðustu vetrarmánuðirnir 1859 voru álíka kaldir og janúarmán. 1918, sem var langsamlega kaldasti mánuður vetrarins. Geta menn svo, ef þeir vilja, borið saman hversu mikill munur á tíðarfari hefur verið þessa vetur. Þetta er nti orðinn heilmikill útúrdúr, en mér fannst eg þurfa að minnast eitthvað á þennan mikla harðindavet- ur 1859. Þá ætla eg að minnast ögn meira á félagsstarfsemina. Fyrsta túnsléttan, sem eg man eftir, var gerð norður við gamla túngarðinn í Efstalandskoti, og mun það ’hafa verið árið 1893. Þá bjuggu foreldrar mínir á hálfri jörðinni, sem þá var lítil jörð. Gat faðir minn ekki haft nema 1 kú og 30—40 kindur. Hjá föður mínum var ungur maður við að rista ofan af þúfunum og var eg að myndast við að bera þökurnar úr flaginu. Þetta atvik er mér e. t. v. minnisstæðara sökum þess, að þessi ungi maður dó af slysförum litlu síðar, og heyrði eg fullorðna fólkið mikið tala um þann atburð. — Eg hef dálítið athugað túnasléttur og aðrar jarðabætur hér í dölunum og munu sléttur vera 6—8 dagsláttur, unnar með handverkfær- um, á nokkrum bæjum, þar sem mest hefur sléttað verið. Auk þessa voru sums staðar vörzlugarðar nálega kringum túnin. Hæst bera Þúfnavellir, því að þar munu sléttur gerðar með handverkfærum 12—14 dagsláttur. Auk þess var mikið gert að flóðgarðaldeðslu víða, svo sem á Steinsstöðmn, Ytri-Bægisá, Þúfnavöllum, Langahlíð, Vindheimum og víðar. Vatnsveit- ingar voru mikið stundaðar á seinustu árum 19. aldarinnar og mun Sveinn Sveinsson, búfræðingur frá Steini í Noregi, síðar skólastjóri á Hvanneyri, hafa mælt fyrir flóðgörðum og vatns- veituskurðum hér í Eyjafirði og sjálfsagt víðar. Hann mældi fyrir miklu flóðgörðunum á Staðarbyggð í Eyjafirði. (Framhald). LLEIÐRÉTTING. — I 21. tbl. Dags þ. á. hefur fallið niður úr þáttum Jóns á Skjaldarstöðum. — Á eftir orðunum: Jón Kærncsted kom út, licfur fallið niður: „Árið 1819. Hann var mikill athafnamaður og hafði mörg jám.‘ Niðurlag setningárinnar er: „í eldinum.“ Verzl. LONDON. SendiferðabíII til sölu. Afgr. vísar á. Gleraugu fundin í Dalvíkurrútunni. Geymd á afgr. Dags. Agætur harðfiskur Nýlenduvörudeildin og útibú. Döðlur í lausri vigt og pokkum. Nýlenduvör.udeildin og útibú.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.