Dagur - 28.07.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 28.07.1954, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 28. júlí 1954 D A G U R 5 Ævintýrið, eins og það var Gaman er að vel sögðum sögum og ævintýrum. Og við eigum marga, sem kunna þá list að segja vel frá. Sumar sögur eru sagðar upphátt og allir mega heyra þær, en öðrum er hvíslað að kunningjum og vinum. Það eru sögurnar um náungann. Auð- vitað sannar sögur, það sem þær ná, og gizkað á endirinn. Eg var sjónarvottur að spenn- andi ævintýri núna fyrir nokkr- um dögum og lét mér ekki duga minna en fylgjast með því til enda. Þegar það var að nálgast hápunktinn, var eg að hugleiða, hverjum vina minna eg ætti að trúa fyrir því fyrst. En nú ætla eg að segja öllum frá og draga ekk- ert undan. Eg bið afsökunar á því, ef eg skyldi minnast á bíl í sambandi við ævintýrið. En það stendur þannig á því, að eg er rétt búinn að kaupa mér bíl og hann er mér harla kær, og „það sem hjartanu er kærast, er tungunni tamast“, og auðvitað á bíllinn sinn þátt í ævintýrinu. En þið megið ekki misskilja. Eg er ekki einn af þeim, ' sem hafa húfu og nýjan bíl, eru hér í dag, en í Reykjavík á morg- un, og á Héraði hinn daginn. Þetta er bara venjulegur bíll, sem búinn er að hlaupa af sér hornin eins og eg. Og það var lán fyrir mig, að vera ekki einn af þessum vonbiðjum eða öllu held- ur vonlausu biðlum nýrra bíla, sem aldrei koma og enginn fær. Sem sagt, eg keypti bílinn, borg- aði hann, og þar-með var það bú- ið, nema ánægjan. Hún var eftir. Svo lét eg hann standa undir glugganum hjá mér, og þegar eg geng um gólf, sé eg niður á hann, þar sem hann stendur gljáandi og rennilegur. Mér er svo sem full- ljóst, að orðið rennilegur er teygjanlegt orð. En bfll, sem þótti rennilegur fyrir ekki lengri tíma en svo sem 15 árum eða svo og var það, hlýtur að vera það enn. En nú er ferðalag fyrir höndum. Ferðaföt eru fram tekin og sumarhatturinn settur á kollinn. Það er dálítið spennandi að setja þennan bíl í gang. Spennandi að vita, hvort hann yfirleitt fer í gang. En þegar hann fer í gang, munar um það. Þarna skelfur allt og nötrar, rúðurnar, hurðirnar og sem sagt allur bíllinn. Vélin er nefnilega svo kraftmikil eins og maður gæti hugsað sér kjarn- orkuvél. Skal nú ekki orðlengja frekar um fararskjótann, en þennan fagra morgun skyldi aka fram í Eyjafjörð og njóta sumars og sól- ar. Hlusta á fuglaklið og vatnanið og teyga ilm úr grasi. , Satt bezt að segja stóð það heima, að það fór að sjóða á bíln- um einmitt þar sem fegurst er í öllum Eyjafirði. Það hentaði þvi vel til áningar, og eg lagðist endi- langur í grasið og lét mér líða vel. Mér varð; litið.eftir veginum. Þar lá þykkur reykmökkur, eins og þar hefði verið hleypt hundrað hestum. Varla var hann horfinn, þegar eg kom auga á Stebba. Stebbi er ekki eins og fólk er flest og verð eg að lýsa honum. í þetta sinn var hann að gera við girðingu þarna skammt frá. Tví- sté hann í óða önn eins og hans er vandi. Sýnist hann jafnan vera önnum kafinn, því að alltaf er hann á hreyfingu. Annað er ein- kennilegt við Stebba. En það er höfuðleðrið. Það er laust og er á sífelldu iði allt í kring á þessu litla, sköllótta höfði. Munnurinn er afarstór og stendur oftast op- inn, hvernig sem á er litið. Merkilegast af öllu við Stebba er það, hvað allar stúlkur virðast hrifnar af honum. Hann er bók- staflega kvennagull, og hefur alla sína tíð verið. Og þarna stóð hann stiklandi við staurinn, þeg- ar ung og fönguleg kona birtist á næsta leiti. Það leyndi sér ekki að Stebbi kom fljótt auga á hana og gaf henni nánar gætur, þótt hann þættist vera að gera við girðinguna. Hvorugt þeirra sá mig, þar sem eg lá hálffalinn í grasinu. En því er ekki að leyna, að eg var að verða forvitinn. Þá kallaði konan eitthvað, sem eg ekki heyrði, en eg naut þess að heyra þessa fögru og lokkandi rödd, þó að ekki væri til mín tal- að. Svo fór eg að heyra orðaskil: „Komdu, vinur. Ætlarðu ekki að koma til mín. Heyrirðu ekki til mín, kjáninn þinn?“ Hér átti þá Stebbi vinkonu, sem feimnis- laust kallaði hann á sinn fund, og það um hábjartan daginn. Seigur er Stebbi, það greppitrýni, hugs- aði eg. En nú var bezt að fylgjast með því, sem gerðist. Loksins átti maður að sjá, í stað þess að hlusta á frásögn annarra, um meira og minna ímyndaða at- burði, og í stað þess að segja sjálfur frá ævintýrum sínum, að mestu upplognum, en í anda þeirra viðburða, sem hugurinn kýs í leynum. Og þarna tvísté Stebbi, þurrkandi framan úr sér svitann og dustandi af sér mold- ina, og þaðan sem eg lá í grænu grasinu, sá eg greinilega hvað þetta dásamlega höfuðleður hans var ókyrrt, eins og ævinlega þeg- ar honum er mikið niðri fyrir. Svo stóðst hann ekki mátið lengur, sem ekki var von, og hann henti frá sér staurnum og kjagaði af stað og var brátt far- inn að hlaupa. Um leið og eg færði mig örlítið, tii að sjá betur, heyrði eg glaðlegan og eggjandi; hlátur ókunnu konunnar. Konur eru óútreiknanlegar og óskiljanlegar. Eða hvað sáu þær við hann Stebba. Ósköp getur, maður annars hugsað margt á stuttri stund. Nú átti hann ekki ófarið nema yfir nokkrar mosa- þúfur: Þá gerðist það, sem engan gat grunað: Haldið þið, að það komi ekki kálfskratti á harða hlaupum, og þó að Stebbi flýtti sér, og það var nú ekkert undar- legt, þá varð samt kálfurinn fljótari. Áður en eg áttaði mig að fullu á þessum nýju aðstæðum var kálfurinn farinn að gæða sér á einhverju hnossgæti úr lófa kon- unnar. Kálfur! Mér liggur við að segja kálfóféti. Það var þá hann, eftir allt saman, sem átti erindið. Þið hefðuð bara átt að sjá hann Stebba. Aumingja Stebbi! Eg kenndi í brjósti um hann. Hann fór sömu leið til baka, en hættur var hann að hlaupa. íslenzkir dúkar Arnþór Þorsteinsson, forstjóri ullarverksmiðjunnar Gefjunar, hefur sent Degi svohljóðandi greinargerð f. h. verksmiðjunnar, dags. 22. þ. m.: Til svars við fyrirspurn nú ný- lega í blaði yðar, hvort nokkuð hafi verið gert af verksmiðjunnar hálfu til að koma dúkum verk- smiðjunnar á erlenda markaði, viljum vér leyfa oss að upplýsa eftirfarandi því viðkomandi: Á styrjaldarárunum 1939— 1944, keyptu hermenn, er dvöldu hér, mjög mikið af dúkum verk- smiðjunnar og sendu heim til sín, og þó alveg sérstaklega ensku hermennirnir, meðan þeir dvöldu hér. Einn hei’mannanna sýndi oss bréf frá konu sinni, er hann fékk, eftir að hafa sent henni tweedefni frá Gefjun í dragt, þar segir hún eftir klæðskeranum, sem saumaði dragtina, að af slíkum efnum sem þessum treysti hann sér til að selja margar mílur metra. Vel ber að gæta þess, að á þessum árum var mikill skortur á öllum fata- efnum í Englandi, og þá samhliða létt verk að selja hvað sem fékkst. Verksmiðjan hefur, frá því styrjöldinni lauk, gert margar tilraunir til að selja dúka sína á .erlendúm' márkaði, en til þessa hefúr eigi orðið neinn jákvæðum árangur. Margt kemur til greina í því sambandi, t. d. má benda á, að dúkaframleiðsla margra stór- þjóða hefur tekið margháttuðum breytingum frá því sem var og framleiðslutæknin sífellt í þróun. Þá má geta þess, að verkaskipting hinna ýmsu dúkaframleiðenda erlendis er hvort tveggja í senn unnin í mikið stærra mæli, þann- ig, að ein verksmiðja vinnur 3—4 tegundir í hundruðum þúsunda metra árlega, og lítur eigi við öðrum verkefnum, en á þann hátt er líka hægt að ná mun betra og hagstæðara verði um alla sam- keppni. Því er eigi að leyna, að fram-, leiðslukostnaður hér er mjög dýr. Veldur það miklu um erfiðleika á sölu dúka vorra á erlendum markaði, þar sem launakjör eru mun iægri en hér, og allur ullar- iðnaður byggðúr á gömlum,. traustum grunni, að ógleymdri aldagamalli reynslu 1 mai-ghátt- aðri dúkagerð. Þá er og tilgangslaust að leyna því, að íslenzka ullin er á marg- an hátt alveg sérstök ull. Hún er í eðli sínu frekar hörð, vantar þá mýkt, sem margar tegundir er- lendrar ullar hafa. I mörgum til— fellum kemur þetta eigi beint að Eg veit að það er ljótt að gægj- ast. En eftir á að hyggja. Hrædd- ur er eg um, að mér hefði orðið laus tungan um atburð þennan — ef eg hefði farið áður en kálfurinn kom. Þá hefði ævintýrið hans Stebba verið eitt af þeim sönnu og mergjuðu ævintýrum, sem sögð eru yfir staupi af víni eða á síð- kvöldum, þegar börnin eru farin að sofa. á erl. markaði sök, en aftur í mörgum er þessi eðlisharka ullarinnar talinn ókost ur. íslenzka ullin hefur þó alveg sérstaklega tvo kosti: Hún er hlýrri en flestar aðrar ullarteg- undir og þolir betur vætu, sökum fitumagns þess, sem hún ber í sér. Þrátt fyrir alla framangreinda erfiðleika munum vér ótrauðir halda áfram leit vorri að hugs- anlegum markaði, og er það trú vor og von, að slíkt eigi eftir að rætast, og að þeir tímar renni aft- ur upp, að íslenzk vaðmál verði stór þáttur í útflutningsverzlun vorri, því að eins og allir vita, voru íslenzk vaðmál ein meginút- flutningsvaran á söguöldinni, og vonum vér, að sagan endurtaki sig í þessu tilliti. Frá áfengisvarnaráði Frakkar og áfengið. „Conscil Econáimique sur l’Alcoholisme" hefur nýlega bor- izt skýrsla um áfengismálið í Frakklandi. Þar er bent á eftir- farandi staðreyndir: Áfengisnautnin er meiri en í nokkru öðru landi Evrópu. Meðal fullorðinna er 15% karlmanna og 5% kvenna, sem eru króniskir alkóhólistar (ólæknandi áfengis- sjúklingar.) Dauðaorsök 30% þeirra, sem deyja á aldrinum 35—50 ára, staf- ar beint eða óbeint af áfengi. Að minnsta kosti 30—40% umferða- slysa orsakast af áfengi. Ekki minna en þriðjungur allra glæpa er framinn undir áhrifum áfengis. Ofdrykkja eða áfengismeinið bakar ríkinu útgjöld, sem nema árlega 80—100 milljörðum franka. Afleiðing áfengis á fram- leiðslugetu þjóðarinnar hefur í för með sér tjón, sem nemur hér um bil 300 milljörðum franka. Það eru yfir 450,000 sölustaðir áfengra drykkja, og þar af 250,000, þar sem neyta má áfengis á sölustaðnum. Verðið á áfengum drykkjum, í samanburði við aðra vöru, er mjög lágt. Framleiðsla á víni og sterkjum drykkjum er langt fram yfir það, sem Frakkar sjálfir telja normalt. Bólivía. Ríkisstjórnin í Bólivíu hefur skipað svo fyrir, að áfengir drykkir skuli í vissum námuhér- uðum ekki seldir nær en í 19 mílna fjarlægð frá námunum til þess að herða á framleiðslugetu námumanna. Tílskipun þessi gildir til eins árs. Belgía. Nýtt félag þar í landi: „L’Association d’Aide aux Alco- holiqus“ (A.A.A.) hélt fræðslu- kvöld í listahöllinni í Brussel 4. marz sl. Þar fór fram fræðsla um áfengissýkina, en þessi félags- skapur hefur sett sér það takmark að veita ofdrykkjumönnum í Belgíu hjálp og breiða út meðal þjóðarinnar réttar hugmyndir um þessi mál. SKEIÐARÁRHLAUPIÐ. Margar ár og ekki hreinar undan suðurjöklum þeysa, sums staðar er sandur þarna svo og brúa- og vega-leysa. Skeður oft, að árnar hlaupi,- þá eldur jökul sundur tætir, og leggi yrki-Iand í eyði með leirburði svo firnum sætir. Eitt er hlaupár-hlaupið byrjað á hlaupabrautum jökulskcssu, og Þjórsá okkar er að vcrða ærið smá hjá fljóti þessu. Varla mundi vesalingum vera dælt að fást við hana. Þar sem jafnvel fleygir fuglar í foraðinu hljóta bana. Til Reykjaness og Reyðarfjarðar ramman leggur jökulþefinn, svo um landið hálft, með hrolli, halda allir fyrir nefin. AHt þótt sé í metum metið, og metist þjóðir á og raupi, tclja má, að fsland eigi X öruggt met í jökullilaupi. ® é I | DVERGUR. ?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.