Dagur - 28.07.1954, Blaðsíða 7

Dagur - 28.07.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 28. júlí 1954 D A G U R - FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu). ir mér þó eftirfarandi frásögn. Mér þykir hún varpa svo skýru Ijósi á breytta tíma, en sýna gloggt um leið, hve margt er þó líkt og skylt og óumbreytanlegt í manneðlinu á öllum tímum, eins og t. d. það, að sumir menn hafa ævinlega haft allt á hornum sér gagnvart hvers konar skólum — talið þá óþarfar stofnanir, á villi- götum um námsefnaval og kennsluhætti og þó einkum of marga og dýra — og það jafnvel á þeim tímum, þegar þeir vorr þó allra fæstir og minnst til þeirrr kostað. Óþarft pjatt að sópa! „GILDUR BÓNDI á Austu landi átti dóttur í skólanum. Þer ar hún kom seinni veturinn, hai hún meðferðis bréf frá föð sínum til forstöðukonunnar, þ sem hann lýsti því mjög skorii ort, að hann kærði sig ekki um ; láta dóttur sína læra neinn h<' góma eða tildur á Laugalandi. d. taldi hann það óhæfilegt pja: að skólastofan væri sópuð þrisvr sinnum á dag, og kvaðst ekki s ’ neina nauðsyn á að vera að ken slikt, enda hefðu húsmæður yfir- leitt annað að gera en vera allt að snurfunsa kringum sig. Lo' kom fyrirspurn um það, hvar fj Valgerður (forstöðukonan) heí' lært það, að vera með slíkar fir: ur í Kvennaskólanum, eða hvo þetta mundi nokkurs staðe þekkjast í víðri veröld.“ Þa fylgir sögunni, að karl hafi látii sannfærast um, að þ.etta væri þc ekki alveg út i bláinn, eftir að hann hafði — samkvæmt ábend- ingu forstöðukonunnar — kynnt sér kaflann um þýðingu hrein- lætis, snyrtimennsku pgiþrifaað- ar í dönskum kvénnafræðarat Jón skrifar: „SKÁLHOLTSFÉLAGIÐ hefur nú uppi áróður mikinn fyrir við- reisn staðar og kirkju, og er ekki undarlegt, því.'að nú stendur 900 ára afmæli fyrir dyj:;um, en Skál- holt kot eitt, illa setið og illa hirt. Láta áróðursmenn þessir svo og mæla, að Skálholt sé helgasti staður þjóðarinnar — og einkum allrar þjóðarinnar. Á Hóla minn- ast þeir ekki. Nú skal það viðurkennt, að Skálholt var biskupssetur allrar þjóðarinnar um hálfrar aldar skeið, en eftir það eignuðust Norðlendingar sinn eiginn bisk- upsstól og áttu hann um margar aldir. Norðlendingar hafa um aldir borið virðingu fyrir Hólastað, en Skálholt hafa þeir aldrei elskað. Skálholtsbiskupar voru aldrei neinir yfirbiskupar, og ef þeir skiptu sér af norðlenzkum kirkju málum, var það venjulega til ills eins. Skálholt er fyrst og fremst helgistaður hins gamla biskups- dæmis — en ekki allrar þjóðar- innar. Er Norðlendingar hafa verið að sýna Hólastað sóma að undanförnu, hafa þeir leitað á náðir Norðlendinga, einnig þeirra, sem flutt hafa burtu, en ekki þeirra, sem bornir eru og barn- fæddir á flatneskjunni sunnan- lands. Þeirra er Skálholt, en Hól- ar eru okkar helgistaður.“ - Sambandsfundur norðlenzkra kvenna (Framhald af 8. síðu). fyrir því í samráðum við hrepps- nefndir sveitanna, að notfæra sér hin nýju lög um heimilishjálp. 7. Fundur S. N. K., haldinn á Akureyri dágana 1.—4. júlí 1954, skorar á Kvenfélagasamband ís- lands að beita sér fyrir leiðbein- ingastarfsemi um gæðamat og val á áhöldum til heimilisnotkunar. 8. Fundur S. N. K., haldinn á Akureyri dagana 1.—4. júlí 1954, felur stjórn sinni að beina þeirri áskorun til Búnaðarþings, er saman kemur á næsta vetri, að bað taki upp að nýju styrk til kaupa á heimilisiðnaðartækjum. 9. Fundur S. N. K., haldinn á Vkureyri dagana 1.—4. júlí 1954, ítur svo á, að nú fari að verða íðustu forvöð að safna heimild- jm um aðdraganda og stofnun kvenfélaganna í Norðlendinga- jórðungi, og skorar því á Hall- lóru Bjarnadóttur og Hólmfríði Pétursdóttur, sem munu kvenna kunnastar þeim málum, að hefja bað starf á næsta vetri og skrifa sögu félaganna. Beinir fundurinn jafnframt þeim tilmælum til K. ., að það styrki þá starfsemi með járframlagi. 10. Lagabreytingar. Samþykkt ar að fella úr lögum S. N. K. jessi orð úr 5. grein laganna: ,Sambandið skal eiga heimili á Akureyri." . - KRISTILEGT MOT verður haldið við Ástjörn í Kelduhverfi, ef Guð lofar, 31. þ. m. til 2. ágúst. Upplýs- ingar um ferðir, ferðakosntað o. fl. í síma'fÖÍÖ 'og 1842. Sjónarhœðar-söjnuður. - Norðurleið h.f (Framhald af 1. síðu). Bílakosturinn er orðinn góður og batnandi og fargjöldin hafa aldrei hækkað. Þrátt fyrir það hefur rekstrarafgangur félagsins verið nokkur og honum varið til að endurbæta bifreiðarnar. Stærri bílar — betri vegir. Miklar og örar breytingar hafa orðið í bílaiðnaðinum á undan- förnum árum. Þrátt fyrir síend- urbætta vegi og brýr er svo komið að bílarnir, eins og menn vilja hafa þá í dag, komast tæp- lega yfir sumar gömlu brýrnar og alls ekki yfir aðrar. Sem dæmi um það er þessi nýja bifreið Norðurleiðar h.f., sem hefur sæti fyrir 41 farþega, en hefur ekki, sökum þess hve hún er þung, leyfi til að flytja nema 34. Vega- kerfi landsins þarf að stórbæta, svo að fullnægt geti flutninga- DÖrfinni milli héraða og lands- hluta. Stóru bifreiðarnar heimta trausta vegi og breiðar brýr. Þróun flutningatækja og veg- anna þurfa að haldast í hendur. En bílamir eru komnir á undan. Fólksflutningabifreiðar á borð við þær beztu, sem nú er völ á, eða jafnvel ennþá stærri,>og 10— 20 tonna vörubílar eru flutninga tækin, sem koma munu. Stóru vöruflutningabifreiðarnar ekki síður. Grasafræðingur á ferð Ingimar Óskarsson grasafræð- ingur heimsótti fornar slóðir í sumarleyfi sínu. Hefur hann ver- ið hér í nágrenninu að undan- förnu við grasafræðirannsóknir. Hann hefur undanfarin ár notað hverja frístund til rannsókna á undafíflum. Undafíflar eru erfiðastir allra æðri plantna til greiningar, og hafa þeir verið vísindamönnum á þessu sviði þrotlaust rannsóknar- efni. Ingimar Óskarsson er eini undafíflafræðingurinn á landi hér, og hefur bætt 30 undafífla tegundum við Flóru íslands, auk þeirra er enn hafa ekki verið að fullu greindar. „Þrátt fyrir það sér ekki högg á vatni,“ sagði Ingimar í stuttu viðtali við blaðið á mánudaginn var, en þá var hann á leiðinni austur í Mývatnssveit til rann- sókna á þessu hugðarefni sínu. 0 r g e 1 til sölu. — Tilboð óskast. Afgr. vísar á. Góð íbúð oskast x haust, helzt í ut- i ;.<) vnjkr*. , IhHirií iöv (< ‘ hverri eða í Glerarporpi. þorpi. Afgr. vísar á. Akureyrarkirkja. Messað kl. 11 f. h. á sunnudaginn kemur, og annast Jósef Jónsson, fyrrv. pró- fastur, messugerðina. Happdrætti Landgræðslusjóðs. Upp komu þessi númer: 327. — 2348. — 17815. — 22313. — 22717. 33046. — 33333. — 35577. — 26223. — Birt án ábyrgðar. Blaðið hefur verið beðið að vekja athygli á því, að berjatínsla er ekki leyfð í skógarreitunum að Vöglum á Þelamörk, Miðháls- stöðum í Öxnadal, Vaðlaskógi eða öðrum skógarreitum, þar sem gróðursett hefur verið síðustu árin. Eru það vinsamleg tilmæli til allra að gæta varúðar í umferð og virða settar reglur til öryggis )eim trjágróðri, sem verið er að ala upp. Hestamannafélagið „Léttir“ fer skemmtiferð á hestum austur á Flateyjardal um næstk. helgi. — Farið verður með hestana héðan frá Akureyri á laugardagsmorg- un kl. 8 f. h., og verða þeir reknir austur í Fnjóskadal. — Kl. 13.30 verður farið með fólkið á bílum áleiðis á eftir hestunum. — Þátt- takendur gefi sig fram við for- mann félagsins, Árna Magnússon, og Guðmund Snorrason, sem gefa nánari upplýsingar um ferðina. 20 ungar stúlkur (Framhald af 8. síðu). sínum og hafa þegar farið nokkr- ar náms- og kynnisfel-ðir uirí ná- grennið, þ. á. m. heim að Hólum nú um fyrri helgi, þar sem ung meyjahópurinn annaðist söng all- an við messugerð þar á staðnum í það sinn. — Skólinn er ekki fullskipaður í þetta sinn, en lík ur benda til, að starf hans verði svo vinsælt, að aðsókn aukist mjög í framtíðinni, ef haldið verður áfram á sömu braut og nú er að stefnt, enda er þarna unnið athy glisvert brautry ð j endastarf, sem vel verðskuldar það, að því sé fullur gaumur gefinn, og það njóti styrks og halds opinberra aðilja og alls almennings. Guðmundur kvað heyskapartíð hafa verið mjög erfiða í Skaga- firði nú upp á síðkastið, og það svo, að til fullra vandræða horfi, ef ekki bregður til batnandi veðráttu innan tíðar. Sana sól íer komið. Félagsmennl leru vinsaml. beðnir aðl ívitja þess sem fyrst. | VÖRUHÚSIÐ H.F. | Hunang Ekta býflugna hunang nýkomið. VÖRUHÚSIÐ H.F. I Athygli skal vakin á því, að rakarastofur bæjarins verða lok- aðar næstk. mánudag og þriðju- dag. Héraðsdýralæknirinn Gud- mund Knutsen hefur beðið blaðið að geta þess að hann verði fjar- verandi frá laugardeginum 31. þ. m., um 8 daga skeið. Frá Ferðafélagi Akureyrar — Miðvikudaginn 28. júlí (í kvöld) verður kvöldferð í Svarfaðardal og miðvikudaginn 4. ágúst til Grenivíkur. Farið verður frá Stefni kl. 8 e. h. Farseðlar verða að vera teknir fyrir kl. 5. Dugleg og laghent stúlka getur fengið atvinnu nú þegar. Fyrirspurnum ekkí svarað í síma. Prentverk Odds Björnssonar, Hafnarstæti 88. Til sölu: ALIS CHARMES DRÁTTARVÉL í góðu lagi. Tækifærisverð. Einnig HERKUIES RAKSTRARVÉL f. hest. . ,• :• . .. ' í.Tl AV'',y . V : . V/*r .•?;«'>Á4>,yb\?•9*-:4 E.nnfrcmur höfum við til sölu nýja gerð rakstrarvéla, 4 metra breíð, þéttir og sterkir tindar; greiðan er sett í samband við vökvalyftu dráttarvélarinnar; því algjör- lega stjórnað úr sæti ökumannsins. Þessi gerð vela er álitleg, og verð hagstætt. Landbúnaðarverkstæði Magnúsar Árnasonar, Ráðskona óskast nú þegar eða í haust að opinberri stofnun sunnanlands. Upplýsingar á afgreiðslu Dags. Vinnuf atnaður V efnaðarvörudeild Handklæði Þvottapokar Vefnaðarvörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.