Dagur - 11.08.1954, Blaðsíða 6

Dagur - 11.08.1954, Blaðsíða 6
6 DAGUB Miðvikudaginn 11. ágúst 1954 - Járnsíðan' og rLjósvíkingurínn' - Samtal við Gunnar M. Magnúss - Nýkomið B B (Framhald af 8. síðu). lín landlæknir sagði við sjúklinga sína á sínum tíma: Farið þið til hans Skafta járnsmiðs, þegar eg er ekki viðlátinn — og hann sagði það ekki í háði, eða að gamni sínu, heldur í fullri alvöru, því að hann treysti Skafta til ýmissa læknisstarfa. Járnsmiðurinn í Skagafirði tók á móti 500 bömum — og átti sjálfur 30 börn með 3 konum. Einn frægasti smiðurinn varð á þessum sviðum Jónas í Hróars- dal. Hann tók á móti 500 börnum, en átti sjálfur 30 börn með 3 kon- um,og mætti af honumsegjalanga sögu, þótt því verði að sleppa hér að sinni, því að ekki má eg segja lesendum Dags alla bókina, áður en hún kemur út, — segir Gunn- ar brosandi. Dómkirkjuorganistinn í Reykjavík járnaði snögg- klæddur góðhesta kunningja sinna, áður en hann gekk í kirkju á sunnudagsmorgnum. Þá voru margir járnsmiðir kunnir á sviðum lista og bók- mennta. — Jónas járnsmiður Helgason varð dómkirkjuorgan- isti í Reykjavík, stofnaði fyrsta söngkór í Rvík, en hann söng fyr- ir Kristján IX. 1874, þegar kon- ungur rétti íslendingum stjórnar- skrána. Jónas fékk orðu í barm- inn fyrir vikið. En algengt var það, að dómkirkjuorganistinn sást á sunnudagsmorgnum snögg- klæddur við að. járna góðhesta vina sinna, sem ætluðu að nota helgidaginh í útreiðartúr. — Gunnar nefndi mörg fleiri dæmi þess, að járnsmiðir ís- lenzkir hafa verið liðtækir í fleiru en sinni sérgrein — sannkallaðir þúsundþjalasmiðir — þótt þau verði ekki talin hér. — Og al- kunnugt er það, að Skallagrímur á Borg, faðir kraftaskáldsins og hetjunnarEgils, var hvort tveggja í senn járnsmiður mikill — einn hinn fyrsti á íslandi — og skáld gott. Og ekki má heldur gleyma í þessu sambandi sjálfum Hall- grími Péturssyni, sem var liðtæk- ur vel við járnsmíðarnar, enda lærður járnsmiður, áður en hann gerðist prestur og sálmaskáld, svo sem frægt er í sögum. „Ljósvíkingurinn" lét eftir sig heila hillu merkilegra dag- bóka, sem nú eru geymdar í Landsbókasafninu. Loks spyr blaðið Gunnar M. Magnúss, hvort rétt sé það, sem heyrzt hefur, að hann vinni nú einnig að ævisögu vestfirzka draumhugans, sem varð fyrir- mynd aðalpersónunnar í hinum mikla sagnabálki Kiljans um Ól- af Ljósvíking. — Jú, eg hef undanfarið unniðað ævisögu Ljósvíkingsins, þ. e. a. s. Magnúsar Hj. Magnússonar, sem Kiljan notaði sem fyrirmyrid' að Ólafi Kárasyni Ljósvíking. Magnús hefði orðið 81 árs gam- all í gær, ef hann hefði lifað, en hann lézt aðeins 43 ára að aldri, hafði þá skrifað óhemju mikið, t. d. dagbækur í 24 ár, um 4000 bls. alls, auk þess safnað sögnum og skrásett, ort nokkur þúsund kvæði, kveðlinga og ljóðabréf, svo að nokkuð sé nefnt af and- legri starfsemi hans„ og hefur sumt af því verið prentað, en þó fæst eitt. „Ekki allir fara á kirkjugarðsballið.“ Dagur þakkar Gunnari fyrir allar þessar upplýsingar og skemmtilegu sögur. — En í þessu sambandi rifjast það upp fyrir okkur, hvernig Laxness skilst við aðalpersónu sína, Ljósvíkinginn, á síðustu blaðsíðunum í „Höll sumarlandsins“, og er það allgott dæmi um þetta skrítna og skemmtilega bókmenntaverk í heild — en það eru fjögur bindi alls, svo sem kunnugt er: — „Híf-opp, sagði hinn Eilífi. Hann hafði legið veikur hjá systur sinni í nokkra daga, en í gærkvöldi hafði hann komist á kreik til að fá sér hoffmanns- dropa, og var nú aftur í sínu rétta eðli. Hann var á leið á kirkju- garðsballið eins og fléiri góðir menn, og tók skáldið (þ. e. Ólaf Kárason Ljósvíking) við arm séyr Ef til vill voru þeir báðir dauð- ir. Og eg sem var búinn að yrkja eftir þig erfiljóð, sagði skáldið. Hinn Eilífi nam staðar á veg- inum til að faðma skáldið áð sér sérstaklega fyrir slíkt véglyndi. Hversu margir verða ekki að láta sér lynda að deya nú á dögum án þess að fá erfiljóð. Svo beygðu þeir inn í þinghúströðina. Tveir menn. Og þó í rauninni sami ■maðurinn. Sálin. Það lagði á móti þeim hressandi kaffilykt frá kirkjugarðsballinu. Hinn Eilífi sýndi skáldinu í budduna sína, hann átti bæði krónupenínga og tveggjakrónupenínga. Þeir stóðu leingi í bjarmanum frá gluggan- um og hlustuðu hugfángnir á saunglistina og fótatakið af dans- inum, áður en þeir voguðu sér leingra. Haldið ún Gróa hafi skó hafi skó hafi skó þá held ég hún verði þvengjamjó þegar hún fer að trallalla, hafi skó hafi skó trallara rallara rallalla — Ekki allir fara á kirkjugarðsballið í haust sem hlökkuðu til þess í vor. Eftir allt saman var það Ólafur Kárason Ljósvíkingur sem fór á kirkjugarðsball, að vísu ekki í þeim stíl sem ákveðið var í sum- ar, heldur í nýu lífi, eftir að höll sumarlandsins er brunnin.“ Og svo lendum við líklega í málaþrasi við „Stef“ út af því, að við höfum leyft okkur að birta þerinan stutfa niðurlagskafla án leyfis skáldsins eða vitundar! H0LLYR00Ð golftreyjur. H0LLYR00D peysur. margar gerðir og litir. H0LLYR00D pliseruð ullarjersey-pils. 4 litir. Verzlunin DRÍFA Sími 1521. Afhugið! Við getum nú boðið yður þýzka vandaða og ódýra Vatnskrana crómaða Vatnskrana kopar Stoppkrana Skotventla Gufukrana Kontraventla Blöndunartæki . *. f. bað Blöndunartæki f. vaska Auk þess margar tegundir miðstöðvarofna og katla. Efni til * vatnslagna og hreinlætistæki Rör Fittings o. fl. Sendum gegn póstkröfu. Miðstöðvadeild KEA. Hringið í síma 1700. ÍBÚÐ, 2 herbergi og eldhús, óskast 1. október. Þrennt fullorðið í heimili. Reglusemi heitið. Húshjálp eða einhver ræst- ing kemur til greina. Upplýsingar í síma 1847. RAFCEYMAR 6 vatta, tvcer stærðir. RAFGEYMAR 12 vatta, tvœr stærðir. Véla- og búsdhaldadeild Barnafatnaður Sportsokkar, frá nr. 2—10 Perlonsokkar, tvær tegundir ÍBÚÐ 2 herbergi og eldhús óskast til leigu nú þegar, eða í haust. Afgr. vísar á. V innufatnaður Gúmmíhanzkar Sportjakkar 6666 Drengjastakkar Drengjapeysur Ásbyrgi h.f. TILKYNNING frá Vatnsveitufélagi Glerárþorps Að gefnu tilefni, og vegna þeirra, er kynnu að vilja byggja hér í þorpinu, viljum við hér með tilkynna, að vegna stöðugs vatnsskorts í mörgum húsum hér, getum við alls eigi, að svo stöddu, leyft fleirum, en þegar hafa byggt, vatnstöku frá vatnsveitu okkar. Glerárþorpi, 9. ágúst 1954. Stjórn Vatnsveitufélagsins. S'lMl 1998. og olíugeymar til húsakyndingpr jafnan fyrir- liggjandi., — 0tvegurn olíukynta katla, elda- vélar og hvers konar önnur olíukynditæki með stuttum fyrirvara. Olíusöludeild KEA. ' Til sölu er húseign mín við Austurveg, Hrísey, ennfremur tún í góðri rækt, 1 hektari að stærð. Fylgir því steinsteypt hlaða og fjárhús. Tilboð í ofangreindar eignir sendist fyrir 25. þ. m. til undirritaðs, er gefur allar nánari upplýsingar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. GÍSLI JÓNSSON, Hrísey. Hundur, svartur, með hvítar lappir og bringu, loðinn, gegnir nafninu Lappi, tapaðist á Akureyri. — Finnandi vin- samlegast geri mér aðvart. lngólfur Kristjánsson, Jódísarstöðum. Masta-reykjarpípur í mjög fjölbreyttu úrvali. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin. Veggjadúkur, plast ýmsir litir, fyrirliggjandi. Byggingavörudeild KEA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.