Dagur - 25.08.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 25.08.1954, Blaðsíða 2
2 DAGUR Miðvikudaginn 25. ágúst 195$ Færeyskir íþróttamenn heim- sækja Akureyri Knattspyrnuflokkur frá Þórs- höfn í Færeyjum er hér á landi í boði ísfirðinga, er fóru til Fær- eyja í fyrrasumar. Hingað til Akureyrar kom þessi flokkur sl. föstudag í boði Knattspyrnuráðs Akureyrar, og lék hér tvo leiki við úrvalslið knattspyrnumanna úr félögunum hér á föstudag og laugardag. Færeyingarnir sýndu það strax í föstudagsleiknum, að þeir eru liprir og góðir knattspyrnumenn, þrátt fyrir það, að þetta var í fyrsta skipti sem þeir léku á gras- velli. Þeir nota yfirleitt langar spyrnur sín á milli, og öll fram- línan leikdr framarlega, einnig bakverðirnir, og er þvi erfitt að koma við pressusókn, því að hún strandar um vítateigslínuna, og bakvörðunum er ekkert um að fara inn fyrir hana. Þeir leika mjög hreyfanlega knattspyrnu og eru mjög vissir að taka á móti sendingu, en skortir skotmenn. Vinstri útherji er mjög skemmti- legur leikmaður og gerir margt vel (minnir stundum á Tryggva í Brekku, þegar hann var upp á sitt bezta). Einnig hægri bakvörður sýndi góðan leik. Þrátt fyrir þetta töpuðu Færeyingar föstudags- leiknum með 2 : 0. Góður íþróttaárangur Á innanfélagsmóti KA, þ. 12. þ. m., setti Hermann Sigtryggsson nýtt Akureyrarmet í 200 m. grindahlaupi, og hljóp hann á 28,3 sek. Eldi'a metið átti Hallgrímur Ti-yggvason, Þór, og var það 32,5 sek. Á sama móti hljóp Höskuld- ur Karlsson 100 m. á 11,3 sek. og Hermann á 11,5 sek. Á íþróttamóti UMSE á íþrótta- vellinum hér á Akureyri sl. sunnudag náðist góður árangur í mörgum greinum. Ingimar Skjól- dal kastaði spjótinu 50,12 m., sem er nýtt Eyjafjarðarmet, Hörður Jóhannesson stökk 1,70 í há- stökki, sem einnig er Eyjafj.met, og Stefán Árnason hljóp 1500 m. á 4.26,5 mín. Þá varpaði Einar Helgasoon, KA, utan keppni í kúluvarpi, 13,77 m., sem er lengra en gildandi Akureyrarmet í þeirri grein. Með árangri þessum hefur Einar snarast fram í fremstu röð kúluvarpara hérlendis. Beztu árangrar í kúluvarpi nú í ár eru þessir: 1. Skúli Thorarensen, ÍR, 15,01. 2. Guðm. Hermannss., KR, 14,76. 3. Reynir Hálfdánars., UK, 13,82. 4. Friðrik Guðmundss, KR, 13,79. 5. Einar Helgason, KA, 13,77. 6. Vilhj. Einarss., ÚÍA, 13,62. 7. Jónatan Sveinss., Sn., 13,59. 8. Örn Clausen, ÍR, 13,56. 9. Sigurkarl Magnúss., Str., 13,55. 10. A.ðalst. Kristinss., Á, 13,52. 11. Gestur Guðmundss., Á, 13,34. 12. Ágúst Ásgrímsson, Sn, 13,34. Akureyringar byrjuðu mjög vel, léku stuttan, hnitmiðaðan samleik og voru í stöðugri sókn fyrstu 10 mínúturnar, en Adam er ekki alltaf í Paradís. Nú tóku hliðar- framverðirnir upp á því að leika í framlínu, þannig, að sjö menn léku fram, og þar þvældu þeir afturábak og áfram um vítateigs- línuna án þess að fá mörk sett, einu sinni slambraðsit boltinn þó í netið í þessum glundroða. í seinni hálfleik má segja, að framverðirnir hafi heldur tekið sig á og léku nú sínar stöður við og við. Einar varði það, sem verja þurfti í markinu og komst vel frá því. Þór og Einar voru bakverðir; réði Þór ekkert við sinn mann, er kom þó einna greinilegast í ljós í laugardagsleiknum. Einar er fremur seinn, en boltaheppinn. Arngrímur var miðframvörður og var greinilega bezti maður liðs- ins. Hliðarframverðirnir þessir makalausu, Baldur og Haukur, eru duglegir, þó sérstaklega Haukur, en enginn maður á vell- inum passar þó verr sína stöðu en hann, hann virðist hafa tak- markalaust þol til að hlaupa hornanna á milli á vellinum leik- tímann út, og það er mesti mis- skilningur hjá þessum piltum, að það séu þeir hinir útvöldu, sem eiga að skjóta á mark og engir aðrir. Baldur var góður knatt- spyrnumaður fyrir nokkrum ár- um, en það er ekki hægt að segja það um hann nú, hann virðist hafa mjög gaman af því að dansa í kringum boltann liggjandi kyrr- an á vellinum, og sýna áhorfend- um að hann geti „platað“ mót- herjanna,en sendingar frá honum eru ónákvæmar og lélegar. Ólsen á vinstra kanti er prúður og góður leikmaður og gerði margt laglega, þá sjaldan að hann fékk knöttinn, hann er stuttur og háir það honum mjög, er hann fær sendingu á lofti, reynir því lítið að skalla. Ragnar hefur beztu knattmeðferð liðsins, en er of eigingjarn, og samleikur milli hans og Tryggva miðframherja mjög lítill, Tryggvi er líka mjög eigingjarn og finnst sjálfsagt að enginn eigi að skjóta á mark nema hann. Hann, sem á að vera leiðandi maður sóknarinnar, er það alls ekki, stendur kyrr og lætur ,dekka“ sig og er hvergi nærri að því gagni sem hann getur verið, því að efnið er gott. Hreinn hefur aldrei náð sér á strik í sumar, virðist skorta bæði úthald og leikni á við það, sem áður var. Hinrik á hægra kanti kemst sæmilega frá sínum leik, hættir til að vera of innarlega, enda vanur innherjastöðu, mest hefur honum farið fram í sumar af þeim, sem eg hef séð sprikla hér á vellinum. Dómari var Ragnar Steinbergs- son, fylgdist hann of lítið með, en komst þó sæmilega frá því að öðru leyti. Línuverðirnir voru aftur á móti af lakasta tagi og voru alls ekki starfi sínu vaxnir. í laugardagsleiknum fór allt um þverbak hjá heimamönnum. Stutti samleikurinn, sem reyndur var stöku sinnum, var svo mátt- laus, að knötturinn komst aldrei til næsta manns, og menn voru þá yfirleitt ekki að hafa mikið fyrir því að hreyfa sig um of til að nálgast knöttinn. Skipt var um tvo menn í liðinu og ekki til bóta. Vignir lék í marki, var óákveð- inn og hafði sýnilega ekki tiltrú bakvarðanna. Tryggvi lék bakvörð í stað Einars og hafði því erfiða hlut- verki að gegna , að passa tvo menn, því að Haukur sást sjaldan á sínum stað. Betra hefði eg talið að láta Þór fara úr, í stað Einars, Fréttir frá U.M.S.E. Starfsíþróffir - Þann 31. júlí sl. komu hingað til Eyjafjarðar þeir Matthías Þor- finnsson og Stefán Ólafur Jóns- son, báðir í þeim erindagjörðum að kynna starfsíþróttir. Matthías Þorfinnsson jarðvegs- fræðingur er Vestur-íslendingur og kom hingað til lands 29. apríl síðastl. Hann á heima í St. Paul í Minnesota í Bandaríkjunum og er hingað kominn á vegum Mars- hallstofnunarinnar. Heima í Minnesotafylki hefúr hann starf- að mjög mikið á vegum 4 H félag- anna, sem eru félög æskunnar í sveitum Bandaríkjanna, er voru í fyrstunni stofnuð til að laða unga fólkið að sveitastörfunum og hindra þannig flutning þess úr sveitunum til borganna. Stefán Ólafur Jónsson kennari er á vegum U. M. F. í. Hann hef- ur kynnt sér starfsíþróttir í Nor- egi, þar sem þær eru í hávegum hafðar og fjöldinn tekur þátt í þeim. Síðastliðið sumar ferðaðist Stefán ásamt íþróttakennara sambandsins um Eyjafjörð og kynnti hann þá starfsíþróttir og kom á keppni í þeim. Kom þá þegar í ljós áhugi ungmennafé- laganna fyrir starfsíþróttum. Nú kynnti Stefán þær greinar starfsíþrótta, sem fyrirhugað er að keppt verði í næsta sumar á landsmóti ungmennafélaganna, sem háð verður á Akureyri. Þeir félagar hafa nú ferðazt um Eyjafjörð og heimsótt öll ung- mennafélög á svæðinu. Hafa þeir haldið erindi og sýnt kvikmyndir og skuggamyndir af starfi og leik 4 H félaganna. íþróttakennari UMSE var í för meo þeim Matthíasi og Stefáni um sam- bandssvæðið. reyrmgar: Akur SYNÐÍÐ 200 METRANA Aðeins 3 vikur eftir af keppmstímaniim. því að Einar er þó stærri maður, og meiri líkur til að knötturinn komi í hann! í framlínunni (7 menn) var eiginhagsmunastefnan allsráðandi og var hreint og beint til skammar. Færeyingar léku nú ennþá bet- ur en fyrri leikinn, enda unnu þeir þennan leik 4 : 2. Dómari var Sveinn Kristjánsson. Staðsetn- ingar hans á vellinum eru afleit- ar, hann er sífellt að þvæla inni á miðjum velli, dómurinn óákveð- inn og fálmkenndur. Knattspyrnuráðið sá um mót- tökur, ferðir og uppihald flokks- ins hér og sýndi gestunum það markverðasta í bænum. Ekki er þess getið, að bæjarstjórnin hafi gert neitt fyrir hina erlendu gesti, ekki einu sinni sagt við þá „svei þér“. Hafi knattspyrnuráðið þökk fyrir framtakssemina að fá þessa frændur vora hingað. S. B. FrjálsíþróHamót Stigakeppni í frjálsum íþrótt- um milli félaga innan Akur- eyrar og utan. Haklið á ÍBA- vellinum á Akurevri sunnud. 15. ágúst 1954. Uthéraðsmenn unnu með 49 : 39 stigum. Úrslit: 100 m. lilaup. 1. Ingófur Jónsson U. 12,2 sek. 2. Benedikt Friðbjarnarsón I. 12,5 sek. 3. —4. Árni Ólafsson U. 12,6 sek. 3.—4. Árni Magnússön I. 12,6 sek. 1500 m. hlaup. 1. Stefán Árnason U. 4,26,5 mín. 2. Sveinn Jónssoon U. 4,29,1 mín. 3. Stefán Skagfjöi'ð I. 4,41,4 mín. 4. Stefán Magnúss. I. 4,57,5 mín. Kúluvarp. 1. Þói'oddur Jóhannss. U. 12,59 m. 2. Eggert Jónsson U. 11,17 m. 3. Árni Magnússon I. 10,97 m. 4. Steingr. Valdimarss. I. 9,00 m. Spjótkast. 1. Ingimar Skjóldal I. 50,12 m. Eyfirzkt met. 2. Jóhann Daníelssoon U. 41,55 m. 3. Stefán Ái'nason U. 37,94 m. 4. Kristján Kárason I. 26,65 m. Langstökk. 1. Ái-ni Magnússon I. 5,85 m. 2. Stefán Árnason U. 5,83 m. 3. Jóhann Daníelsson U. 5,69 m. Hástökk. 1. Hörður Jóhannsson I. 1,70 m. Eyfii’zkt met. 2. Þóroddur Jóhannss. U. 1,55 m. 3. Haukur Frímannsson U. 1,50 m. 400 m. hlaup. 1. Stefán Skagfjöi'ð I. 56,5 sek. 2. Jón Gíslason U. 61,7 sek. 3. Benedikt Friðbjarnars. U. 95.0 sek. 4x100 m. boðhlaup. 1. A-sveit U. 48.9 sek. 2. A-sveit I. 50.0 sek. 3. B-sv*éit U. 51.4'sek. 4. B-sveit I. 56.0 sek. f GAMNÍ OG ALVÖRU Pólitísk skrítla. Stuttu eftir heimsstyi-jöldina síðari var tekin 'skýrsla af rúss- neskum hei'manni, sem verið hafði í'fangabúðum Þjóðverja um skeið. Var skýi'slan tekin í því skyni, að unnt yi'ði að senda manninn til síns rétta samastaðar í Sovétríkjunum, því að þá var enn ekkert „jái'ntjald“ komið til skjalanna. — Samtalið við manninn varðandi heimilisfang hans var annars á þessa leið: — Hvar ei-t þú fæddur? — í St. Pétursborg. — Hvar áttir þú heima eftir byltinguna 1917? — í Petrograd. , — Hvar áttir þú heima, áður en þú varst kallaður í herinn í þess- ari styrjöld? — í Leningrad. — Og hvar vildir þú helzt eiga heima eftix-leiðis? — í St. Pétursborg! Einkum þegar hann hló! Fyrir mörgum árum réðust Indíánar á flutningalest í Vestur- heimi, skutu kyndarann og gengu frá honum í öngviti. Nokkru síðar bar þar að lögreglumenn, sem fundu vesalings manninn með þrjár örvar, er sátu fastar milli herðablaða hans, og enn var hann meðvitundai'laus. Lögreglumenn- irnir gripu til þess ráðs að hella duglega í manninn víský, til þess að koma honum til meðvitundai', og strax og kyndax'inn gat hvíslað, spurðu þeir, hvort það -væri ekki hræðilega sárt að hafa allar þessar örvar í bakinu. — Jú, svaraði kyndarinn, — það getið þið hengt ykkur upp á. Sérstak- lega tekur mig illa í bakið,. þegar eg hlæ! Ö1 og efnagreining. Þegar áfengisbann var í Bandaríkjunum hér á árum áður, og ómögulegt var að ná í sopann með löglegum hætti, gi'ipu ýmsir til þess fangaráðs að brugga áfengt öl á heimilum sínum. — Maður nokkur hafði lengi glímt við þessa þraut, en ekki náð þeim árangi-i, að hann væri ánægður með drykkinn. Þar kom þó um síðir, að honum heppnaðist að brugga völcva, sem honum fannst sæmilega di'ekkandi. en þótti þó vissara að ganga úr skugga um það, hvort allt væi'i með felldu um gei'ðina, að hún væri, eftir at- vikum, óskaðleg heilsu hans og lífi. Setti hann því sýnishorn af vökvanum á flösku og sendi það heimilislækni sínum til efna- greiningar. Þó láðist honum að geta þess, að um öl væri að ræða. — Eftir hálfan mánuð sendi læknii-inn honum svohljóðandi svar í bréfi: — Hr. N. N. Oss þyk- ir leitt að verða að tilkynna yður, að efnagreining sú, er vér höfum framkvæmt á sýnishorninu, sem þér sendið oss nú á dögunum, hefur leitt í ljós, að þér eruð slæmur í nýrunum og ættuð því að koma til nánari skoðunar við fyrsta tækifæri. Yðar einl. P. P., læknir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.