Dagur - 25.08.1954, Blaðsíða 7

Dagur - 25.08.1954, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 25. ágúst 1954 D AGUR 7 *Félagsheimili í Öng- ulsstaðahreppi. (framhald af 1. síðu). sig fús til samstarfs. Var þá kosin sameiginleg nefnd til undirbún- ■ings og ákvörðunar um fjölmörg undirbúningsatriði. Staðurinn var valinn í landi Ytra-Laugalands, skammt ofan við þjóðveginn. Virðast hrepps- búar og íþróttafulltrúi telja þenn- an stað hinn prýðilegásta. Er hann fagur og miðsveitis. Hreppsbúar bregðast vel við. Hreppsbúum var nú gerður kostur á að sýna vilja sinn í verki, og var tekið á móti peningum og vinnuloforðum. Á þennan hátt fengust loforð fyrir nær 400 dags- verkum og áiitleg peningaupp- hæð að auki. Er þetta vel af stað farið, þegar þess er þá líka gætt, að þessi söfnun er aðeins fyrir ár- ið sem er að líða, en verður væntanlega haldið áfram á meðan á byggingunni stendur. Þessi vinnuloforð, sem er beint framlag frá einstaklingum eru gleðilegur vottur um áhuga fyrir því að bæta úr brýnni þörf alls félagsskapar í sveitinni fyrir bættri aðstöðu til félagslegra starfa. Gamla þinghúsið að Þverá er vonandi að ljúka sínu hlut- verki, og er það ekki vonum fyrr. Byggingin þegar hafin. í fyrrahaust var vegur gerður að hússtæðinu og grunnur graf- inn. Og í sumar var byggingin hafin. Búið er að slá upp fyrir kjallaranum. Verður hann steyptur í sumar. Meíri fram- kvæmdir verða þar sennilega ekki í ár, vegna þess að Félags- heimilissjóður, sem mun hafa í mörg horn að líta, veitir ekki peninga til þessarar byggingar fyrr en á næsta ári. Yfirsmiður í sumar er Sigfús Hallgrímsson bóndi á Ytra-Hóli. Vönduð bygging. — Stórt leiksvið. Grunnflötur hins nýja félags- heimilis er um 440 fermetrar. í því verður stór danssalur, veit- ingasalur, stórt leiksvið og íbúð. Samkvæmt kröfum íþróttafull- trúa, og að sjálfssögðu sveitar- fólksins sjálfs, verður vandað mjög til hins nýja húss. Samkvæmt þeim áhuga, sem nú er fyrir framkvæmd þessari í hreppnum, því að hann virðist vera án undantekninga, er útlit fyrir að þetta merkilega menn- ingarmál verði framkvæmt á næstu árum og verði til gagns og gleði um langa framtíð. Minningargjafir hafa þegar borizt um látna íbúa sveitarinn- ar, og burtfluttir ungmennafélag- ar hafa einnig sýnt þessu máli ræktarsemi. Barnarúm sundurdregið til sölu sýnis í Ægisgötu 12. - Erlendur vísinda- maður. (Framhald af 8. síðu). dag. — Fjallagrösin gengu þar undir nafninu Islandsk Mos, eða Islandsk Lav. Bendir þetta nafn líka ótvírætt til þess, að þessi kenning sé rétt. Gor — grænmeti úr hreindýra- vömbum. Frá fornu fari er það siður Lappa að eta gor úr vömbum hreindýra, þegar þeim er slátrað. Eta þeir það bæði nýtt og geta líka geymt það með því að setja það í einhvers konar gerð. Ekki mundi okkur nú þykja þetta sérstaklega lystugur mat- ur. En það kemur oft í ljós, að þær þjóðir, sem kallaðar eru frumstæðar, varðveita gegnum aldirnar ýmsa þá þjóðhætti, sem hungur og harðindi hafa kennt þeim að meta og hafa í heiðri. Gorið úr hreindýravömbunum er auðvitað grænmeti, sennilega mjög fjörefnarík og holl fæða. Getum við í þessu efni litið í eigin bai-m og hugsað til þeirra tíma, er þjóðin svalt. Þá lögðum við okkur margt til munns, bæði ætt og óætt. En þá lærðum við líka að meta hvönn, söl, fjallagrös, ber og skarfakál. Þessar fæðuteg- undir voru góðar. Aldagömul reynsla kenndi okkur það. Fíflablöðkur fínn matur í París. Túnfífillinn virðist vera eitt að- aláhyggjuefni margra húseigenda hér í bæ og víðar. Er hann ásæk- inn í grasfleti og vondur viður- eignar — helzt ódrepandi. — Er hann því hataður af garðyrkju- mönnum. Maður einn á Akureyri heimtaði afslátt af nýkeyptu húsi vegna þess, að lóðin væri full af fíflablöðkum, er honum var ekki sagt frá við samningaborðið. Til gamans má geta þess, að sænski fræðimaðurinn, er fyrr er nefndur, sagðist hafa fengið fífla- blöðkur framreiddar á líkan hátt og venjulegt salat á góðum hótel- um í París, en þar var hann á ferð fyrir skemmstu. Ameríkav.ar ræktuðu beinlínis túnfífilinn til matar. Kannske snýst nú hatur í ást, eins og stundum hefur borið við, og túnfífillinn verði eftirsótt nytjajurt í görðum sömu heimil- anna og nú vilja hann feigan. og Jarðhræringar á Húsavík. Tveir allsnarpir jarðskjálfta- kippir fundust á Húsavík um tíu- leytið sl. sunnudagskvöld. Ekki ollu þó jarðumbrot þessi tjóni, svo vitað sé. r Odýru telpu- strigaskórnir - „Flotinn ósigrandi“. (Framhald af 8. síðu). nærfellt fjórar aldir. — Og erfða- sögnin gamla er þannig nú þegar staðfest að því leyti, að skip er þó fundið á sjávarbotni á þeim stað, sem hún greinir frá. Upp á yfirborðið eftir fjóra mánuði. Crabb liðsforingi er einn þátt- takenda í hinum nýja leiðangri niður í djúpin, en stjórnar hon- um hins vegar ekki í þetta sinn. Foringi könnunarferðar þessarar er Patrick McLaughlin, fyrrum flotaforingi. — Leiðangursmenn lögðu af stað niður Clyde-fljótið frá Glasgow nú um miðjan mán- uðinn, og bjuggust þá við að vera komnir á staðinn eftir fimm daga. Nýjar fréttir hafa ekki borizt af þessu síðan, en þess er kannske heldur naumast að vænta fyrst um sinn, því að svo er ráð fyrir gert, að það taki allt að því fjóra mánuði að ná skipinu upp á yfir- borðið, ef það tekst þá á annað borð. Og víst verður fróðlegt að fylgjast með því, livað þar kann að verða dregið fram í dagsljósið, því að sannarlega yrði sá farmur, er slíkt skip færði að landi eftir svo langa útivist, sögulega merk- ur á marga lund, hvað sem skíra- gullinu líður. komnir aftur í bláum og rauðum lit, nr. 26—35. Skódeild KEA. - „Gullkista Glerár- dals“. (Framhald af 4. síðu). bæjarbúar hafi ekki áttað sig á jafn augljósu fyrirbrigði. (Sbr. grein í „Degi“ 3. júlí 1951.) Upptök jarðhitans eru senni- lega allmiklu ofar og sunnar, uppi undir Laugarhól.Þarnokkru neðar er gömul borhola með 4” pípustúf, sem enginn kannast við. Þar mældi eg eitt sinn fyrir löngu sama hita til botns á 60 m. dýpi, um 35° C., og er það sennilega aðeins ofanjarðarrennsli undan brekkunni. Eg minnist ósjálfrátt síðustu borana þarna efra um 1940 (?). Voru þar boraðar tvær holur, 80 og 30 m. djúpar með fremur stuttu millibili, og báðar árang- urslausar. — Og síðan hætt. — Til að sjá virtist mér staðurinn fremur ólíklegur til þess, að á þeim slóðum gæti verið upptaka hitans að leita. — Nú er rann- sóknar- og borunartækni komin langtum lengra áleiðis en um þær mundir, og þarf eigi að efa, að árangur myndi nú brátt verða annar og meiri við nýjar boranir að lokinni „vísindalegri rannsókn og leit að heitu vatni í bæjarland- inu og nágrenni þess....“. Og ætti að „hraða því mjög!“ Eg hef áður, fyrir „óralöngu", drepið á hina óvenjulega hag- kvæmu og glæsilegu afstöðu Ak- ureyrar til hagnýtingar á jarð- hita sínum og öðrum verðmætum í gullakistu Glerárdals! — Vík eg ef til vill nánar að því síðar. Helgi Valtýsson. Akureyrarkirkja, Messað verð- ur á Akureyri n.k. sunnudag kl. 11 f. h., en kl. 2 í Glerárþorpi. — Séra Jóhann Hlíðar messar á báðum stöðunum. Möðruvallaklaustursprestakall. Messað í Glæsibæ sunnudaginn 29. ágúst kl. 2 e. h. Smábarnaskóli Elísabetar Ei- ríksdóttur hefst 2. október næstk. og þurfa þeir, er ætla að biðja hana fyrir börn sín, að tala við hana sem fyrst. Meistarakeppni Golf- klúbbsins u> wqít* ■b -»’ra Meistarakeppni Golfklúbbs Akureyrar hófst laugardaginn 21. ágúst og voru þátttakendur 22. Keppnin er 72 holu keppni, og voru 18 holur á laugardaginn. Hafliði Guðmundsson náði beztum árangri á þessum 18 holum, lék þær í 76 höggum, nr. 2 Hermann Ingimarsson og Jó- hann Þorkelsson í 83 höggum, nr. 3 Sigurbjörn Bjarnason í ö4 höggum. Áframhald keppninnar verður næstk. laugardag og sunnudag. Frá Golfklúbb Akureyrar. Firmakeppni Golfklúbbs Ak- ureyrar hefur staðið yfir að und- an förnu og tóku að þessu sinni 50 firmu þátt í keppninni og eru nöfn þeirra sem hér getur: Nýja kjötbúðin, Ragnar Ólafs- son h.f., Bókaverzlun POB, Shell h.f. Súkkulaðivei'ksmiðjan Linda, Dúkaverksm. h.f., Blíasalan h.f., Blaðasalan, Sportvöru- og hljóð- færaverzlunin, Litla bílastöðin, Saumastofa Gefjunar, Gufu- pressan, Vélsmiðjan Oddi h.f., Fataverksm. Hekla h.f., Amaro- búðin, Hótel Varðborg, BSA, Olíuverzlun íslands h.f., Sport- vöruverzl. Brynj. Sveinssonar h.f., Kristján Jónsson og Co., Rakarastofa Sigtr. og Jóns, Rak- arastofa Valda og Bigga, Kaffi- bætisverksm. Freyja, Pétur og Valdimar h.f., Hótel KEA, Skjaldborgarbíó, Sápuverksm. Sjöfn, Valbjörk h.f., Skipasmíða- stöð KEA, Efnagerðin Flóra, Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar, Vélsmiðja Steindórs h.f., Samvinnutryggingar, Kaffi- brennsla Ak. h.f., Útgerðai'félag KEA, Skinnaverksm. Iðunn, Þórshamar h.f., Norðurleið h.f., Almennar tryggingar h.f., Hús- gagnaverzl. Ólafs Ágústssonar, Ullarverksm. Gefjun, Frystihús KEA, Flugfélag íslands h.f., Raf- orka h.f., Hafnarbúðin h.f., Sjó- tryggingarfél. íslands h.f., Stefnir s.f., Bílabúðin h.f., Dráttarbraut Akureyrar. Úrslit keppninnar urðu þau að Blaðasalan vann og hlýtur því hinn fagra verðlaunabikar keppninnai' fyrir þetta ár. — Fyr- ir Blaðasölunnar lék Gunnar Konráðsson. Aðalfundur . Stéttarsambands bænda hefur verið ákveðinn að Laugum í Reykjadal 3. og 4. sept. Búnaðarfélag Eyjafjarðar auglýs- ir hér í blaðinu kjörmannafund að Hótel KEA þriðjudaginn 31. þ. m. og hefst hann kl. 1 e. h. Á kjörmannafundinum verða til umræðu nokkur þeirra mála, sem Stéttarsambandsfundurinn mun hafa til meðferðar. Tveir fulltrú- ar frá hverju búnaðarfélagi inn- an Búnaðarsambands Eyjafjarðar eiga sæti á kjörmannafundinum, og eru það sömu fulltrúar og kjörnir voru á kjörmannafundin- um síðastliðið ár. Verkakvennafél. Eining efnir til berjaferðar sunnudaginn 29. ágúst, ef næg þátttaka fæst. — Félagskonur snúi sér til skrifstofu verkalýðsfélaganna í Verkalýðs- hsúinu, sem er opin alla virka daga kl. 16.30—1‘ og tilkynni þátttöku sína í síðasta lagi fyrir föstudagskvöld. Hjónaband. Þ. 21. þ. mán. voru gefin saman í hjónaband af séra Pétri Sigurgeirssyni ungfrú Sara Guðrún Valdimarsdóttir og Jó- hann Steinmann Sigurðsson, vef- ari á Gefjun. Heimili þeirra er að Felli í Glerárþorpi. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Svanfríður Jónasdóttir, Þingvallastræti 1, og Jóhann Sigurðsson rafvirkjanemi. Rafvirkjafélag Akureyrar fer á laugardaginn kemur hringferð um Húsavík, Ásbyrgi, Dettifoss og Mývatnssveit. Rafvirkjanem- um er gefinn kostur á þátttöku. Farið verður kl. 8 að inorgni frá Ferðaskrifstofu ríkisins. Ferð þessi er m. a. farin í tilefni þess, að nýir samningar hafa nú tekizt milli sveina og meistara í iðn- greininni. Þyrftu þeir, sem hug hafa á að taka þátt í förinni, að láta stjórn félagsins vita í dag. KHRKI Eldsvoði á Grund a Sl. föstudagsnótt kviknaði í stórri heyhlöðu á Grund í Eyja- firði, á býli Snæbjarnar bónda Sigurðssonar. Skipti það engum togum, að fjós og hlaða stóðu í björtu báli. Slökkvilið frá Akur- eyri kom fljótt á vettvang og tókst því að ráða niðurlögum eldsins, en ekki þó fyrr en mikið tjón va rorðið, fjósið og hlaðan eyðilögð, og hvort tveggja hin vönduðustu hús. í hlöðunni munu hafa verið 6—700 hest- burðir af töðu, og mun heyið ýmist hafa eyðilagzt eða stór- spillst af eldi og vatni. Snæbjörn bóndi var staddur í Reykjavík, þegar þessi atburður skeði. Hef- ur hann og fjölskylda hans orðið fyrir stórskað^. APPELSÍNU safi sérstaklega góður nýkominn. Vöruhúsinu h.f. LÆKKAÐ VERÐ Bollapörum Diskuvi Mjólkurkönnum Vöruhúsið h.f.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.