Dagur - 25.08.1954, Blaðsíða 4

Dagur - 25.08.1954, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 25. ágúst 1954 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Aukalag - eftir pöntun Á ÞAÐ var bent í forustugrein liér í blaðinu fyrir nokkru, að flokkar þeir, er að ríkisstjórninni standa, hljóti að bera sameiginlega ábyrgð á ráðstöfunum þeim, sem stjórnin hefur í lieild gert í því skyni að koma togaraútveginum til lijálpar, enda hljóti það að vera höfuðskilyrði þess, að slíkar ráðstafanir — og aðrar, sem á eftir kunna að fylgja — beri tilætlaðan árangur, að stjórnarflokkarnir snúi bökum saman um framkvæmd þeirra og haldi friðinn, enda þótt ýmis konar ágreinitigur hafi að sjálfsögðu orðið innan stjórnarinnar um einstök atriði í þessu sambandi, áður en hinar sameiginlegu ráðstafanir voru gerðar. — Dagur hefur reynt að haga skrifum sínum um þetta mál í samræmi við þessa kenningu og lítið lagt til málanna um forsögu þessa. Enda er það sannast orða, að blöðin úti á landsbyggðinni hafa naumast aðstöðu til þess að leggja verulega orð í belg frá eigin brjósti um slík atriði, og yrðu því aðallega að grípa til upp- prentana og endursagna á þvf, sem höíuðstaðarblöð- in hefðu þegar sagt um þetta efni, ef þau vildu endi- lega eittlivað um þessa hæpnu sagnfræði segja. ÍSLENDINGUR okkar virðist liins vegar vera á ailt öðfu máli í þessum efnum, og sökkur hann sér æ dýpra ofan í sagnfræðina þessa með hverju blaði. — Svo er hamingjunni fyrir að þakka, að enn leynist talsverður strákur undir yztu skelinni á okkur mörg- um, reyndum og ráðsettum mönnunum með þétt- .ings-virðulegan góðborgaras>'ip bæði í bak og fyrir, eftir því sem frekast getur rúmazt á okkar afmörkuðu búkum. — Og nú langar íslending endilega í eina grábröndótta við Dag, svona alveg í lok liundadag- anna, enda hafa þeir reynzt bæði kaldir og hregg- samir í þetta sinn, svo að sízt er það furðuefni nokk- urt, þótt glímuskjálfta talsverðan setji að honum, blessuðum, svo sem glöggt má niarka á siðasta blaði. j EN ÞVÍ MIÐUR vill hann endilega láta okkur takast á út af „togarabílunum" sælu, einkum þó liinni sagnfræðilegu hlið þess máls, og svo auðvitað kljást út af Iðnaðarbankanum á Keflavíkurflugvelli. — Því miður, segjum við, af tveim gildum ástæðum: Fyrst þeirri, að fyrra atriðið a. m. k. er nú þegar svo þraut- rætt í öllum blöðum og einnig manna á meðal, að það er beinlínis ósmekklegt orðið að bjóða almenn- ingi upp á meira af svo góðu nú í bili. Þetta mál tekur senn að gerast enn þá forlegnara og meira í það slegið en sjálft skrýflusafn íslendings og heim- ilisráð blaðsins úr gömlu „Lögbergi". — En síðari ástæðan er sú, að málstaður Sjálfstæðisflokksins — og þar með íslendings — er með þeim liætti í báðum þessum málum, að sæmilegum mönnum hlýtur að j þykja að því lítil fremd eða riddaraskapur að eiga við blaðið svo ójafnan leik. ; i •» EN HVAÐ SKAL SEGJA: íslendingur hefur sjálf- ur haslað sér hólminn. Og liann hefur einnig valið ! sér vopnin, þó að þar sé að vísu ofurlítið farið aftan ! að siðunum, þar sem það er hann, en ekki Dagur, I sem endilega vill efna til slíks einvígis. Og vopnin ' eru sótt rakleiðis í vopnasafn Jóns sterka í Skugga- Sveini, og loks bætt við fáeinum skeytum úr eigin örvamæli, svo sem þeim, að aðalmálgagn Framsóknar- flokksins liafi lialdið uppi „látlausum blekkingum og rógi um ráðherra Sjálfstæðisflokksins", „skrökvað því blákaÞ“ og haldið því fram, að „Framsóknarráðherr- arnir séu svo sem engilhreinir". Ekki telur íslending- nr „ástæðu til að amast við því, þótt Tíminn þjóni lund sinni með daglegum blekkingum og ósannind- um um ráðherra Sjálfstæðisflokksins", blaðið „eys þá auri“... „En síendurtekið grobb og mannalæti verð- ur flestum hvimleið, er til lengdar lætur“, stendur þar, o. s. frv. n ÞÁ VÍKUR SÖGU íslendings að Degi, eftir að hafa tekið Tímann svo rækilega og rökfast(!) til bænar. Hann talar um „Framsóknarnöldur yfir Iðn- aðarbankanum", „gætir stundum nöldurtóns í þeim herbúðum, eins og bezt sézt í Degi“, og fleira í þeim dúr. Er beinlínis látið að því liggja í þeirri grein, að stofnun Iðnaðarbankans hafi loks- ins náð fram að ganga, „þrátt fyrir tómlæti og jafnvel andúð annars stærsta stjórnmálaflokksins í land- inu“ (þ. e. Framsóknarflokksins). Upplýsir greinarliöfundur, að nú sé „farið að athuga i alvöru (allar let- urbreyt. hér) um stofnun útibús á Akureyri, enda hefur þess orðið vart, að iðnaðarmenn á Akureyri vilja það mjög gjarna." Mikið var! En ekki hefur þess þó orðið vart í dálkum Islendings fram að þessu, eða í öðrum málgögnum flokksins. EFTIR AÐ hætt var að athuga þessa hluti í gamni (kannske fyrst eftir að Dagur nefndi uppliaflega þetta útibúsmál?) „lítur málið þannig út“, stendur þar, „að kost- ur er að fá starfsmenn við útibú á Akureyri með hagstæðum samning- um“ (líklega þó eitthvað lakari en í Rvík og á flugvellinum?) „og fáan- legt mun húsnæði á góðum stað og með kostakjörum". (Það á þá ekki að byggja hér eins fínt og á flug- vellinum?) Þá segir ennfremur, að mc^ „innlögum sparifjár" eigi að „örva starfsemi bankans og gera honum kleyft að gegna hlutverki sínu...." (Kleyft er sennilega ritað svo þarna, af því að greinarliöfund- ur telur það orð samstofna ónefndu nafnorði í íslenzku máli, og virðist ritstj. hafa fallizt á þá uppruna- skýringu). ÞVÍ MÁ liver trúa sem vill, að Framsóknarflokkurinn hafi verið andvígur stofnun Iðnaðarbankans, og eins hinu, að Dagur sé á móti bankanum og vilji spilla fyrir því, að hann opni hér útibú, næst á eftir selinu fína og fræga í Miðnesheiði (þegar forráðamenn þessarar stofn- unar eru loks, að sögn Islendings, teknir að atliuga þann möguleika „i alvöru“ og liafa sleppt öllu gamni í því sambandi!) Til eru nefnilega þeir menn, sem slíkum fjarstæðum vilja trúa, af því að þeir eru alls staðar og œvinlega fúsir til að trúa öllum fjarstæðum og ósann- indum, ef það getur komið þeirra eigin flokki vel, en andstæðingun- um illa. Og við slika menn þýðir lítt að eiga orðastað. EN BÆÐI í gamni og alvöru skal það að lokum sagt, að Dagur er ekki svo kunnugur í svefnstofum íslendings, að hann viti, hvort hann dreymir nokkru sinni stóra og fagra drauma. En liitt er auðséð á blað- inu, t. d. í síðustu viku, að Isl. hef- ur stundum það þægilegar svefn- farir, að honum finnst í bili, að hann sé hæfur til að endursemja lielztu skammagreinar Morgunblaðs ins um núverandi samstarfsflokk i ríkisstjórn, Framsóknarflokkinn, — á þann veg, að skömmunum fari fram, en ekki aflur, við uppsuðuna. Þetta er að vísu hvorki sérlega stór né fagur draumur, en þó er hatla vafasamt, að liann geti nokkru sinni rætzt. Hitaveita Akureyrar r Ur gullakistu Glerárdals „.... vísindalegri rann- sókn og leit að heitu vatni rí bæjarlandinu og nágrenni þess verði hraðað mjög....“ (1. liður nýrra tillagna borgarstjóra Reykjavíkur 19. ágúst 1954.) Eg hef fengið Hitaveitu Akur- eyrar „á heilann“ frá öðru ári, eftir að eg fluttist hingað fyrir nær tveim tugum ára og kynntist Glerárgili og Glerárdal, þessum glæsilegu gullastokkum Akur- eyrarbæjar, sem enn hafa ekki verið opnaðir, nema aðeins örlít- il glufa, er síðan hefur lokast á ný. — Sesamlykill þeirra fjár- sjóða, sem þar eru fólgnir, virðist enn ófundinn. Víðs vegar úti um land er nú hlustað og borað eftir heitu vatni, og berast nær daglega fréttir af því. Bæjarstjórn Akureyrar hef- ur að vísu borað lítið eitt fyrir allmörgum árum, og stundum all- ólíklega, en virðist enn ekki hafa hlustað af næmum áhuga. Og þeim, sem ekki hlustar, hættir við að gleyma. Senn mun líða að því, að inni- sundlaug bæjarins sé lokið, og þá kvað eiga að hita hana, — og einnig gömlu og góðu útisund- laugina glæsilegu — með Laxár- rafmagni, sem Þingeyingar taka óefað frá bænum eftir fáein ár, — beint eða óbeint. Því að þeir munu telja sig eiga Laxá, en Ak- ureyringa ekki. Og senn hafa þeir hennar allrar fulla þörf. Og þá taka þeir hana! — Og auðvitað munu þeir aldrei leyfa, að pólitísk „langavitleysan" til Austfjarða komist í framkvæmd! — En uppi í Glerárhlíðum bíður jarðhitinn þess að bæjarstjórn Akureyrar fari að hlusta. — Um áratugi hefur takmarkaður ofan- jarðarhiti þaðan hitað sundlaug bæjarins. Fyrst framan af nægi- lega, én síðan síminnkandi. Því að hitaleiðslan hefur hvorki verið hirt né gert við sýnilegar bilanir. Hún var þegar tekin að leka á fyrstu hérvistarárum mínum, og hefur sá leki eðlilega aukizt Og upptök leiðslukerfisins í Gler- árgili hafa verið látin ganga úr sér, og var þó auðvelt að gera við þetta í upphafi. Hér virðist hafa skort þann eld- lega áhuga, sem ungmennafélag- arnir gömlu, Þorsteinn Þorsteins- son og fóstbræður hans, báru svo heitan í brjósti, er þeir beittu sér fyrir þessu stórvirki þess tíma og framkvæmdu það. — Og bæjar- stjórnir skortir að jafnaði bæði hugsjónir og áhuga. Þær hafa svo margs að gæta, m. a. hags- muna hinna mörgu ágætu flokka, sem alltaf er barizt um að troða inn í bæjarstjórnir sem brýnustu nauðsyn þess, að þær skuli ekki verða um of starfhæfar. — Uppi í Glerárgili kemur jarð- hitinn að ofan. Virðist það auðséð af mörgu. Hann liggur sennilega nokkuð djúpt. Hiti sá, sem vart verður þar á allbreiðu svæði, virðist vera í ofanjarðarvatni, sem hitnar af dýpra liggjandi jarðhita ofan undan brekkunni við Laugahól. Er allheitt á stöku stað undir steinum neðarlega í skriðunni, þar sem heita grunn- vatnið seytlar fram á milli jarð- laganna. Og þar tengdu ung- mennafélagarnir gömlu aðal- safnleiðslur sínar og sameinuðu neðar í sundlaugarleiðslunni. En mestallt er þetta úr sér gengið fyrir all-löngu. — Og það er sem (Framhald á 7. síðu). v.í © $ ? ■> <■ 3 -> TIL ATHUGUNAR Þegar góðvinur minn og jyrrverandi samstarjsmaður um langt skcið, Haukur Snorrason, ritstjóri Dags, kom veikur © heim úr utanför sinni fyrir nœrri tveim x mánuðum, gerði eg það fyrir hans orð ® og eindregin tilmœli blaðstfórnarinnar ':r að hlaupa um stimdarsakir i hans skarð ® við ritstjórn Dags, að svo miklu leyti sem f pað væri á minu færi. Nú kalla vaxandi annir að á öðrum vettvangi, svo að pessum afskiptum min- um af Degi — er voru aldrei ætluð nema til bráðabirgða — verður að vera lokið með pessu tölublaði„að öðru en pvi, að eg mun fyrst um sinn, meðan Haukur er cnn þá ekki vinnufær, skrifa smávegis fyrir blaðið, svo sem einkum að velja og þýða erlendar greinar og e. t. v. eittlivað fleira af sliku tagi, þegar með þarf og mér vinnst timi til þess i hjáverkum. En vonandi liður nú senn að þvi, að Haukur ritstjóri geti tekið upþ aftur störf sín við blaðið, fyrst að einhverju og siðar að öllu leyti, þar sem hann virðist nú orðið á ör- uggum batavegi. Aíunu bœði eg og aðrir vinir hans og velunnarar blaðsins vissu- lega fagna því einlæglega, þegar ritstjór- inn gengur þar aftur til leiks heill heilsu og með fullu fjöri. Samkvæmt ofansögðu þýðir þvi ekki að leita til min eftirleiðis með erindi vegna Dags, heldur eru menn beðnir að snúa sér fyrst um sinn, og á meðan annað verður eliki auglýst, með öll slik málefni er varða ritstjórn blaðsins, til ErlingS Daviðssonar á afgr. Dags, sími‘1166: J ó h ann F r \ m,an n„ f I f f f f f f f f ! f f f f f f f f f f f Frysfihúsið stórmál - En vinnufriðurinn þó enn iftikils- verðari, eins og sakir standa „Verkamaðurinn" ræddi í síðustu viku um frystihús- málið og þá miklu nauðsyn, sem vissulega ber til þess að hraða slíkum framkvæmdum hér í bæ. Var ýmislegt í þeirri grein blaðsins rétt og skynsamlega atliugað, en engar nýjungar þó, og munu flestir varlega trúa þeim flokki, eftir sem áður, til forustu í þessum efnum, enda aldrei um það „Álftanes spáð, að ættjörðin frelsaðist þar“. — En það virðist alveg hafa farið fram hjá höf- undi greinarinnar, liversu góður og batnandi markað- ur er nú bæði fyrir skreið og saltfisk, þar sem hann tal- ar um það sem öldungis sjálfsagðan hlut, að „á næstu tímum rnunu togararnir fyrst og fremst veiða íyrir frystihúsin, og lilýtur það að verða til þess, að togar- arnir héðan verða að legga upp afla sinn fjarri Akur- eyri“, stendur þar, og eru svo miklar bollaleggingar byggðar á þessari fullyrðingu Þetta er áreiðanlega misskilningur. Það þarf vissu- lega enginn að kvíða því, að togararnir frá Akureyri muni ekki veita álíka mikla , og þó sizt minni, atvinnu við verkun aflans eftirleiðis sem fram að þessu, ef þess gerist þörf. Helzti vafinn í þessu máli virðist, eins og stendur, leika á því, livort vinnufriður lielzt á flotan- um og togararnir geti af þeim ástaðum komizt út á veiðar. Nú stendur yfir í Reykjavik fundur, þar sem reynt er að ná málamiðlun í kjaradeilunni milli tog- araútgerðarmanna og sjómanna. Ber þar vissulega mikið á milli enn sem komið er. — Þótt frystihúsmálið sé sannarlega stórmál fyrir togaraútveg hér og bæjar- búa alla, er liitt þó jafnvíst, að í bili er það ekki minna aðkallandi nauðsyn fyrir hag beggja þessara aðilja, að sanngjarnir samningar takist í þeirri deilu og vinnu- friður haldist. Hinn ágæti og lofsverði áhugi Verka- mannsins og samherja lians fyrir hag togaraútgerðar- innar ætti því fyrst og fremst að beinast að skjótri, friðsamlegri og sanngjarnlegri lausn þessa vanda, eins og sakir standa. Og næst þar á eftir verður svo frysti- húsið vissulega ofarlega á baugi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.