Dagur - 25.08.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 25.08.1954, Blaðsíða 5
EÆiðvikudaginn 25. ágúst 1954 D A G U R 5 Togarabryggjan á Oddeyrarfanga Skipta ósvífnar auglýsingabrellur bæjarstjórn- armeirihlutans meira máli en staðreyndir og ábyrg framkvæmd verksins? Krisfinn P. Hallsson barriton-bass-söngvari Fallhamrar „íslendings11 og „Alþýðumannsins“ hafa nú verið „settir í vinnufært stand“ til þess að þjóna óvenjulega hvatvíslegri og óskammfeilinni auglýsinga- herferð, sem bæjarstjórnarmeiri- hlutinn hér í bæ hefur hafið af lítilli ábyrgðarkennd og fyrir- hyggju til þess eins, að því er virðist, að reyna um stundarsakir að ganga ögn í augu „háttvirtra kjósenda", meðan þeir fá ekkert annað að vita um málavexti en það eitt, sem stendur í þessum blöðum. En þær upplýsingar eru í sem skemmstu máli á þá leið, að fulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og hafnarnefnd, hafi, ásamt bæjarstjóra, einir skorizt úr leik að samþykkja þá tillögu Helga Pálssonar i hafnarnefnd og síðar á bæjarstjórnarfundi, „að svo fljótt sem unnt er, að fengnu samþykki vitamálastjóra og ekki síðar en fyrrihluta ágústmánaðar, skuli hafin bygging bryggjunnar á Oddeyrartanga“, og sé Magnúsi Bjarnasyni og hafnarverði falið að sjá um „að setja fallhamra hafnarinnar nú þegar í vinnufært stand“, Virðist það ekki hvarfla að blöðum þessum; að bæjar- stjóra og fulltrúum Framsóknar- flokksins hafi getað gengið neitt annað til að taká slíka afstöðu á þessu stigi málsins en einskær andúð gegn jripu mikla nauð- synjamáli, togarabryggjunni, eða jafnvel manrívonzkan- ein! Tala blöðin í þessu sambandi fagurlega um framtak og fyrirhyggju sinna eigin flokka yfirleitt, en lýsa því á hinn bóginn á ófagran hátt, hvaða örlög muni bíða bryggju- járns þess, sem til er á staðnum, ef það dragist stundinni lengur að nota það í bryggjuþilið! Álit og tillogur verkfræðing- anna að engu hafðár. Sannleikurinn og staðreynd- irnar tala hins vegar ofurlítið öðru máli en þessi virðulegu blöð. — Þegar mál þetta var tekið til meðferðar í hafnarnefnd, og síðar á bæ j arst j órnarf undi, var það rækilega upplýst, að verkfræð- ingur vitamálastj órnarinnar, sem unnið hefur nú að undanförnu að undirbúningi og áætlunum í sam- bandi við þetta mannvu-ki, stað- hæfi, að fyrir það fé, sem hafnar- sjóður hefur handbært til þessa verks, sé aðeins hægt að koma eitthvað áleiðis þilinu úr bryggju járninu fræga, en hins vegar alls ekki að ganga svo frá því, að það liggi ekki undir stórskemmdum, eða jafnvel gereyðileggingu af sjávargangi og ísreki. Til þess að tryggja þessa byrjun fyrir slíkum skemmdum þurfi mikinn upp- mokstur og aðrar tilfæringar að baki bryggjuþilinu, og muni þær framkvæmdir kosta stórfé, enda lágmarks áætlunarupphæð alls verksins 1,7 millj. króna. Bæjar- stjóri, sem einnig er mannvirkja- fræðingur — lýsti sig eindregið sömu skoðunar og sérfræðingur vitamálastjórnarinnar að þessu leyti, og bætti því við, að hann teldi fullt óráð að leggja út í þessa litlu byrjun, svo mikill von- arpeningur sem hún þannig væri, meðan ekki væri tryggt — eða a. m. k. miklar vonir um — að láns- fé fengist til þess að þoka mann- virkinu það áfram, að það lægi ekki undir yfirvofandi skemmd- um og eyðileggingu. En reynsla sín af lánsfjárútvegunum væri ekki slík, eins og nú horfir þeim málum, að á þetta væri treyst- andi. Viðaukatillagan felld. Á hafnamcfndarfundi 26. júlí sl., þegar áðurnefnd tillaga Helga Pálssonar kom þar fram, greiddi fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, Guðmundur Guð- laugsson, henni atkvæði sitt með þeim fyrirvara, að „ég er efnis- lega með tillögunni, en vil tryggja fé fyrst.“ — Þegar til kasta bæj- arstjórnar kom — á fundi henn- ar 10. þ. mán. — reyndust allir þrír bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins sama sinnis í þessu efni og komið hafði-fram með afstöðu Guðmundar i hafnarnefnd. Bar Jakob Frímannsson þar fram svohljóðandi viðaukatillögu við tillögu Helga og tjáði sig aðaltil- lögunni samþykkan, ef sá fyrir- vari næði fram að ganga, en ann- ars ekki: „Þó verði ekki ráðizt í nein- ar þær framkvæmdir, sem kunna að vera í hústtu fyrir sjógangi eða ísreki, ef ekki fæst það fé til framkvæmd- anna, sem þarf til að ljúka við verkið, þannig, að það liggi ekki undir skemmdum.“ Auglýsingastjórarnir koma „fallhömrunum í stand“! Venjulegir borgarar munu naumast átta sig á því, að slíkur fyrirvari sé ekki öldungis sjálf- sagt mál. En auglýsingastjórar Sjálfstæðismanna, Alþýðuflokks- ins og kommúnista í bæjarstjórn virðast stundum vera á allt öðru máli en venjulegt fólk með sæmi- lega heilbrigða skynsemi, og svo reyndist og í þetta sinn. Fulltrúar þessara flokka féllu hvei' í ann- ars bróðurfaðm og sameinuðust allir um að fella þessa tillögu! En Framsóknarflokksmennirnir all- ir þrír greiddu henni auðvitað atkvæði. Þegar svo var komið, að þessi sjálfsagða viðaukatillaga var fall- in, og bæjarstjórnarmeirihlutinn hafði þannig lýst sig bráðólman í að hefja án tafar „framkvæmdir, sem kunna að vera í hættu fyrir sjógangi og ísreki“ og kasta í þær því tiltölulega litla fé, sem höfnin og bærinn eiga ráð á til slíkra hluta — var svo aðaltillagan frá Helga — „að setja fallhamra hafnarinnar“ þegar í gang — samþykkt af þessum sömu sálu- félögum öllum gegn atkvæðum þeirra Jakobs og Stefáns Reykja- líns. Vegna sérstöðu sinnar sem hafnarnefndarmaður taldi Guð- mundur Guðlaugsson hins vegar rétt að sitja hjá í þettá sinn, enda hafði afstaða hans til málsins verið skýrt mörkuð áður með fyrirvara hans í hafnarnefnd. Engar tillögur til fjáröflunar. Auðvitað munu allir réttsýnir menn, sem vilja hafa fyrir því að kynna sér þessa málavexti, for- dæma svo ófyrirleitinn loddara- leik sem þann, er þarna var hafð- ur í frammi. Þó kynni að sýnast örlítil brú í vitleysunni, ef ein- hver þessara herra, sem þar að stóðu, hefði gert einhverja tilraun til þess að benda á möguleika, eða líkur til, að fé mundi fáan- legt með einhverju móti til þess að halda verkinu áfram svo langt, að það, sem þegar væri gert, gæti kallazt úr hættu. En enginn þeirra mun hafa gert nokkra til- raun í þá átt. — Helgi Pálsson er sagður hafa kveðið að orði eitt- hvað á þá leið, að hann mælti fram með tillögu sinni, að það væri „allt í lagi“ að samþykkja hana: Bæjarstjórinn mundi sem mannvirkjafræðingur stöðva verk ið, áður en nokkur skaði væri skeðiu', ef ekkert fé fengist til framhaldsins. Mun Steinsen þá hafa brugðið allhvatskeytlegá við og sagt, að það væri einmitt þetta, sem hann mundi aldrei gera, meðan þær tugþúsundir, sem enn eru þó til í hafnarsjóðnum, hrykkju til, enda teldi hann sér það hvorki skylt né heimilt að stöðva verkið, þótt í fullt óefni kynni að stefna að sínum dómi, eftir að stór meirihluti bæjar- stjórnar hefði fellt slíka tillögu og skipað — þvert ofan í hans til- lögur og tilkvaddra sérfræðinga — að hefja verkið, — „setja fallhamrana í gang“ — hvað sem hver tautaði og raulaði. Hvers á Steinsen að gjalda hjá sínum eigin flokksbræðrum? Engum mun fá það nokkurrar furðu, þótt kommúnistar, eða jafnvel kratarnir, hafi gaman af að gera svona „sprell" á kjós- endaveiðum (og hefur þó raunar málgagn kommúnistanna eitt sýnt þá sómatilfinningu að reyna alls ekki að slá sig til riddara á þessu máli, a. m. k. enn sem komið er, á meðan Alþýðumað- urinn, en þó einkum íslendingur, hafa belgt sig alla út af ánægju yfir frammistöðu sinna manna, en mannvonzku Framsóknar og íhaldsemi í þessu máli!) Og ekki kemur kunnugum heldui' á óvart, þótt leiðtoga á boi'ð við Helga Pálsson þyki fýsilegt að reyna að herma eftir kollsteypur hins mikla meistara síns og aðalflota- foringja Sjálfstæðisins, sjálfs Ól- afs Thórs, þótt útkoma slíkra fimleikaæfinga standi auðvifað nokkurn veginn í beinu hlutfalli hélt mjög athyglisverða söng- skemmtun í Nýja-Bíó í gær- kvöldi með aðstoð hins færa og góðkunna undirleikara Fritz Weisshappel. Á söngskránni voru 14 lög, þar af fjögur íslenzk, og auk þess varð söngvarinn að syngja fimm aukalög, enda var aðsókn góð og viðtökur með ágætum, og mjög að verðugu. Ekki» getur leikið vafi á, að þessi ungi söngvari býr yfir mikl- um og fjölþættum möguleikum. Röddin er þróttmikil og voldug, og listræn túlkun viðfangsefna óvenju stórbrotin og aðsópsmik- il. Yfirleitt virðist mér rödd söngvarans njóta sín bezt á efsta sviðinu, einkum í sterkum átök- um, og líka því lægsta í mýkt og STEFÁN GUÐNASON læknir, fimmtugur Fimmtugur varð sl. sunnu- - dag, 22. þ. mán., Stefán Guðna- son, læknir hér í bæ. — Stefán var áður héraðslæknir í Dala- sýslu 1930—1938, en síðan í Svarfdælahéraði um nokkurra ára skeið, unz hann settist að hér á Akureyri. — Ekki verður ævisaga hans rakin hér nánar að sinni, enda var Dagur ekki minntur á þessi tímamót í ævi Stefáns, fyrr en blaðið var næstum fullbúið til prentunar. — En óhætt er að fullyrða það, að Stefán er mikilhæfur og traustur læknir, en auk þess óvenjulega vinsæll og mikils- metinn sem maður og borgari þessa bæjar, í hópi allra þeirra mörgu manna, sem hafa hér af honum nokkur kynni. En sjálf- ur er maðurinn skrumlaus og yfirlætislaus með afbrigðum, svo að víst er, að honum þætti sér lítill greiði með því gerður að f jölyrða um hann, kosti hans og starfsferil allan í tilefni þessa merkisdags, enda skal það ekki gert. En gjarnan vildi Dagur mega vera með í þeim fjöhnenna hópi, sem óskar lækninum, konu hans, frú Elsu Sigrúnu Kristjánsdóttur, og hinum mannvænlegu börnum þeirra hjóna — allra heilla og blcssunar um langa framtíð. við ólíka hæfileika þessara tveggja foringja að öðru leyti. En hitt mun ýmsum, sem ekki eru nægilega kunnugir slíkum ref- skákum, þykja undarlegt, að bæði bæj arfulltrúum Sj álfstæðisflokks ins og málgagni hans hér í bæn- um skuli þykja sæmilegt að snúa með svo litlum heilindum og drengskap bakinu við sínum eigin flokksbróður og samherja, bæjár- stjóranum, eins og þeir hafa gert í þessu máli — og raunar ýmsum öðrum — án þess að hann hafi í þetta sinn annað af sér brotið en það eitt að fylgja fram sann- færingu sinni sem maður og sér- þekkingu sinni sem mannvirkja- fræðingur. hreimblæ, þá voru og styrkbreyt- ingar yfirleitt með ágætum, hvort sem um var að ræða vaxandi eða minnkandi styrk. Miðsviðið, eink um á piano eða forte, fannst mér hins vegar tæplega eins mótað. Af túlkun viðfangsefna fannst mér söngvarinn bera af í Hugo Wolf og Mozart, þótt sitt með hverjum hætti væri. Annars veg- ar nær eingöngu dramatisk túlk- un, en hins vegar leikandi tækni og lagræn túlkun, og sé það rétt ályktað, ber það söngvaranum vissulega þá beztu sögu, sem á verður kosið. Þess vegna mundi eg hiklaust ráðleggja söngvaran- um, að leggja rækt við dramatisk viðfangsefni, því að þar er túlk- unar- og tjáningarmöguleikinn tvöfaldur, dramatisk átök og ljóðrænn sveigjan- og innileikur. Ekki er þó þann veg upp að taka, að eg vilji stía honum frá ljóð- rænum lögum, enda má ráða það af framansögðu, að eg tel hann jafnvígan á lagræna og drama- tiska túlkun, en slíkt er fáum gefið, enda er ekki þess að dylj- ast, að við eigum fleira raddfólk en söngvara, enda kunna íslend- ingar, því miður lítil skil á því. Munurinn er sá, að söngvari er listamaður af guðs náð, eins kon- ar miðill algæzkunnar, guðseðl- isins, en raddmaðurinn einungis íþróttamaður, sem getur hljóðað hátt. Og það sem eg vildi hér í stuttu máli meina og vekja at- hygil á, er að hér sé á ferðinni listsöngvari, en ekki einungis raddsöngvari, og fyrir því bið eg þess að guð og gæfan greiði götu hans til vaxandi fullkomnunar á listabrautinni. Þess er vert að geta, að undir- leikur Weisshappels var með miklum ágætum, og svo hins, að söngvaranum bárust blómvendir og var mjög hylltur. Akureyri, 20. ágúst 1954. Björgvin Guðmundsson. Garðcigandi skrifar: „Kæri Dagur! Vilt þú koma meðfylgjandi lín- um á framfæri fyrir mig? Eg er einn þeirra, sem eiga gai'ð, að vísu ekki rammlega girtan, en þó sæmilega, með grind í hliði og öllu tilheyrandi. Nú angrar það mig og fjölskyld- una að flestir þeir, sem um nefnt hlið eiga erindi, virðast gleyma að loka því á eftir sér. í okkar hverfi eru oft kýr og hestar á beit meðfram girðingun- um og leita inn á lóðirnar, ef opin smuga finnst. Hefur það oft vald- ið tjóni á gróðri og ungum trjám. Það virðist ekki til of mikils mælzt, þó að menn séu beðnir að loka hliðum á eftir sér, en alveg sérstaklega vil eg beina orðum mínum til þeirra manna, sem losa rusl og úrgang einu sinni í viku, því að þeir ganga oftast frá opn- um hliðum. Einnig eru sendlar slæmir, en þó eru þar heiðarlegar undan- tekningar. Foreldrar ættu einnig að brýna fyrir börnum sínum að skilja ekki við opin hlið og ganga vel um lóðir, þar sem þau eiga erindi um. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.