Dagur


Dagur - 20.10.1954, Qupperneq 4

Dagur - 20.10.1954, Qupperneq 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 20. október 1954 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. íi Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnai-stræti 88. — Sími 1166. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Mein Alþýðuflokksins lögð á glámbekk OKKUR LEIKMÖNNUNUM, sem ekki berum skyn á leyndardóma læknisfræðinnar, er tjáð, að su sé stundum aðferð og þrautalending samvizkusamra og duglegra lækna, er stunda sjúklinga, sem haldnir eru alvarlegum og jafnvel lífshættulegum meinum, að þeir skeri þunnar snciðar af meinsemdinni og sendi þær til rannsóknarstofnana, eða setji þær að öðrum kosti sjálfir, ef þeir hafa til þess kunnáttu og aðstöðu, undir smásjána í því skyni að kanna sem nánast hvers kyns og eðlis meinsemdin sé, áður en þeir ákveða til hvaða aðgerða eða meðala skuii gripið hinum langþjáða og fársjúka manni til lækningar og bjargar. — Hitt mun stórum íátíðara, eða jafnvel dæmalaust með öllu, að sjúklingurinn sé sjálfur svo iramtakssamur eða fjölvís, að hann fremji upp á eigin spýtur slíka aðgerð á meinum sínum og leggi þau nakin og hlífðarlaus fram undir smásjána, ækki að- eins læknunum til athugunar, hcldur á glámbekk að kalla fyrir allan almenning, eða hvern þann, sem nennir að liafa fyrir því að líta í sjónglerið. ÞAR HAFA menn það þá svart á hvítu, að Bragi ritstjóri og hans nótar mæla með fullu samstárfi við siísíalistana, t. d. í stjórn Álþýðu- sambandsins, og það enda þótt rit- stjórinn játi í sömu andránni, að þeir liafi sýnt bæði „undirferli og óheiðarleika í samvinnu" við Al- þýðuflokkinn ávallt áðúr. En Bragi segir, að þeir Iiafi haft 6 ár til að læra betur og „var ekki ómaksins vert að athuga, hvað þeir hefðu lært?“ Hann vill óðfús gefa þeim færi á að ganga undir próf á nýjan leik! „Ég sé ekki hundrað i hætt- unni, þótt þeim sé lofað að taka prófið,“ segir ritstjórinn orðrétt. — Það er sannarlega engu líkara en að Bragi sé hér að ræða um mann- skapsmikinn og vel gefinn ungling, sem að vísu hafi reynzt ódæll pöru- piltur í barnaskóla, en líklegt sé, að nú hafi hann séð að sér með aukn- um aldri og lífsreynslu, og sé því ástæðulaust með öllu að amast við því, að hann fái að þreyta unglinga- prófið aftur, enda muni nú orðinn góður liestur úr þeim galda fola! ENGU ER LÍKARA en að rit- stjórinn sé alveg búinn að gleyma því, að síðast, þegar Alþýðuflokk- urinn leyfði konnnúnistunum að ganga undir slíkt próf, hafði það næstum riðið Alþýðuflokknum að fullu, og hefur hann aldrei borið sitt barr síðan. Og því síður hefur hann þá áttað sig á þeirri staðreynd, að sá mikli gæfumunur, sem orðið hcfur á Alþýðuflokknum hér og flokkum þeim í nágrannalöndun- um, sem hann var upphaílega skyldastur, er einmitt sá, að Al- þýðuílokkurinn íslenzki hefur aldr- ei til fulls áttað sig á eðli og aðferð- um kommúnistanna, sem vissulega eru þó enginn reynslulaus ungling- ur lengur í henni veröld, lieldur harðsvíraður og ókvalráður lieims- valdaflokkur, sem einskis svífst til þcss að koma ár sinni fyrir borð. hví hefur Alþýðuflokkurinn liér æ ofan í æ verið að leyfa þessum græningja(!) að ganga undir próf með þeim afleiðingum, að Alþýðu- flokkurinn hefur fallið í hvert sinn, minnkað, klcínað og kramizt, unz saga lians sýnist nú senn kunna að vera öll. En Alþýðuflokkar ná- granna- og írændþjóðanna áttuðu sig hins vegar fljótt á því, hvers eðlis „unglingurinn" var, töldu hann óhæfan skólaþegn með öllu og ráku liann sem snarlegast úr skóla í eitt skipti fyrir öll! ÓÞARFT ER, að fara í nokkrar grafgötur með það framar, hvar í fylkingu ritstjóri Alþýðumannsins og þeir, er honum kunna að fylgja, muni skipa sér, og hvers muni af þeim að vænta í verkalýðsmálunum í framtíðinni. Ritstjórinn og blað hans hafa þegar tekið afstöðu þvert gegn yfirlýstri stefnu nýafstaðins landsþings Alþýðufokksitis og ráða- manna hans í tveirn þýðingarmestu átakamálum dagsins. Það er hreinn óþarfi að skera þunnar sneiðar af slíkri meinsemd til þess að leggja undir smásjána. Eðli sjúkdómsins sést fullgreinilega með berum aug- um: Byltingaflokknum liefur enn á nýjan leik tekizt að eignast flugu- mann í lierbúðum Alþýðuflokksins, sem gengur þar feimulaus og ófeil- inn um öll hús og dregur lokur frá hurðum, svo að kommúnistarnir megi viðnámslaust ganga í bæinn, hvenær sem þeim kann að þykja tími til jiess kóminn að táka sér jrar heimili og luisbónclavald. HLIÐSTÆTT DÆMI þessu hefur þó alveg ný- skeð gerzt á sviði hinnar pólitísku meinafræði á landi hér. — Lengi hefur það verið kunnugt og ber- sýnilegt, að Alþýðuflokkurinn íslenzki hefur ekki gengið heill til skógar, heldur hefur hann nú um langt skeið verið haldinn alvarlegri og jafnvel lífs- hættulegri uppdráttarsýki af einhverju tagi. Var nokkur grein gerð fyrir þessu fyrirbrigði hér í blað- inu í síðustú viku, eins og j>að keniur almenningi og utanflokksmönnum lyrir sjónir, og skal ekki aftur að því vikið, sem þar var sagt. En í sömú svifum og þetta var gert að umtalsefni hcr, birtist alllöng grein í málgagni flokksins hér í bænum, þar sem ritstjóri blaðsins, Bragi Sigurjónsson, dregur hlifðarlaust lakið ofan af sjúklingnum og sýnir hverjum, sem hafa vill, kaun hans og kröm í sterku ljósi. Grein þessi er í senn rituð af óvenjulegri hreinskilni og einlægni — a. m. k. að yfirvarpi — og jafnframt af næstum því jafn óvenjulegri pólitískri einfeldni og óvita- hætti, svo að lesandann hlýtur að gruna, að ekki sé allt með felldu um einlægnina, heldur hljóti höfund- urinn að gera sér upp barnaskapinn og reynsluleysið að verulegu leyti. Er hér vissulega harla þunn og gagnsæ sneið skorin af meini flokksins og lögð undir smásjána, og því fróðlegt fyrir þá, sem fylgjast vilja með framvindunni í íslenzkum þjóðmálum, að skoða æxlið í krók og kring, eins og ritstjórinn hagræðir því sem vendilegast á glámbekknum. ! I HÖFUNDUR GREINARINNAR dregur sízt á það nokkra dul, hversu illa hag Aljrýðuflokksins er nú komið — hversu áhrifalaus hann sé í nútíð og | mikill vonarpeningur í framtíðinni. Virðist hann að- eins eygja eina bót á því böli: Aukið samstarf og raunar fulla samstöðu við Sósíalistaflokkinn eða kommúnista, bæði í þjóðmálum yfirleitt, en jió sér- staklega fyrst í stað í verkalýðsmálum og um stjórn Alþýðusambands íslands næsta kjörtímabilið. Rit- stjórinn segist í orði kveðnu gera greinarmun á þessu tvennu, sósíalistum og kommúnistum í Sósíalista- Ilokknum, en færir annars engin rök fyrir jieirri aðgreiningu, enda munu jrau engin til, nema munn- íleipur eitt og hreinar blekkingar. — Um þetta sam- starf segir annars orðrétt í greininni m. a.: „EN HÉR hefur Alþýðuflokksmenn greint veru- lega á. Framámenn okkar í Reykjavík í verkalýðs- málum telja yfirleitt ógerlegt að eiga nokkurt sam- | starf við Sósíalistaflokkinn um jjau mál, sökum und- irferlis kommúnistanna og óheiðarleika í samvinnu. Hér skal ekki um jjað efazt, að Jreir hafi um jjetta beiska reynslu, en á hitt verður ]jó að benda, að bæði í kaupdeilum og sanmingagerðum hefur þetta samstarf iðulega verið haft nú undanfarin ár og gefið þóknanlega raun(!). Hvað ætti það Jjá að vera svo ógerlegt að mæla sósíalista málum, t. d. í zVl- þýðusambandsstjórn?“ Umgengni á sveifabæjum húsfreyjurnar befur menntar en bændurnir? síður hugfast, að ekki þarf út fyr- ir landsteinana ■ til að læra góða umgengni, reglusemi og miklá snyrtimennsku.. Mhrgir íslenzkir bændur hafa þessa ;kosti í ríkum mæli, svo sem heimili þeirra -bera með sér. Þessi heimili eru að sjálfsögðu allt of fá og það hefuir verið of lítið gert að því að halda þeim á Jofti er fram úr skara. Hin eru fleiri, sem sætta sig við spýtnabrak, blikkdunka, tóma poka og illgresi, sem áberandi einkenni heimilisins, hið ytra. — Um vélar og verkfæri þarf naumast að tala. Þar er að vísu mikið ólært, en hitt er þó áber- andi, að meðferð þeirra fer mjög batnandi. Á það ber líka að líta, að það kostar stórfé að byggja verkfærageymslur fyrir vélar og búsáhöld, eins og þau eru orðin fyrirferðarmikil á jörðum, þar sem nýtízku búskapur er rekinn. Bændur hafa oftar tekið þann kostinn að afla sér vélanna fyrst, og hefur mörgum orðið það erfitt, án þess að við það bættist e. t. v. nærri því jafnmikill kostnaður við að byggja yfir þær. Verkfæra- húsin verða að vera vönduð og rakalaus og þau þurfa að vera björt og rúmgóð, svo að sæmileg vinnuskilyrði séu til viðgerða og annarrar umgengni. Verkfærahús eða heyhlöður? Taldi umgetinn fyrirlesari mik- ið efamál, hvort nauðsynlegra væri að byggja hús yfir hey eða (Framhald á 7. síðu). Eru Hver hlutur á sínum stað. Örnólfur Örnólfsson ráðunaut- ur brýndi fyrir bændum, í stuttu útvarpserindi, nú fyrir skömmu, að annast vel vélar sínar og verk- færi. Gerði hann nokkurn saman- burð á umgengni danskra og ís- lenzkra sveitabýla, og komst að þeirri niðurstöðu, að í þessu efni stæðum við langt að baki Dönum. Sem dæmi þessa, nefndi hann þann sið dönsku bændanna, að gera hreint á hverjum laugar- degi, bæði úti og inni og lagfæra allt og snyrta, viðkomandi bú- rekstrinum. Verkfæri öll yrðu að vera á sínum stað og ríkt gengið eftir því. Ef eitthvert verkfæri vantaði í verkfærageymsluna að kveldi laugardags, hefði t. d. gleymzt úti á akri, yrði söku- dólgurinn tafarlaust að sækja það, hreinsa það og setja á sinn stað. Yfir helgina er þokkalegt um að litast og enginn staður til, sem forða þarí augum gesta og gang- andi. Og á mánudegi er gott að ganga til verks, þar sem hver hlutur er á sínum stað og ekki þarf að snúast í tafsamri og langri leit að þeim. Þá benti hann á nauðsyn þess að kalka og mála fjós og önnur peningshús, bæði utan og innan. Þarf ekki út fyrir landsteinana. Tæplega þarf að efa, að meðal danskra bænda mun umgengni nokkuð misjöfn. Engu að síður er mikið hægt af þeim að læra, á þessu sviði. Hafa má það engu ERLEND TÍÐINDI Örlagaríkir dagar í sögu Vestur-Þýzkalands og Evrópu allrar ÞAÐ ER í dag, sem Vestur-Þýzkaland á að hljóta fullt sjálfstæði og fullvelcli úr hendi hinna vestrænu hernámsvelda. Samkvæmt samkomulagi því, sem gert var á níuveldaráðstefnunni í London, eiga fulllrúar Bandaríkjamanna, Breta og Frakka annars vegar, og Adenauer kanzlari Vestur-Þýzkalands hins vegar, að undirrita samninga Jjá, sem binda enda á hernám Vestur-Þýzkalands og veita Þjóðverjum fullt sjálfstæði. Á morgun eiga svo ráðherrar níuveldanna að ganga frá upptökubeiðni Þýzkalands í Atlantshafsbandalagið, og á föstudaginn kemur er fundur ráðherranefndar banda- lagsins í París, og Jjar verður gengið formlega frá aðild Vestur-Þjóðverja að Atlantshafsbandalaginu. Er ætlað, að upptakau verði veitt með samhljóða atkvæðum. Ný- komin Norðurlandablöð greina frá Jjví, að Danmörk og Noregur muni samjjykkja upptöku Vestur-Þjóð- verja. Þegar þetta er ritað, hefur ekki verið grcint op- inberlega frá afstöðu íslands, en efalaust er liún sam- hljóða afstöðu liinna Norðurlandaþjóðanna, og mun utanríkisráðherra íslands því væntanlega greiða at- kvæði með aðild Þjóðverja á ráðherraíundinum í París á föstudaginn. UNDANFARI þessara atburða allra, sem gerzt hafa með óvenjulegum hraða í stjórnmálaögu Evrópu, er að sjálfsögðu afdrif Evrópuhersins í franska Jjinginu og síðan frumkvæði Breta að Lundúnaráðstefnunni. Oft er nú látið að Jjví liggja í skrifum um gang hcims- ruálanna, að Evrópa gegni nú smærra hlutverki en oftast áður. Þyngdardepill lieimsmálanna sé nú kom- inn á allt aðrar breiddargráður, — til Washington, Moskva eða jafnvel Peking; hin pólitíska veðurspá samtímans sé gefin út á þessuni Stbðtíin, en ekki f' höfuðborgum Evrópu'. En á þessu ári liafa Jjó Jjrjár evrópskar höfuðborgir verið miðdepill heimssögulegra viðburða, þar sem eru ráðstefnurnar í Berlín, Genf og London. Ein fór út um Jjúfur, en tvær eru taldar hafa heppnazt vel. Vestrænir stjórnmálamenn hafa upp- skorið mikið hrós fyrir framgöngu sina á þessum ráð- stefnum, cinkum Eden, utanríkisra^herra; Brefa, Og vissutéga hefur hann — og fleiri EVEópumé'nri áf eldri kynslöðinni — átt mikinn þátt í þvii að-flyfja frum- kvæðið í samskiptamálum þjóðanna frá Bandaríkjun- um til meginlands Evrópu. En eigi að síður eru nú uppi raddir, sem minna á það, að þeir stjórnmála- menn, sem nú fá hrós fyrir sáttasemjarastörf, hafi sjálf-' ir átt mikinn þátt í því að skapa ringulreið Jjá, sem ríkt hefur í Evrópu nú að undaníörnu, og sé erfitt að ráða í það, hvort Jjeir séu meiri byggingameistarar en niðurrifsmenn. Stærsti atburður Lundúnaráðstefnunnar var yfirlýs- ing Breta um það, að Jjeir mundu til aldamóta hafa her á meginlandi Evrópu, jafnstyrkan þeim, er nú dvelst þar. Með yfirlýsingunni er brotið blað í utan- ríkismálastefnu Breta, sem jafnan hafa verið fráhverfir skuldbindingum á meginlandinu, en hafa því meira treyst sambönd sín við samveldislöndin úti um heirn. Vafalaust er, að almenningsálit í Bretlandi styður yfir- lýsingu stjórnarinnar í Jjessu máli, enda Jjótt meira en vafasamt sé, livort hún hefði komið fram um sinn, ef Frakkar hefðu ekki reynzt jafn tregir í taumi og raun hefur orðið á síðan Mendés-France tók Jjar við stjórn- arforustu. Yfirlýsing Breta var í rauninni verulegur sigur fyrir Frakka, sem ltafa, eins og Mendés-Franre orðaði Jjað í ræðu að aflokinni Lundúnaráðstefnunni, færzt nær Þýzkalandi, án þess að fjarlægjast Bretland. ÞÓTT NÚ standi fyrir dyrum að framkvæma á- kvarðanir Lundúnaráðstefnunnar um Þýzkaland, er eigi Jjar með sagt, að öllum liindrunum sé rutt úr vegi. ÞjóðJjing níuveldanna eiga eftir að staðfesta samkomu- lagið og síðan aðild Þjóðverja að Alantshafsbandalag- inu. Þar kann franska Jjingið enn að reynast ójjægur Ijár í Jjúfu. En andspyrnu gegn níuveldaráðstefnunni og endurliervæðingu Þýzkalands í núverandi formi er Jjó ekki eingöngu að vænta Jjar. í vestur-Jjýzka þinginu er líka veruleg andspyrna. Vekur þar meiri athygli mót- spyrna samstarfsflokka Adenauers en stjórnarandstæð- inganna. í Vestur-Þýzkalandi virðast nú vera hávær- ari raddir en áður um nýja sókn til Jjess að sameina allt Þýzkaland, enda er vel kynt undir frá Austur- Þýzkalandi og Moskva. Þetta hefur orðið til Jjess, að ýmsir stjórnmálamenn og rithöfundar á Vesturlöndum virðast nú líta með meiri skilningi en áður á hina sér- stöku stöðu Þýzkalands mitt í gjánni, sem skilur austur Og vestur. Mönnum virðist nú, að ekki sé öruggt, að endurhervæðing Þjóðverja, endalok hernámsins, aðild (Framhald á 7. siðu.)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.