Dagur - 27.10.1954, Page 1

Dagur - 27.10.1954, Page 1
12 SÍÐUR GERIST ASKRIFENDUR! Sími 1166. ÁSKRIFTARSÍMI blaðsins er 1166. Gerizt áskrifendur! XXXVII. árg. Altureyri, miðvikudaginn 27. október 1954 46. tbl. Frá málverkasýningu Kjarvals Málverkasýning Jóhannesar Kjarvals var opnuð í verzlunarhúsi Kr. Kristjánssonar forstjóra hér í bæ sl. sunnudag, sjá frásögn annars staðar í blaðinu. Efri myndin: Listamaðurinn vann sjálfur að því á iaugardaginn að koma myndunum fyrir í sýningarsalninn og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Neðri myndin: Ein af Iiinum fögru landslagsmyndum Kjarvals, nr. 19 á sýningarskránni, og lieitir „Vetrarmynd frá Þingvöílum“. Ljósmynd: H. S. Haría Markan Östlund syngur Um 6Síl nianns höfðu sótt sýninguna um miðjan dag í gær Klukkan 2 s. 1. sunnudag var opnuð fyrsta málverkasýning Jóhannesar S. Kjarval hér á Akureyri. Engin Iiátíðlegheit voru við opnun sýningarinnar hér fremur en í Reykjavík og lista- maðurinn sjálfur hvergi nærri. En hann hafði daginn áður og fram á nótt starfað að því að koma málverkunum fyrir í sal á efstu hæð hins nýja verzlunarhúss Kr. Kristjánssonár for- stjóra við Geislagötu. Frú María Markan Östlund óperusöngkona, sem dvalið hef- ur í Reykjavík að undanförnu, er væntanleg hingað til Akureyrar innan skamms. Mun hún halda eina söngskemmtun á vegum Tónlistarfélagsins hér, fimmtu- daginn 4. nóvember. Verða þetta 4. tónleikar félags- ins á þessu starfstímabili. Operu- söngkonan kom hingað til lands frá Kanada, þar sem hún er bú- sett. Hún hefur tvisvar éður komið til landsins síðan 1043. Fiúin hefur, sem kunnugt cr, víða farið. Hefur hún sungið i 3 heimsálfum á hljómleikum og við óperur, Meðal annars við Metro- politan óperuna í New York, Glenbourne óperuna í Englandi, Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöín og Schiller óperuna í Hamborg. Reykvikingar fögnuðu hinni frægu söngkonu ákaflega, er hún söng þar opinberlega nú fyrir skemmstu. Ek-ki þarf að efa það, að Akur- eyringar grípi tækifærið 4. nóv- ember, til að lilýða á hina víð- frægu óperusöngkonu, sem hefur tekið sér nokkurra vikna frí til að haimsælra fornar slóðir. Heybruni að Æsu- stöðum Á laugardaginn var kviknaði í þurrheyi í votheysturni á Æsu- stöðum. Fóru fjórir menn úr Slökkviliði Akureyrai' á vettvang og margt manna úr sveitinni, og tókst fljótlega að slökkva. Ekki urðu skemmdir á byggingum, svo að teljandi sé, en talsverðar skemmdir munu hafa orðið á heyi. Húnvetningar á sýn- ingu Kjarvals í gær kom stór áætlunarbíll með Húnvetninga, er hingað komu þeirra erinda að sjá sýn- ingu Kjarvals. Munu þeii', ef að líkum lætur, ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum. Ðr. Ádenauer kanslari í heimsókn Kanslari Vestur-Þýzkalands, dr. Adenauer, kom til íslands í gær; var han,s vænzt, ásamt fylgdarliði, til Keflavíkur. Þangað ætlaði dr. Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra til móts við hann. Móttökur voru ráðgerðar í Reýkjavík, við komu hins þýzka stjórnmálaforingja^ en síðan skyldi haldið að Bessastöðum á fund forseta íslands. Kanslarinn er á leið vestur um haf. Síðdegis í gær hélt hann fund með blaðamönnum í þýzka sendiherrabústaðnum í Reykja- vík. Þótt margra leiðir liggi til ís- lands á síðustu tímum, er það þó allmikill viðburður, þegar þjóð- arleiðtoga ber að garði, ekki sízt þegar nafn hans er á allra vörum í sambandi við síðustu viðburði heimsmálanna, eins og nafn dr. Adenauers kanslara. Svo sem áður var frá sagt hér í blaðinu, gat Haukúr Snorra- son, ritstjóri Dags, ekki sinnt störfum í sumar við blaðið, sökum veikinda. Var sérstak- lega að þessu vikið í 37. tölubl., þegar Jóhann Frímann, vegna anna, lét af ritstjórn blaðsins, er hann hafði haft um skcið. — Meö næsta tölublaði tekur Haukur Snorrason við rit- stjóminni á ný, og vil cg, fyrir könd velunnara Ðags og stóra lesendahóps, bjóða han-.i vel- kcminn íil starfs. Erlingur Davíðsson. En þótt þar sé vítt til veggja, reyndist húsrýmið ekki nógu stórt til þess að hengja þar upp öll listaverkin, er Kjarval flutti hingað norður. Nokkur þeirra eru til sýnis í stofu á 2. hæð hússins. Á sýningarskrá eru taldar 74 myndir, en á sýningunni eru nokkur listaverk, sem þar eru ekki talin. Hér eru nú öll þau listaverk, er sýnd voru á Kjarvals sýningunni í Reykjavík fyrir skemmstu að undanskildu einu, sem Kjarval skildi eftir því að sú mynd var undir gleri. Kjarval sagði blaðinu, að Kr. Kristjánsson hefði boðið sér hús- rými til að halda sýningu hér fyrir 2 árum og hefði hann vissu- lega ekki komið hingað með sýn- inguna, ef þetta boð hefði ekki staðið enn. Annars kvaðst Kjarval ekkert hafa að segja um sýning- úna. Af sér og sýningunni væri bókstaflega ekkert að frétta að sinni. Listamaðurinn fór héðan í gær, til Reykjavíkur, en mun væntanlegur aftur síðar í vikunni. (Framhald á 11. síðu). komi nn i © I •fr e> I I | I j; © © © £ £ -t ö 1 Farfuglarnir koma á vorin og hranna blátí heiðið með söng og vængjaþyt. Kjarval kom í haust. Auðvitað er liaun engum líkur, ekki einu sinni fuglunum, sem hann ann þó af næmleik og djúpúð listræns huga. Á norðurleið mætti hann hegra, sem fór einförum í Langadal. Kjarval var allur í uppnámi, og glampandi augun skutu glóandi gneistum, þegar hann sagði mér frá þessum fundi. Ef til vill er þetta líka táknrænt. Kjar- val fer einförum um Langadal íslcnzkrar listar, þar sem niður móðunnar mikiu, Blöndu lífs og lita, tekur hrifnæman hug fastatökum. Á bökkum hennar dvelst síelskum farfugli, þótt þyngi í lofti og norðíenzk fjöll faldi hvítu trafi. Sýning Kjarvals er mikill og cinstæður viðburður í menn- ingarlífi Akureyrar. Ovíst er, að nokkur íslendingur hafi nokkurn tíma skyggnzt dýpra í huliðsheima íslenzkrar nátt- úru en Jóhannes Kjarval. Storknuð hraunin eru þrungin lífi og unaíjslegum blæbrigðum. Kankvísir bergbúar velta vöngum og gægjast út úr ramgermn hamravirkjuiii .Svifléttar álfa- meyjar stíga draumþýðan dans í blásölum bragandi norður- ljósa. Nei, þetta eru of háar slóðir. Mér var ekki gefin gáfa listarinnar, og cg reyni eklti að gerast listdómari. En þó ann eg fögru ljóði og fagurri mynd. Tímunum saman hefi eg getað setið á vinnustofu Kjarvals, og alltaf hefi eg, fávís og fákunn- andi, þótzt sjá inn í nýja og nýja hulduheima lands og þjóðar. „Óskaplega er þetta fallegt,“ sagði lítil stúlka, sem réð hafði myndirnar á sýningu Kjarvals. Eg veit ekki, hvort þcim er auðlýst betur en með þessari einföldu og barnsícgu sctningu. Eg vcit heldur ckki, hvort rétt er að segja, að Kjarval hafi sjálfur skapað fegurð myndanna sinna. En misgjöful örlögin hafa gætt hana þeirri dýru gáfu að sjá fegurð og dásemdir þar, sem öðrum voru þær fólgnar. Og Kjarval er örlátur. Hann er einn mesti höfðinginn, sem eg hefi kynnzt á ævinni. Nú gefur hann okkur, Akureyringum, kost á að sjá myndirnar sínar og njóta þeirra um stund. Þetta er góð gjöf og vandþökkuð. Eg vænti þess rcyndar, að við kunnum að meta hana. ALLIR AK- UREYRINGAR EIGA AD SJA SÝNINGUNA. Allir skólar bæjarins ættu að gefa nemöndum sínum sérstakt leyfi til þess. Eg veit, að stund í sýningarsölum Kjarvals hlýtur að verða mörgum ógleymanlegur minningarauður, sem ekkert getur grandáð í hrjúfum heimi. Við bjóðum Kjarval alúðlega velkominn á norðurslóðir. Hann er óvenjulegur aufúsugestur. Brynjólíur Sveinsson. 4- í; 4- <■ f ©

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.