Dagur - 27.10.1954, Page 7

Dagur - 27.10.1954, Page 7
Miðvikudaginn 27. október 1954 Ð A G U R 7 Ólafur Tryggvason, líóndi á Hamraborg, er þekktur Iiér iim slóðir fyrir lækningar sínar. r Ovenjulégt heimili og sérstætt. Engin sjáanleg lækninaatsski. Máttur bænheitra manna G Óskráður Iæknir. Hér um slóðir kannast flestir við Ólaf Tryggvason á Hamra- borg við Akureyri. Hann er óskráður læknír margra hér í bænum, og til hans er leitað víðs vegar að af landinu. Um Ólaf og' lækningar hans ganga að sjálfsögðu margar sögur manna á milli. Ef að líkum lætur, eru sumar sannar en aðrar ýktar. En hvað sem því líður, er það víst, að það er orðinn stór hópur manna, sem hefur til þess kunnugleika af eigin reynslu, að segja gerr frá lækningum Ólafs, en hér verður gert. Margir Icita lækninga. Með því að leggja leið sína í nágrenni Ólafs, er auðvelt að sjá, að meiri umferð er þangað heim en gerist á bæjum. Daglega er því líkast að húsráðandi.ætti merkis- afmæli og þess væri minnzt að eyfirzkúm sið. Bílar í hlaði og bílar á leið héim og heiman. E. t. v. er það ekki fjarri sanni, sem sagt er, að Óiafur á Haniraborg hafi stundum samtímis um 100 sjúklinga. Hjá-því gat ekki farið, að húsráðéndur ogTieimili þeirra væri í ýmsu frábrugðið því, sem almennt, gerist Tijvalinn staður fyrir forvitin- augu-, ef tilviljun eða tækifáeri byðist. Atvikin höguðu því líka svo til, að maður nokkur, er leitað liafði lækninga hjá venjulegum lækn- um ,en án árangurs, náði sam- bandi við Ólaf á Hamraborg. Samdist svo með þeim, að Ólafur gerði tilraun að lækna hann, og skyldi maðurinn koma til hans nokkrum sinnum. Vegna kunningsskapar og þess, að bifreið var ávallt við hendina, var það gagnkvæmur greiði að nota hana. Með því var hið kær- komna tækifæri komið, að líta inn á þetta umtalaða og sérstæða heimili. í heimsókn hjá Ólafi á Hamraborg. i Með nokkurri eftirvæntingu var þeirrar stundar beðið, er aka skyldi með sjúklinginn, sam- kvæmt því er umsamið var. Ekki er því að leyna, að margs konar hugrenningar um dulræn efni rifjuðust upp og frásagnir með og móti ýmislegu „kukli“, bæði fyrr og síðar. En það er sannast mála að flest er það „spennandi", eins og yfii'leitt allt það meðal okkar, sem óþekkt er og óséð verður fyrir leikmannsaugum. Ólafur tók sjálfur á móti okkur á tilsettum tíma. Hann var að fylgja gestum úr hlaði. Okkur var boðið til eldhúss. Þar stóð rjúk- andi kaffi og heimabakað brauð. Óvæntir gestir, langt að komnir, trufluðu ofurlítið áætlunina, en við nutum góðgerðanna í eldhús- ir.u á meðan. Fábrotin lækningastofa. Lækningastofan hans Ólafs er ekki margbrotin eða markileg. Húsgögn eru þar engin, utan 2 stólar og bekkur. Þunn tjöld voru fyrir stórum glugga. Engin var þar meðalalykt og engin lækningatæki. Fyrst var rætt litla stund um daginn og veginn, en talið síðan sveigt að vanlíðan sjúklingsins. Ólafur var hressilegur í fasi og viðræðum. Sagði liann síðan í fáum orðum hvað hann áliti um sjúkdóminn. Rann þá upp sú stund, er eftir var beðið með nokkurri óþreyju. Hvernig fór Ó1 afur að því að lækna mann, sem aðrir læknar höfðu gengið frá? Vænta mátti, að hér gerðist eitt- livað óvenjulegt. Það varð þó ekki. — Lækningin var bj'ggð á krafti bænarinnar litla stund í al- gerri þögn. Drykkjufýsnm hvarf. Sjúklingurinn varð fyrir sterk- um áhrifum, er hann þó gat ekki að fullu lýst, þar sem hann hafði aldrei áður orðið fyrir neinu, er hann gæti haft til samanburðar. En honum leið vel, bæði andlega og líkamlega. Læknirrgamar voru endurteknar í nokkra daga. Af útliti hins sjúka varð lítið ráðið. Engu að síður er það staðreynd, að sjúklingurinn varð albata. — Hér höfðu undur gerzt. Sjúkleiki hans var drykkju- fýsn. Ekki verða lækningar Ólafs „Tryggvasonar lagðar liér undir smásjá. En geía má þess, að stofn- aður hefur verið í Reykjavík fé- lagsskapur fyrrverandi ofdrykkju manna af Guðna Ásgeirssyni. -— Samkvæmt útvarpserindi, er hann flutti fyrir nokkru, um þessi mál, lagði hann mikla áherzlu á mátt samstilltra bænagjörða, til hjálpar hinum sjúku, og var er- indi hans hið athyglisverðasta. Virðast hér hliðstæðar aðferðir notaðar. Af fyrri kynnum af Ólafi Tryggvasyni, er hér er kenndur við Hamraborg á Akureyri, vár vitað, að hann er maður sér- kennilegur. Hann er gáfaður og skapríkur, drenglyndur og ein- lægur. Hann getur trauðla neitað um hjálp, og til hans er stöðugur straumur fólks, með andlegar og líkamlegar meinsemdir. Hvort hann getur öllum hjálpað, skal ósagt látið, og væri það reyndar með ólíkindum. En hvernig má það vera, að bóndi hafi tíma til að sinna fjölda gesta daglega. Skyldi það ekki vera einsdæmi á landi hér, að bóndi, sem ekki er læknislærður, verði að vanrækja svo gjörsam- lega hin nauðsynlegustu bústörf, vegna þrotlauss fólksstraums í lækniserindum, að ekki vinnist (Framhald á 11. síðu). Framleiðsluverðmæti íslenzkra iðnaðarvara árið 1950 var íalið, samkvæmt skýrslum Hagstofu íslands, nema alls um 1050 millj. króna, cða sem svarar 7.300 krón- um á hvert mamisbarn í landinu. Um 92% inulcndra hráefni, sem ísl. iðnaðurinn notaði 1950, var r.otað í tveimur aðalgreinum, matvælaiðnaði og kemiskum iðn- aði; einkum í fisk-, mjólkur- og kjötiðnaði. Innan einstakra ann- arra greina, sem notuðu erlend hráefni að 90% og þar yfir, má nefna bókband, málmsmíði alls konar, gúmmíiðnað, trésmíði, húsgagnagerð, smjörlíkisgerð, nærfatagerð, málingar- og lakk- gerð. Miðað við allan íslenzka iðnað- inn 1950 nam verðmæti erlendra hráefna alls kr. 151,409 eða 34% af hráefnaverðmætinu, en inn- lendra kr. 290,587 cða um 65,7% af hráefnaverðmætinu. Sé miðað við starfsfólk í iðnaði, ei’ mannflesta greinin matvæla- iðnaður (annar en drykkjarvöru- iðnaður), með 31%, næst koma skógerð^ fatagerð, og framleiðsla annarra fullunninna vefnaðar- muna, með 13%, málmsmíði 13% og flutningatækjagerð 11%, allt miðað við heildartölu verkafólks í iðnaði. Iðnfyrirtæki eru svo mörg og smá, að hjá 1246 fyrirtækjum koma að meðaltali 367 slysa- tryggðar vinnuvikur verkafólks eða rúmlega 7 fulltryggðir starfs- menn á hvert fyrirtæki árið 1950. Aðeins .23 fyrirtæki eru það ár með yfir 2000 tryggðar vinnuvik- ur, þ. e. 40 starfsmenn og þar yfir. Tala vinnustunda á verkamann var sama ár 2100—2400, eða vegið meðaltal fyrir allar iðnaðargrein- ar 2147 (í Noregi sama ár 2102 stundir á verkamann). Kaupgreiðsla á klukktsuund árið 1950 var að meðaltali kr. 11,50 fyrir karla og kr. 6,83 fyrir konur. Skipting orkukostnaðar milli orkugjafa til íslenzks iðnaðar árið 1950 var þessi: 45% orkuverð- mætisins var olía og benzín, 34,3% rafmagn, 11,2% kol og koks og 9% aðrir orkugjafar (heitt hveravatn, gas, súr, ammoniak og fleira). Orkukostnáðui' ísl. iðnaðarins 1950 var að meðáltali 2% af fram- leiðsluverðmætinu. Um fjármagn bundið í ísl. iðn- fyrirtækjum árið 1950 segja skýrslur Hagstofu íslands að iðn- fyrirtæki með 78% af tryggðum vinnuvikum iðnaðarins í heild höfðu 409,602,000,00 kr. bundnar í hyggingum, vélum og áhöldum, miðað við vátryggingarverð þeirra. Mest er fjárfestingin, eða 32,9%, hjá kemiska iðnaðinum, en til hans teljast síldar- og fiski- mjölsverksmiðjur, liírarhræðslur, lýsishreinsunarstöðvar, hval- vinnslustöðvar, málningarverk- smiðjur, gas-, súrefnis-, kalk- og kolsýrugerðir. Næst mest er fjárfestingin, eða 27,4% heildarverðmætisins, hjá matvælaiðnaðinum, en til hans teljast hraðfrystihús, sláturhús, mjólkurbú, brauðgerðarhús, kex- verksmiðjur, smjörlíkisgerðir, niðursuðuverksmiðjur o. fl. Þá er einnig mikið fiármagn bundið í málmsmíðaiðnaði, flutn- ingatækjagerð (skipasmíðastöðv- um og hifreiðaverkstæðum) og vefjariðnaðþ einkum klæðaverk- smiðjum. Síðan 1950 hafa tölur þessar allmjög hækkað vegna nýrra verksmiðja. Stærst þeirra er köfnunarefnisáburðarverksmiðja, er tók til starfa á þessu ári og kostaði um 140 milljónir króna. Nokkuð hefur verið rætt og rit- að á síðustu árum um nauðsyn þess að íslendingar fari inn á ný svið iðnaðar, er gætu skapað arð- vænlega úíflutningsframleiðslu, en hún þykir enn sem komið er ekki nógu fjölbreytt, miðað við aukna þörf þjóðarinnar fyrir er- lendan gjaldeyi'i til þess að mæta kröfum hennar um stöðugt batn- andi lífskjör. Lærdómsríkt er í þessu sam- bandi, að fyrsta tilraun íslendinga til þess að taka þátt í vörusýningu erlendis annarri en sérsýningu fiskafurða (en fiskiðnaðurinn hefur verið svo til eini útflutn- ingsiðnaðurinn) var gerð af Félagi ísl. iðnrekenda með þátt- töku í alþjóðavörusýningunni í Briissel sl. vor. Þar voru sýndar m. a. þessar vörutegundir: Ammonium nitrate áburður, ullargarn, tweed, kamgam, ull- arteppi, gólfteppi, þorskalýsi til lækninga, dýrafóðurs og til iðn- aðai'. Síldar-, karla- og þorska- lýsi, síldar-, karla- og fiskimjöl, rækjur, humar og ýmsar aðrar niðursuðuvörur, skófatnaður, raf- magnsheimilistæki, transforma- torar o. fl., skjólflíkur og sport- fatnaður, súkkulaði og sælgæti, gólfteppi og mottur úr ull, vik- urholsteinar og einangrunarplöt- ur úr vikri, vinnu-, sport- og skjólatnaður. Gefur það nokkra vísbendingu um, hvaða tegundir núverandi iðnaðarramleiðslu þyki líklégast- ar til útflutnings. En hvaða horfur eru fyrir stór- iðnaði á íslandi? Hvaða aðstöðu hefur fsland á því sviði? Talið er, að auðvelt sé að fá ódýra raforku á íslandi með við- bótarvirkjunum vatnsfalla. Áætl- að er að virkjanleg vatnsorka mynda nema samt. 4,500,000 KW, en virkjuð vatnsorkuver nú gefa aðeins af sér 100,000 KW orku. Auk þessa er sú raforka, er fást myndi með virkjun heitra gos- hvera. Boiiiola í tilraunaskyni, 750 feta djúp, u. þ. b. 25 km. frá Reykjavík, gýs 30 tonnum af gufu á klukkustund, 330 °F heitri, og með 85 psi þrýstingi. Heitar uppsprettur finnast á um 200 stöðum á íslandi og er tal- ið að um 25000 gallon af heitu (Framhald á 11. síðu). BfLFERÐAVÍSUR. Jeppinn ber mig víða vega vakur oftast þægilega. Á samt til að ausa og prjóna, ímynd Jarps og gamla Skjóna, sem mig áður báru á baki. Bifreið ertu þeirra maki? Víða heyrist véladynur veldi fáks í rústir hrynur. Feðra okkar var hann vinur vænsti þjónn og raunabót. Gróa fornir götuslóðar gleymist hestamenning þjóðar. Bóndinn nú í bifreið Ijóðar birtir hreiflum vinarhót. Brautir nýjar bílar geysa byggð úr fjötrum vegir Ieysa. Túnin stækka, týnizt veiza tæknin sigrar holt og grjót. Heimaríkir rakkar þjóta renna í kapp við skrímslið ljóta. Kusa liggur löt á vegi, lundprúð bæði á nótt og degi. En hörkustríð í hundssálinni, ef heyrist duna í bifreiðinni. X.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.