Dagur - 03.11.1954, Blaðsíða 6

Dagur - 03.11.1954, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 3. ncvcmbcr 1954 íW'WW>AW>//V>A/V>A/WV^/'A/v^/AA^AAC/>/V>^C^W^A/^'/<4 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88. — Sími 1166. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. ^ Árgangurinn kostar kr. 60.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. MEGINRÖKIN fyrir nauðsyn nýtízku hrað- . frystihúss hér á Akureyri eru þau, að án slíkrar aðstöðu stendur útgerð togaranna hér höllum fæti og fær ekki notið þeirra sölu- og aflamögu- leika, sem fyrir hendi eru. En togaraútgerðin hef- ur til þessa reynst bæjarfélaginu hin bezta stoð, enda er enginn ágreiningur um að hana beri að styðja og efla eftir því sem unnt er. Verður heldur ekki annað sagt, en bæjarfélagið, fyrirtæki og einstaklingar hafa brugðist vel við, er leitað hefur verið eftir fé til þess að fjölga skipum í togaraflot- anum. Hefur líka gengið furðu greiðlega að auka flotann verulega á fáum árum. Þessi reynsla vek- ur von um, að hraðfrystihússmálið muni ekki stranda á tregðu manna að leggja fram það stofn- fé, sem nauðsynlegt er til þess að hefjast handa. Fáist stofnframlagið, er krafa Akureyrar um fyr- irgreiðslu lánsstofnana og ríkisvalds til þess að ljúka framkvæmdunum svo sterk, að í móti henni verður ekki staðið. Er því augljóst mál, að á miklu veltur, hvernig hlutafjársöfnun þeirri, er nú er hafin, reiðir af. MIKLU MEIRI líkur eru nú fyrir því en var fyrir fáum árum, að hraðfrystihús hér geti orðið gott fyrirtæki. Er málið kom hér fyrst á dagskrá, voru allir útreikningar miðaðir við að togaramir legðu nær eingöngu upp góðfisk á frystihúsið, en verulegir tæknilegir og fjárhagslegir erfiðleikar voru samfara slíkum rekstri. Kom þá fram, að útgerðarfyrirtæki í bænum, þar á meðal Útgerðar- félag Akureyringa, töldu að ekki væri hægt að skuldbinda upplag afla til hraðfrystihúss. Síðan hafa viðhorfin breytzt með fundi nýrra karfamiða, samhliða stórauknum sölumöguleikum á karfa. Rekstur hraðfrystihúss hér mundi þurfa að styðjast við karfa-afla að verulegu leyti, en aflahorfur og sölumöguleikar eru nú með þeim hætti, að sú stoð ætti að vera alltraust um næstu framtíð. Þegar málið kom hér fyrst á dagskrá, voru uppi háværar raddir um að efna til bæjar- reksturs á slíku frystihúsi. En samkomulag er nú orðið um það í milli allra flokka í bænum, að styðja Útgerðarfélagið til framkvæmdanna. Þann- ig verður hraðfrystihúsið líka beinlínis tengt tog- araútgerðinni og það mun happasælast. I NOKKUÐ HEFUR borið á því að einstakir flokkar hafi viljað slá sér upp á hraðfrystihúss- málinu í augum kjósenda með því að gerast nógu frakkir að samþykkja fjárframlög á bæjarstjórn- arfundum, án þess að slík framlög séu beinlínis á fjárhagsáætlun bæjarins eða þegar undirbúin með lántökum. Fjárhagsskuldbindingar af þessu tagi, iyfta ekki þungu hlassi í þjóðfélaginu í dag. Myndarlegra hefði því verið að benda á, hvar fé væri að fá en þrengja fram bæjarstjórnarsam- þykkt um fjárframlag, sem ekki er til reiðu nú, þótt eftir væri leitað. Að slíkum vinnubrögðum er málefninu enginn stuðningur. ÞESSA DAGANA starfar 30 manna sveit úr öllum stjórnmálaflokkunum að því að safna hluta- fé til Útgerðarfélagsins, en féð er allt ætlað til hraðfrystihússbyggingar. Þess er vænst, að það sjáist svart á hvítu ,að Akureyr- ingár hafa ríkan áhuga fyrir þéirri nýbreytni í atvinnulífinu, sem fyrirhuguð er, og leggi því á sig fjárhagsskuldbindingar, sem um bæ. En almenn þátttaka í hlutafjárframlaginu getur leyst vandann, án þess að hver og einn leggi fram stórar fúlgur. Reynir því á samheldni bæjarmanna og vissulega kosta erfiði. Mikið fjár- trú þeirra á framtíð bæjarins og magn liggur ekki á lausu í þess- | lífsmöguleika. Enn nóg að starfa fyrir sjúkrahússmálið. NOKKUR ATRIÐI, sem fram koma í frásögn sunnanblaðs af starfi milliþinganefndar í heil- brigðismálum minna á, að of snemmt er að snúa baki við sjúkrahússbyggingunni hér og telja málefni hennar komin í höfn þótt senn sé ár liðið síðan flutt var í nýja spítalann og hann tók til starfa. Enn mun spítalann skorta mikið af alls konar tækj- um og búnaði, er hann þarf nauð- synlega að eignast. Þá er á það minnt í áliti milliþinganefndar- innar, að enn er eftir að leysa húsnæðismál starfsfólks spítalans og koma upp spítalaþvottahúsi. Segir nefndin starfsliðsskort hamla fullum notum af sjúkra- hússbyggingunni og kennir um húsnæðisskorti. Hvort sem það er nú aðalástæðan eða ekki, er það rétt hermt, að ekki er unnt að nota allt húsrými sjúkrahússins vegna skorts á hjúkrunarliði. Eru því ærin verkefni óleyst fyrir stjórnendur sjúkrahússins og alla velunnara þess. Meðan spítalinn var í smíðuny naut hann sannar- lega góðvildar og örlætis margra manna. Sífellt bárust gjafir í sjóð hans og ýmis félög, einkum sam- tök kvenþjóðarinnar, störfuðu að málum hans. Eftir að flutt var í nýja húsið hefur minna borið á þessari styrktarstarfsemi, og má kalla það skiljanlegt, þar sem miklum áfanga var náð. En þess er eigi að síður mikil þörf, að áhugi almennings fyrir málefnum sjúkrahússins sé vakandi. Mætti vel hugsa sér áð nú væri tekið til þar sem frá var horfið og eigi látið staðar numið fyrr en sjúkra- húsið hefur eignast allan þann búnað, er því er nauðsynlegur, og viðunandi lausn hefur fengizt á húsnæðismálum starfsfólksins og öðrum þeim agnúum, sem nú standa í vegi fyrir því að heil- brigðis- og menningarmálum þjóðarinnar verði þau not af þess- ari stofnun, sem efni frekast standa til. f þessu efni eiga Akur- eyringar að hafa forustu. Það hlýtur jafnán að vera þeirra vei’k fyrst og fremst, að standa vörð um málefni spítalans. Álit milli- þinganefndar þeirrar, sem nú hefur nýlega látið til sín heyra, minnir á, að þörf er umræðna um málefni sjúkrahússins og aukins almenns áhuga fyrir velgengni þess. Húsmóðirin ber í raun réttri jölmörg starfsheiti á fjárhagsáætlun þessa árs fram- lag til byggirígar skólahúss, en það hrekkur skammt. Verður nú ekki undan því flúið að taka ríf- lega fjárveitingu til málsins á fjárhagsáætlun næsta árs, því að skólabygging þarf að rísa af grunni á næsta sumri og verða nothæf að einhverju leyti a. m. k. næsta haust. Verður þetta allei'fið raun fyrir bæjarfélagið, sem nú hefur í mörg horn að líta, en ekki má aka sér undan því að taka á málinu t. d. með því að ætla að notast við einhver gömul hús til bráðabirgða. Hér er ekki völ á neinum gömlum húsurn, sem nokkurt vit er að ætla til barna- skólahalds. Hér er engin önnur lausn til en að byggja skólahús, og er þá í alla staði eðlilegast að það sé staðsett á Oddyeri. Og enn á bæjarfélagið fyrir höndum að koma hér upp safnahúsi einhvern tíma á næstu árum. Verður það æ meiri nauðsyn. Auknir íekjustofnar sveitarfélaga. ÞAÐ VERÐUR sífellt meira vandamál fyrir bæjarstjórn að koma saman fjárhagsáætlun, svo að skaplegt sé og ekki ofboðið gjaldþoli borgara og fyrirtækja. Svigrúm það, sem fyrir hendi er hverju sinni til að ákveða hverj- um hluta teknanna ei’ varið til nýrra mála, þrengist sífellt, því að lögboðin framlög hirða æ ríf- légri hlut. Er þa komið 'að'hinu' gamla vandamáli um skiptingu þeirra tekna, er til falla, í milli ríkis og sveitarfélaga. Þar bera sveitarfélögin mjög skarðan hlut frá borði og verða því að vera sí- fellt háværari í kröfum um ríkis- aðstoð, og frekari í sendingu hall- ærisnefnda á fund ríkisvaldsins. Er þetta nokkur öfugþróun. Heilbrigðara væri að leyfa sveit- arfélögum rífari fjárráð og aukna möguleika til sjálfsbjargar. Var eitt sinn uppi veruleg hreyfing að þessu marki og voru þá haldnar ráðstefnur kaupstaðanna. En samheldni skorti til að fylgja málunum fram. Málefni kaup- staðanna riðluðust í því „kalda striði“, sem flokkavald og ein- þykkir stjórnmálaforingjar háðu gegn þeim. Og síðan hefur verið hljótt um þau. En útsendarar og sláttumenn bæjarfélaganna sitja löngum í Reykjavík við misjafn- an kost. Húsmóðir.... saumakona .... skóburstari... . einkakennari. . . Já, þú mæðist í mörgu, sagði bóndinn við mig hér um kvöldið. Það var orðið áliðið. Hann var að lesa í bók, en eg sat og reiknaði. Ekki hvað það hefði kostað að .................... , ___ framfæra heim- ilisfólkið daginn þann, heldur var eg að reikna heimadæmin hennar Siggu. Hún hafði skilið reikningsbókina sína eftir hjá mér. — Mamma, eg get þetta ekki, þú verður að reyna. Já, eg lagði höfuðið í bleyti: Þegar 15 menn grafa skurð á 18 dögum og 9 tímum,.... Þegar vikukaupið hans Jóns er kr. 260,37, hve mikið ber honum þá á 3 og % dögum. Slík dæmi gefa tilefni til margs konar hugleiðinga, en það er ekki ætlazt til að sá, er reiknar heimadæmi fyrir skólann, sé með heim- spekilegar vangaveltur. Eg sneri mér því að mönnunum, sem voru að grafa skurðinn og reikn- aði og reiknaði. ...... Já, þú mæðist í mörgu, sagði bóndinn og leit upp úr bókinni. Það eru æði mörg störfin, sem hús- móðurinni eru ætluð á degi hverjum. Já, svaraði ,eg og var þó raunar annars hugar því að eg var að fást við skurðgröftinn. En orð bónda míns urðu til þess að hugurinn fór að reika úm allt aðrar sípðif. Nú á tímum er titlatog Veitt Rið riíéstá gaman heldri manna. Ekki þyki^r .byrja. ræðu í þeirra viðurvist öðruvísi -eni svona: Herra,, forseti, herra ráðherra, herra b'orgarstjóri,. virðu-- lega borgarstjórafrú o. s. frv. En fkúiiVhéftir vsént- anléga fleiri titla. Hversu marga titÍa hefur venju-' leg húsmóðir í raun og sannleika, ef allt er talið? Eg hljóp í huganum yfir störfin á þessum degi: Eg byrjaði á byrjuninni. Klukkan hálf átta um morguninn. Þá var eg auðvitað húsfreyja, þurfti að vekja börn, búa til morgunverð, aðgæta skóla- föt. — Mamma, skómir meiða mig. Eg mundi vel orðin. Skóburstari, hugsaði eg og raulaði með sjálfri mér þann gamla góða slagara: Shoeshine boy. Svo dettur logn á húsið. Börnin eru farin í skóla, en þá byrjar erfiði dagsins fyrir alvöru: Fyrst að kveikja upp í miðstöðinni, því næst að þvo nokkur stykki, sem hafa beðið í bala. Þvottakona, þegar svo ber undir. Síðan út í búð að verzla. Innkaupa- stjóri heimilisins. Þá er að færa heimilisdagbók- ina. Skrifstofustúlka þá stundina. Þá er það elda- mennska. Matráðskona gæti það heitið. Börnin koma heim úr skóla. — Mamma, það vantar hnapp Mikið átak í menningarmálum framundan. RAUNAR ER LJÓST, að mikið átak í menningarmálum þessa bæjarfélags er framundan. Auk þess sem sinna þárf málefnum sjúkrahússins enn um langa framtíð, er nú knýjandi nauðsyn að reisa hér í bæ barnaskólahús og fullgera endurbætur þær á sundlaug bæjarins, sem lengi hafa verið á döfinni. Mun og nokkur von til þess að sundmálin komizt á rekspöl á þessum vetri og er það ekki vonum fyrr. Hefur það verið hin mesta niðurlæging fyrir bæinn, að skólarnir skuli ekki hafa haft aðstöðu til þess að full- nægja sundskyldu nemenda vegna ónógrar aðstöðu. En barnaskólámálið er óleyst. Bæj- arstjórn hefur að vísu tekið upp Frá Bridgefélagi Akureyrar. — Nýlega lauk tvímenningskeppni á vegum félagsins. Spilaðar voru þrjár umferðir. 16 pör tóku þátt í keppninni og urðu Mikael Jóns- son og Þórir Leifsson tvíkeppnis- meistarar. Átta efstu sætin skipuðu: 1. Mikael Jónsson — Þórir Leifsson 350.5 stig. — 2. Karl Friðriksson — Ragnar Skjóldal 344,5 stig. — 3. Ármann Helgason — Halldór Helgason 338,0 stig. — 4. Bjöm Einarsson — Steinn Steinsen 335.5 stig. — 5. Friðfinnur Gísla- son — Þ. Thorarensen 333,0 stig. — 6. Sveinn Þorsteinsson — Helgi Indriðason 326,0 stig. — 7. Þórh. Þorsteinsson. — Svavar Zoph. 325,0 stig. — 8. Gunnar Jónsson. — Gunnar Sigurjónsson 323,5 stig. í kápuna mína. Saumakona gerir við það. Æi, mamma, eg skil ekki þessi dæmi, getur þú hjálpað mér. Einkakennarinn snýr sér að því verki. Og nú er von á gestum á morgun. Og ekkert brauð til. Ekki komizt hjá því að hræra eina köku eða tvær. Bakari býr til brauð. Og svo er eftir kvöldverkið, að reikna dæmin hennar Siggu. — Hvað ertu eiginlega að gera? spyr bóndinn, sem hefur annað slagði fylgzt með því að eg hefi verið að færa eitthvað inn í stílabók. — Eg er með heimadæmin hennar Siggu. Eg er að reyna að færa þau inn í bókina með Siggu skrift. Það má ekki sjást, að eg hafi reiknað þau. Hvað heitir annars sá, er stælir annars manns skrift. Eftirhei-ma? — Nei, svarar bóndinn, það er til annað nafn yfir það. Falsari og er ekki fínt. Þá hefi eg það líka í safnið. (Lausl. endursagt úr erlendu blaði).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.