Dagur - 03.11.1954, Síða 7

Dagur - 03.11.1954, Síða 7
Miðv'tkudaginn 3. nóvember 1954 DAGUR 7 Síðla dags G. júní s. 1. biðu nokkrir kanadískir síjórnar- embættismenn á Rockcliffe-flug- vclli, skannnt frá Ottawa, eftir því að cin af farþegaflugvélum kanadíska flughersins tæki þar land. Erindi þeirra var að bjóða 20 blaðamenn frá Atlantshafs- ríkjunum svonefndu, velkomna til höfuðborgarinnar og kvnna þeirn, með hverjum hætti kana- díska ríkisstjórnin hefði ákveðið að sýna þeim landið og handa- ( verk íbúanna á næstu þremur ; vikum. Ég gerði mér í hugarlund, er flug- | vélin hafði numið staðar og land- göngubrúar var beðið, að þessum j virðulegu embættismönnum mundi j ef til vill bregða í brún, er þeir litu j gesti sína. I’að voru þreytuleg, syfju- j leg og órökuð andlit, setn störðu á gestgjafana út um kýraugu flugvé'- arinnar. Og brátt komust heima-' mennirnir iíka að því, að gestirnir lieyrðu ákaflega illa. Hið íyrsta samtal á kanadískri grund gekk því heldur stirt og var ekki laust við að vera dálítið spaugilegt. En ef mót- tökunefndarmönnum hefur fundizt . ferðalangarnir líkari landshorna- mönnum en fulltrúum pressunnar austan Atlantsála, þá voru þeir of j kurteisir til þess að hafa orð á því. j Vonandi hefur þá líka rennt grun i í, að komumenn væru ckki sem bezt „upplagðir" eítir að ltafa setið í ; flugvélinni samtals í nær 25 klst., en ráfað um flugstöðvar 5 stundir til viðbótar... *--■ En það reyndist naér 30 klst. verk að komast í milli höfuðborga Frakk- lands og Kanada, enda drjúg bæjar- lcið, 6800 kilómetrar sú leiðin, sem viðtórum; •' .... Á SUÐRÆNUM^ SLÓÐUM Kanada er auðugt at gagnskógi og skógarhögg og trjávöruiðnaður merkar atvinnugrelnar. Kanadamenn eru með mcstu pappírsframleiðendum heims. Myndin sýnir sprek, ætluð til pappírsvinnslu, í vitjaðri Ottawa. Þingíiöllin í baksýn. Ljósntyn.d: Malak, Ottawa. Kanada er norðlxgt land, en til þe$$ ;tð komast þangað, urðum við fyrst að bregða, okkur á suðrænar slóðir. Leiðángúr þessi lágði upp frá'Páris síðla dags. Var farið suður og^ véStlir yfif landið og út á Bisk- ayaflóa. ,Enu.',var;dsgsbirta, er farið var yfir vesturhéruð Frakklands. Var aílt það kuic}. skákað niður í akurreiti, líkt og Ldönsku eyjunum, enda eru þessi liéruð þéttbýl og frjósöm. En er kvölda tók, hvarf landið, og sást lcngi ekkert nema tindrandi stjörnur himinhvolfsins. Eftir nær 8 stunda ferð, grilltu þeir, sem rýndu út x náttmyrkrið, bjarma framundan. Er nær dró, sást að þctta voru rafmagnsljós á byggðu bóli þar úti í miðju Atlantshafi. Enda var í sama mund tilkynnt, að lent yrði á Terceiraeyju í Azor- eyjaklasanum innan lítillar stundar. Mér varð starsýnt á ljósaþyrping- una, sem minnti mig á útsýnið af vesturbrún Vaðlahciðar á fögru haustkvöldi. Ljósin voru í bænum í s.l. júnímánuði ferðaðist eg til Kanada — og síðan um landið þvert og endilangt að kalla — í hópi blaðamanna frá Atlantshafsbandalagsríkjunum. Var upphaflega ætlun mfn að scnda Degi ferðapistla að vest- an, en þegar á Iiólminn kom reyndist ferðaáætlunin svo ströng — 26.500 kílómetrar á 21 degi — að lítill tími var til ritstarfa. Vegna veikinda eftir lieimkomu mína, dróst enn að eg segði lcsendum frá því, sem fyrir augu og eyru bar í ferð- inni. En' nú er ætlunin að greina frá því helzta í næstu tbl. Dags. Verður það þó ckki nein samfelld ferðasaga heldur nokkrir þættir af ýmsu, er mér er minnisstæðast. — H. Sn. Angra do Héroisma, sém er litlu stæiTÍ en Akureyri, tu höfuðstaður eyjaklasans, sem lýtur Portúgals- mönnum. Skammt þaðan er Lagcs- flugvöllur, og jtar var nú lent eftir réttra 8 klst. lerð frá París. Á Lages hafa Bandarikjamenn flugstöð, skv. samningi við Portúgalsstjórn. Azoreyjar eru úti í miðju hafi, suður á móts við Suður-Spán, og varð því engum bih við, jtótt hlý gola blési um vanga, er stigið var út úr flugvélinni. Á leið vestur unt haf er oftast mótvindi að mæta, og fara flugvélar jiví ýmist um Azor- eyjar eða ísland, jxótt úr lcið sc, en á austurleið er fremur farið bcint á milli álfanna í góðu leiði. BLÓMAILMUR Á TERCEIRA Á Terceiraeyju var nokkur töf og ekki lagt upp fyrr en dagur var runninn. Höfðum við Jjá haft tíma tii að litast um í morgunsárinu. Minnikstæðast frá Jjeirri úthafseyju er mér blómaangan, er suðvestlæg- ur stormur bar að vitum, hvar sem maðtir fór. Virtist landið mjög vera gróðri vafið. Stormurinn Jjaut í laufi suðrænna trjá- og blómteg- unda. A Azoreyjum er nær nákvæmlega hálfnuð leið frá París til Gander- flugvallar á Nýfundnalandi, og er sú ferð [jví líka um 8 klukkustunda ævidvöl við lilbreytingarleysi At- lantshafsflugsins, Jjar scm ekkert er að sjá nema himin og haf og oft- ast himininn einan. Og Ganderflug- völlur er næsta lítil tilbreyting. Hann er úti í óbyggðum Nýfundna- lands, og er þar allt óyndislegt. Er landið’ ílatt og byggingarnar til- heyra sögu.styrjaldarinnar. Fljótt á að líta virðist manni flugstöð Jjessi gæti alveg eins verið á Miðnesheiði, og er aðbúð lyrir farjjega ekki lióti skárri þar en hér. Flestir ferðamenn fara fúsir frá Gander, og svo var um okkar hóp»- Enn var löng leið til Otlawa, — meira en 1700 kílómetrar og 6 klst. flug. Og Jjegar þangað kom loks, var röskur sólarhringur liðinn í flngvélinni, en nær 30 stundir síðan við fórum frá Orly-flugvellinum við París. Þurfti Jjví engan að undra, Jjótt ferðamennirnir væru dasaðir, er á þennan leiðarenda kom, enda hafði mönnum ekki orðið svcfn- samt í flugvélinni. Farkostur okkar var 4 hrcyíla North Star vél, hinn ágætasti fararskjóti, en hávaðasam- ari en gengur og gcrist um venju- legar farþegaflugvélar, og var það skýringin á heyrnardeyfunni. Að lokinni hjartanlegri móttöku á flugvellinum við Ottawa, var [jví ekið snarlcga að ágætasta gistihúsi borgarinnar, og Jjar skriðu þreyttir menn í kojur sínar og söfnuöu kröftum til næsta dags, því að þá skyldi hefja starf samkvæmt áætlun. í OTTAWA Við vorum í Ottawa í tvo daga. Það var engin hvíldartíð. Þegar hinu næsta morgun hófst starfsáætl- un sti, er okkur var gert að halda, og voru engin grið gefin. Eg var svo heppinn, að Jjurfa ekki að eyða tíma til að skoða borgina, því að ég hafði gert það rækilega sumarið 1939, og Jjótt nú sé önnur tíð á mörgum sviðum, þá el*u [jó minnis- merki og nterkisbyggingar liinar söniu í Vesturheimi. Þar hefur eng- in stríðseýðilegging hcrjað á handa- vcrk kynslóðanna. Ottawa stendur á fallegum stað við Ottawafljótið og er glæsileg höfuðborg. En í Kan- ada verða menn jafnan að hafa i huga, hve Jjjóðin er ung að árum. Ottawa var ekkcrt nema nokkrir bjálkakofar fyrir 120 árurn og hét Jjá Bytown. Þó er Ottawa eldri en sambandsríkið Kanada, sem er í rauninni ekki stofnað fyrr en 1867. Hin. gamla Bytown var endurskírð Ottawa árið 1855 og síðan gerð að höfuðborg. Megiuprýði borgariiin- ar er þinghtisið á Þinghúshæð. Upp- haflega var þinghús byggt Jjarna á árabilinu 1859—1867, en meginhluti Jjcss brann á fyrri stríðsárunum, og núverandi Jjinghús er aö mcstu bvggt eftir 1916. Þinghúsbyggingin minnir ferðamenn sterklega á West- minster í London, og [jegar inn er komið, og ekki sízt er þing situr, Jjá virðist manni hér vera smækkuð mynd aí brezka þinginu. Kanada cr næststærsta land jarð- arinnar að flatarmáli. Þ;ið skiptist í tíu sjálfstjórnarfylki, og eru sum þeirra ntikil landflæmi. En ekkert sjálfstjórnarfylkjanna nær norður fyrir 60. breiddárbaug. Norðan hans eru [jó geysilega víölend land- flæmi. Skiptast þau í tvennt: Yukon og Norðvesturlandið, er nær allt norður að 83. breiddarbaug, á Elles- mere-landi. Fylkin hafa stjórn eigin ntála með höndum, og í liöfuðborg- um þeirra sitja fylkisþing. En í Ot- tatva situr sambandsjjingið og ræð ur málefnum ríkisheildarinnar. Auk þess eru Jjar stjórnardeildir, er fara með mál Yukon og Norðvestur- landsins. VÍÐÁTTAN OG FÓLKSFÆDIN Ymsum þeim ferðalöngum, sem þarna voru konmir frá Evrópu, Jjótti þegar löng leið til Kanada norðan frá íslandi eða austan frá Tyrklandi og Grikklandi. En þó var [jað stærð landsins og strjálbýli, sem átti cítir að verða okkur einna minnisstæðast að lokum. Þarna flug- um við dag eftir dag vestur og norð- ur og austur um landið, löngum án [jess að sjá Jjéttbýli, sums staðar tímunum saman án [jess að sjá mannabyggð. Það opinberaðist okk- ur, að byggðin í Kanada er enn í dag í rauninni ekki annað en dá- iítið misbreiður kragi meðfram landamærum Bandaríkjanna og Ka- nada. Mannabyggðin þynnist, eftir Jjví sem norðar drcgur, og Jjegar kcinur til Yukon eða að ströndum Iludsonflóa, er óbyggðin yfirgnæf- andi. Og þó virtust Jjarna víða kostalönd. En engum getur dulizt erfiði samgangna í slíku landi, Jjar sem ílciri hundruð kílómetrar geta verið í milli byggilegra sveita. Áhrif víðáttunnar og strjálbýlisins hljóta að orka sterkast á Jjá, sem ferðast um Jjetta land. Og Jjá fáu daga, er við dvöldum í landinu, var einmitt lögð áherzla á víðáttuna og fólks- fæðina annars vegar, en náttúru- auðæfin og möguleikana hins vegar. Það gerðu tveir af ráðamönnum Jjjóðarinnar, er liéldu svonefnda blaðamannafundi með okkur þegar hinn fyrsta dag og fluttu skemmti- legar og áhrifaríkar ræður. Þessir menn voru þeir Brooke Claxton, landvarnarráðherra, og Jean Le Sage, ráðherra Norðvesturlandsins og Yukon-lands og þeirra auðæfa, er [jau lönd geyma. KANADA OG NATO \ Ræða Glaxtons var sérstaklega sniðin til þess að vekja athygli á hinu stéirkostlega framlagi Kanada lil landvarna liins frjálsa heims, og til þess að minna á ógnarstærð landsins og strjálbýli. Ráðherrann byrjaði á því að segja okkur ferða- sögu til Norðurpéilsins. Hann var nýkominn úr dálítilli r'éisu norður þangað. Þannig eru loftferðirnar orðnar í dag. Ráðherrar bregða sér norður á pól, og [jykir slíkt engin stórfrétt. Hann Iýsti íör sinni norð- ur yfir auðnarliind Norður-Kanada og yfir íshafseyjarnar, sem landinu tilheyra og Kanadamcnn veita nú langtum meiri athygli en fyrr. — Norður eftir öllum Jjessum lands- svæðum, sem Eskimóar einir byggðu áður, liafa Jjeir stráð athuguuar- stöðvum sínum og eftirlitsstöðvum. Hann brá upp mynd af þvl, hvert verkefni það er Jjjóðinni að koma upp varnarkerfi á [jessum norður- slóðum og tryggja Jjað, að Jjar yfir komi ekki óboðnir gestir að norðan, er sízt skyldi. — Kanadamenn eru stoltir af Jjví, að Jjað var forsætis- ráðlierra þeirra, Louis St. Laurent, sem fyrstur manna bar frarn hug- myndina um Atlantsliafsbandalag vestrænna Jjjéjða. Og allt síðan Jjað bandalag var stofnað, hafa Kanatla- menn verið ein styrkasta stoð Jjess. Landvarnamálin eru engin hé- gómamál [jar í landi. Kanadamenn eru auðug Jjjéið af náttúruauðlegð lands síns, en Jjeir verj^ 45% a£ ríkistekjunum til landvarna, en Jjað samsvarar 14% af þjóðartekjunum. Á árabilinu 1951—54 voru útgjöld þjóðarinnar til landvarna meira en 5 milljarðar dollara. Af Jjeirri upp- ha*ð eru í milli 800 og 900 milljónir dollara andvirði skipa, flugvéla og vopna, sem Kanadamenn hafa sent öðrum Atlantshafsbandalags-Jjjóð- um að gjöf. Auk Jjess hafa Jjeir Jjjálfað nær 3000 flugmenn fyrir At- lantshafsbandalagslöndin, en Jjað kostar 75000 dollara, að fullæfa orr- ustullugmann nú í dag, sagði Clax- ton. — Landvarnaáætlun Kanada- manna, sú er néi er í framkvæmd, nær fram til ársins 1960. Efling flug- hers og radarvarnarkerfa eru aðgl- (Framhald á 10. síðu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.