Dagur - 20.11.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 20.11.1954, Blaðsíða 1
AKUREYRINGAR! Styðjið hraðfrystihússmál- ið! Kaupið hlutabréf Ú. A. DAGUR kemúr tvsivar í viku til jóla, á miðvikudögum og laugardögum. XXXVn. árg. Akureyri, laugardaginn 20. nóvember 1954 50. tbl. r Utibúið er cinliver íullkonmasta matvöru- ver: d'iín Dæiarms í júlímánuði í sumar var opnað íiýtí útibú írá matvóruvcrz’unum Kaupfélags Eyfirðinga í Mýra- hvéríi hér í bænum en þar hefur iiú á fáum árum visið upp fjöi- mcnn byggð og fer enn ört vax- andi. Var því hin mesta nauðsyn fyr- ir fólkið þar að þar kæmi full- komin matvöruverzlun, er hefði á boðstólurn kjötvörur, og- mjólk- urvörur og brauð, auk venjulegra nýlenduvara. Kaupfélag Eyfirð- inga ákvað að leysa þennan vanda, enda höfðu komið fram eindregnar óskir um það frá fjöl- mörgum félagsmönnum, er byggt hafa hús í þessu nýja hverfi. Fullkomin matvörubúð. Var reist verziunarhús í Grænumýri 9, 200 ferm. að flat- armáli, er verzlun þessi óhikað einhver bezt búna matvöi-uverzl- un í bænum. Búðin sjálf er björt og vistleg, er þar rúmgott til af- greiðslu, Geymslur og kæli- og frystiklefar eru að búðarbaki. Eru slíkir klefar alls fjórir, einn fyrir frystingu en 3 fyrir kselingu. Er því öil geymsla matvæla, kjöt- vöi-u, mjólkur, smjörs, grænmetis o. s. frv. mjög auðveld og varan tryggð gegn skemmdum. Aðrar vörugeymslur eru rúmgóðar og haganlega gerðar. Sala flöskumjólkur. Er þessi búð var opnuð, var sá háttur upp tekinn að hafa þar einvörðungu á boðstólum rr.jólk á flöskum, sem eru áfylltar í hin- um sjálfvirku vélum Mjólkur- samlggsins. En flöskumjólkin er 15 aurum dýrari lítrinn en mjólk í lausu máli, skv. ákvæði verð- lagsyfirvalda. Reynslan mun nú þegar hafa sýnt, að þetta sölufyr- irkimulag á vaxandi vinsældum að fagna. Að vísu mun á skorta, að allir hverfisbúar kaupi flösku- mjólkina. Ymsir sækja enn mjólk í aðrar búðir, þar sem selt er í lausu máli. En í þess stað koma ýmsir úr öðrum bæjarhverfum, sem ekki eiga kost flöskumjólkur í sínu nágrenni, og verzla í Grænumýri. Þegar blaðið ræddi ( um þetta við forstöðumann úti- búsins, Jón Samúelsson, nú í vikunni, taldi hann að þetta sölufyrirkomuJag væri miög að vinna á meðal almennings, enda viðurkenndu allir, að þetta væri sölufyrirkomulag framtíSariuriar, en lausamálssalan hlyti aS h\ erfa. fleilbrigðis- og menningarmá!. Nokkrar umræour urSu hér í fyrra um mjólkursölumálin, bæði í blöðum og á fundum. Kom í ljós að það er einróma álit lækna og heilbrigðisyfirvalda, að lausa- málssalan eigi að hverfa og engin Önnur mjólkursala að tíðkast en á áfylltum flöskum beint frá mjólkurstoð. Voru forráðamenn kaupfélagsins þess og hvetjandi, að það fyrirkomulag yrði alls staðar tekið upp. Ýmsir félags- menn óskuðu hins vegar að eiga kost á því að kaupa mjólk í lausu máli framvegis, og mun verð- munurinn einkum hafa hvatt til þcssarar afstöðu manna. Siðan þessar umræður fóru fram hefur flöskumjólkursala hafizt í einni mjólkurbúðinni, sem fyrr segir, og virðist reynslan þar benda til þess, að rétt sé að taka allt þetta mál upp að nýju og finna viðun- andi lausn þess. Er Ijóst, að engin önnur framtíðarskipun er viðun- andi en að öll mjólkursala fari fram á lokuðum flöskum. Ekkert annað sölufyrirkomulag er í samræmi við heilbrigðis- og menningarkröfur nútímans. Hinn nýji Jaquard-húsgagnaáklæðisvefstóll á Gefjuni. — (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson). r sesif margar nýjar fram- Rætt inn áburð á Bændaklúbbsfundi Næsti fundur verður á þriðju- daginn, 23. þ. m. Rætt verður um tilbúinn áburð og áburðarkaup. Framsögu hefur Árni Jónsson til- raunastjóri. S41 eru innan vébanda ung- mennafélaganna í Eyjafirði 34. héraðsbing UMSE var hald- ið að félagsheimilinu Sólgarði í Eyjafirði dagana 13. og 14. nóv. Þingið sátu 41 fulltiúi frá 14 sambandsfélögum. Þingforseti var kjörinn Helgi Símonarson, bóndi á Þvcrá í Svarfaðardal og vara- líið nýja útibú Kaupfélags Eyfirðinga í Grænumýri 9. forseti Jón Stefánsson, Dalvík. Þingritarar voru kjömir Óttar Ketilsron, Eggert Jónsson og Sveinn Jónsson. Ávarp formanns. Formaður sambandsins, Valde- mar Oskarsson, Dalvík, setti mótið síðdegis fyrri daginn, eftir að sungið hafði verið ,,Eg vil elska mitt land“. í setningarræðu sinni minnti hann þingfulltrúa á að nauðsynlegt væri hverjum manni, og ekki hvað sízt þeirri æsku, sem ætti að erfa landið, að gera sér fulla grein fyrir sjálf- stæðis- og þjóðernisskyldum þeim, sem hver þegn ætti að gæta. Benti hann á, að íslenzk tunga væri eitt aðalfjöregg þjóðai’innar og ætti það því að vera helgasta skylda hvers íslendings að gæta hennar sem bezt. Sagði hahn að ’oetta hefði verið mál ungmenna- félaganna allt frá upnhafi og hvatti til að kvika ekki frá því stefnuskrármáli. Þá ræddi hann um ræktun landsins og sagði að anðlepð landsins væri enn óhrjótandi, (Framhald á 8. síðu). Um næstktmiandi áramót verður lókið stórfelldum framkvæmdum við endur- byggingu verksmiðjimnar Hinni stórfelldu endurbyggingu Ullarverksmiðjunnar Gefjunar verður að mestu leyti lokið um næstkomandi áramót. Hafa bygginga- framkvæmdirnar og endumýjun véla staðið yfir sl. 7 ár og má nú heita að risin sé og tekin til starfa algerlega ný verksmiðja, búin full- komnustu vélum til prjónabandsframleiðslu og margs konar dúka- gerðar, enda hafa nú upp ú síðkastið komið á markaðinn margs konar nýjungar í íslenzkum iðnaði, sem nú ryðja sér óðum til rúms. Frá þessu skýrði Arnþór Þor- steinssor., framkvæmdastjóri Gefjunar, er blaðið ræddi við hann nú í vikunni. Framleiðslu haldið í horíinu þótt endurnýjun stæði yfir. Ýmsir hafa haft orð á því, sagði Arnþór ennfremur, að endur- bygging verksmiðjunnar hafi tekið langan tíma, en það verður þó að teljast eðlilegt, þegar þess er gætt, að verksmiðjan hefur starfað allan tímann og gegnt sínu hlutverki, þannig, að engar tafir hafa orðið á afgreiðslu fram- leiðsluvaranna. En slíkt hlýtur jafnan að vera miklum erfiðleik- um bundið. Hér hafa líka verið á ferð umfangsmiklar framkvæmd- ir og sennilega stærri í sniðum en allur almenningur gerir sér Ijóst. Hin nýju hús eru miklar byggingar, og margbrotinn véla- kostur svo til allur nýr. Gamla verksmiðjuhúsið er nú að mestu tekið til annarra nota, efri hæðin lögð undir Skógerð Iðunnar, en neðri hæðin að mestu geymslu- rúm. Mikil afköst. Afköst hinnar nýju verksmiðju eru mjög mikil á ýmsum sviðum, og getur hún nú tekið að sér að vinna verulegan hluta af því, sem þjóðin þarfnast af prjónabandi og ýmiss konar dúkum til fatagerð- ar og er fjölbreytni Dþessari framleiðslu nú allt önnur og meiri cn áður var. Það er til dæmis, að verksmiðjan vinnur nú þegar úr (Framhald á 7. síðu). Sala á orkumeira benzíni liafin hér Á fimmtúdaginn liófst sala á nýrri benzíntegund á öllum benzínsölustöðum hér í bæ og héraði. Er þetta svonefnt 87- ostane benzín, en benzín það, er liér var áðnr selt, var 79- octane. Sala á þcssu nýja ben- zíni er fyrir nokkru hafin í Reykjavík. Verð er hið sama og áður. Hið nýja benzín er orku- meira cg á því i reyndiani að vera ódvrara í notkun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.