Dagur - 20.11.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 20.11.1954, Blaðsíða 2
2 DAGVR Laugardaginn 20. nóvember 1954 Má aldrei segja réff frá skatt- greiðslum samvinnufélaga? Samvinnuhreyfing „góðs makleg“ stendur í ís- lendingi, en hlaðið birtir samt margfaldar álygar um skattgreiðslur Bér á íandi er fyrirbæri eitt, sem heitir flokksskóli Sjálfstæð- ismanna. Mun til þess ætlast, að stofnun sú sé framhaldsdeild fyr- ir þá, sem numið hafa stjórnvís- indi í Heimdalli vetrarlangt eða svo. En til dæmis um þá fræðslu, sem sú yngri deild veitir, eru þessi ummæli eins af nemendun- um, er birtust í Morgunblaðinu: ,.í»egar Sjáífstæðisflokkurinn er nefndur, koma, hér jafnan í hug þessi orð þjóðskáidsins: „í hennar kirkju helgar stjörnur loga, og hennar líf var eilíft kraftaverk.“ f skýringum, sem á eftir fóru, kom í ljós, að í huga þessa ung- mennis var flokkurinn eftirmynd kirkjunnar, en stjörnurnar voru uppljómuð ásýnd foringjanna og vísdómsverk þeirra „eilíf krafta- verk“. Þegar þannig er að kveðið í yngri deildinni, má gera sér í hugarlund vísdóminn í fram- haldsskólanum. Enda er bað mála sannast, að í flokkslegu ofstæki, stjórnmálalegri blindu og for- heimskun, standa sumir flokks- skólapiltar Sjálfstæðisflokksins sellufélögum kommúnista sízt að baki. Þverúðarfullt skilningsleysi. ... Það verður að teljast vísbend- ing um kennsluná í flokksskólan- um, að um það bil sem prófum þar lýkur hverju sinni, birtast á svonefndum „æskulýðssíðum" Sjálfstæðisblaðanna greinar um kaupfélög og samvinnurekstur. Undarlegt er það, ef það er ein- ber tilviljun, að skrif þessi ein- kennast af furðulegu skilnings- leysi á eðli almannasamtaka og efnahagsþróun þjóðfélagsins. Ef flokksskólapiltar vega oftar í þennan knérunn, verður naumast komizt hjá því að álykta, að hluti kennslunnar sé miðaður við að innprenta nemendunum þvcrúð- arfullt skilningsleysi á þessum mikilvæga þætti þjóðmálanna og ofstækisfulla fordæmingu á mál- efnum, sem dómgreind skortir til að meta. Tólfunum kastar þó þeg- ar námsvottorðin innihalda hreinar tölulegar falsanir um rekstur og skattamál samvirinu- félaga, en sú hefúr r.ú orðið upp- skeran hér af skólahaldi því, er flokkurinn efndi til hér nyrðra í sl. viku. Framkvæmdir SfS og prófúr- lausnin. í prófstíl þeim úr flokksskól- anum, sem íslendingur birti á 5. bls. síðasta tbl, er því haldið fram að meginástæða brottflutnings úr bænum sé sú, að samvinnurekst- urinn greiði ekki nógu háa skatta! Meginþungi skattanna lendi á bökum almennings og nokkurra kaupsýslumanna hér og nefnir blaðið tvo þeirra. En til dæmis um linkindina gagnvart samvinnurekstrmum sé, að SÍS. sem hér á „margt stærstu verk- smiðja og Veltir tugum milljóna", greiði ekki nema rösklega 64 þús. kr. í bæjarsjóð eða h'tið moirn en ein vefnaðarvöruverzlun. Naumast verður því trúað, að Ingólfur Jónsson viðskiptaniála- ráðherra, sem hér var á ferð 1 sl. Viku, hafi verið prófdómar.di, er þessi prófstíll hlaut þau verðlaun að vera birtui í flokksblaðinu. f sama tbl. íslendings er það nefni- lega haft eftir honum, að Akur- eyri sé merkur iðnaðarbær og líklegastur allra bæja á landinu til þess að skapa mótvægi gegn aðdráttarafli höfuðstaðarins. Iiér rekur eitt sig á annars horn, eins og vonlegt er. Auðvit- að sjá það allir heilskyggnir menn og þar með talinn viðskiptamála- ráðherrann, að hir.n mikli iðnað- arrekstur samvinnufélaganna, sem er meginhluti iðnaðarins hér, er helzta mótvægið gegn fóíks- flóttar.um úr bænum, einkum þegar þess er þá minnzt, að á undanförnum áruui hafa santvinnufélögin varið mörgnm miHjónun* fil nýbygginga og vélakaupa hér og hafa endur- skipulagt allan iðnaðinn og hrundið honum á nýtízkulegan grundvöll. Þegar kaupmenn og lóðaeig endur í miðbænum bera við þess- ar framkvæmdir þarf furðulega glámskyggni til þess að telja þá máttarstólpa bæjarfélagsins, en samvinnureksturinn bölvald þess. Eru þessi skrif úr flokksskólan um öll svo herfilegur samsetn- ingur, að stórfurðulegt er að þau skuli sýnd á prenti Falsaðar töhir. Þegar þessu sleppir, taka við beinar, tölulegar falsanir. SÍS greiðir kr. 64.850 í bæjarsjóð af öllum sínum rekstri, segir þar, eða lítið meira en einn máttar- stólpi íhaldsins. Hér er gamla blekkingin á ferð, sú, er duga átti í bæjarstjórnarkosningunum síð ustu: Segja aðeins brot af sann- leikanum, dylja hitt, blekkja al- menning. Sarmleikurinn um bein ar skattgreiðslur SÍS í bæjarsjóð er hins vegar þessi: Upphæðin nemur ekki 64 þús- und kr. heldur 203 þúsund kr, Utsvörin eru 104 þúsund og samvinnuskatturinn, sem cr sérútsvar, aðeins lagt á sam- vinnufélög, tæpl. 100 þúsund kr. 1 viðbót greiðir SÍS fast- eignaskatt, beint í bæjarsjóð, um 60 þúsipid kr. Auk þess eru svo ýmis önnur bæjargjöld, sem hér eru ekki talin. Blekkingarnar, sem frammi eru hafðar, eru því svo stórfelldar, að öllu heiðarlegu fólki hlýtur að ofbjóða. Undirstaða rökræðna er að fara rétt með heimildir. Vitaskuld væri hægt að rök ræða, hvort sarnvinnurekstur ætti að lúta öðrum ákvæðum skatta- laga en þeim, er nú gilda. En for, senda slíkra umræðna hlýtur að vera að greina rétt frá ástandinu í dag. f því efni verður að skrá falleinkunn á verðlaunastílinn úr flokksskólanum. Uppistaðan honum er fölsun staðreynda. í annan stað hlýtur hver sanngjarn maður að ætlast til þess, að í samanburði á skattgreiðslum fyr- irtækja sé þess getið, er annað fyrirtækið hefur varið mörgum milljónum til nýbygginga og vélakaupa á skömmum tíma og starfar að því að koma fram- leiðslunni á nýjan og nýtízkuleg- (Framhald á 7. síðu). Sextugur: Jóhann Frímannsson Garðsá Sunnud. 31. okt. varð Jóhann Frí- mannsson, bóndi að Garðsá, sextug- ur. Hann er fadddur að Gullbrekku Saurbxjarlireppi, sonur hjónanna Önnu Margrétar Árnadóttur og Frí- manns Jóhannessonar, sem bjuggu þar rausnarbúi. Fyrst man ég cftir Jóhanni fyrir um það bil 25 árutn, en þá var hann að hetja húskap á Garðsá, og síðan hefnr forsjónin hagað því þannigi að leiðir okkar hafa oft legið saman og kynni okk- ar hafa aukizt eftir því sem árin liðu, og kann ég henni þakkir fyrir það. Þegar Jóhann hóf búskapinn á Garðsá, var þar allstórt tún, mjög þýft. Öll hús voru úr torfi og grjóti, sum lítt stæðileg, og hvergi var járn- þak að íinna. Enginn vegur var frá aðalveginum að bænum, en illfært með hestvagn eftir móum og mýr- um um 2 km leið. Má af þessu ráða, að búskapurinn hefur ekki verið auðveldur fyrstu árin, og við nýja bóndanunt hafa blasað næg verk- efni. Það kom líka fljótt í ljós, að hér var réttur maður á réttum stað. Enda þótt Jóhann sé enginn æs- ingamaður, sagði hann öllu þessu stríð á hendur, og það stríð er búið að standa í aldarfjórðung, en nú cr líka sigurinn unninn. Þýfða túnið og móarnir í kring er orðið að vel sléttum töðuvelli. Stórbyggingar yfir menn og skcpnur lofa meistar- ann og lýsa því, live vel getur tek- izt, þcgar hugur og liagar hcndur vinna saman. Og glaður var bóndinn á sextugs- afmælinu, þcgar fjöldi bíla með vini og vandamenn runnu cftir tipphlöðnum og malarbornum vegi heim á lilað. Og þótt hér liafi mikið starf verið unnið, er hitt þó engu að síður eftirtektarvert, hversu allt, sem gert hefur verið, er vel gert. Ttinið er afburðavel sléttað, ræktað og ræst fram, byggingarnar eru vandaðar, og langt er síðan Jóhann sá, að mesta tekjulind og um leið aðalsmcrki bóndans var, að hver skepna liúsins væri vel fóðruð, og það merki hefur hann liorið með sæmd. Enginn þarf að álíta', að Jóhánn hafi staðið einn tippi við öll þessi störf. Hann er kvæntur Katrínu Jó- hannsdóttur frá Syðra-Laugalandi, óvenjulegri dugnaðar- og myndar konu, og má um. það deila, hvori Iiafi skipað sitt sæti betur, húsfreyj- an eða húsbóndinn. Þau hafa eign- az.t og alið upp sex mannvænleg börn, sem unna foreldrum sínuni og æskustöðvum svo, að þau vilja hvergi frekar dvelja en lieima, en Gullúr (kvenúr) með leðurarmbancli, tap- aðist s.l. þriðjudag, senni- lega í miðbæ, Brekkug. eða Oddeyrargfktu. — Finnandi geri góðfúslega aðvart á afgr. Dags. Ölí'iivélar (Framhald á 7. síðu). Einhólfa kr. 100.00 Tveggja hólfa kr. 193.00 Véla- og bttsálialdadeild Nipplar, rær og þéttingar fyrir bremsu- og benzínrör. Stálskráfur fyrir bifreiðahús. Véla- og búsáhaldadcild EGG Sel ný EGG daglega Odd- eyrargötu 23. Pálmi J. Friðriksson. Va.sal jós RAFHLÖÐUR í vasaljós flöt 02: sívöl. o Véla- og búsáhaldadeild. Nýkomið KAFFIDÚKAR, fallegir rósóttir — fleiri stærðir. NÁTTFÖT, dömu og herra. NÁTTKJÓLAR, ódýrir UNDIRKJÓLAR, svartir BRJÓSTAHÖLD, svört o. fl. o. fl. Anna & Freyja OLÍUKYNDITÆKI Sjálfvirk, handstillt, ætíð fyrirliggjandi, eða útveguð með stuttum fyrirvara. — Leitið upplýsinga. JÓN GUÐMUNDSSON, Símar 1246 og 1336. AMERÍSK HANDVERKFÆRI n ý k o ra i n : Topplyklasett: 14 toppar 1”—2” kr. -1315.60 13 toppar 7/16”—U/s" kr. 379.25 10 toppar 7/16”—1” kr. 231.25 10 toppar 14”—¥$” kr. 81.25 Stjörnulyklasett: 5 lyklar s/8” 7/8” ..... .... ...... kr. 113.50 6 lyklar s/4”-ll/16 kr. 115.60 5 lyklar l/4”-3/8” kr. 125.75 Lausir toppar, 10 stærðir. Laus skröll og sköft, — og margt fleira. BÍLASALAN H.F. Geislagötu 5. HÖFliM BYRjAÐ Fæst á öllum sölustöðum vorum í bæ og héraði. - SAMA VERÐ. -

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.