Dagur - 20.11.1954, Blaðsíða 6

Dagur - 20.11.1954, Blaðsíða 6
c D A G U R Laugardaginn 20. nóvember 1954 í óttans dyrum Saga eítir DIANA BOURBON 3. DAGUR Framhald. Hún hafði verið í eldhúsinu að hræra eggjakökuna. Af því mátti ráða, að ekki hafði verið ætlunin að fylgja mér til Lafði Babs fyrr en eftir kvöldverð. Dyrabjallan hafði hringt. Janie hafði hlaupið upp og hleypt morðingjanum inn. Síðan höfðu þau gengið niður í eldhúsið, en rétt í því mundu loftvarnaflauturnar hafa byrjað að hvína. Og Janie hafði hlaupið að króknum sínum og endalokin höfðu orðið þar. Enginn vafi var, hvar morðið hafði verið framið. Blóðið sagði til þess. En hvers vegna? Eg spurði sjálfa mig aftur og aftur. Janie gat hafa þekkt gjörvalla áætlun- ina um innrásina í Evrópu, án þess að gera sér ljóst, hvað hún vissi. En einfalt fólk talar of mik- ið. En fólkið sem það talar við, er ekki ævinlega eins einfalt. Eg man ekki nákvæmlega, hvenær það var, sem það rann upp fyrir mér, að aðstaða mín var allt annað en skemmtileg. Eg var alein þarna í húsinu með fórnar- lambi morðingjans. Aðeins skammur tími var liðinn síðan morðið var framið. Tvö vitni voru að því að eg hafði farið inn í húsið rétt um sama leyti. Lög- reglumaður, sem að vísu hafði ekki séð mig, hafði eigi að síður heyrt að eg var amerísk. Og loft- varnavörðurinn hafði séð mig við birtu frá vasaljósi sínu litla stund. Aðstaða mín var sannarlega grunsamleg. Yfirvöldin mundu hafa gilda ástæðu til að handtaka mig þarna á staðnum og halda mér sem vitni í málinu, en eins og starfi mínu var háttað, mátti það alls ekki koma fyrir, að mér væri blandað í svona mól. Að minnsta kosti ekki fyrr en eg hefði náð sambandi við Mohr og fengið að vita, hvernig hann vildi lóta snúast við þessum vanda. En ef honum tækist að bjarga mér út úr vandræðum sem þessum, var þá ekki sá tími liðinn, að eg gæti gert málefninu gagn? Það var ekki gott í mínu starfi, að vera skuldbundin neinum Eg heyrði í anda, hvað fólk mundi segja. „Hún var handtekin í sambandi við morðið á lafði Janie Shackter — en þeir slepptu henni eftir sólarhring. Hljóta að hafa haft ástæðu til þess.“ Hver, sem lenti þannig í milli tannanna á fólki, var markaður eftir það. Eg greip hattinn minn og káp- una cg komst einhvern veginn í hvort tveggia. Einhver innri rödd skipaði mér að komast út og burt úr húsiny sem allra fyrst. Eg var ekki komin hálfa leið, er eg mundi eftir hönzkunum mínum. Ekki dugði að skiljá þá é'fíir. Eg varð að fara til baka. Eg reyndi að stilla mig og forðast skelfingar- æði. Allt í einu fjayg mér í hug, að fingraför mín mundu víðs veg- ar um húsið. Og leyniþjónustan og sendiráðið höfðu þegar fingra- för mín. Það kom ekki til mála, að skilja afrit af þeim eftir hér. Eg fór úr kápunni aftur, tók vasaklút, og rakti slóð mína vandlega um húsið og þurrkaði alls staðar af, þar sem eg hafði snert. Þar næst klæddi eg mig í kápuna á ný, leit vfir stofurnar til þess að fullvissa mig um að allt væri í röð og reglu, og gekk síðan aftur fram í anddyrið. Eg var rétt að segja komin að útidyrunum, er eg heyrði til loftvarnavarðar- ins. Hann var kominn ó útidyra- þrepin. „Eg var búinn að minna hana á að læsa,“ sagði hann og ýtti á hurðina með vasaljósinu sínu og birtan féll inn í forstof- una. Allt í ein.u sá eg, hvar morð- inginn ínundi hafa dulizt meðan eg var í anddyrinu. Auðvitað í fataskápnum innst í anddyrinu. Mér hafði láðst að athuga skáp- inn fyrr vegna þess að kjallara- dyrnar höfðu verið upp á gátt og hurðin hulið skápinn að nokkru leyti. En nú rann þetta upp fyrir mér. Eg hraðaði mér að opna kjallaradyrnar á ný svo að allt væri eins og áður því að loft- varnarvörðurinn var alveg að koma. Einhver var með honum. „Ætli læsingin sé biluð,“ heyrði eg hann sagði. „Góða kvöldið," kallaði hann svo inn í forstofuna. „Er nokkur heima?“ Þeir komu inn fyrir, brugðu upp vasaljósinu og kölluðu aftur, en létu það nægja og rannsökuðu málið ekki nánar. „Hún hefur líklega farið í byrgið," sagði ann- ar þeirra um leið og hann lokaði dyrunum vandlega á eftir sér. Eg beið enn fimm mínútur og þær voru lengi að líða. Þegar út kom, í myrkrið og kuldanp. gat Framhald. í.ri koviið aftur í mörguin litum. EINNIG GARN MEÐ SILKIÞRÆÐI. V efnaðarvönideild. BANN Óviðkomandi mönnum er stranglega bannað allt fugladráp í landareign eftirta.linna jarða í Glæsibæjar- lireppi: NeðriA'indheima, Efri-Vindheima, Brita, Efri- Rauðalæks, Neðri-Rauðalæks, Harnars, Garðshorns, Ytri-Bægisár og Miðhálsstöðum í Öxnadal. ÁBÚENDUR. :ti? Oi. t ;or NÝTT! NVTT! ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN AKUREYRI þetta er nafnið á nýjasta ullargarninu sem GEFJUN sendir frá sér á markaðinn. — Þetta garn er unnið úr erlendri ull sem er í gæða- flokk 7Gs, en það er einn ha?sti gæðaflokkur ullar á heimsmarkað- inum, en auk þess er það blandað með undraefninu GRILON, og er því bezta garnið sem í dag er fáanlegt í landinu. — Reynsian er ólýgnust og því skuluð þið strax kaupa þetta garn og reyna það. Enginn mun verða fyrir vonbrigðum. Verðinu er mjög stillt í hóf. Er til sölu hjá kaupfélögum landsins og víðar. — ■3T>

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.