Dagur - 20.11.1954, Blaðsíða 8

Dagur - 20.11.1954, Blaðsíða 8
8 Bagujr Laugardaginn 20. nóvember 1954 íslandsm. í körfuknattleik heimsækja Akureyri Myndin er af báðuin Iiðunum og eru mennirnir þessir: Frá vinstri, afturi röð: Ilermann Sigtryggsson (þjálfari Akureyringa), Hörður Tulinius, Ak., Gunnar Petersen, ÍR, Garðar Ingjaldsson, Ak., Ingi Þór, ÍR, Einar Ilelgason (dómari). Fremri röð, frá vinstri: Einar Gunnlaugsson, Ak., Páll Stefánsson, Ak., Sigurður Gíslason, ÍR, Jón Stefánsson, Ak. og Helgi Þorsteinsson ÍR. - Unpðnnafélðgin í Eyjafirði Um helgina 30. og 31. fyrra mánaðar komu hingað til Akur- eyrar 4 menn úr íslandsmeist- araliði IR í körfuknattleik og kepptu við sameinað körfuknatt- leikslið úr Þór og KA. Háðir voru tveir leikir og unnu ÍRingar báða, fyrri leikinn með 24 körfum (47 stigum) gegn 17 körfum (34 stigum) og síðari leikinn með 23 kröfum (43 stig- um) gegn 20 körfum (40 stigum). Eignaðist fjóra kálfa! £>að bar til á bóndabýli skammt frá Kolding í Danmöi’k nú í októ- berlok, að kýr ein eignaðist fjór- bura og þykja þetta hin mestu tíðindi í nautgriparæktinni. Áð- ur hafði kýr á sama bæ eignast þríbura og þótti það merkilegt á sinni tíð. Skýrt er frá því í Poli- tiken 29. okt., að báðar kýmar hafi verið sæddar frá sæðingar- stöð. Akureyringarnir áttu þarna við að etja sér mun sterkara lið og voru körfuköst og samleikur ís- landsmeistaranna öruggari og nákvæmari en Akureyringanna, en það má einnig geta þess að ÍR- ingarnir hafa mun meiri keppn- isreynslu og hafa keppt við er- lend lið, sem mikið má af læra. Sérstaka athygli vakti Helgi Þorsteinsson ÍR fyrir ágætan leik og boitameðferð. Hann gerði einnig flestar körfur fyrir ÍR. Fyrir Akureyringa gerðu flest- ar körfur þeir Hörður Tulinius (fyrri leik) og Hermann Sig- tryggsson (síðari leik). Mikill áhugi er nú hér fyrir körfuknattleik og allmargir sem æfa hann að staðaldri. Heimsókn ÍRinganna var því mjög ánægju- leg og lærdómsrík fyrri áhuga- menn í kröfuknattleik hér á Ak- ureyri. Hafi íslandsmeistararnir þökk fyrirkomuna. K. Þ. Jeppabifreið á tvöföld- um hjólum - snjóhíll? Sú nýlunda bar fyrir augu bæjarbúa núna í vikunni, að jeppabíll á tvöföldum hjóluin, ck um götur bæjarins. Jeppi þessi, sem cr Þ—112 og frá Réykjum í Fnjóskadal, kom austan yfir heiði og al!a leið að heiman. Snjór var nokkur í Fnjóskadal framanverðum og svo laus að lianh héít ckki bílnum uppi. Tóku þá Reykja- bræður það til fcragðs að setja gömul dekk utan við hjólin er undir bílmtm voru. Dékkin eru lauslega fest og tvöfaldar keðj- ur seítar á öll hjólin. Með þcss- um átta hjóhun flaut jeppinn prýðilega yfir allan snjó er á vegi hans varð og taldi Guð- mundur Gunnarsson, er jepp- anum ók, þetta vera einfaldan og í mörgum tilfellum ágætan útbúnað. Þegar hílnum var ek- ið um snjólausar götur bæjdr- ins, tóku „varadekkin“ tæpast niðri, cg sýndust ekld valda neinum erfiðleikum í akstri. Jöran Forsslimd hefur skrifað bók um ísland Sænski blaðamaðurinn góð- kunni, Jöran Forsslund, sem hef- ur heimsótt ísland nokkur und- anfarin ár — síðast sl. sumar — hefur nú gefið út bók um ferðir sínar hér. Heitir bókin „Vind över Island“ og kom út hjá Rabén & Sjögren í Stokkhólmi nú fyrir skömmu. Bókin er prýdd miklum fjölda ágætra mynda, enda er Forsslund ágætur ljósmynda- smiður. í bókinni segir hann m. a. frá veru sinni hér nyrðra, frá samvinnustarfseminni hér, tog- araútgerðinni, ferð til Mývatns, dvöl á Möðruvöllum í Eyjafirði, siglingu austur fyrir land og frá ýmsu fleiru. Einn kaflinn er við- tal við Halldór Laxness á Gljúf- rasteini, annar fjallar um Banda- ríkjamenn á Keflavíkurflugvelli. (framhald af 1. síðu). sem betur færi, en að íslenzkir móar, mýrar, sandar og melar biðu aðeins starfsfúsra handa til að breyta auðn í arðberandi íarrd. Taldi hann alta ræktvn miða til menningar cg broska og stuðfa að hinni miklu rækt mannrækt- inni, cg óskaSi 'bess að méðíimir Ungrnennafélagánná víldu með tilstyrk, kristinnár tr.úar .stnnda. þar fremstir. í fylkingai-þr.;ósti. Hva'tti hann einhig til samstöðu í lahdhelg'smúlum þjóðhrinnar, þar sem afkomuskilýrði ís’end- inga byggðust’ svo m.jög á 'av.ð- legð hafsins. Starfið á árinu. Samkvæmt skýrslu stjórnarinnar voru í ársbyrjun 17 ungmenna-, bindindis- cg íþróttafélög í sam- banáinu, með samtals 650 reglu- 'lega félaga cg auk þes’s töldu þessi féKig 191 aukafélága, þannig að innan vcbanda sambandsins voru í ársbyrjun alls 841 meðlimur. A ár- inu gekk eilt félag í sambandið’, pg samanslendur sambandið því nú al 18 félögum. Starfsemi sambandsins á árinu var mjög á vegum íþróttamála. Var Kristján Jóhannsson, hlaupari og íþróttakennari, ráðinn í ársbyrjun lijá sambandinu sem ársmaður. En síðast í maímánuði henti það hann að lenda í umlerðarsysi, sem olli honum alvarlegra meiðsla, þannig að hann varð að dveljast á sjúkra- húsi uni lengri tíma, og er enn ekki séð, hvort hann fær til fulls bót á þeim nieiðslum. Björn Daníelsson íþróttakennari starfaði hjá sambandinu í tvo mán- uði á sl. vetri, og yfir sumarmánuð- ina var Höskuldur Goði Karlsson íþróttakennari ráðinn hjá samband- inu. Námskeið innanhúss voru haldin á sl. vetri hjá sjö ungmennafélög- um, og nutu skólarnir yfrleitt þess- arar kennslu líka. A þessum nám- skeiðum voru kenndir fimlcikar, þjóðdansar, glíma, blak og bolta- leikir og auk þess kennt á skíðum. Yfir sumarið voru frjálsíþróttir allmjög æfðar, og voru ýmis íþrótta- mót haldin á vegum sambandsins á þessu starfsári, og einnig [ór fram keppni milli UMSE og ungmenna-1 sambands Skagafjarðar í knatt- spyrnu og nokkruin greinum frjáls- íþrótta. ~ _ UMSE sér um landsmót UMFI. Þingiðbtók til jncðferðar allmörg infl eins og venjulcga, og lágði að nokkru grundvöll að starfserni sinni næsta starfsár úieð samþykktum sín- iini. Og er gert ráð fyrir svipuðu starfi hjý sanibandinu á næsta ári eins og verið hefur, en þó allmiklu meira, þar sem UMSE helur ákveð- ið að taka. að sér undirbúning að Landsmótl U.M.E.I., sem halda á liér á Akureyri á n. k. sumri. Er þarná um nýtt og allmikið verk- cfni að ræða, sem sambandið vill hvetja alla ungmennafélaga og aðra héraðsbúa til samstöðu um, svo að mót þetta geti orðið til sóma. Nýmæli eitt kom fram á þinginu, og var það um frekari kynni milli fólks sem býr í dreifbýlinu og jafn- vel rætt um verkaskiþtingu þess á milli sveita eða héraða. Gott að vera í Sólgarði. Þíng þetta var í alla staði hið ánægjulegasta, og var aðbúnaður aliur hinn bezti að hinu nýja fé- Iagsheimili þeirra Saurbæinga, og lauk því með sameiginlegri kaffi- drykkju, sem gerð var af ungmenna- félögunum í hreppnum. Þar voru ræður fluttar, og að lokum var þing- fulltrúum boðið á samkomu, sem haldin var í félagshcimilinu um kvöldið. Fallþungi dilka í Eyja- firði 14.15 kg. Alls var slátrað á Akureyri og Grenivík 17.111 kindum á þessu hausti. í fyrra var slátrað af sama svæði um 11000 fjár." Fallþungi dilka reyndist vera 14,15 kg. Þyngsti dilkurinn var frá Ásgrími Halldórssyni, Hálsi í Öxnadal. Var hann 26J/2 kg. í fyrrahaust var vænsti dilkurinn einnig úr Öxnadal og hafði hann sömu vigt. Eigandi var Ármann Þorsteinsson; Þverá. Brugðið upp mynd af útsýninu, er ferðamenn aka nýja veginn inn í Akureyrarkaupstað Myndimar hér að ofan sýna liclztu atriði útsýnis þess, er blasir við fcrðamönnum, er aka inn í Akureyrarkaupstaðar að noiðan, cftir nýja þjóðveginum í gcgnum Glcr- árþorp. — Myndin cfst t. v- er frá þeim stað, cr vegurinn beygir í átt til nýju brúarinnar, en útsýni til bæjarms er lokao af bragga. Aðrar myndir eru svo frá mannvirkjum meðfram veginum, og eru þó ekki ncma fáein sýnd. Þrátt fyrir bæjarstjórnaisamþy'kktir, standa hraggar og skúrar enn í góðu gengi. Síðast var ákveðið að hreinsa til ekki síðai en 1. nóvember. Nú er 20. nóvember og allt eins og aldrei hafi verið á þessi mál miunzt, nema ef eitthvað kefur fokið á sjó út í suðaustan rokinu í gær. —

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.