Dagur - 20.11.1954, Blaðsíða 7

Dagur - 20.11.1954, Blaðsíða 7
Laugardaginn 20. nóvcmber 1954 DAGUE 7 (Framhald af 1. síðu). íslenzkri ull eingöngu eftirtaldar bandtegundir: Kambgarn í 68 lit- um, tvöfalt, þrefalt og fjórfalt, útsaumsgarn í 25 litum, loðband í 5 litum, bleikjað eingimi, teppa- garn í 40 litum og leistaband í mörgum litum. Auk þess er svo kambgarnsframleiðslan, kamb- garn blandað með griloni í 16 lit- um og blandað með geríiull í 19 litum. Þá vinnur yerksmiðjan úr erlendri ull og erlendum gerfi- efnum merinó-kambgam í 19 lit- um, og grilon-merino-kambgarn í 22 litum, og er betta síðast nefnda alger nýjung í framleiðslu verk- smiðjunnar og er að koma á markað þessa dagana. Fleiri nýj- ungar af þessu tagi eru á döfinni. Af þessu má sjá, að hér er orðið um geysilega fjölbreytta fram- leiðslu að ræða, svo að allir ættu að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Framleiöslugeta verk- smiðjunnar á þessu sviði er svo mikil, að enn má auka framleiðsl- una stórlega þegar þörf krefur og þjóðinni lærist, að algerlega er óþarft að flytja inn slíka vöru. Húsgagnaáfclæði vekja eftirtekt. Á þessu ári hefur verksmiðjan hafið framleiðslu á margs konar gerðum af Iiúsgagnaáklæði, sem þegar eru orðin útbreidd og vekja mikla athygli, enda er hér mjög vönduð vara. í þessu nýja húsgagnaáklæði Gefjunar er 85% ull og 15% bómull, en í érlfendu áklæði, sém hingað flytzt, er að jafnaði 70% bómull en ekki nema 30% ull. Til þess að vefa þessi nýju efni fékk verksmiðjan nýjan og mjög full- kominn vefstól, er vinnur svo- nefnt „Moquett“-áklæði. Gefjun- ar-áklæðin, sem fást í ýmsum lit- um, eru, þrátt fyrir gæðin, ódýr- ari en erlendu áklæðin. Öll framþróun í fataefna- framleiðslu. Fataefnaframleiðsla verksmiðj- unnar hefur tekið mjög örum breytingum að undanförnu og er nú svo komið, að íslenzkir fata- framleiðendur, margir hverjir að minnsta kosti, vilja fremur fata- efnin frá Gefjuni en erlend efni. Enda er aðstaða verksmiðjunnar til fataefnavefnaðar nú orðin allt önnur með nýjum vélakosti og er hér um að ræða mjög fullkomn- ar vélar. Má óhikað telja efni þau, sem nú fara frá vérksmiðjunni, sambærileg við ágætustu erlend efni. Aukin sala. Arnþór Þorsteinsson sagði, að vaxandi skilnings á hlutverki Gefjunar væri nú að mæta. Sala á framleiðsluvörunum fer vax- andi, hefur t. d. aukizt um nokkr- ar milljónir kr. á þessu ári. Og sífellt er unnið að endurbótum og nýjungum og að aukning fjöl- breytni í framleiðslunni. Má því vænta þess, að þessi þróun haldi ófram. Öllum, sem unna íslenzkum iðnaði, er það fagnaðarefni, hverjum árangri hefur verið náð á Gefjuni. Með framkvæmdun- um á Gefjuni hefur samvinnu- hreyfingin íslenzka lyft íslenzk- um iðnaði svo langt upp á við, að ótrúlegt hefði þótt fyrir fáum ár- um. Fyrir þetta byggðarlag hafa þessar stórfelldu framkvæmdir og hin mikla fjárfesting, sem gerð hefur verið, alveg sérstaka þýð- ingu. Hér er byggt fyrir framtíð- ina. Iðnrekstur samvinnumanna er ein sú meginstoð, sem efnahag- ur fólksins hér hvílir á. - lóhami Frímannsson (Framhald af 2. síðu). eiga að fagna, sem birtust í hcim- sóknum, gjöfum og heillaóskum, og í öðru lagi gestrisni þcirra, sem eng- um gat dulizt, sem sá þau umgang- ast gesti sína og sá, hve sanna á- nægju þau hölðu af að veita þeim í scm ríkustum mæli. Af sveitarstjórnarmálum og öðru slíku þrasi út á við hefur Jóhami ekki viljað skipta sér, enda þótt hann beri gott skyn á slíkt og fylg- ist vel með, því jörðiii og heimilið hafa tekið alla hans krafta. Þó hef- ur hann ckki getað neitað nágrönn- unum um að hjálpa þeim við bygg- ingar dag og dag, ef ástæður liafa leyft, enda á hann afar erfitt með að neita bón nokkurs manns. Nxi geta Garðsárhjónin leyft sér að fara að taka lífinn með ró, því að stríðið er unnið með sóma. Þau haía þegai' reist. ser traustan'ruinn- isvarða. Garðsá mun lengi bera þess minjar að þati hafi þar setið og skipað þeirri jörð í tölu beztu jarða í einu búsældarlegasta héraði landsins. Lifið heil um langa og bjarta framtíðl Jón Pétursson. Rafmagns- borvélar 14” hraðgengar og liæggengar. "cr 1/2” llæggengar. Rafmagnsborar og SI.IPiSETT í kassa. £yrir trésmíði. Slípivélar fyrir járniðnað. Véla- og búsáhaldadcild - Má aldrei segja satt (Framhald af 2. síðu). an grundvöll, þótt við erfiðar markaðsaðstæður sé að etja, en hitt fyrirtækið hefur engum eyri kostað til neinna slíkra fram- kvæmda. í þessu efni stenzt flokksskólinn heldur ekki próf- kröfurnar. Samanburðurinn er svo hlutdrægur og villandi, sem verða má. Gróðalönd einkanyggjunnar. En eitthvað kunna þeir fleira fyrir sér þar en þetta. í greininni stendur — eftir að þessar falsanir og blekkingar hafa verið hafðar í frammi — að „samvinnuhreyf- ingin sem slík“ sé „góðs makleg“. Þarna skauzt það upp úr þeim yngri, sem reyndari menn telja ekki hagkvæmt að hampa: Sú samvinnulireyfing, sem forusta Sjálfstæðisflokksins telur „góðs maklega", er févaria, sundurskipt, ómegnug til allra stærri átaka, og alls ólíkleg til athafna á þeim sviðum. sem gróðainteressur þjóðfélagsins telja sín prívat-ak- urlönd. Til þessara sjónarmiða má rekja fjandskapinn gegn hin- um stærri átökum samvinnu- manna, gegn stóriðnaði, skipaút- gerð, tryggingastarfsemi og olíu- sölu. Þar er samvinnuhreyfingin komin út á annarleg svið, — gróðalönd einkahyggjunnar, sem hún hélt að væri í lífsábúðar- rétti. vantar í eldhús heimavistar Menntaskólans á Aknreyri. Uplýsingar í síma 1895. Ráðskonan. NAMSKEIÐ í föndri verður haldið í Varð- borg og hefst seinni hluta næstu viku. (Nánar auglýst síðar). Kennt.verður að búa til ýmsa jóla- og pappírsmuni og fleira. — Væntanlegir nem- endur gefi sig fram í síma 1481. — Aldur miðast við 17 ára og yngri. Kvenfélagið „Hlíf“ heldur vinnufund í Hafnarstræti 101 (Amaro) miðvikudaginn 24. þ. m. kl. 8.30 e. h. Skemmtiatriði. — Konur hafið með sér kaffi. Áheit á Munkaþverárkirkiu. — Frá N. N. kr. 100,00. Með þakk- læti móttekið. Sckr.arpreslur. Hjúskapur. í dag verða gefin saman í hjónaband í Bráten, Tre- hörna. Svíþjóð, ungfrú Gunborg Fredrikson og Gunnlaugur P. Kristinsson, skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Eyfirðinga. Frú Guðrún Brunborg er kom- in til baejarins með kvikmyndir sínar er hún sýnir til ágóða fyrir ísl. stúdentaheimilið í Osló. — í gær sýndi hún fyrir mennta- skólanemendur. Ofsarok af suðaustri gekk hér yfir í gær. Var mjög hvasst í byljunum. Vindmælir Veðurstof- unnar hjá lögreglustöðinni sýndi að vísu ekki nema 8—9 vindstig, en mun hvassara mun hafa verið á brekkunum. Ekki er blaðinu kunnugt að neitt tjón hafi oi ðið. Barna- 02 un<j;Iins;askór i miklu úrvaii. Kven-götnskór m. svampséla, bnmir, gráir og svartir. Karlmannaskór 7/7. svampsóla, margar gerðir, verð frá kr. 225.80 Skódeild KEA. Nýtt og saltað KJÓTBUÐIR KEA Bafnarstræti 89. Sími 1717 Ránargötu 10. Sími 1622 MIG VANTAR búðarstúlku hálfan eða allan daginn til áramóta. Anna & Freyja JEPPI! Lítið keyrður jeppi í full- komnu lagi til sölu. Uppl. í síma 1045. fást daglega hjá okknr. KJÖTBÚÐIR KEA Hafnarstræti 89. Sími 1717. Ránargötu 10. Sími 1622. Bárðdælska smjörið er komið, nýtt og gott. KJÖTBÚÐIR KEA Hafnarstræti 89. Sími 1717. Ránargötu 10. Sími 1622. 6AÐ NÝJASTA ER Til nýja sjukrahússins. Gjöf frá N. N. kr. 200.00. — Áheit frá Ingi- björgu Sveinsd. ki 100.90 — Áheit frá H. B. kr. 100.00. — Með þökku mmóttekið. G. Karl Pét- ursson. Tímarit Náttúrulækningafélags fslands, „Heilsuvernd“. — Nýjir áskrifendur að árg. 1954 fá ókeypis árg. sl. árs (1953). Afgr. annast Jón Kristjánsson, Spítala- veg 17. Sími 1374. Námskeið. Athygli skal vakin á auglýsingu, sem birt er á' öðr- um stað í blaðinu um námskeið í föndri. Hefst það í næstu viku og eru uppl. gefnar í síma 1481 í TÍTBUM. Óviðjafnanlega gott ofan á brauð. KJÖTBÚÐIR KEA Hafnarstræti 89. Sími 1717. Ránargötu 10. Sími 1622. Skæður dýrbítur í Bárðardal Bændur á Mýri í Bárðardal hafa orðið fyrir tjóni af völdum dýrbíts á Mjóadal að undan- förnu. Eftir snjóáhlaupið í októ- ber vantaði þá 8 kindur. Hafa þeir til þessa fundið 3 þeirra bitnar til bana af völdum.tófu, á Mjóadal. Ottast þeir, að refurinn hafi orðið fleiri kindum að bana. X.X X Frá garðyrkjuráðunaut Áburðarpöntun. Áburðarsala ríkisins hefur nú auglýst að allar áburðarpantanir fyrir næsta ár þurfi að vera komnar í hennar hendur fyrir lok þessa mánaðai. Þær áburcjarteg- undir, sem til greina koma að þessu . sinpi,, er Kjarna-áburður (köfnunaref nisáburðurinn f rá Gufunesi 33V2% að styrkleika), fosforsýruáburður og kalí. í 100 ferm. jarðeplagarð þarf 6V2—7 kg. Kjarna, 6 kg. þrífosfat og 6 kg. kalí (brennisteinssúrt). Áríðandi er að dreifa öllum efnunum jafnt og vel yfir það svæði, sem rækta á í. Eg mun skrifa niður áburðar- pantanir þeirra, sem vilja, næstu daga frá kl. 1—3 e. h. Garðlönd bæjarins Nú hefur mér verið tilkynnt að talsvei-ður hluti af garðlandinu á Oddeyri verði tekið undir vegi, byggingar o. fl. á næsta ári. Það garðland sem líkur benda til að fáist að hafa undir jarðeplarækt á næsta ári eru t. d. D, E og F garðarnir í Oddeyrargörðunum, suðurhlutinn af A garðlandinu í Hafnargörðum og austast af H garðlandinu, sömuleiðis meiri hlutinn af D garðlínunum og partur C í Hafnargörðum. Úr Gilvallargarðlandinu eru miklar líkur til að fáist að nota undir garða næsta er C, D og E garð- línurnar, en annað verður víst ekki hægt að leigja út, sem garða, ef af fyrirhuguðum framkvæmd- um verður á landssvæði þessu. — Af nýju garðlandi er lítið til, sem gott getur talizt, þó mun vera hægt að' fá sæmilegt garðland uppi á Rangárvöllum. í vinnu- skólalandinu og jafnvel suður á Kjarnanýrækt. Þeir, sem hafa hug á garðlandi í einhverju hinna nýju landa, er eg á minntist, eru vinsamlega beðnir að láta rpig vitá' sem fyrst. Finnur Árnason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.