Dagur - 20.11.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 20.11.1954, Blaðsíða 5
IL&ugard.aginn 20. nóvember 1954 D A G UR 5 - frumsýmng í fyrrakvöld 'Umferðamál: Umferðasíys og áreksfrar eru vax andi vandamáE í þjóðfélaginu Stundum er talað um stcðnun — jafnvel hnignun — í Iciklist hcr síðan á þeim gömlu og góðu árum, en þeir, sem þau orð taka sér í munn, munu þó raunar lítt sjá heildarmyndina. Einstaka Ieikarar liafa skarað fram úr á ýrnsum tímum, en þegar á heildina er litið, hefur oröið hér veruleg framför á síðustu árum. — Leikhús bæjarins er nú allt önnur stofnun en áður var, og Iielur að- staðan enn batnað nú, er Leikfé- lagið hefur fengið æíingasal til um- ráða. Margt ungt íólk gefur sig nú að leiklist í lrístundum, og það hygg ég vafalaust, að góð leiklist njóti nú meiri skilnings hjá öllum almenningi en áður var. í því efni hala útvarp og þjóðleikhús verið mikill skóli, auk þess sem mikil ferðalög íslendinga til framandi landa liafa birt mönnum nýtt út- sýni. Það má ,því kalla, að það sé eðli- leg þróun, er Lcikfélagið hér hefur nú ráðizt í að taka lyrstu óperett- una til sýningar, en sá atburður var í fyrrakvöld, er liér var frum- sýning á söng- og gleðileiknum Meyjaskemmunni, og fóru heima- menn með öll hlutverk. Meyjaskemman er ofurlítið ævin- týri, spunnið umhvérfis tónskáldið Franz Schubert og nokkra félaga hans í Vín, borg glaðværðarinnar. Ævintýrið iilir og nærist á liinum undurfögru lögum tónskáldsins, en baksviðið er létt gamansemi og ást- arævintýri. Til þess að áhorfendur og áheyrendur njóti, þarf góðar söngraddir og- góða hljómlist, ein- læga glaðværð og óþvingaða, og í nokkrunt atriðum ósvikna kómik. Mun öllunt ljóst, að ekki er vanda- laut að koma öllu þessu fyrir á okkar litla léiksviði svo að vel fari, en það mun þó keplega fara á milli 'mála, að leikstjórinn, Agust Kvar- an, hafi léyst þ'éfta hlutverk af- ■ burða vel af hendL Sjást livarvetna örugg handtök leikstjórans og ó- brigðul' s'mékkvísi hans. En sýning- in nýtur einnig góðrar handleiðslu söngstjórans, Árna Ingimundarson- ar, og öruggs og ánægjulegs undir- leiks frú Soffiu Guðmundsdóttur, píanóleikara, og lvan Knudsens, fiðluleikara. Þegar svo einstakir leikertdur og söngvarar leystu lilut- verk sín prýðisvel af hendi, hlaut líka lieildarmynd sýningarinnar að verða einstaklega ánægjuleg. Mátti og heyra það og sjá, að leikhúsgest- ir skemmtu sér. Hinn létti andi leiksins náði tökum á þeim, ntenn lirifust af ágætum söng og græzktt- lausu gamni, sem stundum var túlk- að af miklum ágætum. Má vafalaust telja, að þessi fyrsta óperettusýning Leikfélagsins muni ná mikilli hylli og verða eftirsótt skemmtun, og er það vel farið, því að liér liggur að baki mikið starf og ærinn kostn- aður, Hér verður íarið mjög lauslega yíir lilutverkaskipan, enda eru leik- endurnir 19 talsins. Jóhann Kon- ráðsson leikur lilédræga góðmennið Franz Schubert og gerir það vel, þótt óefað sé Jóhann meiri söngv- ari en leikari. Hvenær, sem hann hefur lag að flytja, lilusta menn hugfangnir. Helzt er þess að sakna, að hann skuli ekki syngja meira. Það er að sjálfsögðu eitt mesta happ þessarar sýningar, hve góðum söng- mönnum er skipað í lilutverk. — í öðru aðalsönghlutverkinu er Jó- hann Ogmundsson, ágætur söng- maður, og flytur hann livert lagtð af öðru liressilega og skemmtilega, auk þess sem hann er glettinn og kvikur á leiksviðinu og nær því býsna góðum tökum á hlutverki barón'sins.—Félaga Schuberts leika þeir Hermann Stefánsson, Halldór Helgasvn og Guðrnundur Gunnars- son. Hlulverkin eru ekki stór, en þau krefjast samt söngvagleði. Eru þeir félagar allir líka ágætir radd- menn og leggja fram sinn skerf til að halda uppi „stemningunni". Hætt væri við, að risið mundi lækka, el hlutverk hir'ðgierrneistdr- ans væri í höndurn einhvers auk- visa, en það er nú öðru nær. Arni Jónsson leikur þetta gamansama hlutverk af ósvikinni kómík og á- | gatum tilþrilum. Hver setningin tif annarri verður íleyg í ntunni hans, og látbragð hans — jafnvel þótt stundum sé allsterkt leikið — er í senn broslegt og örvandi fyrir áhorfendur og meðleikendur. Konu hirðglermeistarans leikur lrú Sig- Árni Jónsson í hlutv’crki Christ- ian Tschöll, kcisaralegs hirðgler- meistara ;— (Ljósm.: E. Sig.). riður P. Jónsdóltir. Ná þau ágætum satnlcik, hjóhiii, eltir brúðkaups- veizluna, og er sú „sena" öll eitt skennntilegasta atvik kvöldsins. A Árni mikinn þátt í að halda gam- anseminni uppi til enda, því að hlutverkið er stórt, og hann er allt- af á lerðinni um sviðið. Meyjarnar þrjúr leika Brynhild- ur Steingrímsdóltir, Helga Alfreðs- dótlir og Björg Bajdvinsdöttir. Fyrr- nefndu hlutverkin tvö eru ekki veigamikil, og leysa þær Brynhildur og Helga þau mjög þokkalega af hendi, en hlutverk Bjargar er stórt, bæði í söng og leik, og ferst henni hvort tveggja mjög vel. Rödd henn- ar er mjög viðfelldin og henni læt- ur vel að syngja þessi lög, sem eru I senn glettin og angurvær. 1 um- gengninni við baróninn og tón- skáldið er leikur hennar ósvikinn, í gleði og sorg ofurlítið þóttafullr- ar ungmeyjar. Italska óperusöng- konu leikur frú Mallhildur Sveins- dóttir. Frúin lieíur fallega siing- rödd, og það skiptir hér miklu máli. En auk þess gekk henni allvel að ná fasi. og myndugleik afbrýðis- samrar og blóðheitrar „stjörnu". — Brúðgumana tvo leika Vilhjálmur Arnason og Guðmundur Stefánsson. Þeir koma raunar lítið við sögu, nema í orði kveðnu. Matthildur Olgeirsdóltir leikur húsráðskonu og gerir það myndarlega og spaugilega. Haraldur Sigurðsson er leynilög- regluþjónn, og er liann hin skringi- legasta persóna og ágæt viðbót í þetta myndasafn frá Vín. Vignir Guðmundsson, sem leikur danskan greifa, er flott í tauinu óg virðu- legur í íramgöngu, svo sem hæfir slíkri persónu, en þetta hlutverk er annars minniháttar. Guðmundur Agústsson leikur skemmtilegan sendisvein, og loks eru þernur, þær Maria Sigurðardóttir og Bára Björg- vinsdóttir, er hafa lítil hlutverk. Leiktjöldin eru teiknuð af Lothar Grundt í Reykjavík, en Þorgeir Pálsson málaði þau, og eru þau smekkleg og vel gerð. Nokkra dansa á sýningunni æfði Hermann Stef- ánsson, og „punta" þeir upp á sýn- inguna. Ljósameistari er Ingvi Hjörleifssþn, en leiksviðsstjóri Odd- ur Kristjánsson. Búningar eru að nokkru leyti lánaðir frá Þjóðleik- húsin,u og Leikl'élagi Reykjavíkur, en sumir saumaðir hér af irk. Mar- grétu Steingrimsdóttur og frú Karó- linu Jóhannesdóttur, og eru allir búningarnir skrautlegir og í fyrri aldar tízku. Á frumsýningunni var leikendum og söngvurum óspart klappað lof í lófa, og að lokurn voru allir leik- endur hylltir, og ])ó sérstaklega leik- stjórinn, Agúst Kvaran, söngstjór- inn, Arni lngimundarson, og undir- leikararnir, frú Soffia Guðmunds- dóttir og Ivan Knudsen. — Margir blómvendir bárust. Leikhúsgestir héldu heint í léttu skapi. Kvöldið hafði verið einstak- lega ánægjulegt. Leiklélag Akur- eyrar hefur ráðizt í erfitt verkefni, við þær aðstæður, seni hér eru, og leyst það af hendi með sóma. Eitt af erfiðari viðfangsefnuro menningarþjóðanna eru hinn tíðu slys og dauðsföll í sambandi vib akstur vélknúinna farartækja. — Hjá mörgum þjóðum minnir mannfallið á vegunum á mann- skæðar orrustur á vígvöllunum, svo átakanlega margir særast og láta lífið í umferðaslysum. Orsakir uniferðaslysa. Orsaka er leitað og úrbóta á þessu ófremdarástandi, en erfitt hefur reynzt að finna raunhæfar aðgerðir, en reynt er með strangri löggjöf og uppeldisáhrifum að draga úr þessum voða. Almennt er talið, að oftast sé dómgreind- arleysi, vöntun á ábyrgðartilfinn- ingu og hreint kæruleysi hjá stjórnendum farartækja, svo og hugsunarleysi gangandi vegfar- enda um að kenna, þegar slys ber að höndum. Orsakir nefndra annnmarka í fari viðkomenda, geta verið margvíslegar. Nautn áfengra drykkja, hversu lítil sem hún er, er talin sljófga dóm- greindina og eyða ábyrgðartil- finningunni, en auk þess er t.alið að skapferli og almenn greind ökumanna lýsi sér að meiru eða minna leyti í akstri þeirra, ekki síður en í samskiptum við aðra menn í daglegu lífi. Kærulaust flón hirðir ekki um að aka eftir Hönnu Bjarnadóttur var ágætlega fagnað Frú Hanna Bjarnadóttir hélt söngskemmtun í Nýja-Bíó á Ak- ureyri miðvikudaginn 17. þ. m. Frú Margrét Eiríksdóttir annaðist undirleikinn. Frú Hanna er Akureyringur að ætt og var hennar því beðið hér með nokkurri eftirvæntingu. Níu ára að aldri hóf hún orgelleik hjá Sigui-geir heitnum Jónssyni söng- kennara hér í bæ. Síðar var hún í Kantötukór Akureyrar, undir stjórn Björgvins Guðmundssonar tónskálds. Naut hún þar sér- stakrar raddþjálfunar Guðrúnar Þorsteinsdóttur söngkonu. Hún var einnig í Tónlistarskóla Akureyrar, þegar frú Margrét Eiríksdóttir var þar skólastjóri og ennfremur lærði hún söng hjá Sigurði Birkis. Síðan lá leiðin vestur um haf til áframhaldandi söngnáms. Dvaldi hún í Kaliforníu hjá kunnum ‘söngkennara, Florence Lie að nafni. í sumar kom hún heim og hélt þá söngskemmtanir í Reykja vík við mjög góða dóma. Á söngskemmtun frú Hönnu á miðvikudaginn voru meðal ann- ars á söngskránni lög eftir Pergo- lese, Schumann, Bach, Puccini og Verdi. Ennfremur lög eftir Sig- valda Kaldalóns, Sigfús Einars- son og Eyþór Stefánsson. Frú Hanna náði brátt hylli áheyrenda, enda óx hún með hverju lagi. Hin viðfeldna, lýriska sópranrödd henrfar náði meiri fyllingu og styrk í síðari hluta söngskrárinnar og má fullyrða að hún hafi unnið mikinn sigur — Framkoma söngkonunnar var látlaus og óþvinguð. Henni bár- ust fjöldi blóma og var alveg frá- bærlega tekið. Undirleik annaðist frú Margrét Eirískdóttir af öryggi og smekk- vísi. settum reglum, eða taka fullt til- lit til ástands vegarins og um- ferðarinnar í það og það sinn. — Aksturinn verður of hraður, keppzt er við að komast fram úr öðrum farartækjum og það jafn- vel á fjölförnum gatnamótum. Ekki er hirt um að aka rétt fyrir götuhorn, ekið er stanzlaust inn á aðalbrautir og þess ekki nóg- samlega gætt að athuga vel um- fcrðina áður en lagt er af stað inn á götu úr kyrrstöðu, eða að hafa nægilega fjarlægð að næsta far- artæki á undan, svo að hægt sé að stöðva, eins og lög mæla fyrir. Eitthvað af framansögðu, svo og bilun í fartækjunum sjálfum, er talið að flestum slysunum valdi. Þó má ekki gleyma því, að hirðu- leysi gangandi fólks getur orsak- að ökuslys og það jafnvel hjá gætnustu stjórnendum farar- tækja, manna, sem frá byrjun hafa sett sér að fylgja jafnan sett- um reglum. Vaxandi crfiðleikar vegna uniferðar. Ymsar erlendar þjóðir hafa átt við erfiðleika umferðamálanna að stríða um allmörg ár og nú erum við, íslendingar, komnir í hópinn og hin óhugnanlega tíðu slys í höfuðstaðnum og nágrenni hans, virðast benda til, að Landinn ætli ekki að verða eftirbátur á þessu sviði. Talið er að lögregla höfuð- staðarins hafi haft afskipti a£ yfir 1000 ökuslysum, það sem af et’ þessu ári, og þótt við, Akureyr- ingar höfum, að undanförnu, not- ið sérstakrar vélvildar forsjónai;- innar, hvað manndauða og stærri slys snertir, hér á götum bæjar- ins, þá eru hin smærri slvs og „hnoð“ milli farartækja orðin, nú þegar, allt of há og virðast fara í vöxt, enda fjölgar stöðugt farar- tækjum og stjórnendum þeirra, en í hópi þeirra innast janan ein- hverjir sem haldnir eru umrædd- um flónsku-kvillum. Skólarnir hafa góðan vilja á að leiðbeina uppvaxandi kynslóð um rétta umferðarmenningu og á námskeiðum fyrir ökumenn er mikil áherzla lögð á gætni og rétta hegðun í hvívetna, en auk þessa virðist svo, að ekki væri úr vegi, að félög bifreiðastjóra hefðu umræðufund um þessi mál og m. a. gerðu tilraun til að létta af stéttinni orðrómi um óleyfileg samskipti við áfenga drj’kki, þótt ýmislegt bendi til, að þar sé stundum um öfgar að ræða, hvað snertir ökumenn hér á Akureyri. Þó skal því ekki gleymt, að áfengi er jafnan skaðræðisfélagi fyrir ökumenn, og hefur á sinni sam- vizku fjölmörg mannslíf og mill- jóna-skaða, svo að segja í hverju menningarlandi. Ný lögreglusamþykkt. Akureyri á fjölmarga ágætis ökumenn, sem væru stéttinni til sóma, vegna hæfni og háttprýði, í hvaða landi sem væri, og sann- arlega væri óskandi að enginn ökumaður fyrirfyndist hér, sem auglýsti skort á skynsemi og vöntun á ábyrgðartilfinningu með ógætilegum akstri á götum bæj- arins, eða með því að láta vera að fylgja fyrirmælum landslaga og lögreglusamþykktar um þessi mál. Nýlega er komin úr prentun endurskoðuð lögreglusamþykkt fyrir Akureyri og væri mjög æskilegt að sem flestir vildu kynna sér hana sem bezt. Franz Schubert og íélagar hans. Myndin er frá húsagarði í 1. þætti. Frá vinstri: Schubert (Jóhaiui Konráðsson), Schober greifi (Jóhann Ögmundsson), Kupehvieser málari (Halldór Helgason), Scliwind teiknari (Hermann Stefánsson) og Vogl hirðóperusöngvari (Guðm. Gunnarsson). — Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.