Dagur - 11.12.1954, Blaðsíða 4

Dagur - 11.12.1954, Blaðsíða 4
4 D AGUR Laugardaginn 11. desember 1954 Helgi Valtýsson: Þegar kongsbænadagurinn týndist og aSrar sögur. Bókaútgáfan Noríiri. — Prentverk Odds Björns- sonar h.f. Akureyri 1954. Helgi Valtýsson er fjölhæfur rithöfundur. Hann er skáld ljóða, leikrita og sagna, mikilvirkur fræðimaður, sem skrásett hefur Söguþætti landpóstanna, sem er engu minna rit en Vídalínspost- illa, þýðandi fjölmargra skáld- sagna, og hefur auk þess skrifað ritgerðir um hin fjölbreyttustu efni. Það, sem einkennir Helga, er fljúgandi mælska, hraði í stílnum, fjölskrúðugt orðaval, litríkai og lífi gæddar myndir. Hann hefði án efa notið sín vel við blaðamennsku í gömlum stíl, þegar andríki og hugmyndaflug var einhvers metið og ekki var séð eftir hverjum þumlung papp- írs, sem fór til annars en æsi- fregna stjórnmálaþvargs. En einkum hygg eg þó, að skáld- sagnagerð hefði legið vel fyrir honum. Eina langa skáldsagan, sem út hefur komið eftir hann: Á Dælamýrum (1947) bar vitni um svo mikla hæfileika í þessa átt, og reyndar allt það, sem hann hefur ritað, að þessi spurning kemur í hugann: Hve hefur þessi maður nokkuin tíma gert annað en skrifa skáldsögur? Hann sýnist eiga nóg af yrkisefnum og hvergi verður honum fótaskcrtur í orðsins list. Hugurinn er ennþá veðurnæmur, þó að nokkuð sé iiðið á daginn, og andinn leikur á marga strengi. Hann hefui', eins og hann kemst sjálfur að orði, aldrei haft tíma til að verða gam- all. Þessi bók, þegar kongsbæna- dagurinn týndist, er skrifuð af sama lífi og fjöri sem aðrar bæk- ur hans. Þetta eru ekki skáldsög- ur. heldur endurminningar, riss og hugleiðingar, segir höfundur- inn. En hvað sem því líður eru þá þessar endurminningar færðar í því skáldlegan og skemmtilegan búning, að þar verður mjótt á munum. enda getur lífið sjálft verið skáldlegra en nokkur tilbú— in saga. Höfundurinn hefur víða farið og mörgu kynnzt og kann því frá ýmsu að segja, enda skortir ekki athyglisgáfuna. Ævintýrið, sem bókin befst með: Þegar kongsbænadagurinn týndist, er bráðskemmtilegt, og eins mundu sögurnar: Frænka mín, Þráinn og Dúfurnar mínar og fleiri sóma sér vel í hvaða smásagnasafni sem væri, enda þótt þær kunni að styðjast við einhver raunveruleg atvik. Marg- víslegur geðblær einkennir ]iess- ar sögur allt frá gáska til hinnar dvpstu alvöru. Það er ávallt gott að vera í för með þessum höfundi. Bókina hans Helga Valtýssonar munu allir lesa sér til ánægju. Benjamín Kristjánsson. Einn á ferð og oftast ríð- andi eftir Sigurð Jónsson frá Brún. Bókaútgáfan Norðri 1954. Utvarpsfyrirlesarar keppast nú við að segja landslýðnum, í hvaða landi þeir hafi alið manninn í sumar er leið. Sumir hafa verið suður á hitabeltisslóðum, rðrir vestur í Yukon. Fjósakona hefur skrifað ferðabók frá Frakklandi, hagfræðingur flakkað um Suður- Ameríkulönd. En Sigurður frá Brún hefur bara ferðast um ís- land. Hann hefur ekki gengið í þjónustu smáhestaeigendasam- bandsins, sem Gunnar á Hvann- eyri stýrir ýmist hér eða suður á Þýzkalandi og segir ekkert frá reiðtúrum þar. En reiðgötur þessa lands þekkir hann flestum betur, og ekki hef eg séð betur lýst annars staðar útsýni af hestbaki en í þessari fyrstu bók Sigurðar frá Brún. Það er unun áð sjá öll þau fallegu orð, sem hann kann um það sem við hinir köllum landslag og veðráttu. Hann fer um giljadrúldur og mýrahvörf í bleksvörtu hláku- myrkri, en verður þó starsýnna á Sólarfjall og Vatnajökul, sem er „bjartur eins og önnur útgáfa af sólinni sjálfri“. Hann hefur ör- nefni á hraðbergi, hvar sem hann fer, og ekki mun það tilviljun ein, að oftast eru þau hljómmikil og falleg. Það svíkur því engan, sem ann íslenzkri náttúru og tungu, að bregða sér á bak góðhesti og fara með Sigui'ði frá Brún um landið, hvort heldur menn kjósa að ríða Sprengisand í milli fjórðunga eða láta skokka um byggðir hér nyrðra eða vestan lands. Alls staðar er Sigurður heima, þekkir landið og lýsir því, rifjar gjaman upp sögu, sem gerzt hefur. í Reykjadal minnist hann prest- skapar Jóns Arasonar á Helga- stöðum, í Víðimýrarseli Stephans G., sem „fjaldi sjálfan sig og sorg sína í milli þúfna“. þegar synir efnamanna riðu suður í skóla. Landið, sagan og hestarnir eru aðalefni þessarar bókar, fólkið fer með minniháttar hlutverk, enda Sigurður ærið oft „einn á ferð“. Þó segir hann víða skemmti lega frá komu sinni til bæja, og bregður fyrir glettni í auga. Hann sér sjálfan sig sitjandi á ís- jaka burðast við að komast í buxur og sokka, „hríðskjálfandi upp úr ánni“, eða sitjandi á fót- um sínum uppi í rúmi í baðstofu daglangt, ófús að stíga til gólfs vegna lekavatns. Er þetta og fleira í þessum dúr krydd í frá- sögn, sem ekki berst mikið á, en er því drýgri til fróðleiks og skemmtunar sem lengur er lesið. Ekki er hvers manns færi að segja góða ferðasögu, jafnvel þótt efniviður sé fjölbreytileg ferða- lög um framandi lönd. En hér hefur Sigui'ður frá Brún leyst vel af hendi erfiðara hlutverk. Hann fer um sveitir, sem flestum ís- lendingum eru meira og minna kunnar, en gerir landið þó ný- stárlegt eins og málari, er sér fleiri liti í hverju útsýni en aðrir. Stíll hans er myndauðugur, og gott mál leikur honum á tungu. Bókina prýða skemmtilegar pennateikningar eftir Halldór Pétursson. Norðri hefur gert bókina vel úr garði. — H. Sn. Dauðsmannskleif og aðr- ir þættir frá liðnum öld- um eftir Jón Björnsson. Bókaútg. Norðri 1954. Jón Björnsson velur sér gjarn- an yrkisefni úr íslenzkri alþýðu- sögu og ei' það sízt að lasta Þótt þættir þessir séu gerðir úr sprek- um á rekafjöru aldanna, óljósum munnmælum og annálabrotum, eru þeir fyrst og fremst skáld- skapur í nokkuð sérstæðum stD. Talsvert mikill efniviður er dreg- inn til bús, en úrvinnsla er með lauslegu móti. Hér er fjallað um líf og örlög horfinna kynslóða, brugðið upp mynd af stórgerðu fólki í harla stórfelldri náttúru-umgjörð, jafn vel svo að með ólikindum er sums staðar. Þættir þessir eru uppþaf- lega skrifaðir erlendis og ætlaðir til birtingar þar. Er ekki laust við að lesandi fái þá flugu í kollinn, að höfundur hafi freistast til þess að gera dekur við hugmyndir dansks og þýzks almennings um náttúru íslands og lífið hér á fyrri tíð, og þangað sé því að rekja þá tilfinningu, að sögu- sviðið sé ýkt. En svo kemur mér fyrir sjónir Dauðsmannskleif, þar sem er alfaraleið, þótt hengiflug slúti yfir, en gínandi gljúfur er hið neðra; af þessum toga mun og ýmsum finnast forneskjan í þættinum um hefnd landnáms- mannsins,\ svo að eitthvað fleira sé til nefnt. Orlög fólksins innan þessa ramma eru þá heldur ekki ævinlega sannfærandi í augum venjulegs íslendings nií í dag. Lífið sjálft tekur að vísu öllum skáldskap fram á stundum um ótrúlega hluti, en ærið reyna þó sumir atburðir þessara þátta á þolrif lesanda og trúgirni, svo sem björgunin í Dauðsmannskleif og næsta skyndilegt hughvarf Þóris í Vatnsnesi. Allt um það er hér ýmis fróð- leikur um líf fólks á fyrri tíð, og frásögnin er sums staðar spenn- andi sem kallað er. En stíll höf- undar er þó helzt til þunglama- legur og safarýr til þess að lyfta frásögninni u.pp úr ramma brengstu atburðarásar eða til þess að gefa ímyndunarafli les- anda byr undir vængi. Útgáfan frá Norðra hendi er vönduð. — H. Sn. „Fórur“ - gömul og ný skrif eftir Steingrím í gær kom á bókamarkaðinn bók eftir Steingrím Sigurðsson, og heitir „Fórur“, og geymir gömul og ný skrif að því er segir á titilblaði. Er ekki ofmælt, að sumt í bókinni sé nýtt af nálinni. Lesandi rekur þegar augun í að þarna er ávarp það. er höfundur flutti Davíð skáldi Stefánssyni í fullveldishófi stúdenta hér á Ak- ureyri 30. nóvember sl. Annars eru í bókinni 23 greinar um fjöl- breytileg efni. Hefst bókin á nýrri grein um Akureyri og lýkur með „essay“ um Messalínu, er Davíð kvað um á þriðja tug aldarinnar. Steingrímur Sigurðsson er þegar landskunnur af skrifum sínum, greinum í blöðum, tímaritinu Líf og list og bæklingi sínum um Keflavíkurflugvöll. í vændum er „satíra“ um Reykjavík og skáld- saga, að því boðað er á kápusíðu þessarar bókar. Fórur ef 109 bls., bókin er prentuð í Prentsmiðju Björns Jónssonar. í óttans dyrum Saga eítir DIANA BOURBON 7. dagur Framhald. því að búizt hafði verið við mér, mátti ætla, að þau vissu, hvað eg het. Enginn spurði eftir Janie, en til þess að rjúfa vandræðalega þögn, hóf eg að segja söguna, sem eg hafði þaulhugsað, til að skýra hvers vegna eg kom ekki ásamt Janie. Þetta hljómaði allt senni- lega, en Babs hlustaði augsýni- lega aðeins með öðru eyranu og áhugalaust. Eg hefði getað sparað mér erfiðið að búa söguna til. — Hún sagði, að eg hefði ekki át-t að leggja á mig að fara til Janie, enda mundi hún sjálfsagt vera á leiðinni hingað nú. Hún tók líka skýrt fram, að óþarfi væri að hafa áhyggjur af því, þótt Janie hefði ekki svarað í síma. Hún væri til alls líkleg í þeim efnum og gæti eins hafa látið símann liggja af ásettu ráði. Fransmaðurinn stakk upp á því, að reynt væri að hringja til Janie aftur, og eg gat alls ekki ákveðið með sjálfri mér, hvort hann sagði þetta aðeins til þess að halda samtalinu gangandi, eða hvort í röddinni leyndist vottur af háði. En hvort sem það merkti nú eitt eða annað, þá gerðist það næst, að Anna greip simann og hringdi til Janie, en lét augun stöðugt hvíla á mér á meðan. Babs hélt áfram að tala, en eg heyrði varla hvað hún sagði. Eg var að hlusta eftir, hvort nokkurt svar kæmi í símann. En ekkert gerðist, Anna yppti öxlum og lét símann frá sér. Babs talaði of mikið. og af of miklum ákafa til þess að það væri með öllu eðlilegt Hún virtist vera að leika fyrir René, en lék vissulega of sterkt, þótt hann kæmi til móts við hana með því að hlæja á réttum stöðum. Mér var undrunarefni, hvernig hún gat haldið þessum leik gangandi undir fjandsamlegu augnaráði stjúpdóttur sinnar. En auðvitað var hér um að ræða gamalt hús- ráð fegurðardísa, sem aldurinn sækir á. Þær reyna oft að yngja sig upp í návist ungra manna. En þó gat 'það ekki verið öll skýringin. Þetta var of mikill leikur og erfiði til þess að vera settur á svið í þeim tilgangi ein- vörðungu. Eg færði stólinn minn til svo að eg sæi betur til Fransmanns- ins, en hann sat í skugga. Eg sá samt, að hann var mjög fríður. Auðvelt var að sjá, hvað það var, sem hafði komið Babs úr jafn- vægi, og fellt Lindu að fótum hans. En hvern mann hafði hann að geyma, var ekki unnt að lesa úr andliti hans þar sem hann sat í skugganum. Allt í einu hringdi síminn. Babs þagnaði í miðri setningu, varð náhvít á samri stund og ætlaði að hrifsa til sín símatækið. En Anna varð á undan henni, greip það og setti í kjöltu sína og lét það hringja þar tvisvar eða þrisvar áður en hún svaraði, rétt eins'og hún vildi gera tauga- spennuna í stofunni sem mesta og augljósasta. Hún greip heyrn- artækið og færði það seirJega upp að eyranu, og sagði halló, í værukærum ungmeyjartón. Frh. Styðjum eigin iðnað! Iðnaðarmaður hér i bænum hefur skrifað blaðinu bréf um viðhorf manna til þess iðnaðar- varnings, sem hér er framleidd- ur, og segir þar m. a. á þessa leið: „AKUREYRI er enn næst stærsti bær íslands, þótt að því líði, að Hafnarfjörður fari fram úr honum, nema hér upphefjist nýtt atvinnu- og framkvæmda- tímabil. En að því munu Akur- eyri vilja vinna. Þeim þykir vænt um bæinn sinn og eru gott fólk. En af því að það er stað- reynd, kemur mér það undarlega fyrir sjónir ,að bæjarmenn virð- ast líta hornauga sumar iðnaðar- vörur, sem hér eru framleiddar, en hossa aftur á móti sams konar varningi, sem framleiddur er í Reykjavík. Vil eg í þessu sam- bandi nefna vörur eins og sultu og sælgæti, gosdrykki, kex, kaffi, Akureyringur gefur út smásagnasafn Komið er út smásagnasafn eft- ir Rósberg G. Snædal. Höfundur hefur áður gefið út 2 ljóðabækur, auk þess skrifað allmikið í blöð og tímarit, var m. a. um skeið ritstjóri Verkamanns- ins hér í bæ. í þessu smásagna- safni eru 10 sögur. Útgefandi er bókaútgáfan Blossinn. jafnvel prjónavörur, skó og dúka. Auðvelt er að sannfæra sig um, að varan, sem hér er fram- leidd, stendur í engu að baki þeirri sunnlenzku, er auk þess ódýrari, svo að nemur því, er um munar. Eg er ekki á móti sam- keppni. Hún lengi lifi. En menn verða þá líka að láta fyrirtæki njóta þess, ef þau standa sig vel í samkeppninni. Það gera iðnað- arfyrirtækin hér og Akureyring- ar ættu að keppast við að láta þau njóta þess. Þannig efla þeir líka bæinn sinn. Þökk fyrir áheyrnina. Iðnaðarmaður.“ „Bros Akureyrar“ —? „ÖLL BLÖÐ vor hafa undan- farið vei'ið barmafull af frásögn- um um hinn merka atburð og mikilvæga, er flugvöllur Akur- eyrar var vígður síðastl. sunnud. Er það réttilega talin „hát,íðleg“ og „virðuleg“ athöfn, enda mjög „fagnað“ nyrðra. — En vonandi hefur þó gestunuin sézt yfir hina furðulegu gleymsku Akureyrar- bæjar í allri „fagnaðai'“-vímunni: Bærinn gleymdi að brosa! Og getur þó Akureyri stundum verið broshýrasti bær landsins. — Einn fáni var dreginn að hún þennan minnsstæða dag. Fáni Flugfélags- ins. Hefur þó oft verið „flaggað" að minna tilefni en þessu:. Opnun flugvallar bæjarins, og heimsókn þriggja ráðherra í því tilefni með árnaðar- og hamingjuóskir sín- ar! — Hvar hafði háttvirt bæjar- stjórn hugann þennan dag? — v.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.