Dagur - 11.12.1954, Blaðsíða 5

Dagur - 11.12.1954, Blaðsíða 5
Laugardaginn 11. descmbcr 1954 DAGUR 5 Jónas Jónsson frá Hriflu: Bréf ti! ureyringa Deiid á Landsspífaia ftl hjálpar mgum Alla þá stund, scm liðin er frá andláti sr. Matthíasar Jochumsson- ar, hafa áhugamenn um andleg mál- efni á Akureyri liaft vakandi áhuga íyrir því að geyma heimili skálds- ins, S i g,u r h æ ð i r, til varanlegrar minningar um andleg afrek þessa ciiíflega stórfræga Akureyrárbúa. Samt hefur þessi hreyfing ekki orð- ið nógu öflug, fyrr en síðastliðið vor, þegar nálega öll stjórn kaup- staðarins ákvað að helja virkan undirbúning að stofnun Matthías- arsafns í bænum. Dagur sýndi mér og þcssu málefni þann greiða, að birta bréf mitt til bæjarstjórnar með velviljaðri athugasemd. Síðan var í bæjarstjórn kosin nefnd til að safna minningargripum í safnið. Hef ég orðið var við að maður mér óþekkt- ur hér í bænum, ætlaði að senda í þetta safn sjö bækur með áritun skáldsins. Stefndi iill þessi athöfu í lífvænlega átt. Þá hafa Akureyrarblöðin birt frá- sögn um þá merkti nýung, að vanda menn Jóns Sveinssonar (N o n n a) hafi nú nýlega gefið bænum hús það, scm þessi rithöfundur bjó í á æskudögum sínurn, nteð ýmsum minningarmunum um þann heims- fræga rithöfund. Er þessu máli sýni- lega vel tekið á Akureyri, enda er gjöfin til mikillar. sæmdar, bæði gefendum og þæjarfélaginu, sem tekur á móti henni með þakklæti. Sýnist mér þetta síðara safnmál bera vott um lofsverðan og vakn- andi áhuga bæjarbúa fyrir þessari nýju lilið andlegrar viðreisnar. Einhver töf í Mattln'asarmálinu virðíst lráfa' örsakazt af því, að ráða- mönnum í bænum mun liafa þótt eigandi Sigurhæða helzt til dýr á cign sinni, er hann virti aðalhæðina á rúmlega 100 þús. kr. Mig brestur kunnugleika til að dænta um þá hlið ntálsins. Er í þcini efnum jafn- an sú leið opin, að láta, trúnaðar- menn þjóðfélagsins meta cignina og bæta eignarmissinn. Með því móti má skcra úr slíkum deilumál- um. Sttmir kvarta tim að eignar- námsvirðingar séu dýrar, en varla cr stætt á þeirri röksemd. Þjóðfé- lagið verður að treysta sjálfu sér til heiðarlegs réttdæmis. En ósenni- Icgt, að valdamenn í bænunt vildu baka sér varanlegt ámæli samborg- ara sinna með því að kveða upp ósanngjarnan dóm í svo frægu máli. Eg get ekki séð, að þessi húsa- kaup geti orðið óþægilegur baggi fyrir Akureyrarbæ, því að mikils stórhuga gætir þar um margar fram- kvæmdir efnalegs eðlis. Vil ég þar nelna til flugvöllinn, sent er og verður milljónafyrirtæki. Santa er að segja um hið glæsilega sjúkrahús, sem kostar yfir 10 milljónir. Hefur þjóðfélagið mætt Akureyrarbúum á miðri leið á rausnarlegan hátt, svo að stórframkvæmdir þessar eru nú komnar í liöfn. Sama er að segja um eldri framkvæmdir, þar sem bærinn og ríkið standa að stórfram- kvæmdum, svo ‘sem byggingum menntaskólans, gagnfræðaskólans og. íþróttahússins. Tókst mér oft á þingi að greiða götu Akureyrarbæj- ar í þessum málum, svo sem þegar ég útvegaði 100 þús. kr. fjárveit- ingu í íþróttahúsið án tilmæla að norðan. Þá ber Akureyrarkirkja höfðing- legt svipmót og segir lofsverða sögu um kirkjugerðina sjálfa og þá ekki síður um vakandi álniga bæjarbúa fyrir andlegum málum. Hafa ein- stakir menn og bærinn í lieild hlyrint svo að þessari kirkju, að hún cr nú eina nútíma guðslnis á landinu, sem ferðamenn heintsækja sér til listrænnar fullnægingar. Ak- ureyrarkirkja og umbúnaður henn- ar á horninu, umgirtu grasi viixn um stöllum, er bænum og bæjarbú- um til mikils sóma. Sýnilcgt er, að bæjarbúar ætla að prýða alla brekk- una sunnan við kirkjuna yicð fögr- um trjágróðri. I þeim væntanlega skógi verðaaigurhæðir ógleymanleg perla í íramtíðinni, ef þar verðtir unnið í samræmi við annan stórhug í bænum. Menn, sem eru ekki nógu and- lcga vakandi, hafa uppi orðræður um það, að Sigurhæðir séu garnalt timburhús og varla á vctur setjandi. Lítt munu þessir menn hafa kynnt sér aðgerðir þjóðrækinna Norð- manna, er þeir flytja úr stað, endur- bæta og vernda margra alda gömul timburhús, og það oft án þess að þau séu tengd við minningu nafn- ktinnra fremdarmanna. Þá ber þess að gæta, að Sigur- hæðir voru reistar um síðustu alda- mót. Húsaviður var þá betri en nú, og fullyrða greinargéiðir kunnáttu- menn á Akureýri, að luisið sé lítt skemmt af fúa. Ef til safnmyndunar kænti, þá mundi öruggast að taka gömlu klæðninguna af og klæða liúsið með góð'ri furu, og verja hana svo með llkum liætti og Norðmenn, Svíar og Finnar gera við timburhús þau, sein þeir ætla að varðveita öldum sam- an. I.oftslag Akureyrar er í þessu cfni einkar hentugt, enda verða timburhús þar gömul. Breytingar þær, sem gerðar hafa verið á Sigurhæðum eftir daga'sr. Matthíasar, eru óverulegar og auð- velt úr að bæta, þar sem fjöldi rnanna á Akureyri þekkir hina fyrri húsaskipun, og ntá auðveldlega úr því bæta. Til eru þeir menn á Akureyri, sem telja bæinn of fátækan til þess að leggja í shka framkvæmd. Benda þeir ennfremur á ískyggilegan burt- flutning úr bæntim í átt til Kefla- víkur. En báðar þessar ástæður eru veikar. Ein fjölskylda gefur bænum Nonna-liúsið. I-Ivort mundi öllum bæjarbúum ókleift að eignast sam- eiginlega eitt af minnstu og ódýr- ustu timburhúsum í bænum? Burtflutningur að bráðabirgða- atvinnu í Keflavík er stundarfyrir- bæri, sprottið bæði á Akureyri og víðar af of mikilli skammsýni, gróðahyggju og efnisdýrkun. Sú flóðbylgja verður á hverjum stað bezt stöðvuð með andlegum stór- hug. Sr. Matthías er einhver mesta andlega lífslincl sem þjóðin á, og meira reyndi á kjark og manndóm norðanlands heldur en lni, þcgar hann kvað kjark og þrótt í þjóðina mcð liafísdrápu sinni. Þjóðflutningamálið norðan lands kemur mér svo fyrir sjónir, að byggðir Þingeyinga og Eyfirðinga séu þar í engri liættu, lieldur gerist þar landnám, sem keppir örugglega við „Völlinn". Gestsaugað sér ekki lieldur feigðarmerki á Akureyri. — Sýnist mér hin miklu iðjuver, út- gerðin, flugvöllurinn, Sjúkrahúsið og hinar miirgu nýju menntastofn- anir scgja allt aðra sögu. En með liinum efnalegu átökum verða aö fylgja andlegar aðgerðir, og á því sviði á Akureyrarbær mik- inn fjársjóð fólginn í mesta trúar- skáldi þjóðarinnar, þeirra sem lifað liafa liér á landi síðustu aldirnar. Vestan járntjalds og austan kepp- ast stórþjóðirnar um að heiðra dána snillinga í gröfum þeirra. Koma þar jafnt til greina mestu menn Breta og Rússa. Hallar ekki á í þeirri stórmennadýrkun, þegar borið er saman Westminster Abbey og Rauða torgið. Þó að hér verði ekki beitt tökum stórveldanna, get- ur lítil þjóð og lítill bær sótt and- legan þrótt í ljóð og línur sinna andlegu afreksmanna. Júnas Jónsson frd Hriflu. - Sauðfjárafurðir (Framhald af 1. síðu). og hætta væri á að gimbrarnir gætu ekki borið. Skaftfellskt holdafé hcppilegt. Þá gerði ráðunauturinn nokk- urn samanburð á þingeysku og vestfirzku fé og taldi að síðustu að á landléttum stöðum bæri að hafa smávaxið holdafé, svo sem Skaftfellingar rækta nú með góðum árangri. Saltsteinn á afréttum. í umræðunum, sem á eftir fóru, sem voru hinar athyglisverðustu á ýmsan hátt, var meðal annars rætt um að hafaþyrftihjarðsveina á heiðum uppi til að gæta fjárins og varna því að það leitaði of snemma til byggðar Jón Bjarna- son bóndi í Garðsvík, benti á ráð, sem reyna þyrfti til varnar þessu. En það væri að hafa saltsteina á afréttarlöndunum. Væri hugsan- legt að þetta yrði til bóta, svo sem sögur hermdu frá seljum í Nor- egi. Auk þeirra, er nefndir hafa verið, fluttu þessir menn ræður og fyrirspurnir: Björn Jóhanns- son, Laugalandi, Þorsteinn Da- víðsson, Akureyri, Halldór Guð- laugsson, Hvammi, Sigurjón Valdimarsson, Leifshúsum, Árni Ásbjarnarson, Kaupangi, Ólafur Jónsson, Akureyri. Þór Jóhann- esson, Þórsmörk, og Guðmundur Benediktsson, Breiðabóli. Píanó sem nýtt Hornung og Möller píanó til sölu. Uppl. í síma 1408. Styrktarfélag lamaðra ( hjálparstarfsins mei Styrktarfé’ag lamaðra og fatl- aðra er ungur félagssltapur, sem hcfur unnið merkilegt björgunar- starf í þjóðfélaginu. Félagið heíur sctt sér það takmark, að bæta úr algerlega ófullnægjandi viðbún- aði hér á Iandi til hjálpar lömun- arveikissjúklingum. Hefur félagið keypt til lands- ins tæki og hefur nú forgöngu um undirbúning að stofnun sér- stakrar deildar við Landspítalann þar sem lömunarsjúklingum verður veitt öll bezta aðstoð, sem nútíma vísindi getur látið í té. Þessi starfsemi félagsins mætti vekja sérstaka athygli hér á Akureyri og rifja upp, hversu miklu betur við hefðum staðið að vígi í faraldrinum síðasta hér, ef slík deild hefði þá verið til og starfandi. Happdrætíi um nýjan bíl. Nýlega flutti prófessor Sigur- björn Einarsson ávarp af hálfu félagsins, og á það erindi til allra. Hvatti hann þar mjög til þess að almenningur legði hönd á plóg- inn með kaupum happdrættis- miða. Prófessor Sigurbjörn komst m. a. þannig að orði: „Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra leitar nú á þessu hausti til þjóðarinnar um liðstyrk til þess að þoka brýnu og göfugu líknar- máli áleiðis. Nafn þessa félags gefur tilgang þess til kynna, enda mun hann öllum hlustendum kunnur. Félagið er stofnað og starfrækt í því augnamiði að styrkja lamað og fatlað fólk og greiða fyrir því með hverjum þeim ráðum, sem tiltæk eru, bæla í fyrsta lagi aðstöðuna til þess að hjúkra lömunarsjúkum, þannig að þeim verði látin sú hjálp í té, sem nútímalækninga- tækni má fyllsta veita, en með því móti má vissulega öft forða líftjóni og lima, bæta í öðru lagi aðsíöðu þeirra, sem lamast eða fatlast af völdum sótta eða slysa, þannig að þeir megi eigi að síður njóta sín að nokkru í lífinu og lífsbaráttunni, geti lært og unnið störf við sitt hæfi, sér og sínum til uppeldis, sem sjálfbjarga menn. Félagið hefur keypt til landsins dýr tæki, sem ein geta komið að notum af mannanna úrræðum, ef um líf er að tefla af völdum löm- unarveiki. Ónógur viðbúnaður hérlendis. En viðbúnaður allur gagnvart þeim vágesti er samt alls ónógur hérlendis enn og aðstaðan til þess að sporna við eða draga úr af- leiðingum - lömunarveiki eða mænusóttar mjög svo ófullnægj- andi og fjarri því að vera slík, sem unnt væri, ef fjárráð leyfðu að hagnýta sér reynslu, þekkingu ig fatlaðra safnar fé til t ágætu happdrætti og tækni annarra þjóða á þessu sviði. Nú er verið að ur.dirbúa deild við Landspítalann til þess að bæta úr þessu, og til þess að hraða þeirri framkvæmd, eða öllu heldur til þess að auðið megi verða að hrinda þessu nauðsynja- verki í framkvæmd hefur Styrkt- arfélag lamaðra og fatlaðra efnt til happdrættis og á því vildi eg vekja athygli með þessum orðum mínum hér. Þetta happdrætti býður upp á glæsilegan vinning, draumagrip fiestra manna nú á tímum, kvenna og karla, ungra og gamalla, ríkra og snauðra, en það er bifreið, amerísk, af nýjustu gerð'og fegursta og fullkomnasta tagi. Sá, sem hreppir happið, þegar dregið verður á Þorláks- messu n. k., þarf ekki að kvíða því, að hann verði ekki í jóla- skapi.“ Thorvald Ravn tekur við af móður sinni Bækur Margit Ravn, norsku skáldkonunnar, hafa orðið óvenju lega vinsælar meðal yngri kyn- slóðarinnar á íslandi. Nú er son- ur hennar, Thorvald Ravn, tek- inn við af móður sinni og farinn að skrifa telpusögur, sem ekki þykja standa sögum móður hans að baki. Hér er nú komin út fyrsta bók hans, „Gleðilegt nýár, vina mín“, í býðingu Helga Val- týssonar eins og fyrri bækur. — Þetta er skemmtileg saga, og mjög í sama anda og bækur Mar- git Ravn, og því líkleg til vin- sælda. Forlag Þorst. M. Jónsson- ar gefur út. Ný matreiðslubók eftir sérfræðinga húsmæðra- skólanna Koinin cr út matreiðslubók, sem heitir „Nýja matreiðslubók- in“ og er eftir Halldóru Eggerts- dóttur námsstjóra húsmæðra- skólanna og Sólveigu Bencdikts- dóttur, fyrrv. skólastjóra Hús- mæðraskólans á Blönduósi. Bókin kemur út á forlagi Þorst. M. Jónssonar hér, en er prentuð í Steindórsprenti í Reykjavík. í formála segir að bókin sé samin fyrir áeggjan ýmissa skóla- stjóra og kennara húsmæðraskól- anna í landinu. Hafa og margir sérfræðingar úr skólunum lagt hönd á plóginn, auk höfundanna tveggja, m. a. Vigdís Jónsdóttir skólastjóri að Varmalandi, Stein- unn Ingimundardóttir húsmæðra kennari á Laugalandi, er samið hefur kaflann um smurt brauð, Halldóra Sigurjónsdóttir skólaú stjóri á Laugum o. fl. Þá er og birt næringarefnatafla eftir Júlí- us Sigurjónsson prófessor. Mikið efni er samþjappað í bókinni, en hún er 174 bls. í stóru broti, prentuð á ágætan pappír og í sterku bandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.