Dagur - 11.12.1954, Blaðsíða 2

Dagur - 11.12.1954, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laugardaginn 11. desember 1954 SJÖTUGUR: Vilhjálmur Jóhannesson á Litla-Hóli Þann 26. nóvember sl. átti Vil- hjálmur Jóhannesson á Litla-Hóli sjötugsafmæli. Heimsóttu hann þá margir sveitungar hans, vinir og venzlamenn, og dvöldu hjá honum góða stund við gleðskap og gnægð veitinga. Vilhjálmur er kominn af góðu, eyfirzku bændafólki. Bjuggu for- eldrar hans í Saurbæjarhreppi, og þar ólst hann upp. Eins og títt var um fátæka unglinga á þeim árum, varð hann að brjótast til náms af eigin ram- leik, því að um faraefni úr föður- garði var ekki að ræða. Fyrsta skólavera Vilhjálms gat því ekki orðið fyrr en veturinn 1906—7 að hann var í unglingaskóla á Grund. sem Magnús Sigurðsson hélt uppi, en kennari var Ingimar Eydal, þá nýkominn frá lýðskól- anum í Askov í Danmörk. Var kennsluaðferð Ingimars með allt öðru sniði en hér tiðkað- ist við unglinga- og gagnfræða- skóla. Kennslan fór aðallega fram í fyrirlestrum kennarans, sem nemendur skrifuðu útdrátt úr, og urðu svo síðar að gera grein fyr- ir að hve miklu leyti þeir hefði tileinkað sér efnið. Urðu þeir þá aðallega að treysta á minni sitt og athygli. Nemendur skólans voru allir eyfirzkir unglingar, að und- anteknum einum Austfirðingi, Magnúsi Stefánssyni, sem síðar tók sér rithöfundarnafnið Orn Arnarson. Allir voru nemendurnir nám- fúsir og allvel þroskaðir. Naut Ingimar Eydal sín því mjög vel við kennsluna og sinna frábæru kennarahæfileika og málsiiilldar. Eins og fleiri nemendur Ingi- mars, mun Vilhjálmur hafa búið að þessu námi síijar á skólaórum sínum. Næsta haust settist hann í annan bekk Gagnfræðaskólans á Akureyri og brautskráðist það- an vorið 1909. Næsta haust gerð- ist hann barnakennari í Hrafna- gilshreppi og hafði það starf á hendi um skeið. Það starf stund- aði hann af alúð, og þótti börn- unum gott hjá honum að vera. Vilhjálmur er kvæntur Mar- gréti Ingimarsdóttur Hallgríms- sonar frá Litla-Hóli. Hún er kona fríð sýnum og gjörfileg, ein- örð og hreinskilin eins. og var faðir hennar. Hún nefr.ir aldrei hvítt það, sem henni sýnist svart, og er ófáanleg til að „kalla allt ömmu sína“, sem henni ekki lík- ar við, menn eða málefni, hvort sem öorum líkar betur eða verr. En vinföst er hún og trygglynd. Um skeið stundaði Vilhjálmur vinnu á Akureyri og var þar bú- settur ,en undi hag sínum ekki vel. Hugurinn stóð til landbún- aðar og sjálfstæðs athafnalífs. — Sveitin átti hug hans allan. Þang- að þróðu þau hjón að komast. Þessi draumur þeirra rættist að fullu árið 1932, er þau fengu ábúð á Litla-Hóli, þar sem voru æsku- stöðvar Margrétar og bernsku- heimili. Áður höfðu þau búið í Reykhúsum um nokkur ár Á Litla-Hóli hafa þau síðan unað hag sínum vel og gert garðinn frægan að húsabótum og jarð- rækt. Vilhjálmur er greindur maður og gjörhugull, fáskiptinn um ann- arra hagi og fastur fyrir, en nokkuð um of hlédrægur. Sveit- ungar hans hafa kvattt hann til ýmissa starfa, en minná þó en margir hefðu óskað, því að þeir vissu að honum var það lítt að skapi. Heimilið átti hug hans all- an. Við störf þess undi hann sér bezt;- enda ber það ljóst vitm-wm snyrtimennsku og alúð þeirra hjóna og haga hönd húsbór.dans. Vilhjálmur er tillögugóður í hverju máli, og þeir sem minna mátttx og formælendur áttu fáa, hafa jafnan átt í honum öruggan málsvara. Fósturson eiga þau hjón, er þau hafa alið upp frá fæðingu, myndarlegan efnismann. Eg hefði gjarnan viljað, vinur, segja meira og gleggra um störf þín og mannkosti, en hvort tveggja er: að til þess er tak- markað rúm, enda lofkestir þér lítt að skapi. Þessi fáu orð verða því að nægja. En að lokum vildi eg þakka þér fyrir þína órofa vináttu í minn garð, allt frá æskudögum til efri ára, hversu sem vindar að- steðjandi atburða hafa um okkur blásið. Blessun fylgi þér og þínum ástvinum. Hólm’geir Þorstéinsson. Vetrarmaður óskast á £fott sveitaheimili, nú þegar eða um áramót. Uppýsingar á afgr. Dags. Skemmtiklúbbur Iðju verður á sunnudagskvöld, 12. þ. m., í Alþýðuhúsinu, ld. 8.30 e. h. Félagsvist — verðlaun. veitt. Þorlcifur Þorleifsson stjórnar. Guðm. Agústsson, leikari, skemmtir. D A N S. Komið og skemmtið ykkur. Hvergi meira fjör. STJÓRNIN. k o m i n. — Pantanir af- greiddar í dag. Bólsiruð Iiús2Ös;n h.f. c-1 O Hafnarstræti 88. Sívú 1491. Tek að sauma náttföt og fleira á börn og unglinga. Stykkja vinnuföt. Guðrún Árnadóttir, Eiðsvallag. 7, vesturenda. Til viðtals eftir kl. 2. V é 1 r i t u ii Vanur vélritari, karl eða kona, sem óskar eftir vél- ritun sem aukastarfi, sendi nafn og heimilisfang, ásamt símanúmeri, ef til er, í póst- hólf 178, Akureyri. KJÖT & FISKUR Gólffeppi Höfum ennþá nokkur vönduð ullar-gólfteppi með hagkvæmu verði. Skilvísum kaupendum veittur nokkur gjald- . frestur. Verzl. Eyjafjörður h.f. Höfum fengið hina marg eftirspurðu VATNSHITARA 2000W Einnig RAKVATNSHITARA Véla- og búsáhaldadcild Oddeyringar Verzlunin HRÍSEY, Gránufélagsgötu 18, býður ykkur allt í jólabaksturinn. — Ivomið og lítið inn. HÖFUM FJÖLBREYTTAR VÖRUR. Reynið viðskiptin. Verzlimiii HRÍSEY N O T I Ð Atlas-frostyökva Á BÍLANA! Fæst á öllum útsölustöðum vorum. Olíusöludeild KEA. rLTjTJTJTJTJTJUTJTJTjTJTJTJTJTJTjTJTJYjTrTJTJTJTJTJTJTrTTJTJTJTJTrLrLn Báraðar aluniinium plötur er ákjósanlegt efni, hvort sem það er til notkunar á hús eða byggingu til sveita eða sjávar. Plóturnar eru léttar, endingargóðar, og standast vel hverskonar veðurfar. Þær fúna ekki né ryðga, vcrpast ekki né klofna, og þarfnast ekki málningar, en þó má rnála þær ef vill. Báraðar aluminium plötur hafa verið í notkun um langt árabil — dæmi eru um plötur, sem í notkun hafa verið í 50 ár og gefur það til kynna hina miklu endingu á plötum þessum. llreidd: 26 tomnui r. rncð ;i(la .S tomnui bárum 26 — atta — n í 11 92/. — 31 — - ellelu 22/. y Lengdir: 6. 7, S, !). 10. 11 11» 12 l'c Pt. Þykktir: 20, 22. 23, 21. 26 (nr. I. : S. W. O.) Ofangreindar plötur fást cinnig bognar (á bragga) í öllurn þykktum nema 26. BÍLASALAN H.F. GEISLAGÖTU 5. - SÍMI 1649. UTJTJTJTJTjTJTJTJ UTJTTUTJTJTJTr UTJTJTTJTJTJTJTJTJTJTT JTJTJTJTJTJTjTJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.