Dagur - 11.12.1954, Blaðsíða 8

Dagur - 11.12.1954, Blaðsíða 8
8 Bagijb Laugardaginn 11. desember 1954 Ymis tiðindi úr nágrannabyggSum Umferðarmál: 7 wm\m samtal við bílstjóra úti á miðri umferðarbraut Fjölmenn útför drengs- ins frá Litlu-Völlum Útför Unnsteins Kristjánssonar, piltsins írá Litlu-Völlum, er beið bana af voðaskoti í fyi ri viku, var gerð á þriðjudaginn. Var fjöl- menni við jarðarförina, úr Bárð- ardal og nærliggjandi svoitum. Héðan af Akureyri fóru söng- menn og stýrði Áskell Jónsson söngnum. Séra Þormóður Sig- urðsson á Vatnsenda jarðsöng. Heima á Litlu-Völlum flutti Sig- urður bóndi Eiríksson á Sand- haugum kveðjuorð. Jarðsett var að Lundarbrekku. Unnsteinn heitinn, sonui’ Kristjáns Péturs- sonar á Litlu-Völlum og konu hans, Engilráðar Olafsdóttur, var aðeins 13 ára gamall, Ráðgert að setja ljós- kross á turn Svalbarðs- kirkju f ráði er að setja neon-ljósa- kross á turn Svalbarðskirkju hinnar nýju og mun krossinn þeg,ar vera pantaður hjá Karli Karlssyni ljósaskiltagerðarmanni í Reykjavík, en ekki er hann uppsettur enn eins og sunnan- blöð hafa hermt. Er þetta skemmtileg nýbreytni hjá Sval- barðsströndungum og mun kross- inn sjást langt að. Víða erlendis tíðkast að setja slík táknmerki, þar sem víðsýnt er, t. d. á fialls- tindi við innsiglinguna í Ríó de Janeiró og á tindi Mt. Royal við Montreal-borg í Kanada. — Um kirkjusmíði Svalbarðsströndunga er annars það að segja, að verkið er vel á veg komið. Verður revnt að ljúka því snemma á næstai ári. Innbúnað kirkjunnar vantai énn. Kirkjan mun rúma 120 manns í sæti. Yfirsmiður er Adam Msgn- ússon byggingameistari á Akur- eyri. í sókninni er aðeins 228 manns. Er myndarlega að verið af ekki fjölmennari söfnuði að byggja svo veglegt guðshús. —o— Sauðfjárræktarfélag var nýlega stofnað á Svalbarðsströnd Stofn- endur voru 12 bændur. Sauðfénu fjölgar óðum í hreppnum og er orðið fleira nú en var fyrir fjár- skiptin. Eftir rannsókn sem gerð var, bæði þar og víða annars stað- ar hér í nágrenninnu á garna- veiki, var nokki um kindum slátr- að. Reyndust 3 áberandi veikar. Með bólusetningu gegp. þessum sjúkdómi gera menn sér vonir r Olafsfirðingar reyna að fá keyptan 'togara Bæjarstjórn Olafsfjarðar sam- þykkti nýlega að reyna cnn að vinna að þvl að fá togara tll; kaupstaðarins. Ilafa bæjar- stjórinn, Ásgrímur Hartmanns- son, Jón Gunnarsron. kaupfé- Iagsstjóri og Sigvaldi Þorleifs- son útgerðarmaður dvalist í Reykjavík að undanförnu og unnið að málinu. Ekkert liggur enn fyrir um árangur í málinu. Olafsfirðingar telja togaraút- gerð frá staðnum öflugasta bjargráðið við atvinnulíf Olafs- fjarðar eins og sakir standa. um minnkandi vanhöld af þess- ari veiki. —o— Vikuna frá 21.—28. nóv. var jörð þíð að mestu og voru drátt- arvéla'r við jarðvinnslu á Sval- barðsströnd. Ræktuninni á Sval- barðsströnd miðar enn vel áfram þótt farið sé að þrengjast um ræktanleg lönd. Túnin liggja nú saman allt frá Breiðabóli að Garðsvík. —o— Sendiráðunai'.tar Búnaðarfélags íslands héldu fund á Svalbarðs- eyri sl. mánudag. Fluttu þeir báðir erindi og sýndu kvikmynd- ir. Á eftir voru umræður. • 50 ára afmæli Naut- griparæktarfélags Svarfdæla Nautgriparæktarfélag Svarf- dæla minntist 50 ára afmælis síns með samsæti í þinghúsinu á Grund laugardagskvöldið 4. þ. m. — Formaður félagsins, Gestur bóndi Vilhjálmsson á Bakkagerð- um, sagði sögu félagsins frá stofn- un þess. Síðnn tóku ýmsir til máls, m. a. Bjarni Arason núver- andi eftirlitsmaður. Færði hann félaginu árnaðaróskir. — Jóhann- es Oli Sæmundsson, fyirum skólastjórþ sýndi kvikmynd úr Þjórsárdal. — Fleiri tóku til máls. — Milli ræðanna var sungið og að lokum var dans stiginn. — Félagið lét bera fram veitingar af mikilli rausn. — SamsætiS fór hið bezta fram og var fjölsótt — Nautgriparæktarfélag Svarfdæla mun vera eitt elzta — ef ekki elzta — nautgriparæktarfélagið í Eyjafjarðarsýslu. Safnaðarfundur í Vallasókn í SvarfaðarJal var haldinn sunnu- daginn 5. þ. m. í kirkjunni þar að aflokinni guðsþjónustu. Voru þar ýmis safnaðarmál til umræðu og meðal þeirra var raflýsing og raf- hitun kirkjunnar. Var sóknar- nefndinni falið að rannsaka möguleikana. —- Sóknin er fá- menn, — en engu að síður hefur margt verið gjört fyrir kirkjuna á síðari árum. Er hún hin vistleg- asta, þótt gömul sé, — byggð 1861 af séra Páli Jónssyni sálma- skáldi, sem þá var prestur á Völl- um. Munasölu eða bazar opnuðu safnaðarkonur á Dalvík sunnud. 5. des., til ágóða fyrir kirkjubvgg- inguna þar. Munina unnu kon- urnar sjálfar og gáfu. Mavgt var þar góðra muna, enda gekk salan greiðlega. Árangurinn er talinn góðui'. Námskeið í freðiisk- verkun á Sauðárkróki - hafnar vegabætur í u kaupstaðnum Sauðárkróki 5. des. Síðustu dagana hefur staðið hér yfir námskeið í freðfiskverk- un fyrir verkstjói'a og matsmenn. Námskeið þetta sótti allmargt manna úr nærliggjandi kaupstöð- um og sjávarþorpum og var það til húsa í hinu nýja og veglega hraðfrystihúsi Kaupfél. Skagfirð- inga. Hús þetta, sem nú er full- gert að mestu, er um 3000 fer- metrar að grunnfleti og allt hið vandaðasta hvað frágang snert- ir og um útbúnað allan innan veggja. Standa vonir til þess að starfsemi frystihússins geti orðið til mikilla hagsbóta fyrir íbúa þessa bæjar, ef það fær nægan fisk til vinnslu ,enda þörf á úr- bótum í atvinnulífi bæjarins, einkum yfir vetrarmánuðind. Einn dekkbátur hefur stundað héðan fiskveiðar með línu í haust. Gæftir hafa verið stopular og afli lítill oftast. Síðustu dagana hefur afli þó glæðst og fékk bát- urinn einn daginn nú í vikunni um 4 tonn. Nokkrar trillur fóru á handfæri hér innfjarðar fyrri part vikunnar og . fengu sæmilegan afla. —o— A5 undanförnu hefur verið unnið að því að lækka Skagfirð- ingabraut frá Kirkjutorgi og suð- ur móts við syðstu hús í bænum. Sömuleiðis hefur Kirkjutoi'gið verið jafnað og lagfært. Ev mikil bót að þessu, þar sem brautin breikkar um leið verulega og torgið notast til umferðar umfram það sem áður var. Framkvæmdir þessar gera bó gamalt mannvirki, sem áður var samgöngubót að, nú að farartálma. Gamla Sauðár- brúin þjónar nú ekki lengur sínu gamla hlutverki og verður þess í stað brotin niður sem óþarfui og óæskilegur hlutur, sem búinn er að gera skyldu sína um áratugi, sitthvað séð og sitthvað reynt. Hún fer nú að tilheyra liðnum tíma, enda þörf á því. Verzlun Sigurðar Sigfússonar flutti í ný húsakynni í gær. Hús- ið, sem er bæði íbúðar- og verzl- unarhús, er stór bygging og hið myndarlegasta. Verzlunarplássið er stórt og rúmgott og haganlega innréttað og með stórum og góð- um sýningargluggum. Nýlátin er hér í bæ Anna Björnsdóttir, fyrrum húsfreyja á Atlastöðum í Svarfaðardal, tæp- lega 95 ára að aldri. Hefur hún átt heima hér í bæ allmörg und- anfarin ár hjá syni sínum, Árna Árnasyni frá Hofdölum. Anna hafði legið rúmföst í 34 ár en hélt sínu andlega heilbrigði fram und- ir það síðasta. Hofsósbúar vonast eftir rafmagni um júlin Nokkur eftirvæniing er hjá fólki á Hofsós vegna þess að nokkur von er til þess að orka frá nýrri rafstöð verði komin í þorpið fyrir jólin. En ekki má þetta tæp- ara standa. Framkvæmdir hafa dregizt vegna þess að efni til síöðvarinnar varð síðbúnara en ætlað var í fyrstu. En nú er verið að sækja það síðasta til Reykja- víkur. Stíidentar felldn tillösn kommúnista í fynakvöld var rædd í Stú- denlafélaginu hér tillaga frá þjóðvarnarkommúnistum um að krefjast tafarlausrar upp- sagnar hervcrndarsamningsins. Var tillagan felld með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða. Oft má sjá gangandi mann á götu hér í bæ gefa bílstjóra, sem fram hjá ekur, merki um að hann þurfi að tala við hann. Og bíl- stjórinn stöðvar bílinn úti á miðri götu og þar hefst samtal, stundum á fjölförnum götum. — Þetta er ljótaumferðarmenningin. Bílstjórinn á að sjálfsögðu að aka að næsta löglegu bílastæði og stöðva bílinn sinn þar, ef hann Út er komin lijá Menningar-. sjóði vegleg bók, er flytur sýnis- horn íslenzkrar ræðumennsku í 1000 ár. Bókin heitir „Mannfund- ir“. Vilhjálmur Þ. Gíslason út- varpsstjóri tók cfnið saman og ritar formála. Rekur hann þar að ræður hafa verið fluttar hér allt síðan þjóð- félagið var stofnað og hvernig ís- lenzkt stjórnarfar og önnur menning heíur frá upphafi og til þessa dags verið byggt á hinu talaða orði. Úrval þetta kallar hann frumsmíð, því að þótt oft hafi verið gert úrval af sögum og kvæðum, hefur ekki fyrr verið reynt að setja fram sýnishorn allrar íslenzkrar ræðugerðar frá upphafi. Safnið á að sýna sögu- lega þróun ræðunnar að efni, formi og stíltogundum, sýna ræðumennsku sem sjálfstæða og sérstaka grcin í andlegu lífi þjóðarinnar. Á annað hundrað ræðumenn. Þarna eru leiddir fram á annað hundrað ræðumenn, frá Agli Skállagrímssyni og Þorgeiri Ljósvetningagoða til Sveins Björnssonar forseta og annarra forustumanna á þessari öld. En engar ræður eru þarna eftir nú- lifandi menn. Bókin er í senn stórfróðleg og skemmtileg, geymir bæði sögu og vill sinna samtalsbeiðninni. — Myndin hér að ofan er frá síðastl. hausti. Vegfarandi átti erindi við jeppabílstjóra, stöðvaði hann um- svifalaust úti á miðri götu, og þar stóð bíllinn hreyfingaiiaus í 7 mínútur. Vegfarandinn er hálfur inni í jeppabílnum, stendur öðr- um fæti örugglega á götunni, en hinn fótinn hefur hann inni í bílnum. Massískt mál og nokkra vitneskju um andlegt atgervi sumra fræg- ustu manna íslandssögunnar. — Bókin er nokkuð á 5. hundrað bls., prýdd mörgum myndum og er útgáfan mjcg vönduð. Er þettta ein eigulegasta íslenzka bókin nú fyrir þessi jól. Atvinnu- og menningar- c o mál bæjarins rædd á fundi Framsóknarm. Á fundi Framsóknarfélags Ak- rreyrar á fimmtudagskvöldið fóru fram fróðlegar umræður um atvir.nu- og menningarmál í bænum. Var m. a. rætt um hrað- frystihússmálið, dráttarbraut fyr- ir togara, efiingu iðnaðár, bi-ott- flutning vélskipa úr bænum og ráðstafanir til að viðhalda báta- flotanum, hitaveiturannsóknir, bvggingu bárnaskóla og stækkun gagnfræðaskólahússins, safnahús á efri hæð slökkvistöðvarbygg- ingarinnar Matthíasarsnfn o. fl. Haukúr Snorrason ritstj., form. féla.ssins. st.iórnaði fundinum og flutti inngangsei'indi, en aðal- ræðumenn voru bæjarfulltrúarn- ir Jakob Fn'mannsscn og Guðm. Guðlaugsson. Auk þeirra tóku til máls Hannes J. Magnússon, Ás- grlmur Stafánsson, Jóhann Fri- mann, Þorsteinn Davíðsson, Sig- mundur Björnsson og Arnþór Þorsteinsson. Verður nánar vikið að sumum þessum málum síðar. Merk bók fíytur sýnishom íslenzkrar ræðumennsku í 19ÖQ ár

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.