Dagur - 18.12.1954, Side 1
ÐAGUR
kemur tvisvar í viku til
jóla, á miðvikudögum og
laugardögum.
síður og jólablað
KAUPIÐ
Happdrættismiða Styrkt-
arfélags lamaðra og fatl-
aðra. Fást í bókaverzl. —
XXXVII. árg.
Akureyri, miðvikudaginn
desember 1954
57> tbl.
ErSendur B
S
iá í. u.'a & o
| I í
ííi/i^yXJ' ii ii fi í
Ungur raaður raeð glirsilegan starísferil að -baki
Á fundi sínum árdogis í gær, ■ eíist undir stjórn Erlends og eru
akvað stjóm Sambands fsl. sam- j nú stærsta tryggingafélag lands-
vinnufélaga að ráða Erlend Ein-
aisscn, framkvæmdastjóra Sam-
vinnutrygginga, aðaiforstjóra
Sambands ísl. samviíihufélaga,
frá næstk. áramótum að telja, í
s(að Vilhjálms Þ>ór, forstjóra, er
jiá tekur við bankastjórastarfi í
Landsbanka fslands.
Jafnframt var sú breyting gerð
á frsmkvæmdastjórn Sambands-
ins, sem til þessa hefur verið
skipuð 3 mönnum, forstjóra SÍS
og framkvæmdastjórum inn-
flutnings- og útflutningsdeilda,
að bún verður eftirleiðis fimm
manna stjórn og skipa hana nú,
auk Erlendar Einarssonar forstj.:
Helgi Þorsteinsson framkv.stj.,
Helgi Pétursson framkv.stj.,
Hjörtur Hjartar framkv.stj. og
Hjalti Pálsson framkv.stj., en
varamaður er Harry Frederiksen
framkv.stj.
Erlendur. Einars-
son er aðeins 33 ára
gamall, en hefur þeg-
ar getið sér lofstírs í
starfi sínu. Hann er
Skaftfellingur, sónur
Einars Erlendssonar,
er starfað hefur í 40
ár fyrir Kaupfélag
Skaftfellinga í Vík.
Erlendui’ hóf 15 ára
að starfa hjá kaupfé-
laginu í Vík, gekk á
Samvinnuskólann,
varð starfsmaður
Landsbankans, en tók
við framkvæmdastj,-
5tarfi hjá Samvinnu-
tryggingum, er þær
voru stofnaðar og
hefur gegnt því síð-
an. Hann hefur dvalið við nám í
Bandaríkjunum og Bretlandi. —
Samvinnutryggingar hafa mjög
ins. Undir stjórn hans hefur
tryggir.gastarfsemi samvinnu-
manna haft mjög víðtæk áhrif á
aila tryggingastarfsemi í landinu
til hagsbóta fyrir almenning. Má
þar minna á endurgreiðslu trygg-
ingaarðs til hinna tryggðu, nýja
stefnu í endurtryggingamálum,
mjög merkflegt fræðslustarf í
umferða- og slysavarnamálum og
sitt hvað fleira. Hefur stjórn
Saínvinnutrygginga borið vitni
um mjög ötula og smekkvísa for-
ustu og má vænta hins bezta af
Erienai Einarssyni í því erfiða
og þýðingarmikila trúnaðarstarfi
fyrir samvinnusamtökin í land-
inu, er honum er nú falið. Sam-
vinnumenn munu einhuga um að
bjóða hann velkominn til þessa
starfs og árna honum gæfu og
gengis. — Við forstjórastarfi í
Samvinnutryggingum tekur Jón
Olafsson lögfræðingur, er áður
var forstjóri Andvöku.
Norska jólafréð seff á Ráðhústorg
- hátiðfeg móttökuathöfn
Norska jólatréð, sem Ála-
sundsbær gefur Akureyri,
kemur með Gullfossi, sem er
væntanlegur hingað n. k. þriðju
dag. Er ákveðið að reisa tréð á
Ráðhústorgi og verður það
ljósum prýtt þar. Daginn eftir
komu skipsins verðilr trénu
veitt móttaka þar á torginu
með hátíðlegri athöfn. Norski
ræðismaðurinn, Svcrrir Ragn-
ars, afhendir tréð, en forseti
bæjarstjórnar, Þorsteim M.
Jónsson, þakkar gjöfina með
ræðu. Síðan syngur Barnakór
Akureyrar, en trénu fylgir
kveðja kórsins frá Álasunds-
bæ og þakklæti fyrir komuna
í sumar.
Mörg jólatré í bænum.
Fegrunarfélagið hefur gefið
bænuin falleg jólatré framan
við kirkjuna og á Eiðsvelli og í
Innbæ, og KEA hefur sett upp
jólatré á Kaupvangstorgi,
framan við hótelið- Hefur
jóíaskreyting og ljósadýrð hér
í bæ aldrei verið svipað því
eins mikil og skemmtileg og nú.
Vilhjálmur Þér, iorstjóri S.I.S., iekur
við bankasijórastarli í Landsbankanum
Heiðursgjöf til vígslu-
biskupslijónanna
Sóknarnefnd Akureyrar hef-
ur ákveðið að gangast fyrir að
þeim hjónum, frú Ásdísi og
séra Friðrik J. Rafnar, verði
afhent lieiðursgjöf til minja
um þeirra mikla og blessunar-
ríka starf fyrir Akureyrar-
kirkju og söfnuð.
Er því leitað til allra Akur-
eyringa, svo að þeir, hver eftir
sínum vilja og getu, leggi fram
skerf til þessarar væntanlegu
gjafar.
Söfnúnarlistar liggja frammi
í skrifstofu Hótel KEA og í
bókaverzlun Axels Kristjáns-
sonar.
Biskup vill að skírt sé
og gift í kirkju
Biskupinn, herra Ásmundur
Guðmundsson, hefur nýlega
látið í ljós ósk um að skírn og
gifting fari sem oftast fram í
kirkju og jafnframt að skímar-
vottar séu jafnan viðstaddir þá
skírt er. Hér á Akureyri munu
prestarnir skíra meðan á messu
stendur og að messu lokinni
nú um jólin. Messar séra Pétur
Sigurgeirsson á jóladag en séra
Kristján Róbertsson á 2. jóla-
dag og er messutími auglýstur
annars staðar í þessu blaði. —
Þetta er birt hér til leiðbein-
ingar fyrir þá, sem vilja koma
með börn til skímar um jólin.
Að sjálfsögðu munu prestarnir
einnig skíra í heimahúsum, sé
þess óskað.
Stórframkvæmdatimabil hefur verið í sögu sam
vinnufélagsskaparins undir forustu hans
Bankaráð Landsbanka ísiands
samþykkti á fundi síniun síðastl.
miðvikudag að ráða Vilhjálm
Þór, forstjóra Sambands ísl. sam-
vinnufélaga og fyrrv. ráðherra,
bankastjóra við þjóðbankann.
Kemur Vilhjálmur í stað Jóns
Árnasonar bankastjóra, sem ný-
lega var ráðinn einn af banka-
stjórum AlþjóSab’ankans og er
fluttur vestur um haf. Vilhjálmur
Þór hefur verið forstjóri Samb.
ísl. samvinnufélaga síðan í árs-
byrj un 1946.
Stórframkvæmdatímabil.
Hefur saga Sambandsins síðan
vérið stórframkvæmdatímabil
undir mikilhæfri forustu hans.
Hvert stórvirkið af öðru hefur
verið framkvæmt, svo sem stofn-
un skipaútgerðar, sem mjög hef-
ur eflst og orðin er mikilvægur
þáttur í starfsemi samvinnufélag-
anna, upphaf olíuverzlunar sam-
vinnufélaganna, vátrygginga-
starfsemi, ýmiss kopar iðnaðar og
margt fleira. Munu öll þessi verk
— og fleiri hér ótalin — lengi
halda nafni Vilhjálms uppi í sam-
vinnusögunni og var hann þó
ekki nafnlaus þar fyrir, er hann
kom til Sambandsins. Stjórn hans
á Kaupfélagi Eyfirðinga á ára-
bilinu 1923—1938 var þjóðkunn
og efldist félagið mjög undir
stjói’n hans sem kunnugt er.
Samband íslenzkra samvinnu-
félaga hefur og undir forustu
hans haft með höndum mjög
þýðingai*miklar framkvæmdir hér
í Eyjafirði þar sem er stofnun
nýju Gefjunar, stofnun Fataverk-
smiðjunnar Heklu og fleiri iðn-
greina.
Þýðingarmikil trúnaðarstörf.
Auk þess sem Vilhjálmur hef-
ur starfað fyrir samvinnufélögin
hefur hann gegnt fjölmörgum
þýðingarmiklum trúnaðarstörfum
fyrir landið. Hann var forstjóri
íslandsdeildar heimssýningar í
New York 1938—1940 aðalræðis-
maður íslands í Bandaríkjunum
um nokkur ár, bankastj. Lands-
bankans um skeið og utanríkis-
og atvinnumálaráðherra árin
(Framhald 16. síðu).
Viðbímaður við
lendingu flugvélar
i fyrrakvöld
I fyrralivöld uni 8 leytið lenti
hér Douglas-flugvél, er var á
leið frá Egilsstöðum til
Reykjavíkur, en hafði orðið áð
snúa við vegna veðurs. Á leið
hingað settist mikil ísing á vél-
ina, einkum á rúður í flugklefa.
Varð vélin að hringsóla lengi
hér yfir bænum meðan ísinn
bráðnaði. Ljósabúnaður á nýja
flugvellinum er ófullnægjandi,
en lending tókst vel. Til varúð-
ar var slökkvilið Akureyrar
kvatt á vettvang og annar
nauðsynlegur slysavarnavið-
búnaður gerður. Flugstjóri var
Sverrir Jónsson.