Dagur - 18.12.1954, Qupperneq 16

Dagur - 18.12.1954, Qupperneq 16
16 Bagijr Miðvikudaginn 15. desember 195á Síðasti bæjarstjórnaríimdur: Aðsfoð tii íbúðabygginga bragga- búa - fé til jarðhitarannsókna Hraðað verði undirbúningi að byggingu nýs barnaskóla á Oddeyri Á síðasta fundi bæiarstjórnar báru bæjarfulltrúar Framsókn- arflokksins fram nokkrar tillögur um aðgerðir í aðkallandi málefn- um bæjarfélagsins og var þeim vísað til bæjarráðs til frekari at- hugunar. Auldð atvinnubótafé. Lagt var til að umsókn bæjar- ins um atvinnubótafé yrði hækk- uð um 500 þús. og yrði viðbót- inni varið til að aðstoða fólk sem býr í bröggum á Gleráreyrum, en fyrir liggur að braggarnir hverfi vegna umferðarleiðarinnar um þetta hverfi. Þá lögðu fulltrúar Framsóknarmanna og til að braggabúar þessir fái forgangs- rétt að íbúðalánum úr bygginga- sjóði bæjarins um næstu tvö ár. Barnaskólabygging. Þá lögðu þeir til að bæjarráði yrði falið að hraða undirbúningi að byggingu barnaskóla á Odd- eyri og verði miðað við að fram- kvæmdir hefjist í vor. Rannsókn jarðhita. Þá var að tillögu þeirra því beint til bæjarráðs að athuga, hvort ekki væri rétt að taka upp á fjárhagsáætlun nú og næstu ár upphæð sem verja mætti til rannsókna á jarðhita í bæjarland- inu og nágrenninu. Áfengismál. Á þessum sama fundi var til umræðu tillaga um að leggja bann við áfengisveitingum í sam- kvæmum, er bærinn stendur fyr- ir. Var hún felld með 7 atkv. gegn 4. Vörur fluttar flugleiðis Miklir vöruflutningar fara nú fram með flugvélum í milli Reykjavíkur og Akureyrar. Er alls kyns varningur fluttur flug- leiðis, til hagræðis fyrir einstak- linga og fyrirtæki. Á fimmtudags- morguninn kom hér hlaðin flug- vél með heimilistæki frá Rafha, til Tómasar Björnssonar kaup- manns, en hann er umboðsmaður verksmiðjunnar. Tók Tómas vél- ina á leigu til þessara flutninga. ERNEST HEMINGWAY. Gamli maðurinn og hafið Það skiptir engu máli í hvaða ljósi „Gamli maðurinn og hafið“ er skoðað. Maður getur litið á söguna sem ævintýri eða veru- leika eða frá einhverju öðru sjónarmiði, hún verður monni hugljúf frá hvaða sjónarhóli, sem hún er skoðuð. Vinátta gamla sjómannsins og drengsins mun falla æskunni vel í geð, og hið sama verðtir uppi á teningnum, þar sem eldri kyn- slóðin á hlut að máli ,sagan mun verða þeim hrein nautn til lestr- ar og íhugunar. Hver er sá ung- lingur er ekki fyllist áhuga er hann les söguna og fylgist með gamla manninum á veiðiför hans, og logar af áhuga fyrir öllu ei þar gerist? Og þótt þar fari margt öðruvísi en þeir hefðu kosið, þá hafa • þeir orðið áhorfendut og þátttakendur í miklu ævintýri, sem þeir aldrei gleyma. Þannig fór fyrir mér er eg las bókina — og er eg ekkert barn lengur að aldri til. — Vegna þess, er nú hefur verið sagt, þykist eg mega fullyrða að umrædd bók muni falla æskulýðnum vel í geð og verða kærkominn jólaiestur. En það er margt fleira, er sagan geymir, þótt ekki vaði það uppi á yfirborðinu eins og flugfiskar og hákarlar, en það er undirstraum- ur þeirrar listar og snilli er þar á uppsprettu, en um hann ætla eg ekki að fjölyrða, en beir sem bókina lesa með athygli munu ekki fara á mis við hann, og læt þeim eftir að finna það gull. Að endingu vil eg geta þess, að málið á bókinni er lipurt og létt og allur frágangur hinn vandað- asti. F. H. Berg. Ákureyri verður 8000 manna bær eftir áramótin Glerárþorp sameinað kaupstaðnum að lögum, en mörg verkefni eru óleyst í þorpinu í fyrri viku samþykkti Alþingi lcg xun stækkun lögsagnamm- dæmis Akureyrarkaupstaðai’ og verður Glerárþorp hluti kaup- staðarins þegar um nýjár, ekki aðeins í orði, sem verið hefur, heldur og á borði. Einnig tilheyra hér eftir lög- sagnarumdæmi kaupstaðarins ýmsar jarðir í Glæsibæjarhreppi, eða þessar: Glerá, Hlíðarendi, Lögmannshlíð, Hesjuvellir, Kífsá, Hrappsstaðir, Yti-a-Krossanes, Mýraiión, Kollugerði, Rangár- vellir og grasbýlið Grænhóll. 8000 manna bær. í þessum hluta Glæsibæjar- hrepps, sem nú sameinast Akur- eyri, búa rösklega 600 manns, og mun láta nærri að íbúar á Akur- eyri verði um 8000 talsins En eftir í Glæsibæjarhreppi verða rétt um 300 manns, í stað á 10. hundrað íbúa þar áður. Mörg óleyst verkefni í hinum nýja bæjarhluta. Það var ekki að ófyrirsynju, sem bæjarstjórnin samþykkti í síðustu viku að óska eftir láni úr atvinnubótasjóði ríkisins til fram- kvæmda í Glerárþorpi. Mörg verkefni kalla að í þessum nýja bæjarhluta, sem ekki verður undan komist að ráðast í hið fvrsta. Má þar fýrst til nefna vatnsveitu þorpsins, sem mun alls . •'•'Á. ,••• V ****** «tf» löft ^ * <► Nú fer hver dagurinn að verða síðastur að kaupa Happdrættismiða maðra og fatiaðra Dregið verður á Þorláksdag. Aðeins 8000 númer! — Miðinn kostar kr. 100.00! Sölustaðir: Bókabúð Axels, Bókabúð POB, Bókabúð Rikku, Rakarastofa Sigir. og Jóns, K. E. A. (gjaldkerar). Sá er hamingjusamur, sem hefur ekki önnur kynni af lömunarveiki en happdrættismiðakaup! endis ófullnægjandi í núverandi mynd. Vatn fá þorpsbúar úr vatnsgeymum Akureyrar í Hlíð- arfjalli. — Vatnsveitufélag þoi-ps- búa á núverandi vatnsveitu og kom henni upp. En hún ei allt of lítil og stendur vatnsleysi í vegi fyrir því m. a., að hentugt sé að byggja í Glerárþorpi eins og sakir standa. Þá er frárennsliskerfi í þorpinu og sorplireinsun ábótavant. — Sunnan til í þorpinu liggja frá- rennslispípur í Glerá, en í norð- anverðu þorpinu er ekkert frá- rennsliskerfi og málið leyst á ein- stökum stöðum með bráðabirgða- ráðstöfunum, sem ekki geta sam- rýmst heilbrigðisreglugerð bæj- arins. Er vatnsveitan og frá- rennsliskerfið þegar mikið verk- efni. Skipulagi Glerárþoi-ps í heild mun skammt á veg komið og er ekki samþykkt af bæjarstjórninni hér erui sem komið er, en bærinn hefur átt landið í þorpinu um áratugáskeið. Skóli og sjúkrasamlag. Barnaskóli er í Glerárþorpi og sækja hann um 80 börn alls, en sum börnin í því hverfi, sem nú leggst undir lögsagnarumdæmi Akureyrar, hafa sótt skóla á þinghús Glæsibæjarhrepps. — Gera má ráð fyrir að börn úr Glerárþorpi sunnanverðu a. m. k. sæki framvegis skóla á Odd- eyri, er hann verður byggður. — Skólahús þorpsins er byggt 1936 —7 og er þegar ófullnægjandi. Þá munu íbúar þessa hverfis alls væntanlega verða meðlimir Sjúkrasamlags Akureyrar. Ymis fleiri atriði koma til end- urskoðunar í sambandi við þessa breytingu. — Bæjarstjóm og hreppsiiefnd hafa þegar samið um landamerki, en eftir er að ganga frá nokkrum smáatriðum í sambandi við fjármál, en verður leyst nú næstu daga. - Vilhjálnuir Þór (Framhald af 1. síðu). 1942—1944. Fjölmörgum fleiri þýðingarmiklum störfum hefur hann gegnt. Vilhjálmur Þór hefur það orð að vera einhver allra glögg- skyggnasti og stórbrotnasti at- hafna- og fjármálamaður þjóðar- innar. Hann hefur víðtæka þekk- ingu á efnahagslífi þjóðarinnar og fjármálakerfi og leikur ekki á tveim tungum að Bankaráð Lands bankans hafi valið einn hinn allra hæfasta mann, sem völ er á, til þess starfs. En samvinnumenn landsins munu sakna þess, að Vilhjálmur hverfur nú frá sam- vinnufélagsskapnum, enda þótt ljóst sé, að hann hefur þegar fórnað honum miklum hluta starfsævi sinnar og er rík ástæða til að þakka það. Stjórn Sambands ísl. sam- vinnufélaga hefur setið á fundi undanfarna daga og er búizt við að þar muni nú tekin ákvörðun um, hver taki við forstjórastarfi SÍS af Vilhjálmi Þór.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.