Dagur - 22.12.1954, Blaðsíða 1

Dagur - 22.12.1954, Blaðsíða 1
12 SÍÐUR DAGUR árnar lesendum sínum gleðilegra jóla og farsæld- ar á nýju ári. Dagur KAUPIÐ Happdrættismiða Styrkt- arfélags lamaðra og fatl- aðra. — Dregið á morgun! XXXVH. árg. Akureyri, miðvikudaginn 22. desember 1954 59. tbl. Jólavarningur í uppljómuðum gluggum Óvenjuleg ljósadýrð hefur verið hér í bæ fyrir þessi jól, bæði í verzl- uiium og á götum úti. Útstillingar í gluggum hafa og verið með fjöl- breyttasta og skenuntilegasta móti. Myndirnar hér að ofan cru af gluggum Véla- og búsáhaldadeildar KEA. Efri myndin sýnir við- tæki og lampa í fjölbreyttu úrvali, á neðri myndinni er ýmis varn- ingur, en mesta athygli barnanna a. m. k., hefur vakið hreindýrið, sem ber klyfjar af ávöxtum og sælgæti, en gráskeggjaður jólasveinn er ekill. — (Ljósmyndir: Gísli Ólafsson). Áætlun um stórframkvæmdir í raforkumálum: gn leitt til Austurlends - á Vestfjöríum og Héraði éð afhent í dag í dag kl. 17,30 verður jóla- tréð, sem Álasundsbær gefur Akureyri, afhent við hátíðlega athöín á Ráðhústorgi. Ræðis- maður Norðmanna hér, Sverr- ir Ragnars kaupm., afhendir tréð, en Þorst. M. Jónsson, for- seti bæjarstjórnar, veitir því móttöku og flytur ávarp. — Barnakór Akureyrar syngur nokkur lög. Sauðburður byrjaður á Stóra-Hamri Bóndinn á Stóra-Hamri, Eirík- ur Skaftason, skýrði blaðinu svo frá í gær, að fyrsta ærin væri borin og nokkrar aðrar komnar að burði. Ærin, sem borin er, er undan Grákollu hinni margum- töluðu, sem oftar en einu sinni hefur verið getið um hér í blað- inu. Hún er nú á annan vetur og er þetta fyrsta lamb hennar. Það er hvítur hrútur, sem fæddist 17. desember. Áætlaður kostnaður við Vestfjarða- og Austfjarðavirkjanir og orkuveitur milljónir króna SSIH' eSinn með heinu vali Landsíminn mun leggja 16 rása fjöi- síma í milli Akureyrar og Hrúta- f jarðar á sumri komanda Aukning sjálfvirku símastöðvarinnar á Akureyri fullgerð síðastliðinn mánudag Síðastliðinn mánudag voru 200 nýjir símar á Akureyri tengdir við símakerfið og eru þó eftir ónotuð í símastöðinni um 300 númer. Er því vel séð fyrir því, að Akureyringar geti fengið síma í framtíðinni og hefur þróun í símamálum hér í bæ orðið ör og ánægjuleg á síðustu árum. í tilefni af aukningunni bauð símamálastjórnin bæjarfulltrúum og ýmsum öðrum gestum til hófs að Hótel KEA síðdegis á mánu- daginn. Þar skýrði póst- og síma- málastjórinn, Guðmundur Hlíð- dal, m. a. frá því, að Landssíminn mundi nú í sumar láta leggja 16 rása fjölsíma í milli Akureyarr og Hrútafjarðar, en þar er 33 rása jarðstrengur frá Reykjavík. Mun þessi framkvæmd stórbæta síma- þjónustuna ogx líður að því að símanotendur hér geti fengið samband við Reykjavík með beinu vali eins og innanbæjar- númer. Auk símamálastjóra tóku til máls Gunnar Schram símstjóri og Steinn Steinsen bæjarstjóri, sem þakkaði símamálastjórninni myndarlegar framkvæmdir hér á Akureyri. í ræðu sinni komst póst- og símamálastjóri, Guðm. Hlíðdal, m. a. svo að orði: „í dag er náð nýjum áfanga í sjálfvirku símaþjónustunni á Ak- ureyri, höfuðstað Norðurlands. Sjálfvirka stöðin hér hefur nú verið stækkuð um 50% eftir rúmlega 4 ára rekstur. Hún var opnuð til afnota 3. júní 1950. — Þróunarsaga símans hér á landi er Stutt, aðeins tæp 50 ár. Til samanburðar skal eg geta þess, að í nágrannalöndum vorum er síminn tvöfalt eldri. eða 100 ára um þessar mundir. Þróun símaþjónustu. En þótt vér byrjuðum seint og einangrun landsins héldist lengi, þá hefur þróun símans hér á landi verið þeim mun örari síðan hún hófst. Er nú 1 sími á hverja (Framhald á bls. 12) Samkvæmt upplýsingum frá raforkumálaráðuneytinu og Stein grími Steinþórssyni, raforku- málaráðherra, hafa nú verið teknar ákvarðanir mn helztu virkjana- og veituframkvæmdir á árinu 1955 í samræmi við raf- væðingaráætlun stjómarsamn- ingsins og samkvæmt lögum nr. 52 frá 21. apríl 1954 um viðauka við raforkulögin. — Er hér um að ræða miklar framkvæmdir og stórt spor að hinu setta marki um allsherjar rafvæðingu lands- ins. Framkvæmdir þær, sem hér um ræðir, eru virkjun Grímsár- foss og raflína frá Laxá til Aust- urlands. Á Vestfjörðum eru virkjanir við Mjólkurá og Fossá. Straum á þessar veitur á að vera hægt að hleypa fyrir árslok 1957. Þá eru ráðgerðar raflínur héraðs- veitnanna á 350 býli á næsta ári. Virkjun Grímsár. Á Austurlandi verður hafizt handa um virkjun Grímsár í 2400 kílówatta orkuveri, sem gert verður við Grímsárfoss, og í beinu framhaldi af þessari virkj- un verður lögð raflína milli Lax- árvirkjunar og Egilsstaða, sem tengir saman veitukerfi Austur- lands og Norðurlands. Frá orku- verinu í Grímsá verða, meðan á framkvæmd virkjunar stendur, lagðar raflínur til þessara kaup- staða og kauptúna: Egilsstaða- þorps, Vopnafjarðar, Bakkagerð- is, Seyðisfjarðar, Neskaupstaðar, Eskifjarðar, Búðareyrar og Búða- kauptúns og í framhaldi af því frá Búðakauptúni til Stöðvar- fjarðar, Breiðdalsvíkur og Djúpa- vogs. • Virkjanir á Vestfjörðum. Á Vestfjörðum verður gerð 2400 kílówatta virkjun í Mjólkánum í botni Arnarfjarðar og jafnframt 400 kílówatta virkjun í Fossá í Hólshreppi. Samtímis virkjunar- framkvæmdum verður lögð aðal- orkuveita, sem tengir saman bæði þessi orkuver og Fossvatnsvii'kj- unina í Engidal ,og mun hún ná til þessara kaupstaða og kaup- túna: Patreksfjarðar, Sveinseyr- ar, Bíldudals, Þingeyrar, Flatayr- ar, Suðureyrar, ísafjarðar, Hnífs- dals Bolungarvíkur og Súðavík- ur. Bæði á Austurlandi og Vest- fjörðum munu verða lagðar raf- línur út frá aðalorkuveitum um nálægar sveitir eftir því sem nán- ar verður ákveðið. Einkum vatnsvirkjanir í sumar. Áætlað er að taka muni 2*4— 3 ár að gera framangreindar virkjanir á Austurlandi og Vestfjörðum ,svo að hægt verði að hleypa straum á veiturnar fyrir árslok 1957. Bæði á Aust- urlandi og Vestfjörðum verður á næsta sunu-i einkum unnið að vatnsvirkjunarframkvæmd- um. Stofnkostnaður Grímsárvirkj- unar og aðalorkuveitu til þeirra kaupstaða og kauptúna, er nefnd voru, er átælaður um 40 milljónir króna. Stofnkostnaður Vest- fjarðavirkjana og aðalorkuveitn- anna frá þeim er einnig áætlaður um 40 milljónir kr. Rafmagn á 350 býli. Þá er ennfremur ráðgert að Rafmagnsveitur ríkisins leggi á næsta ári veitur til um 350 býla og annarra væntanlegra raf- magnsnotenda í sveit. þar á meðal að Laugarvatni og Skálholti, enn- fremur til kauptúnanna Hvamms tanga og Grafarness svo og til Grenivíkur og Haganesvíkur. — Áætlaður stofnkostnaður er um 20 millj. kr., og eru þetta meiri framkvæmdir en Rafm.v. ríkisins hafa til þessa ráðist í á einu ári. Lúðrasveitin lieldur jólatónleika Lúðrasveit Akureyrar efnir til jólatónleika í Akureyrar- kirkju á þriðja í jólum, 27. des., klukkan 8,30. — Aðgangur er ókcypis. Stjórnandi Lúðra- sveitarinna rer Jakob Tryggva- son. DACUR Þetta er síðasta tbl. árgangsins. Dagur kemur ekki' út í milli jóla og nýjárs. Næsta blað kemur út miðvikudaginn 5. janúar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.