Dagur - 22.12.1954, Blaðsíða 12

Dagur - 22.12.1954, Blaðsíða 12
12 Bagijb Miðvikudaginn 22. desember 1954 Ræða símamálasfjóra Lofsamlegir blaðadómar um hljóm- leika Guðrúnar Kristinsdótfur (framhald af 1. síðu). 6 íbúa í landinu, og aS því er notkun símans snertir, þá erum vér íslendingar meSal hinna allra haestu þjóSa heimsins, eða 4. í röðinni að tiltölu viS fólksfjölda. Þrátt fyrir strjálbýliS er nú sími kominn á meir en 80% af öllum sveitabæjum á landinu — meir en það sem þekkist í nokkru landi — og talstöð í hvern bát á landinu yfir 10 tonn og í marga ennþá smærri . . .“ Síminn á Akurej ri. „Þegar handvirka stöðin hér hætti í byrjun júní 1950, voru í henni 600 nr. og símatalan var um 700. MeS sjálfvirku stöðinni urðu númerin 1000 og nú 1500, en símatalan nú 1310, þar með tald- ir símar út frá miðstöðvum hinna ýmsu fyrirtækja, og er KEA þeirra lang stærst með 68 síma. Stuðningur ríkisvalds. Þessi öra þróun símamálanna yfirleitt hefur vissulega kostað mikið fé, en yfirleitt má segja, að Alþingi og ríkisstjórn hafi sýnt skilning á nauðsyn og réttmæti símans og þeirri miklu þýðingu, sem hann hefur haft og hefur fyr- ir þetta land og þessa þjóð. Hef- ur þó oft verið þröngt fyrir dyr- um í fjármálunum, og stundum hefur þeim stjórnarvöldum, sem hafa haft það óvinsæla hlutverk með höndum, að stilla fjárfest- ingunni í hóf, hefur þótt fullmik- ið aðhafst á símasviðinu . . Akureyringar lögðu hönd á plóginn. „En hvað sem segja má um íhaldssemi og örðugleika, þá hef- ur þó tekizt að sigrast á þeim og þessi sjálfvirka stöð orðin til og nú stækkuð. Var ánægjulegt til þess að vita — og uppörvandi fyrir póst- og símamálastjórnina — að Akur- eyrar-bæjarbúar hjálpuðu sjálfir til á sínum tíma, með fjárhags- lega aðstoð, þegar verið var að koma sjálfvirku stöðinni á stofn. Tóku þeir allverulegan þátt í lánsútboði því, sem þá var gert í Eins og greint var frá í síðasta blaði, er nú hafin bygging nýs barnaskóla í Húsavík. En fleira er að frétta af skólaináluvn þar nú í vetur. Foreldrafundir hafa verið haldnir að undanförnu og komin eru á föst bréíaskipti í milli skólabarnanna og skipshafi.ar- innar á Arnarfelli, sem er eitt SÍS-skipanna og á heimahöfn í Húsavík. Hafa þessi bréfaskipti orðið til fróðleiks og skemmtun- ar. Bréf skipsmanna lesin í skólanum. Börnin skrifa skipstjóra og ann- arri skipshöfn. Tvö þeirra eru sérstaklega valin til að skrifa um skóla sinn og kennslufyrirkomu- þessu skyni, en það lán er nú að fullu greitt, — og þó: Mér er tjáð að einhver hinna ágætu skulda- bréfakaupenda eigi enn ófram- vísað 4 eitt þúsund króna skulda- bréfum. Æskilegt væri að hann sækti peninga sína til símstjór- ans á Akureyri sem allra fyrst, svo að ekki sé hægt að segja, að póst- og símamálastjórnin borgi ekki skuldir sínar. Segja má, að unnið hafi verið að undirbúningi þessarar stækk- unar sjálfvirfku stöðvarinnar hér óslitið 3 síðustu árin. Oll þessi ár hefur línukerfið — þ. e. jarð- símakerfið — verið aukið að mun, en það er og verður ætíð fjár- frekasti hluti hins sjálfvirka símakerfis, einkum þó í strjál- byggðum bæjum, þar sem vega- lengdir eru hlutfallslegar miklar. Alls mun kostnaðurinn nú vera orðinn um 1,53 millj. krónur. Jarðsíminn að sunnan. Þar sem eg nú er staddur hér á Akureyri og með sérstöku tilliti þessa tækifæris finnst mér ekki óviðeigandi að minnast á eitt atriði er snertir mjög símaafnot og símaþægindi Akureyrar og jafnframt mikils þorra Norðlend- inga og Sunnlendinga. Eins og flestum yðar mun vera kunugt, er nú kominn jarðsími milli Reykjavíkur og Hrútafjarð- ar með 33 talrásum, en fé hefur ekki ennþá fengist til áframhald- andi jarðsíma alla leið til Akur- eyrar — til þess þarf nokkra tugi milljóna króna. — Nú hefur Landssíminn í hyggju að leysa málið til bráðabirgða með því að setja upp á sumri komanda (1955) 16-rása fjölsíma milli Hrútafjarðar og Akureyrar. Á þessari leið eru nú tveir 3-rása fjölsímar, sem þá falla niður. Ætti þetta að bæta mjög úr síma- þörfinni, minnsta kosti á sumrin, og þá ekki langt að bíða, að síma- notendur geti fengið sí.mtöl sín milli Akureyrar og Rvíkur með beinu vali, þ. e. strax, án þess að þurfa að leggja frá sér heyrnar- tólið . . . .“ lag þar, og um Húsavík, en önnur börn skrifa það, sem andinn inn- blæs þeim hverju sinni. Börnin fá svo bréf frá skipsmönnum, oft frá fjarlægum löndum og er þar ýmsan fióðleik og skemmtun að fá. Eru bréf skipsmanna lesin í heyranda hljóði í skólanum. Bú- izt er við því, að næst er Arnar- fell kemur til Húsavíkur muni börnin fá að skoða skipið, enn- fremur að skipsmenn heimsæki skólann. Munu skipsmenn og börnin skiptast á einhverjum gjöfum. — Mikill áhugi ííkir meðal barnanna fyrir þessari ný- breytni, sem er í senn til fróðleiks og skemmtunar og til þess fallin að auka skilning barnanna á lífi sjómannanna og þekkingu þeirra á hafinu og fjarlægum löndum. Vær allir Grímsevingar við messugjörð í síðast- liðinni viku Nær allir Grímseyingar voru til messu hjá séra Pétri Sigur- geirssyni, sem nú þjónar Gríms- eyjarprestakalli, í Miðgarða- kirkju sl. fimmtudag. Voru 60 manns við messuna, en í Grímsey eru nú taldir á manntali 72, en þar af eru nokkrir fjarverandi. Við þetta tækifæri voru gefin saman tvenn hjón og skírð tvö börn og að athöfninni lokinni sátu Grímseyingar brúðkaups- og skírnarveizlur. Brúðhjónin eru: ungfrú Bjarney Signý Óla- dóttir og Freyr Geirdal, bóndi í Sveinagörðum og ungfrú Jórunn Þóra Magnúsdóttir, hreppstjóra Símonarsonar í Sigtúnum og Ein- ar Þorgeirsson bóndi í Miðgörð- um. Bömin, sem skírð voru, heita Þorleifur, sonur Óla Bjarnasonar útvegsbónda og Elínar Sigur- björnsdóttur konu hans, og Guð- mundur Hafliði, sonur Guð- mundar Jónssonar og Steinunnar Sigurbjörnsdóttur konu hans, en hún er útibússtjóri KEA í Grímsey. Lokið námskeiði í föndri Nýlega er lokið námskeiði í föndri á æskulýðsheimili templ- ara í Varðborg. Sóttu það um 40 börn og unglingar. Kennarar voru Rósa Árnadóttir, Hermann Sigtryggsson og Anna Lýðsdóttir. Kennt var bast- og tágavinna, leirmótun og gibsvinna. Búnir voru til fleiri hundruð munir og voru hinir ungu nemendur mjög áhugasamir, að því forráðamenn námskeiðsins hafa sagt blaðinu. Lokið er nú æfingum á barna- leikritinu „Hans og' Grétu“ og verður frumsýning á sunnudag- inn 2. í jólum kl. 5 síðdegis. — Vakin skal athygli á því, að frum- sýningargestir fá ekki að þessu sinni sína venjulegu frumsýning- armiða heldur verður selt á sýn- inguna eins og aðrar sýningar, þar sem hér er um að ræða leik- rit, sem sérstaklega er ætlað börnum. Verð aðgöngumiðanna verður tvenrls konar, 15 kr. og 10 kr., og verða dýrari sætin tölusett. Mið- arnir verða seldir á afgreiðslu Morgunblaðsins sýningardagana. ekki verður tekið á móti pöntun- um í síma. Á sunnudagssýning- Hljómleikar frk. Guðrúnar Kristinsdóttur (dcildarstj. Þor- steinssonar á Akureyri) í kon- sertsal konunglega tónlistarskól- ans í Kaupmannahöfn, hafa vak- ið mikla athygli í tónlistarlieim- inum í Danmörk að því auðséð er af dönskum blöðum frá síðastl. mánaðamótum. Bera dómar listgagnrýnenda Kaupmannahafnarblaðanna þess órækt vitni, að þessi unga lista- kona h e f u r með þessum hljóml eikum unnið mikinn sigur og orðið þjóð sinni til sóma. íslending ar í Kaupm,- höfn, sem heim hafa skrifað, hafa látið í ljósi mikla hrifn- ing yfir frammistöðu Guðrúnar. Hefur Dagur fengið eitt slíkt bréf, og er þar mjög lofsamlegur vitn- isburður um hljómleikana og þann orðstír, sem Guðrún hefur getið sér í Danmörk. Til fróðleiks fara hér á eftir nokkur ummæli Kaupmanna- hafnarblaða um hljómleikana og hæfileika Guðrúnar. ( Berlingske Tidende. í Berlingske Tidende segir m. a„ að þegar Guðrún kveðji Kaupmannahöfn og haldi heim til Akureyrar megi hún hafa að vega nesti þá fullvissu, að hún hafi skilið eftir í Danmörk endur- minningu um mjög mikla tón- listargáfu. Blaðið telur að efnis- skráin hafi verið þannig, að þar hafi gefist gott tækifæri til þess að sjá, hvað í hinni ungu lista- konu býr, og listdómarinn varð ekki fyrir vonbrigðum. Hann telur hana hafa túlkað verkefnin framúrskarandi vel, þar hafi ver- ið ferskur andblær, hver tónn túlkaður af lýsandi hreinleika og arnar verður selt frá kl. 1,30—3 e. h., og við innganginn, en þá hefjast sýningar kl. 5 síðdegis. Á kvöldsýningarnar verður selt frá kl. 4,30—6 og við innganginn, en þá hefjast sýningar kl. 8. Auk sýningarinnar 2. jóladag verður barnaleikritið sýnt mánu- dag og þriðjudag, 3. og 4. í jólum, og hefjast sýningarnar kl. 8 báða dagana. Miðvikudaginn 5. í jólum hefj- ast sýningar á „Meyjaskemm- unni“ aftur og má panta að- göngumiða að henni í síma 1639 frá mánudeginum 3. í jólum. — Sala aðgöngumiða verður sem áður frá kl. 4,30—6 sýningardag- ana á afgreiðslu Morgunblaðsins og við innganginn. skýrleika. Blaðið telur og tækni og kunnáttu Guðrúnar mjög mikla og segir að lokum: „Island kan være tilfreds med sit nye unge Klavertalent." -x Politiken. í Politiken segir, að aldrei hafi sú tilfinning tekið áheyrandann, að þetta væru fyx'stu hljómleikar (debut). Hér hafi allt vitnað um listamannsgáfu í örri framþróun. Blaðið hælir henni mjög fyrir kristalskýra túlkun vex-kanna. — Það telur leik hennar á Appassionata eftir Beethoven einnig hafa borið vott um heitt hjarta og skapandi gáfu, en þó hafi öll túlkunin verið hófsöm og í anda sannrar listar. Blaðið róm- ar og mjög túlkun verka eftir Debussy og Chopin, og spáir Guðrúnu glæsilegi'i framtíð á hinni erfiðu listamannsbraut. Social-Demokarten. Þetta aðalblað dönsku jafnað- armannanna segir, að efnisskrá Guðrúnar hafi verið valin eins og vei'ðugt sé vei'ðandi snillingi (vii'tous). Hún hafi leikið verkin án nokkui'i'a mistaka, og sé það eitt mikið afi'ek, en hún hafi jafnfi-amt kunnað skil á því, sem ekki er beinlínís skráð í nótna- bækur og aldrei sé hægt að læra til fulls í tónlistai'skólum, en það sé ótviTæð músíkgáfa, sem alls staðar hafi ljómað í túlkun henn- ai'. Blaðið segir að lokum: Þetta var óvenjulega þi'oskuð túlkun á fyi'stu hljómleikum, og ætti að tryggja hinni ungu listakonu mikla athygli í framtíðinni. í Ekstrabladet er sagt, að Guð- í'ún hafi með hljómleikum sínum skapað sér „suckces". „Hun spill- ede Klaver og hun spillede godt Klaver“, segir blaðið, sem hælir henni mjög fyrir túlkun á verk- um Bachs og Beethovens, telur hana eiga skapandi músíkgáfu, auk ágætrar kunnáttu. Land og Folk segir að menn hafi hlustað á Guðrúnu með gleði og undrun, því að hér hafi verið listakona, sem taki listina alvai'lega og músíkkin lifi í sál hennar, svo að ekki sé hægt að vera ósnoi'tinn. Blaðið segir að hljómleikarnir hafi verið óvenjulega vel heppn- aðir að öllu leyti og lofi miklu um framtíð listakonimnar. Konxin heim. Fleira segja blöðin, sem lxér er ekki rúm til að rekja, en allt er það í þessum dúr. Er ástæða til þess að samfagna hinni ungu listakonu með þennan mikla sig- ur, og bjóða hana velkomna heim, en hún var farþegi með Gullfossi hingað til Akui'eyrar í nótt. Skólabörn í Húsavík í bréfaskipt- um við skipshöfn „Arnarfells" Barnaleikritið „Hans og Gréta” frumsýnd annan jóladag Að jiessu sinni sitja frumsýningargestir ekki fyrir miðum á frumsýningu, svo sem venja er til. „Meyjaskemman44 sýnd miðvikudag 5. í jólum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.