Dagur - 22.12.1954, Blaðsíða 6

Dagur - 22.12.1954, Blaðsíða 6
6 Miðvikudaginn 22. desember 1954 D AGUR FÓRUR eftir Steingrím Sigurðsson Fórur eru einstakt en ágætt bókarheiti. Að eiga eitthvað í fórum sínum þýðir að vera ekki snauður af þessu eða hinu, er til velgengni og auðsældar þykir horfa. Skilningur þessi kemur vel heim við bók Steingríms Sigurðs- sonar menntaskólakennara. Um leið og menn opna það forðabúr, verða fyrir þeim margir kjör- gripir — eða öllu heldur andlegur kostamatur, sem hvert hólf er fullt af. Það, sem Steingrímur Sigurðs- son á í sínum fórum, er andlegt hnossgæti og mætti lengi leita að slíku. Hvar finnst önnur eins listalýsing á höfuðstað Norður- lands? Eg svara: Hvergi, eða eg hef hvergi orðið hennar var — hún ylar manni fyrir brjóstinu, því að hún er nokkurs konar guðadrykkur, sóttur í Hnitbjörg Blaðinu hefur borizt eintak af nýútkomnu, sérstæðu ludospili eða myndaferðasögu í tenings- spili, sem fjórir eða fleiri geta tekið þátt í. Leikurinn ,sem að sjálfsögðu er einkum fyrir börn og unglinga, er í því fólginri, að ferðin hefst í kaupstað að vorinu og liggur út í sveitina til dvalar yfir sumarið. Síðan eru sýnd hin fjölbreyttu sveitastörf, sem vinna þarf í sveitinni og unglingarnir eru látnir taka þátt í, svo sem gróð- ursetning, hirðing í skrúðgarðin- um, heyvinna, þegar náð er í hrossin o. m. fl. í formála fyrir leikreglunum segir meðal annars: Ollum börnum finnst gaman að vera í sveit, ekki sízt þeim, sem aðeins hafa kynnzt kaupstaðar- lífinu. í sveitirini fá þau að sjá hina lifandi náttúru, skóga, fossa, vötn, tún og engi, og ekki má þeirrar þekkingar ,er snjall mað- ur hefur kannað og ekki þurft að láta auga sitt að ómakslaunum. Þótt eg nefni aðeins greinina um höfuðstað Norðurlands, þá er allt annað, sem Steingrímur Sig- urðsson á í fórum sínum — og það er margt — af sama toga spunnið. Hversdagslegustu efni verða að dýrum málmum, hafi þau um skeið legið í Fórum hans. Eg hirði ekki að fara fleiri órðum um Fórur, það er óþarfi. Lesið þær, og þær munu tala við ykkur á máli, er hefur allt sér til ágætis. F. H. Berg. Skemmtileg barnabók, sem gefin er út í mann- úðarskyni Foreldrar og aðrir þeir, sem börnum unna, ættu ekki að gleyma að stinga litlu fallegu bók gleyma dýrunum sem bömunum þykir svo vænt um. Hér er um að ræða myr.da- ferðasögu tveggja systkina í sveitinni, þeirra Maju og Palla, þar sem þau njóta sumars og sól- ar hjá frændfólki sínu. En þau hugsa ekki einungis um að leika sér og slæpast, þau vilja umfram allt gera eitthvert gagn, gefa hús- dýrunum og hugsa um þau og fleira, sem gera þarf á sveita- bænum. En einmitt þetta, að gera gagn, hjálpa til, er það, sem við ætlum að keppa um núna, og því vinnur sá í þessari keppni, sem kemur síðastur í mark. Sá, sem er önnufn kafnastur við þau störf, er vinna þarf á sveitabæ, kemur síðastur í kvöldmatinn eftir vel unnin dagsverk og vinnur því spilið. Myndir leikborðsins hefur mál- að Gunnar S. Magnússon, list- málari, og sjást nokkrar þeirra á myndinni hér að ofan. inni um þá félaga Karíus og Baktus inn í jólapakkana til lít- illa og kærra vina sinna nú á jól- unum. Með því slá þeir vissulega margar flugur í einu höggi, þó að hvorki sé hátt reitt né miklu til kostað, þvi að bókin er ódýr og auðvelt mun að ná til hennar, þar sem hún er til sölu í bóka- verzlunum: — Þeir gleðja börnin með gjöf, sem þeim mun vissu- lega kærkomin og verður hvar- vetna vel þegin, því að ævintýrið um þá félaga er bráðskemmtilegt, og fallegu litmyndirnar. sem prýða kverið, munu gleðja hvert skært og óspillt baimsauga, svo skýrar og skringilegar sem þær eru. Ævintýrið er einnig sagt á hreinu, fjörmiklu og íslenzku máli, sem sniðið er við hæfi barnanna, án þess þó að þýðand- inn ónafngreindi geri sér nokkra tæpitungu þeirra vegna, og mun það þannig glæða málskyn þeirra og fegurðarsmekk. En auk þess hefur ævintýrið hollan boðskap að flytja, þótt engan veginn sé því haldið í nokkrum prédikun- ar- eða meinlætatón: — boðskap- inn um skaðsemi sætindaátsins og óhollra lifnaðarhátta annars vegar, en nauðsyn og þýðingu tannhirðingar, hollra venja og al- menns hreinlætis hins vegar. '■— Og þá ætti heldur ekki að spilla að geta þess að lokum, að allur ágóði, sem verða kann af sölu þessarar fallegu og hollu bókar, rennur beint til barnauppeldis- sjóðs Thorvaldsensfélagsins, en ekki í vasa einstakra manna, enda er mér kunnugt um, að hvorki höfundurinn norski, né þýðand- inn íslenzki, hafa þegið nokkurn eyri fyrir sinn snúð, en ætla vin- um okkar allra, börnunum — og þá helzt þeim, sém brýnast þurfa hjálparinnar við — hvern eyri, sem umfram kann að reynast annan venjulegan útgáfu- og sölukostnað kversins Og er slík starfsemi ekki sannarlega í anda jólanna? Og ber okkur ekki að styðja hana og styrkja, ekki sízt þegar við getum gert það á svo ódýran og einfaldan hátt sem þann að kaupa þetta holla og bráðskemmtilega kver, fremur en t. d. eitthvert óþarft, eða jafnvel óhollt glingur, sem fyrst og fremst kann að vera á boðstólum í þágu gróðahyggju einstakra manna? , J. Fr. Gleðlleg jól! Farscelt nýtt ár! Þökk fyrir viðskiptin á árinu. Kaupfélag Vérkamanna. Gleðileg jól! Farsælt nýtt ár! Þökk fyrir viðskiptin á árinu. Saumastofa K.V.A. s.f. Gleðileg jól! Farsælt nýtt ár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Varðborg — Félags- og œsk u lýðsh eimili Templara. Nýtt spil GLEÐILEG JÓL! Farsælt nýtt ár! Þökkum viðskiptm á árinu. Flugfélag íslands h. f. Óskum öllum vorum viðskiptavinum gleÖilegra jóla °g farscels komandi árs með þökk fyrir viðskiptin á árinuj §em er að líða. V efnaðarvörudeild GLEÐILEG JÓL! F arsœlt nýtt á r! J í í* **, Þökk fyrir viðskiptin á árinu. Járn- og glervörudeild Væntanlegt í dag og á morgun mikið úrval af jólavörum Málning & Járnvörur Axel Kristjánsson h. f. Brekkug. 1. — Sími 1356 Vöruhappdræfti SIBS Hér með tilkynnist heiðruðum viðskiptavinum yor- um, að umboð happdrættisins verður nú um áramótin flutt úr Bókabúð Rikku í 'hendur félagsins Berklavörn, Akureyri. Umboðið verður framvegis til húsa í • • Ilúsgagnaverzluninni VALBJORK Hafnarstræti 96 (París). Breyting þessi er gerð í fullu samkomulagi við fráfar- andi umboðsmann og vegna þeirrar stefnu SÍBS að færa öll störf fyrir sambandið í hendur ielagsdeildanna eða einstakra meðlima innan sambandsins. Vöruhappdrættið þakkar herra Ásgeiri Jakobssyni, sem í fjögur ár 'hefur gegnt umboðinu, fyrir vel unnin störf í þágu happdrættisins. r Vöruhappdrætti SIBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.