Dagur - 02.02.1955, Qupperneq 6
6
DAGUR
Miðvikudaginn 2. febrúar 1955
í óttans dyrum
Saga eitir DIANA BOURBON
13.DAGUR.
(Framhald).
Hún virtist hissa á spurning-
Unni, en svaraði henni hiklaust.
„Fjórir,“ sagði hún. Einn var
frammi á ganginum sá er eg hafði
nýlega notað, annar í svefnher-
bergi hennar, hinn þriðji í setu-
stofunni sem við höfðum verið í.
Þessir símar voru allir á sama
númeri, en fjórði síminn var í
litla herberginu, sem mér var
ætlað að sofa í. Hershöfðinginn
notaði það herbergi stundum sem
skrifstofu, og sá sími var einka-
sími hersins og bannað að nota
hann fyrir heimilið.
Mér hnykkti við þessar upplýs-
ingar. Margt mátti segja í einka-
síma á vegum hersins, sem ekki
var þorandi að tnia almennum
síma fyrir.
Eg sagði henni, að mér hefði
heyrzt í milli símanna, er eg tal-
aði við sendiráðið og þess vegna
hefði eg spurt, hve margir símar
væru í húsinu. En svo bauð eg
henni góða nótt, en skildi dyrnar
eftir í hálfa gátt.
Babs hafði slökkt ljósið, og eg
háttaði í skyndi og slökkti einnig
inni hjá mér. Eg fór í náttkjólinn,
sem hún hafði lánað mér, sveip-
aði síðan um mig innislopp hers-
höfðingjans, sem eg fann þar í
herberginu, og hallaði mér síðan
út af, ekki til að sofna heldur til
að bíða.
Þrír símar á einni línu, hafði
Babs sagt. En þetta kom ekki
heim við míná reynslu Því áð
óhugsandi var, að nokkur hefði
getað staðið á hleri í hinum
tveimur símunum, er eg talaði
við Mohr En þrátt fyrir það vissi
eg fyrir víst, að einhver hafði
hlustað.
Og svo var það einkasíminn —
einkalínan til aðalbækistöðvanna.
Ef einhver í húsinu gæti legið á
hleri á þeirri lín-u, var eins víst
að sá hinn sami gæti komist að
leyndarmálum, sem enginn átti
að vita um nema herstjórnin.
Og hvað var það, sem Babs
óttaðist svo mjög? Hver var þessi
Frank og hvers vegna var það svo
mikilvægt, að Jane hafði ekki
hitt hann?
Það var orðið kalt í húsinu, er
eg loksins hætti mér fram á gang-
inn. Eg hélt á vasaljósi, og fór mér
hægt.
Ekkert var að sjá, sem nokkurs
virði var á neðstu hæðinni, enda
hafði eg ekki búizt við því. Það
var enginn sími í borðstofunni, en
hún var eina herbergið sem fjöl-
skyldan notaði á þeirri hæð. Her-
mannaklúbburinn hafði afnot af
öðrum herbergjum og komið
hafði verið upp skilnimi, sem að-
greindi hann frá öðrum hlutum
hússins. Og sími var á ganginum,
eins og Babs hafði sagt, sá, er eg
hafði notað.
Á næstu hæð, þar sem fjöl-
skyldan var aðallega til húsa,
voru tvær stórar stofur, sem ekki
voru notaðar og lágu rykábreiður
yfir öllum húsgögnum. Onnur
stofan var í milli litlu dagstof-
unnar, sem við höfðum notað um
kvöldið, og þess hluta íbúðarinn-
ar, sem Romneyhjónin notuðu nú
fyrir svefnherbergi. Hin stofan
var hinum megin í húsinu, þeim
megin, sem klúbburinn var, og
náði yfir breidd hússins. Anna
svaf í herbergi hinum megin við
litlu dagstofuna. Enginn sími var
í .þessum stóru stofum. Lítið var
af húsgögnum í annarri þeirra,
eg gizkaði á að þau hefðu verið
flutt inn í svefnherbergi Babs, því
að þar hafði verið gnótt hús-
gagna. Límbönd höfðu verið látin
á rúðurnar til öryggis í loftárás-
um, en þar sem ekki voru svört
gluggatjöld hengd fyrir gluggana
eins og skylda var, þar sem ljós-
um var brugðið upp, þorði eg
ekki að kveikja á vasaljósinu.
Samt sá eg greinilega, í daufu
mánaskini, að í þetta herbergi
hafði enginn komið mánuðum
saman. Þykk rykblæja lá á öllu.
Síðasta herbergið á ganginum
á þessari hæð var læst Það var
beint uppi yfir svefnherbergi
Babs og þá um leið fyrir ofan
litla herbergið, sem mér var ætl-
að að sofa í. Vel gat verið að þetta
herbergi væri notað til geymslu
eingöngu.
Eg reyndi aftur að opna, fór
varlega en tók fast á. Sú undar-
lega tilfinning greip mig, að þögn-
in í þessu herbergi væri af öðrum
toga, en grafarþögn sú, sem ann-
ars ríkti í þessu stóra og drauga-
lega húsi. Mér fannst sem þessi
þögn boðaði ekki að herbergið
væri tómt, þvert á móti að ein-
hver væri hinum megin við
dyrnar og hlustaði. Eg sá daufa
sk-írnu mánaljóssins leggja út um
rifu undir hurðinni. Það þýddi, að
loftvarnagluggatjöld voru ekki
fyrir gluggunum þar inni. Og úr
því að ekki voru slík gluggatjöld
var óhugsandi að nokkur byggi í
herberginu,
ímyndunaraflið fékk lausan
tauminn. Bara að það færi ekki
með mig í ógöngur!
Næst við þessar dyr á gangin-
um voru aðrar dyr innst á gang-
inum. Þær mundu vera að her-
bergi beint uppi yfir litla her-
berginu- sem mér var ætlað að
sofa í. Eg ýtti á hurðina. Hún var
ekki læst, lét undan snöggu átaki.
Eg hafði nærri stungist á hausinn
niður brattan og þröngan stiga,
sem nú blasti við Auðvitað,
hugsaði eg með sjálfri mér. Stigi
þjónustufólksins. Hann hlaut að
vera einhvers staðar í slíku húsi.
Eg beið stundarkorn. Það rask,
sem eg hafði gert, virtist ekki
hafa vakið neinn. Eg lagði því í
stigann og lokaði hui-ðinni á eftir
mér. Nú gat eg notað vasaljós
mitt án þess að óttast að til mín
sæist að utan. Við stigaendann
var stór skápur, sem notaður var
til geymslu, en ekkert var þar að
sjá Eg gekk niður stigann, en
gætti þess að stíga létt á berar
fjalirnar. Dyr voru inn á ganginn
á næstu hæð, en huldar í tréverk-
inu eins og oft er með dyr ætlaðar
þjónustufólki í hefðarheimilum á
Bretlandi. Eg hafði því ekki tekið
eftir þeim fyrr. Við stigaendann
þarna var líka skápur eins og
uppi. Þar voru ýrnis tæki til
hreingerningar. Þessi skápur lá
fast upp að þilinu á herbergi
mínu, það er að segja herbergi
Romneys hershöfðingja. Mér
flaug þegar í hug, að þarna væri
að finna ákjósanlegan felustað,
og þó fremur tilvalinn stað til
þess að standa á hleri.
En það er sitt hvað að sjá, hvað
hægt er að gera, og sanna, hvað
hefur verið gert .Og mér virtist
eg þar eiga langt í land.
Þessi könnunarleiðangur hafði
tekið langan tima og nú var fyrsta
dagsskíma skammt undan. Eg gaf
mér því ekki tíma til hugleiðinga,
(Framhald).
ÚTSALA
Hin árlega vetrar útsala okkar hófst mánudaginn 31. jan.
Stórkostleg verðlækkun á fatnaði og vefnaðarvörum
Hér skulu aðeins nefnd nokkur dæmi:
Karlm. vetrarfrakkar frá kr. 395,00 Kjólefni margsk. afsl. 50%
Karhn. skinnjakkar kr. 380,00 Taftsilki stykk. áður 29,50 nú 15,00
Karhn. rykfrakkar afsl. 10% Musselíne afsl. allt að 20%
Karhn. föt. afsl. 10% Prjónasilki afsl. allt að 33%%
Karhn. hattar afsl. 10% Greiðslusloppaefni á kr. 12,00
Karhn. sokkar verð frá kr. 5,00 Sirzefni á kr. 6,95
Karhn. hálsbindi verð frá kr. 5,00 Flónel hv. á kr. 9,00
Karhn. húfur verð frá kr. 15,00 Léreft hv. á kr. 6,95
Skinn húfur drg. verð frá kr. 12,00 Gluggatjaldaefni á kr.33%%
Prjónavesti drg. verð frá kr. 15,00 (þykk og þunn)
Kvenpeysur með afsl. allt að 50% Divanteppaefni í teppið kr. 115,00
Höfuðklútar fyrir kr. 19,50 Hvítir borðdúkar hör kr. 48,00
fíarnaleistar frá kr. 4,00 Plast borðdúkar afsl. 25%
fíarnasokkar frá kr. 6,00 Handklæði afsl. 10%
Nærfatnaður margskonar á læklc- fíarnagallar áður 85,00 nú 69,00
uðu verði. Stakkar karlm. og ungl. afsl. 40%
Náttkjólar frá kr. 38,00 Kventöskur verð 15,00
Kvenbhissur, silki kr. 25,00 Seðlaveski verð 18,00
Nælonblússur afsl. 10% Peningabuddur verð 5,00
Kvenhanzkar, skirm Vögguföt fyrir hálfvirði afsl. 50% Bútar margskonar fyrir mjög lágt verð.
ATHUGIÐ að hér eru góðar og gagnlegar vörur seldar fyrir
mjög lágt verð
BRAUNSVERZLUN
Tilkynning til oddvita og sveitarstjóra
um iðgjaldalækkun
Samkvæmt lögum um brunatryggingar húseigna utan Reykjavíkur, sem
öðluðust gildi í apríl síðastliðið ár, er öllum bæjar- og sveitastjórnum heimilt
að semja við eitt vátryggingarfélag eða fleiri um brunatryggingar húseigna
í umdæmi sínu. — Á grundvelli þessa samnirigsfrelsis hafa Samvinnutrygging-
ar nú nýlega gengið frá tilboði í þessar tryggingar, þar sem iðgjöldin eru
LÆKKUÐ UM 25-35% AÐ MEÐALTALI miðað við þau iðgjöld, sem
gilt hafa undanfarin ár. — Tilboð þetta munum vér senda öllum bæjar- og
sveitarstjórnum, sem ekki eru samningsbundnar hjá Brunabótafélagi íslands
með tryggingar í umdæmi sínu.
Byrjað var að póstleggja tilboðin um miðjan janúar, en vegna tafasamrar
vinnu við frágang þeirra og örðugra póstsamgangna um þessar mundir, munu
tilboðin ekki hafa borizt öllum sveitarstjórnum enn. — Vér beinum því vin-
samlegast þeim tilmælum til yðar að þér ráðstafið ekki brunatryggingum í
umdæmi yðar, fyrr en þér hafið kynnt yður hið hagstæða tilboð vort.
Samvinnutryggingar.
*>