Dagur


Dagur - 02.02.1955, Qupperneq 8

Dagur - 02.02.1955, Qupperneq 8
8 Baguir Miðvikudaginn 2. febrúar 1955 Búnaððrsambðnd Eyjafjarðar sfuðlar stofnun búfjarræklarstöðvar í héraðinu Endurnýjar áskorun um mnflutiiing nauta af holdakyni Búnaðarsamband Eyjafjarðar hélt aðalfund sinn 28. og 29. ian. síð- astliðinn. — Formaður sambandsins, Ármann Dahnannsson, stjórn- aði fundinum og flutti skýrslu félagsstjórnar. Meðal annars skýrði hann írá kaupum tveggja jarðyrkjuverkfæra, sem bæði reyndust allvel. Þau eru: Skærpeplógurinn og Undirburðar- plógurinn. Hefur áður verið sagt frá þeim hér í blaðinu. Þá var á þessu ári ráðinn nýr starfsmaður, sem tók við ráðunautsstarfi í stað Olafs Jónssonar. Er Jrað Ingi Garð- ar Sigurðsson. Flutti hann fyrstu starfsskýrslu sína á þessum fundi. Félagsstjórnin lagði fram fjár- hagsáætlun fyrir yfirstandandi ár. Niðurstððutölur hennar eru 116 þús og 300 krónur hvoru megin. Urðu fjörugar umræður unt hana. Fundurinn kaus sérstaka nefnd til að fjalla um innflutning holda- nauta. Það mál er nú ofarlega á baugi hjá eyfirzkum bændum, er telja kjötframleiðslu af holdanaut- um heppilegasta, til að taka á móti vaxandi ræktun og meiri fram- leiðslu. Slofnun búfjárrœktarstöðvar — skrifstofutími ráðunauta. Stærsti liðurinn í fjárhagsáætlun Búnaðarsambands Eyjafjarðar árið 1955 er 40 þús. kr. fjárveiting til S. N. E. til að koma á fót nýrri búfjárræktarstöð. Ennfremur var samjrykkt að setja á stofn skrif- stofu fyrir ráðunauta sambandsins, þar sem auglýstur yrði viðtalstími þeirra. Verður [jetta mikið hagræði fyrir bændur. Meðal jjeirra samþykkta er gerð- ar voru.á aðalfundinum eru þessar: Skrifstofa á Akureyri. „Vegna framkominna óska getur fjárjiagsnefnd aðalfundar B.S.E. 1955 lagt til að stofnað verði í til- raunaskyni, skrifstofa á Akureyri, þar sem ráðunautar sambandsins í jarðræktar- og nautgriparæktar- málum, verði til viðtals á auglýst- um tímum og að samþykkt verði í því skyni, fjárupphæð kr. 6.700.00 á fjárhagsáætl. búnaðarsambands ins fyrir yfirstandandi ár.“ Innflutningur nauta af holdakyni. „Aðalfundur Búnaðarsambands Eyjafjarðar haldinn 28. og 29. jan. 1955 ályktar að sé aðkallandi nauð- syn fyrir landbúnaðinn, að mögu- leikar séu fyrir liendi hér á landi, Eyfirðingum boðin þátttaka í skógræktar- ferð til Noregs í vor Skógræktarfélagi Eyfirðinga hefur borizt tilkynning um að ákveðin sé Noregsför á vegum Skógræktarfélags íslands í júní. Mun ferðin taka 16 daga. Verður farið frá Reykjavík til Þránd- heims og dvalið í Þrændalögum mestan hluta tímans. Þeir, sem kynnu að óska að koma til greina sem þátttakendur frá Skógrækt- arfélagi Eyfirðinga í þessari ferð, þurfa að tilkynna það fram- kvæmdastjóra félagsins, Ármanni Dalmannssyni, Aðalstræti 62 hér í bæ, fyrir 15. febrúar næstk. til framleiðslu úrvals nautakjöts til útflutnings, Jjar sem sölumöguleik- ar á mjólkurafurðum innanlands haldast ekki í hendur við fram- leiðsluaukninguna. Fundurinn skorar því á Búnaðarþing, að fylgja fast fram ályktun Jjess frá síðasta þingi, um að það vinni að við ríkisstjórnina, að komið verði upp, nú þegar sóttvarnarstöð vegna inn- flutnings á erlendu búfé samkv. lögum frá 8. marz 1948. Þar sem meiri hluti bænda í Eyjafirði ósk- ar einhuga eftir innflutningi naut- gripa af holdakyni og skilyrði eru fyrir hendi að notfæra sér þahn innílutning til einblendingsræktar frá Sæðingarstöð S.N.E. Leggur fundurinn sérstaka áherzlu á að hafizt verði handa nú þegar, um innflutning gripanna, svo tilraun- ir til ræktunar þeirra geti hafizt strax og lög og reglur heimila." Ýmsar ályktanir. „Fundurinn felur búnaðarþings- fulltrúum að afla sér fyllri upplýs- inga um eftirfarandi atriði: Hvort Búnaðarfélag Islands ger- ir ráð fyrir að framhald verði á búnaðarnámskeiðum, á svipaðan hátt og verið hefur undanfarin ár og hvenær geti komið til greina að slík námskeið yrðu haldin í Eyja- firði. Að kynna-sér hjá Vélanefnd ríkis- ins hvort möguleikar séu til að hald- in verði hér á sambandssvæðlnu, námskeið í meðferð dráttarvéla. Að kynna sér, hversu mikill styrkur fengist úr Ferðasjóði bænda ef stofnað yrði til kynningarferða bænda úr Eyjafirði. Fundurinn felur Stjórn sam- bandsins að vinna að raunhæfum aðgerðum á því, að bændur á sam- bandssvæðinu komi upp hjá sér myndarlegum hliðum við heimreið- ar sínar, svo og skiltum með nafni bæjarins." Nokkrar fleiri samþykktir voru gerðar. Kosningar. Stjórn sambandsins skipa: Ár- mann Dalmannsson, formaður, Björn Jóhannsson, Laugalandi og Halldór Guðlaugsson, Hvammi. Ófærðá vegum inuan- héraðs í gær - snjóbíll á Vaðlaheiði Þótt ekki hafi verið mikil snjó- koma hér í bæ og grennd að und- anförnu, er svo komið að akvegir um héraðið eru illfærir og ófærir sumir hverjir vegna snjóa. f gær komust aðeins fáir mjólkurbílar leiðar sinnar og enginn fyrir há- degi nema bíllinn af Svalbarðs- strönd. Um miðjan dag kom stór vörubíll með mjólk úr Amarnes- hreppi, en engir bílar voru þá komnir úr framsveitum Eyja- fjarðar. Talsvert snjóaði í gær og má búast við að vegir verði ófær- ir með öllu nema hafizt verði handa um að ryðja snjó af þeim. Vaðlaheiði og Oxnadalsheiði eru ófærar. Hefur snjóbíll haldið uppi ferðum yfir Vaðlaheiði síðustu daga. Skákþingi Norðlend- mga lokið Skákþingi Norðlendinga lauk sl. föstudagskvöld. Urðu úrslit þau, að Guðjón M Sigurðsson skákmeistari frá Reykjavik, sem tefldi sem gestur á mótinu, varð efstur og hlaut 5% vinning, en næstur varð Margeir Steingríms- son, Akureyri, hlaut 4 vinninga og titilinn skákmeistari Norður- lands 1955, 3. varð Júlíus Boga- son, Ak.. með 3V2 v., 4.—5. Jón Ingimarsson og Helgi Jónsson með 3 v. og 6. Kristinn Jónsson með 2 v. — í 1. flokki sigruðu Sigurður Jónsson og Randver Karlesson, jafnir, en í 2 flokki Ingimar Friðfinnsson, Hörg- dælingur. — í unglinga- flokki sigraði Gunnlaugur Guð- mundsson. Guðjón M. Sigurðs- son tefldi samtímaskák við 10 meistaraflokksmenn eftir klukku og urðu úrslit þau að hann hlaut 8 vinninga. — Þá hefldi hann við 21 skákmann á sunnudaginn og hlaut 14 vinninga. Nýja-Bíó hér á Akureyri er 30 ára m þessar mundir Nú um niánaðamótin er hluta- félagið Nýja-Bíó hér í bæ 30 ára. Stofnendur fyrirtækisins voru nokkrir ungir menn hér í bænum og var aðalhvatamaður Jón beit- inn Þór málarameistari. Stofnfundur félagsins var hald- inn 1. febrúar 1925. Hlutafé var 3000 krónur. Fvrstu stjórn félags- ins skipuðu: Jón Þór, formoður, Aðalsteinn Tryggvason, rafvirki, og Jón Sigurðsson, myndasmiður. Aðrir stofnendur voru: Vilhjálm- ur Þór, Kristján Karlsson og Jó- hannes Jónasson. Fyrst sýnt í Skjaldborg. Fyrstu sýningar félagsins voru í Skjaldborg, en þó var staríandi hér annað bíó, Akureyrarbíó, þar sem nú er félagsheiroili Geysis, í Lóni. Nýja-Bíó h.f. sýndi þöglar kvikmyndir um þriggja ára skeið i Skjaldborg. En árið 3928 var hafinn undirbúningur að bygg- ingafi-amkvæmdum á vegum fé- lagsins og var kvikmyndahús fé- lagsins, Nýja-Bíó, fullgert árið 1929. Teikningu gerði Trvggvi Jónatansson byggingameistari, en fyrir smíðinni stóðu Einar Jóns- son múrarameistari og Jón Guð- mundsson byggingameistari -— Húsið var stórt og vardað á þeirrar tíðar mælikvarða, rúmaði 415 manns í sæti og var þetta fyrsta samkomuhúsið hér með föstum, stoppuðum sætum. Á þess um árum skipuðu stjórn fél. Jak- ob Frímannsson, Jóhannes Jónas- son og Þór O. Björnsson. Sameining kvikmyndafélaganna. Árið 1930 mynduðu eigendur Nýja-Bíós og Akureyrarbíós eitt hlutafélag ,er einnig hét Nýja- Bíó h.f. Skipuðu stjórn þess þeir O. C. Thorarensen, Jakob Frí- mannsson og Þór O. Bjömsson. — Starfrækti félagið bæði bíóin til órsins' 1935, en eftir það var að- eins sýnt í Nýja-Bíó. Áiúð 1945 seldu hluthafar hluti sína fyrir- tækinu Gamla bíó h.f. í Reykja- vík og var Garðar heitinn Þor- steinsson alþm. stærsti hluthafi þar, en nú eru synir hans aðaleig- endur fyrirtækisins, en Hreinn Þ. Garðars er framkvæmdastjóri bíósins hér. Auk hans skipa stjórn Nýja-Bíós Hilmar Garðars og Hafliði tlalldórsson. Nýlega hafa verið gerðar end- urbástur á Nýja-Bíó, komið upp panorama-sýningartjaldi og fengnar nýjar og fullkomnar sýn- ingarvélar, auk þess sem sýning- arsalurinn hefur vérið piýddur. Nýjá-Bíó er enn í dag gott kvikmyndahús. Bæjarbúar flestir jhafa notið þar margra ánægju- stunda. Munu þeir óska afmælis- bai-ninu heilla cg góðs gengis á ókomnum árum. „Maðurimi frá Aran“ - næsta sýning Filmíu Næsta . sýning kvikmynda- klúbbsins Filmíu er á sunnudag- inn kemur og verður sýnd mynd- in „Maðurinn frá Aran“, sem gerð var 1933. Höfundur myndarinnar er hinn frægi kvikmyndahöfund- ur Robert Flaherty, en hann var um langt skeið einn þekktasti kvikmyndaleikstjóri á Bvetlandi. Aran er smáeyja undan írlands- strönd og gerist myndin þar. — - Fjárhagsáætlun bæjarins (Framhald af 1. síðu'). draga úr verklegum framkvæmd um felldar. Laun bæjarstjómar. Á fundi í gær fluti Guðmundur Jörundsson tillögu um að lækka framlag til bæjarstjórnar og nefnda um 70 þús., þ e., færa laun þessara aðila í sama horf og var á sl. ári, en bæjarstjórn hafði sam- þykkt hækkun í desember. — Framsóknarmenn höfðu lýst and- stöðu við þessa launagreiðslu þá og endurtók Jakob Frímannsson mótmæli þeirra í gær, og lýsti fylgi við tillögu Guðm. Jörunds- sonar. En hún var samt felld með 6 atkv. gegn 5! Æskulýðsmessur á mörgum slöð- um norðanlands n. k. sunnudðg Nýbreytni, sem hefir gefið góða rann Um þetta leyti í fyrra höfðu nokkrir prestar við Eyjafjörð og víðar sameiginlegan æskulýðsdag, þar sem messað var fyrir ungt fólk aðaliega. — Þær guðsþjón- usíur báru vott um, að slíkur sameiginlegur messudagur væri ákjósanlegur a, m. k. órlega. Ungt fólk sótti kirkjurnar mjög vel, og víða komu skólastjórar með nemendur í einni fylkingu. Nú er annar sameiginlégur æskulýðsfundur á sunnudaginn kemur og að honum standa flestir þeir sömu og í fyrra. — Messað verður nú í fleiri kirkjum. — Þegar er vitað um æskulýðsmess- ur á eftirtöldum stöðum: Rauíar- höfn, Húsavík, Akureyri, Munka- þverá, Hrísey, Ólafsfirði, Dalvik, Sauðárkróki og Glaumbæ í Skagafirði. Áður var það siður í skólum að kalla nemendur saman til kirkjugöngu. Full þörf væri á að endurvekja hann í einhverri mynd. — Er gleðilegt, að nú skuli vera að myndast slík hreyfing. HansHedtoft for- sætisráðherra láinn Aðfaranótt laugardagsins and- aðist í Stokkhólmi Hans Iled- toft, forsætisráðherra Dana, 51 árs að aldri. Var hann þar staddur á fundi Norðurianda- ráðsins. Banamein hans var hjartahiiun. Hans Hedtoft var einn glæsilcgasti og áhrifamcsti stjórnmálaforingi á Norður- löndum. Hann kom nokkrum sinnum til íslands og var vcl kunnugur íslenzkum málcfnum og velviljaður landi og þjóð. — Líklegt cr að H. C, Hansen ut- anríkisráðherra verði forsætis- ráðherra, en hann gegnir nú embættinu til bráðabirgða.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.