Dagur - 12.03.1955, Blaðsíða 6
6
DAGUR
Laugardaginn 12. marz 1955
*
y
$
í óttans dyrum
Saga eftir DIANA BOURBON
20. DAGUR.
Skemmtilegf ævintýri hefur verið
að gerast í Ólafsvík í vefur
170 aðkomumenn til að aðstoða heimamenn
(Framhald).
Nú var barið að dyrum, og
varðmaður, sem oft starfaði sem
einkaritari Mohrs, stakk höfðinu
inn um dyragættina. „Það er ein-
hver að spyrja eftir þér uppi í
sendiráði, sagði hann. „Þeir voru
að hringja rétt í þessu.“
„Eg skal korna undir eins,“
sagði eg. Sama hver var kominn,
■eg gat ekki látið vitnast að eg
væri alls ekki að hitta á þeim
stað, sem eg þóttist eiga að starfa
á. „Hver er það, varðmaður?
Sögðu þeir ekkert um það?“
„Nei, ekki nema að sá hinn
sami ætti að fylgja þér til baka
til Romneyshúss, og hann mundi
bíða þín.“
„Þú ættir að hraða þér,“ sagði
Ben.
Eg dokaði augnablik á
þröskuldinum. „Segðu mér, Ben,“
sagði eg, „hverjir gera út frjálsa
Frakka?“
„Flest af búnaði þeirra er frá
okkur komið, en sumt fá þeir frá
Bretum. Því spyrðu?“
„Það er út af símanum, sem eg
sá, hersímatækinu. Það var ekki
amerískt. Það var brezkt."
Við horfðumst í augu, en sögð-
um ekkert, andartak.
„Eg verð búinn að klófesta
njósnara, næst þegar þú kemur
hér,“ sagði hann svo. „Og farðu
nú,“ bætti hann svo við.
,,Á yður átti eg ekki von,“ sagði
eg, um leið og gekk nitíur breiðan
stigann í sendiráðsbyggingunni,
og vonaði í hjarta mínu að hann
gæti ekki lesið, hversu mjög eg
var undrandi á þessari heim-
sókn. Eg veit ekki á hverju eg
átti helzt von, en eg bjóst að
minnsta kosti ekki við að sjá
René Milhaud,
,.Eg vona að yður falli ekki illa
að það er eg,“ sagði hann. „En eg
kom við í Romney-húsi, og lafði
Babs sagði að þér munduð koma
þangað aftur og eg ætti að fylgja
yður héðan. Eg hef bíl úti fyrir.“
Eg hikaði. „Þér skuluð bara
fara,“ sagði eg svo. „Eg þarf að
koma við heima hjá mér og ná
mér í fatnað.“
„En það er allt í lagi,“ sagði
hann. En bætti svo við og var
fastmæltari. „En eg þarf nauð-
synlega að tala við yður.“
Eg yppti aðeins öxlum, en
fylgdi honum samt eftir niður
stigann og að litlum bíl, sem beið
úti fyrir.
Rétt áður en hann opnaði dyrn-
ar fyrir mig, sagði hann: „Heyrið
mig nú,“ og rödd hans var hlý-
legri og vinsamlegri en áður.
„Hvað gerðizt eiginlega heima
hjá Romney í gærkvöldi?“
Eg brosti kuldalega. „Og þér
spyrjið mig um það?“ sagði eg.
„Já. Og það er mjög áríðandi að
eg fái að vita það. Kannske miklu
meira áríðandi en yður grunar
nú.“
„Jæja.“
„Og þér voruð þar?“
„Já, og voruð þér þar ekki
líka?“
Hann hörfaði, horfði hvasst á
mig dökkum augum. „Jæja,“
sagði hann. „Við getum haldið
áfram að skilmast með orðum ef
þér endilega viljið. En eg hélt við
gætum e. t. v. hjálpað hvort
öðru.“
„Og hvað í veröldinni ætti það
svo sem að vera, sem við getum
hjálpast að?“
Hann yptit öxlum. „Afsakið,"
sagði hann. „Það er kannske mis-
skilningur minn.“ Og þá gerðist
það, án viðvörunar.
Linda! Hávaxin og fríð, gekk
hún til okkar, augsýnilega alger-
leða óvitandi um, hvað við vorum
að ræða um. En þarna var hún
og komin fast að okkur.
(Framhald).
Kvenfélagið Hildur í
Bárðardal hefur starfað
í hálfa öld
Árið 1905 hinn 19. febrúar voru
samankomnar að Stóruvöllum í
Bárðardal nokkrar konur úr
dalnum. Þennan vetur hafði
Jónína Sigurðardóttir frá Drafla-
stöðum umferðakennslu í mat-
reiðslu og var nú stödd á Stóru-
völlum og námskeiðinu þar að
ljúka og hafði staðið yfir í 8 daga.
f byrjun námskeiðsins var
mikill snjór og erfitt færi, voru
þó mættir þarna 14 konur að-
komandi.
Síðasta dag námskeiðsins, 18.
febrúar var bændum þeirra
kvenna er náskeiðið sóttu og fá-
einum öðrum boðið í matarveizlu,
33 sátu til borðs. Eftir borðhaldið
skemmti fólkið sér við söng og
dans lengi nætur. Daginn eftir,
hinn 19. febrúar var asahláka og
flest fólkið um kyrrt á Stóru-
völlum. Þá um kvöldið kom það
saman á fund og var rætt um
stofnun hússtjómarskóla á Norð-
urlandi eða helst hér í sýslunni.
Þarna var svo stofnað kvenfélag-
ið „Hildur“ er starfað hefir óslit-
ið til þessa dags. Höfuð markmið
félagsins var í upphafi að vinna
að stofnun húsmæðiaskóla í S-
Þingeyjarsýslu. Fyrsta árgjaldið
var ákveðið að gengi óskert til
þess máls.
Eftir því sem árin liðu færðist
út starfssvið félagsins og hefir
það látið til sín taka hverskonar
menningarmál. Fyrsta forstöðu-
kona félagsins var Kristín Sig-
urðardóttir Ijósmóðir, en núver-
andi forstöðukona er María Bald-
ursdóttir.
Ekknasjóður íslands
Fyrir nokkrum árum var stofn-
aður sjóður með þessu heiti, af
gjöf konu einnar, er ekki vildi
láta nafns síns getið. Er markmið
sjóðsins að styðja fátækar ekkjur.
Stjórn sjóðsins, en formaður henn
ar er biskupinn, herra Ásmund-
ur Guðmundsson, hefur fengið
leyfi dóms og kirkjumálaráðu-
neytisins til að hafa merkjasölu 2.
sunnudag í marz og hafa í því
skyni öllum sóknarprestum lands
ins vei'ið send merki sjóðsins,
með beiðni um að þeir hlutuðust
til um sölu þeirra nefndan dag.
Verða því merki þessi höfð á
boðstólum á morgun 13. marz,
hér í bænum sem annarsstaðar
og þess vænst að menn styðji
gott málefni með því að kaupa
merkin, en þau kosta 5,00 krón-
ur hvert.
Járnborar
11/2-16 mm.
Véla- og búsáhaldadeild.
Fjármark mitt er:
Stúfrifað hægra. Ómarkað
vinstra. Brennimark: Júlt.
Júltus Jóhamiesson
Hörg Svalbarðsstr.hr.
Ólafsvík á Snæfellsnesi befur
oft verið nefnd í fréttum blaða og
útvarps, eftir áramót í vetur, Þar
hafa borizt á land þau ógrynni af
íiski, að þess eru engin dæmi
vestur þar.
Sagt hefur verið að fáir muni
geta ímyndað sér, hvernig Ólafs-
vík er undir lögð af þessum upp-
gripaafla, aðrir en þeir er séð
hafa.
Þorpið byggja 550 manns og
þaðan hafa 8 bátar róið, eign
hlutafélaga og einstaklinga. Síld,
sem þarna veiddist í fyrrahaust,
er notuð til beitu.
Fengsæl mið.
Þegar vertíð hófst eftir nýár
í vetur, var aflinn fremur lítill og
mjög lélegur á venjulegum mið-
um. Þá fundust hin óvenjulega
fisksælu mið. Á þau er 4—5 tíma
sigling. Þessi mið hafa látlaust
verið sótt, síðan þau fundust, og
er ekkert lát á aflanum, enn sem
komið er.
Sem dæmi um aflann, fiskaði
„Glaður“ í einni viku 109 smá-
lestir. Halldór Jónsson er eigandi
bátsins, en sonur hans formaður.
Er það ennfremur athyglisvert að
aflinn er mjög jafn á bátana.
Hafa þeir oft komið með um 16
smálestir í róðri og oft meira.
Vertíðin er orðin afburðagóð.
Allt er notað.
Bátarnir koma að á kvöldin og
er þá fiskinum, sem er mjög
vænn og fallegur, skipað í land.
Fiskikasirnar eru svo stórar að
undrum sætir. En sem betur fer
er engu fleygt. Hraðfrystihúsið
tekur á móti öllum fiskúi'gangi,
svo og ýsu af öllum bátunum, auk
þess að það tekur á móti afla 5
bátanna,-
Fjöldi aðkomufólks.
Þessi óvenjulega veiði í Ólafs-
vík hefur skapað ný vandamál,
sem eðlilegt er. Þrátt fyrir 170
aðkomumenn vantaði vinnukraft
til að nýta aflann .Stundum hafa
börnin úr efsta bekk barnaskól-
ans fengið fi-í til að vinna í fiski.
Verzlunar- og skrifstofufólk
hraðar sér í fiskinn eftir venju-
legan vinnutíma og yfirleitt má
segja að allir, sem vettlingi geta
valdið séu í vinnu og leggi nótt
við dag.
Góð afkoma.
Enn fjölgar aðkomufólki í
þorpinu og ,,hákojunum“ fjölgar
að sama skapi í íbúðunum. —■
Fólkið er dauðþreytt og unnir sér
lítillar hvíldar, því að mikið fæst
í aðra hönd. Allir vita, að lúð
gullna tækifæri stendur yfir og
enginn vill láta það ganga sér úr
greipum. Hásetahluturinn er orð-
inn mikill. En ekki er það látið
uppskátt hve hár hann er.
Hin gífurlega aflahrota á hin-
um nýju fiskimiður skapar ein-
stæða velmegun í þorpinu, svo að
ævintýri er líkast. Vonandi er
þetta þó ekki aðeins ævintýr,
heldur grundvöllur að vaxandi
athafnalífi og velmegun í Ólafs-
vík.
Nú eru blómlaukarnir
komnir: 1
BEGÓNÍULAUKAR 6 litir
GLOXÍNÍULAUKAR 4 litir
ANIMONUR bl. litir
RANEKLUR bl. litir
Blómabúð KEA.
Nýkomið!
MATJURTA
°g
BLÓMAFRÆ
Blómabúð KEA.
Blómaáburður 3 teg.
Gróðurmold
Herbatox D.
(illgresiseitur)
Blómabúð KEA.
Býli til sölu
í Glerárþorpi.
Afgr. vísar á.
..Og er jieir höfðu sungið lofsönginn -
(FÖSTUSÁLMUR)
Hhistið, m'tklu, háu ge'mmr,
himmvíddir, regindjúp.
Hlusti, undrist allir heimar, —
eiiglasveit, í lotnivg krjúp.
Hlýðið lofsöng helgan á, —
hlusti menn um lönd og sjá:
Jesús syngur sveinum meður
sömu ljóð og þeirra feður.
Undir taki allir lýðir,
undir taki fold og sœr.
Undir taki allar tiðir, —
ómi lofgjörð fagurskær.
Undir taki önd og sál,
undir taki raust og mál.
Jesús syngur, — syngjum líka
sameinuð um minning slíka.
Allt of fáir undir taka.
Er nú gleyntt hið forna lag?
Áður fyrr hver tslenzk vaka
endaði með helgibrag.
Breytt er öld, það vitum vér;
vort hið mikla hlutverk er
söng og líf í sálum vekja,
svefni eyða, vantrú hrekja.
Syngi bæði æska og elli
ævaforna lofsönginn.
Jafnvel þó að harrnar hrelli
hljóðna má ei söngur þinn.
Rækjum forna feðra sið:
föstusöng í kveldsins frið.
Syngi hrund og hlynur álma
Hallgríms frægu píslarsálma.
Vald. V. Snævarr.
i
3
4
I
3