Dagur - 06.04.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 6. apríl 1955
DAGUB
7
- Tilboð Brunabótafél.
(Framhald a£ 2. síðu).
kastið en umboðsmaðurinn hér á
Akureyri. Sjálfur forstj. Bruna-
bótafélagsins. Stefán Jóhann
Stefánsson, birti grein um þetta
efni í Alþýðublaðinu 29. marz,
og eins og vert var og skiljanlegt,
endurprentaði Morgunblaðið
greinina. Enda hefur það blað
reynst forstjóranum og liðsmönn-
um hans geysihagleg geit í deil-
unni um einokunarkerfið. Eins
og kunnugt er samþykkti Al-
þingi nýlega lög um Brunabóta-
félag íslands. Er þar að nokkru
leyti afturkallað frelsisfyrirheitið
frá í fyrra og reynt að halda í
einokunarkerfið eftir mætti. Er
Ijóst. að sums staðar á landinu
jafngildir lagasetning þessi því,
að einokunin standi sem áður.
Milliþinganefnd vann að því að
semja frumvarp þetta, að því talið
var. og fór það í gegnum þingið
fyi'ir órofasamvinnu Sjálfstæðis-
manna, kommúnista og flokks-
manna forstjóra Brunabótafé-
lagsins. Landsmenn munu því
hafa talið. að milliþinganefndin
hafi samið frumvarpið, en nú er
Ijóst, að fleiri hafa þar lagt í
pottinn. í fyrrnefndri grein upp-
lýsir forstjóri Brunabótafélagsins,
að hann sé faðir ákvæðisins um
fulltrúaráð Brunabótafélagsins
og þeirrar breytingar á skipulagi
þess, sem á að duga sem dúsa
handa landsfólkinu til þess að það
sætti sig betur en ella við ein
okunina. Hér nyrðra héldu menn,
að helzti talsmaður frv., Jónas
Rafnar alþm., og aðrir Sjálfstæð'
ismenn, hefðu af hyggjuviti sínu
fundið^ þessi ákvæði upp. Röddin,
sem t£d^ðj..'fy4'ir-'þeim á þingi, var
vissulégk’-.'rÖddáþeirra. En sam-
kvæmt frasogn forstjóra Bruna
bótafélagsins, var höndin, sem
stýrði penna þeirra. höndin hans.
Er ekki ófróðlegra að litast um á
kærleiksheimilinu . ..nýja eftii;
þessar upplýsingar.
ERLÉND TÍÐINDI
(Framhald af 4. síðu).
allt á huldu um þetta. Um mán-
'aðamótin síðustu vissi enginn
vestan járntjalds, hvort Rússar
og leppríkin mundu senda full-
trúa á Rómar-ráðstefnuna eða
ekki. En meðal vestrænna fiski-
veiðaþjóða, var ráðstefnan undir-
búin af kappi. íslendingar munu
veita henni mikla athygli. Hún
fjallar um málefni, sem eru þýð-
ingarmeiri fyrin íslenzku þjóðina
en aðrar þjóðir.
Lítil íbúð
1—2 herbergi og eldhús
óskast til leigu 14. maí n. k.
Afgr. vísar á.
Svart flauel
Verlunin SKEMMAN
Saumlausir
nylonsokkar
NÝ GERÐ.
Verlunin SKEMMAN
KAPUR
NÝKOMNAR.
KÁPUEFNI
DRAGTIR
DRAGTAEFNI
JERSEY KJÓLAR
MIIvIÐ ÚRVAL.
BARNAKÁPUR
DRENGJABUXUR
3-8 ára kr. 59.00
★
SKARTGRIPIR
KJÓLABLÓM
MARKAÐURINN
SÍMl 1261
TILKYNNING
Að gefnu tilefni vilja undirritaðir aðilar að yfirstand-
andi kaupdeilu við Verkakvennafélagið Einingu, vekja
athygli á því, að verkakvennafélaginu hafa, þegar eftir
að það setti fram kröfur sínar, verið bornir sömu samn-
ingar og verkakvennafélögin í Reykjavík og llafnar-
firði vinna nú eftir.
. f: : . .... /u-Ul! : , 1 )
Vimrumálasaniband Samvinnuféhganna. '
VmnuvéítehdafélUg Akureyrar.
NY VERZLUN
Opnum í dag nýja verzlun undir nafninu EIERRA-
BUÐIN í Strandgötu 23. Fjölbreytt úrval af herra- og
drengjavörum. — Nýjasta tízka!
Gjöið góð kaup fyrir páskana.
HERRABÚÐIN
Strandgötu 23. Sími 1238.
F ermingarg j afir
fáið þið hentugastar og beztar
Vefnaðarvörudeild.
P á s k a e
stór og smá.
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlenduvörudeildin og útibúin.
Guðsþjónustur. Messað á skír-
dag í Akureyrarkirkju kl. 5 e. h.
Altarisganga. Sálmar: 305, 136,
596, 599 603, og 232 — P. S.
Messað í skólahúsinu í Glerár-
þorpi á föstudaginn langa kl. 1 e.
h. Sálmar: 159, 156, 174 og 484. —
P. S. — Messað í Akureyrar-
kirkju, fyrir íþróttamenn, kl. 10 f.
h. Sálmar: 166, 169, 1174 og 151.
— Sama dag kl. 2 e. h. Almenn
messa í Akureyrarkirkju. Sálm-
ar: 170, 159, 169, og 174. — K. R.
Páskadagur. Messað í Lög-
mannshlíð kl. e. h. Sálmar: 176,
187, 186 og 184. — K. R. — Akur-
eyrarkirkja. Messað kl. 2 e. h.
Sálmar: 176,187,185, 181. — P. S.
Annar páskadagur. Messað kl.
2 e. h. í skólanum í Glerárþorpi.
Sálmar: 176, 187, 185, 186. — P. S.
—í Akureyrarkirkju kl. 2 e h.
Sálmar: 179, 188 222 og 184. K. R.
I. O. G. T. Stúkan Brynja, —
Næsti fundur í Skjaldborg
þriðjudaginn 12. apríl á venjul.
tíma. Vígsla nýliða. Innsetning
embættismanna. Reikningar. —
Kosið í húsráð. — Hagnefnd
skemmtir.
Skógræktarfél. Eyf. auglýsir í
blaðinu trjáplöntur til sölu eins
og undanfarin ár. Er fólk hér með
áminnt um að senda pantanir
sem fyrst. Upplýsingar verða
gefnar í síma 1464.
„Dagur neitaði... . “ í Alþ.m. í
gæi\ er fullyrt, að Dagur hafi
neitað að birta grein um bruna
trýggingamál eftir umboðsmann
Brunabótafélagsins hér. Fylgir
þessari frásögn engin skýring. —
Grein þessi barst blaðinu svo
$éint sL þMðjuda!g,; að- ekki 'var
unnt að konia'-.'henni*'! blaðið á
miðvikudag. En hún birtist í ísl.’a
miðvikudaginn. Hefur það blað
því væntanlega móttekið ritsmíð-
ina fyrr en Dagur. Með því að
þetta blað er ófúst að endur-
prenta upp úr bæjarblöðunum
éfni, sem ætla má að æði margir
lesendur hafi þegar séð, var höf.
tilkynnt, að greinin mundi ekki
tekin, úr því að hann hefði kosið
að birta hana í öðrum bæjarblöð-
um. Hins vegar mundi hún hafa
verið birt í síðasta tbl. Dags, ef
hún hefði ekki þegar verið komin
á prent annars staðar.
Fíladelfía Lundargötu 12. —
Páskasamkomur okkar verða
þannig: Á skírdag, Safnaðarsam-
koma kl .8.30 e .h. — Föstudaginn
langn: Almenn samkoma kl. 8.30
e. h. Jónas Jakobsson talar. —
Páskadag: Almenn samkoma kl. 5
e. h. Jóhann Pálsson talar, — 2.
páskadag: Vitnisburðarsamkoma
kl. 8.30 e. h. — Sóngur og hljóð-
færasláttur. Allir velkomnir.
Páskasamkomur Hjálpræðis-
hersins. — Skírdag kl. 8.30 e. h.:
Getsemanesamkoma. — Föstud.
langa kl. 4.30: Sameiginleg sam-
koma í Varðborg. Kl. 8.30: Sam-
koma í sal Hjálpræðishersins. —
Laugardag kl .8.30: Útisamkoma.
— Páskadag kl. 8 f. h.: Upprisu-
fagnaðarsamkoma. Kl. 4: Her-
mannavígsla. Kl. 8.30: Samt-igin-
leg samkoma í Nýja-Bíó. — Nýi
deildarstjórinn, major H. Gul-
brandsen, stjórnar og talar á
páskasamkomunum. (Saumakass
inn kom upp á no. 40).
Frá Leikfélagi Akureyrar. —
Næstu sýningar á sjónleiknum
„Mýs og menn“ verða í kvöld,
miðvikud. 6. apríl, og annan
páskadag kl. 8. — Aðgöngumiða-
sími 1639, milli kl. 1 og 2 daglega.
Aðgöngumiðasalan í afgreiðslu
Morgunblaðsins kl. 4.30—6 leik-
dagana og í leikhúsinu milli kl. 7
og 8 síðd. — Bannað börnum inn-
an 14 ára.
Samkomur verða í Zíon föstud.
langa og páskadag kl. 8.30 síðd.
Olafur Olafsson talar.
Augnlæknirinn í bænum, Helgi
Skúlason, verður sennilega fjar-
verandi frá miðjum apríl til miðs
maí næstk.
Guðspekist. Systkinabandið. —
Fundur verður haldinn næstk.
þriðjudag kl. 8.30 e. h. á sama
stað og áður. Erindi.
18 þátttakendur 1 skíða-
móti liér s. 1. sunnudag
Síðastl. sunnudag fór fram svig-
keppni í Hlíðarfjalli. Voru þátt-
takendur 18 talsins, úr öllum
flokkum. Meðal þeirra tveir Sigl-
firðingar og einn Olafsfirðingur.
Úrslit urðu þau, að 1. varð
Hjálmar Stefánsson, Sigluf., 2.
Sigtryggur Sigtryggsson, Akur-
eyri, og 3. Gunnar Sveinsson,
Siglufirði Bezta brautartíma
hafði Sigtr. Sigtrygsson, 55 sek.
t
íbúð óskast
1. eða 14. maí. Skilvíst og
reglusamt fólk.
SÍMI 2282.
JEPPI
til sölu. Velmeðfarinn og í
góðu lagi.
a. v. á.
Unglingsstulka
13-14 ára, óskast til heimilis-
starfa strax eða síðar. Eitt
barn í heimili.
A. v. á.