Dagur


Dagur - 07.05.1955, Qupperneq 2

Dagur - 07.05.1955, Qupperneq 2
2 D AGUR Laugardaginn 7. maí 195# Starf Björgvins hér var að opna lands- mönnum nfja úfsfn í fónlisfarmálum Tónskáldið var hyllt á kveðjuhljóm- leikum Kantötukórs Akureyrar s.l. þriðjudagskvöld Kanlötukór Akureyrar i Sviþjóðarför sumarið 1951. Ljósmóðir heiðruð: Frú Ánna Sigurjónsdóffir á Þverá ■ ■ í Oxnadal læfur af sförfum Akureyringar fjöhnenníu í Nýja-Bíó á þriðjudagskvöldið til að hlýða á söiig Kantötukórs Akureyrar, er hann flutli hér í fyrsta sinn II. og III. kafla óra- tóríunnar Friður á jörðu eftir Björgvin Guðmundsson. Var hvoi't tveggja, að marga fýsti að heyi'a þetta verk, og hér var um að ræða kveðjutónleika Björgvins, sem nú lætur af stiórn kórsins eftir 24 ára starf. í .óratóríunni skiptast á ein- söng§- ,..pg tvísöngs-hhityerk, kórsöngur, bæði karlakór og' bland'aður kór. Einsöngvarar voru Björg Baldvinsdóttir, Eirík- ur Stefánsson Helga Jónsdóttir, Hermánn . Stefánsson, Jóhann Konráðsson, Jóhann Ögmunds- son, Lílja Hallgrímsdóttir, Matt- hildur Sveinsdóttii’ Petrína Eid- járn, Rósa Jóhannsdóttir og Sig- ríður P. Jónsdóttir. Eru í þessum hópi sumir ágætustu söngvarar bæjarins, enda var mjög ánægju- legt að hlýða á þá flytja lög Björgvins sem eru fögur og líkleg til þess að hljóta almenna aðdáun, er þau verða meira kunn. Hér ér um að ræða merkilegt verk, sem líklegt er til að halda nafni Björgvins lengi á lofti. Efni þess er og hugstætt, ekki sízt á yfir- standandi tímum. Kórinn vh'ðist vel æfður og samstilltur nú er Björgvin lætur af söngstjórn og þjálfun hans. Undirleik á píanó annaðist frk. ’ Guðrún Kristins- dóttir píanóleikari, af mikilli prýði. Björgvin var hylltur af öllum áheyrendum á þessum tónleikum. Honum bárust margir fagrir blómvendir og skeyti, m. a. frá bæjarstjórn Akureyrar, sem sat á fundi þennan dag og ákvað að senda kveðjur og þakka honum menningarstarf hans hér í aldar- fjórðung. Að. hljómleikunum loknum, kvaddi sér hljóðs Sv'errir Pálsson cand. mag., og flutti Björgvin ávarp. Benti hann réttilega á, að með starfi sínu að kynna óra- tórfóverk, hefði hann opnað mönnum nýja útsýn í tónlistar- heiminum. En Sverrir mælti á þessa leið: Björgvin Guðmundsson! Reynsluþekking fornra og fjar- lægra kynslóða hefur kristallazt í spakmælinu: Listin 'er löng, én lífið stutt. Til þess hefur margur sárlega fimdið, þegar líða tekur á ævinnar dag ,að tíminn t:I af- reka og átaka hefur reynzt skammur þeim mönnum, sem bornir eru til mikillar köllunar. Þeir hefðu fegnir viljað gefa sam- bræorum sínum meira af auði hjai-ta sins og anda-en örlög og umhverfi. hafa leyft, jafnvel þótt dagsverk- þeirra -séu marggild á kvarða . meðalmennsku. Vinur þinn, skáldtröllið undir Kletta- fjöllum, líkti niáririsævinni' við augnabliksvísi í .siguvyerki eilífS- ar. í>að sigurverk stöðvagt.al.dreiý og lögmáli þess hljótum við öilaðí lúta, úm leið og við undrumst al- vizku þess máttar, ér lögmálin skóp .og, Jífið. og listina gaf. . Þú hefur nú látið kunnugt. gera, að eftir þessa samsöngva látir þú áf söngstjórn Kantötukórs Akur- eyrar. sem bú hefur ájálfur skap- að, eflt og vakað j>fir hartnær aldarfjórðung. Grunar mig, að sú ákvörðun þín sé hvorki þér né kórnum tregalaus, en hitt veit eg, að flestir undrast og spyrja sjálfa sig: „Hvernig má þetta vera? Maðurinn er í fullu fjöri“ En þeir, sem sýnt hafa starfi þínu og kórsins tómlæti, mættu gjnrna spyrja sjálfa sig fleiri sþurninga, svörin við þeim gætu verið nær- tæk. Það getur orðið áhuga- og hugsjónamanni um megti að eiga sífellt í höggi vúð hinar gráu þokuvofur tómlætis. áhugaleysis og skilningsleysis þeirra, sem hann vill af einlægni lyfta úr dufti andlegrar flatneskju, gefa sýn til víðari heima, leiða inn í dýrðarveröld göfugrar listar. Þú leggur nú senn frá þér tón- sprotann sem þú hefur stýrt með þessum ágæta kór. Sá sproti þinn hefur verið í senn veldissproti og töfrasproti. í krafti anda þíns hefur nú knúið þennan kór til mikilla átaka, magnað hið holdi klædda hljóðfæri myndugleik þínum og heitu skapsmunum í voldugum söng. En þú hefur einnig náð að seiða fram klið- mjúka tóna, ljúf geðbrigði og blæbrigði, viðkvæm tónalitbrigði, Á söngpallinum hefur þú vei'ið hinn gáfaði skapandi, næmi túlk- andi, sterki stjórnandi. Frá því að þú stofnaðir Kan- tötukór Akureynar og allt fram á þennan dag hefur þú leitazt við að opna bæjarbúum og lands- mönnum öllum nýja útsýn. Þú tróðst fyl'st-uí' þser brautir sem ókunnar voru á íslandi við heim- komu þína, réðst í uppfærslu kór verka í óratóríó-formi. Hér var meira færzt í fang en áður hafði verið, reynt að heyja nýtt land- nám, birta nýja heima í tónlistinni. Þessu menningarhlutverki hefur þú verið trúr. Með því hefur þú auðgað tónlistarlíf bæjarins og landsins alls, svo að aldrei verður fullþakkað. Þú hefur aldrei lotið að lágu eða lítilsigldu, en reist merkið hátt og borið það fram til sigurs, oft í höggorrustu við þroskaleysi umhverfis og sam- tíðar. Á liðnum aldai'fjórð- ungi hefur þú veitt landsmönnum — og ekki sízt íbúum þessa bæj- ar — ótaldar yndis- og hrifning- arstundir, auðgað líf vort, víkkað sjónhring vorn, eflt þroska vorn. Þú hefur gefið oss hlutdeild í auðlegð þinni, miðlað oss af náð- argjöf þinni veitt oss yl og birtu frá guðdómseldi innblásturs og fegurðar. Fyrir hönd bæjar- búa vil ég. nú af einlægum hug þakka þér fyrir allt þetta, þakka allt þitt fórnfúsa starf í þágu tón- listar- og sönglífs þessa bæjar. Ég veit, að við Akureyringar getum bezt þakkað þér með því að vera ötulir liðsmenn í barátt- unni við hið lága og auðvirðilega í listum. Þú hefur reynt að kc-nna okkur að feta bratta stígi og háar brautir. Nú er það okkar að sýna, að við kunnum að meta þá leið- sögn. En mörgum kann að rc.yn- ast öi'ðugt að halda réttum áttum í þeim glórulausa sandbyl hé- góma og hismis, sem nú geisar um þetta land í formi dægur- og djasslaga. Sú mara er nú á góð- nm vegi að tröllríða smekk og jdómgreind ungu kynslóparin.mu'. Jog jafnvel margra, sðíri'< éi-gaí áS heita komnir til vits og ára. Þörf er margra og ókvíðinna liðs- manna í nauðvörn gegn þeim vomi. Göfugt fordæmi og skarpa eggjan gefur þú oss enn; Björg- vin, með þeim undurfagi'a sam- söng, er véi' höfum nú hlýtt á héi' í kvöld. Það er ósk okkar Akureyringa og von, að við megum enn um langan aldur njóta samvista við big, Björgvin, þótt þú látir nú af stjórn Kantötukórsins. Við von- um einnig, að sá ágæti kór hafi ekki enn sungið sitt síðasta vers, til þess ei' gildi hans of mikið fyr- ir tónlistarlíf bæjarins og til þess er saga hans og ferill undir þinni stjórn of glæst. Þótt þú kjósir nú að hvílast frá erilsömu og tauga- slítandi söngstjórastarfi, mun starf þitt og list þín lifa með þjóð vorri og verða því meir metin, sem lengra lfður. List þín verður löng, því að „andans sigur er ævistundar eilífa lífið.“ Ilafðu heila þökk! Laugardaginn 30. apríl, að kvöldi, streymdi múgur menns heim að Melum, hinu nýja og glæsilega félagsheimili í Skriðu- hreppi Gaf þar að l.'ta fólk af öllum bæjum í Oxnadal, fram- Hörgárdal, og fjölda af Þelamörk og úr ýmsum áttum. En tilefni bessa móts var það, að halda skyldi frú Önnu Sigur- jónsdóttur á Þverá heiðurssam- sæti, lét hún af ljósmóðurstcrfum sl. haust og hafði þá þjónað um aldarfjórðungsskeið, fyrst í í é •• .1 > '•• ‘ " j Skriðuhreppi, en síðan í Öxnadal óg loks því umdæmi öllu, ásamt Þelamörk, hin síðustu árin. Sátu hóf þetta um 140 rnanns, og voru þar, auk heiðursgestsins, tvær Ijósmæður aðrar, fyrirrenn- faU Önnu og starfssystir unÝ'iftií'g^ fgr, Aðalheiður Jónsdóttir ‘ frá 'Skjaldarstöðum og hin nýja Ijós- móðir umdæmisins, Hanna Guð- ríður Ármannsdótitr á Myrká, sem við þetta tækifæri var boðin velkomin að starfi. Meðal boðsgesjanna var og yfirlæknir Fjöíðungsssjúkra- hussins á Akureyri, Guðm. Kai'I Pétursson, og frú hans en Jóhann Þorkelsson héraðslæknir gat því miðui’ ekki komið vegna aðkall- anudi skyldustarfa. Frú Anna er merk og um margt óvenju vel gefin kona, enda af traustu og góðu bergi brotin. Hún er fædd 7. sept. 1899, dóttir Sig- urjóns bór.da í Ási á Þelamörk Árnasonai', valinkunns ás^etis- manns, er lézt á Þverá fvri/fáum misserum í hárri elli, og fyi'i'i konu hans, Sigrúnar Sigurjóns- dóttui’ á Vöglum Arngrímssonar, prests á Bægisá. Missti Anna móður sína barnung, og við lát stjúpu sinnar, Elínar Jónasdótt- ur, árið 1921, féll það á hei-nar herðar að stýra búi með föður sínum og annast yngri systkini um árabil. En svo vel fói' henni. það starf úr hendi að orð var á haft. og dáðust þá allir, sem til þefcktu, að stjórnsemi hennar og dugnaði. Þegar í æsku hafði hugui' hinnar ungu heimasætu í Ási hneigzt að hjúkrunarstörfum. Og um tvítugsaldur naut. hún á Ak- ureyri nokkurrar tilságnaríþeirri grein, með stuttu námsskeiði, er þá tíðukuðust á stundum undir handarjaðri Steingr.’ms Matthías- sonar. Var ætlunin. að það vrði undirbúningur hjálparstarfs heima í sveitinni. En þá andaðist stjúpmóðh’ Önnu, eins og fyrr segir, og kölluðu að aðrar skyld- ur. Fyrst all-löngu seinna auðnaðist henni, á vissan hátt, að halda áfram þessu námi, er hún settist í ljósmæðraskólann í Reykjavík. vetrartíma, og lærði þar þær „bjargrúnar“ að „leysa kind frá konum“. Hafði hún eð v'su áður unnið að slíku, er mikið lá við, og farn- ast giftusamlega. En með námi sínu fékk hún tilskilin réttindi og var það mjög að óskum þeirra margra, sem bezt þekktu hana. Reyndist hún og í öllu svo, sem fremstu vinir stóðu til, starfi sínu vaxin. Er vist óhætt að segja, að Anna Sigurjónsdóttir væri jafnan afbragðs Ijósmóðir. örugg og skjótráð, en hollur og fágætur vinur heimilanna, sem þurftu á hjálp hennar að halda fyrr og síðar. Árið 1933 giftist Anna Ármanni Þorsteinssyni frá Bakka og hófu þau búskap í Ási, en fluttu fljót- lega að Þverá og keyptu þá jörð. Hafa þau búið þar síðan með miklum myndarskap og af mestu rausn. Eiga þau hjón tvo efnis- syni. Bæði í starfi sínu heima og úti í frá hefur Anna á Þvei'á ótvírætt staðfest það traust og álit, sem hún ávann sér ung í föðurgarði. Hefur hún, auk beinna skyldu- starfa, lagt mörgu góðu og þörfu málefni lið um dagana, og tekið ötulan þátt jafnan í öllu félags- og menningarlífi byggðar sinnar. Er áhugi hennar á landsmálum héraðskunnur. Og engir.n er henni snjallari í oiðsins íist, ef því er að skipta. Megi vinir henn- ar .ýmsir ekki hváð sízt minnast hefurMj.il jþeiisra 'telað., íf meffisac^LÍhl þeirr" oj^bá-' tíðarstundum. En þar var oftast ekki einasta um frábæra mælsku að ræða, heldur sjaldgæflega næman skilning á öllum mann- legum kjörum, ásamt djúprb lotning fyrir helgi lífsins. Hefur þessi gáfaða og mikil- hæfa kona raunar ekkert mann- legt látið sér óviðkomandi í um- hverfi sínu og hvarvetna borið gæfu til að vefða að líknsemd og liði og mörgutfi til blessunar. — Vegna stöðu sinnar og starfs hefur henni og gefist óvenju hagkvæmt tækifæri oft til að þroska það bezta í sjálfri sér, en beita kröftum sínum og áhrifum til beinnar hjálpar, heilla og hags. Það var því ekki nein furða, þó að hinir fjölmörgu vinir Önnu á Þverá víldu sýna það í einhverju, að þeir kunnu að meta hana og gjalda henni verðskuldaða virð- ing og þökk fyrir þjónustu benn- ar og störf um langa ævi. Enda var heiðurssamsætið, er þeir héldu henni þeim sjálfum ‘til mikils sóma, og einkum þó kon- unum, sem að því stóðu. Vildi eg með línum þessum þakka þeim sérstaklega fyrir okkur, sem boð- in vorum til þessa minnisstæða vinafagnaðar, þar s.em ávörp og ræður kvenna er annars láta sjaldan til sín heyra á slílíum vettvangi, settu sinn sérstæða hátíðarsvip á allt. Færðu konurnar heiðursgest- inum að þakklætislaunum fagran minjagrip. Og svo vil eg aðeins að lokum þakka frú Önnu sjálfri heillarík störf hennai' fyrir aðra á liðnum árum og þann drjúga hlut, sem hún hefur jafnan átt í meniiing- arlífi byggðar sinnar og. fram- kvæmd hvers góðs málefniss, því, er hún mátti veita. Og vináttu, sem engum brást. (Framhald á 7, síðuþ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.