Dagur - 07.05.1955, Side 5
Laugardaginu 7. maí 1955
D A G U R
5
Akureyrarveður í Kaliforníu - Lát-
laust imiaii dyra í Hvítatósinu - ís-
lendingur í ábyrgðarstöSu í Wasliing-
ton - Með bændum í Nebraska -
r
Abrifamikil kirkjuganga á páskurn
Snoiri Sigfússon, fyirum
námssftjóri, dvelst um þessar
mundir í Berkeley í Kaliforníu.
Þaðan skrifar hann Deai 24.
april sl., og segir frá ferð sinni
vestur að Kyrraliafi og ýmsu,
er fyrir augu bar:
Hér er rigningaveður, eklii ólíkt
og á Akureyri í júlí, og hiti um
12°. En mikill er hér gróðurinn
og dásamlegur og Jitir gróðursins
er meiri en eg lief nokkurs stað-
ar áður séð.
Hér eiu allmargir íslendingar,
sumir búsettir hér við föst störf,
aðrir við nám, m a. Hörður
Helgason, Olafssonar kennara á
Akureyri, og var hann hér í
kvöldboði með mér í gær. — Mér
finnst Amerika og allar þessar
órafjarlægðir of viðamiklar fyrir
mig. í New York gæti eg ekki
lifað. Þar verður maður að mús í
flestum skilningi. Sama fannst
mér eða svipað að vera mundi
um Ghicago, en þar stanzaði eg
stutt. En Washington er fögur
borg og fcar sá eg margt. Eg kom í
Hvíta húsið og hafði gaman af því
vegna alls þess látleysis, sem þar
blasir við auga — Eiginlega ekk-
ert nema þessar myndir af for-
setunum. Þá eru konungahall-
irnar á Norðurlöndum eitthvað
skrautlegri og meira í þær borið,
að eg nú ekki tali um Bretland.
— En þótt ekki sé þarna í Hv’ta
húsinu mikill íburðurinn, þá er
mikill og virðulegur blær þar á
öllu og yfir öllu. Og þennan dag
var stöðugur mannfjöldi, sem
gekk þar um sali, svo að við
þurftum að bíða á annan klukku
t’ma eftir að komast að. Eg skoð
aði hin miklu minnismerki þeirra
Washingtons, Lincolns og Jeffer-
sons, þar sem orð þeirra eru látin
blasa við öllum og lifa á nöktum
steini. Hafa sjálfsagt þennan eina
dag mörg þúsund manna lesið þá
lífsspeki og siðspeki, sem þar er
skráð eftii' þessum mikilmenn-
um, og þá ein'kum þeim Jefferson
og Lincoln.
Jón Árnason hankastjóri í
Wachington.
í Washington hitti eg Jón Árna-
son baukastjóra, sem þar býr nú
sem einn af stjórnendum Al-
bjóðabankans.. Var gaman að
hitta þennan. gamla og góða fé-
laga og vin, sem brotið hefur sér
merka braut með gáfum og skap-
festu og dugnaði, og er nú síhugs-
andi urn landsins gagn og nauð-
synjar. Var hann, eins og kunn-
ugt er, aðalfrumkvöðull að því, að
Landsbankinn tók sér fyrir hend-
ur að örva börn í landinu t'l ráð-
deildar og spaínaðar með því að
gefa hvéi’ju þéirra á vissu ald-
ursskeiði 10 krpnur og gera þeim
jafnframt auðvelt að auka þá
innstæðu með því að hafa spari-
merki til sölu í barnaskólunum,
og næði sú síarfsemi smátt og
smátt tiLállra -barna í landinu á
skólaaldri. Nú er Jón Árnason,
sem ýmsþ; fleiri, þungt hugsandi
um fjármal okkar. En eg og við,
sem að þéssu sparifjármáli höf-
um unnið, erurn að vona, að ein-
hver leið, finnist til þess að
tryggja þetta fé barnanna gegn
rýrnun, hvað svo sem á dynur. —
Eg hef kómið hér í skóla. sem
hafa um langt skeið haft spari-
fjársöfnun meðal barna og
unglinga,. og stendur ríkið á bak
við það starf. Og vonandi fæ eg
meira um það að vita síðar.
Með bændum í Nebraska.
Frá Washington flaug eg til
Chicago og þaðan til Omaha í
Nebraska. Þar var k.omið sumar
og hitar. 'talsverðir, en of lítið
regn. Ekki.er land þar fagurt, en
hver skiki,svo að segja.ræktaður.
—- Þar er mikið um svínauppeldi
og einnig kálfa af holdakyni.
Kom eg að gamni á einn rnark-
aðsstað í Weeping Water, þar sem
boðnar voru upp hjarðir grísa og
kálfa oa hafði gamnn af. Þar var
líf í tuskunum Þeir, sem kaupa
þessa ungu gripi, ala þá svo 6—8
mánuði og selia síðan til slátur-
húsa. Má upp úr slíku hafa tals-
vert fé oft og tíðum, en vitanlega
nokkur áhætta þó. þar sem sölu-
mark. getur skyndilega brcytzt
til hins verra fyrir seljandann.
Lcizt mér'mjög vel á þetta geld-
neytaungviði, sem eg sá hér og
þar í Nebraska og datt 'í hug að
líklega væri það svipaðar skepn-.
ur, sem bændur í Eyjafirði vildu
láta flytja inn.
Nebraska er fyrst og fromst
ríki bændanna. Það er talsvert
stærra að flatarmáli en allt ís-
land og eru íbúar þess um 1400
þús. og þar eru um 112 búsund
bændabýli. Þar eru aðeins 2 all-
stórar borgir, Omaha, með um
250 þús. íbúa, og Lincoln, með
tæplega 100 þús. íbúa. Það er
höfuðborg r.'kisins, stílhrein og
falleg. Þar er stórt og mikið þing-
hús og sker sig þar úr öðrum
byggingum. Er það 22 hæða hátt,
og sést þaðan af efstu hæð yfir
borgina. Er mér sagt að Nebraska
sé eina ríkið, sem ekki á þinghús
í stíl við þinghús alrikisins í
Washington. Er þingið í Nebraska
lika eina fylkisþingið sem starfar
aðeins í einni deild, en hin ríkja-
þingin öll í tveimur. Þetta rfki
sker sig einnig úr að því leyti, að
það greiða menn engan tekjuskatt
og söluskatt ekki heldur.
í kirkju á páskum.
Á páskadag fór eg í kivkju í
Weeping Water. Það er þorp með
um 1200 íbúa. En þar eru 5 kirkj-
ur og hin 6. í smíðum. Þetta
undrar íslendinginn, en heima-
menn ekki. Kirkjan er miðdepill
alls menningarlífs í þoi'pinu, lif-
andi af fjöri og áhuga. Eg hafði
mikla ánægju af þessari kiikju-
göngu. Kirkjan er ekki stór,
rúmar venjulega um 400 manns,
en getur rúmað talsvei’t mcir ef
laust skili-úm er tekiö og sunnu
dagaskólastofan lika notuð. Þessi
90 ára gamla kix-kja er mjög snot-
ur og smekkleg og kunni eg ákaf
lega vel við mig í henni. Hún er
mjög breið og þar sem presturinn
stendur er ofui'lítil upphækkun
og ekki innai-lega, svo að manni
finnst presturinn standa næi'ri
því mitt á meðal safnaðarins. Þar
„í New York vcrður maður að mús í flestum skilningi,“ segir Snori-i, í ferðapistli sínuin frá Banda-
r.kjunum sein jbirtist hér í þcssu blaði.
.Eitt var það í Ncw York sem snerti mig allt öðruvísi en hin ósköp-
in, sem þar ber fyrir augu en það er heimili Sameinuðu þjóðanna,“
segir í þessu Ameríkubréfi frá Snorra Sigfússyni. Myndin er af
húsakynnum alþjóðasamtakanna á Manhattaneyju i New York. —
er altari og pi'édikunai'stóll eitt
og hið sama, en pípuoi'gelið innan
við prestinn. Um leið og messan
hófst og upphafslagið byrjaði,
kom söngflokkurinn syngjandi
inn í kii'kjuna, kai’lar vinstra
megin og konur til hægri, í einni
samfelldri röð, og stillti sér upp
í boga framan við og til hliðar við
ox-gelið og aftan við prestinn, en
söfnuðurinn tók kröftuglega und-
ir. Sá eg engan mann, sem ekki
söng með, svo að segja mátti með
sanni að þetta vigða hús yi'ði
voldugt sönghaf á augabragði. —
Blóin til kirkjunnar.
Þetta hreif mann, því að söngur-
inn lyftir, göfgar og glæðir. Hef
ef oft ovðið miður mín við messu
heima, þegar allir þegja nema
uppstilltur söngflokkur, sem til
þess er rá'ðinn. — Ekki tónaði
presturinn þarna, en söfnuðurinn
og hann lásu á víxl ritningar-
greinar, og það var sannarlega
ekki gert með hangandi hendi, og
á því m. a. auðfundið að þessi
söfnuður er vanur kirkjunr.i og
siðum hennar. Og hug fólksins til
kirkjunnar fannst mér eg m a.
sjá á því, hve margir komu með
blóm og færðu henni. — Ekki
var ræða prestsins löng, enda
sjáanleg engin þungamiðja guðs
þjónustunnar, heldur söngurinn
og lestur ritningargreina. En hún
var skynsamleg og blátt áfram. —
Og þá er síðustu hendingarnar
voru sungnar af útgöngusálmin
um, gekk söngflokkurinn syngj-
andi út í sömu röð og hann kom
inn, en nú voru hinir síðustu
fyrstir. — Eg tók eftir því, að í
hverju sæti lá fjölritað blað, sem
ætlað var kirkjugestum, og var í
einu broti. Var framan á íalleg
mynd og skrautprentað: Kristur
er upprisinn, en aftan á nokkur
orð um páskaundrið Þessa
prentuðu forsíðu og bakhlið læt-
ur miðstöð þessarar kirkju prenta
og sendir öllum kirkjum sínum
út um öll Bandaríkin, en opnuna
fyllir hver kirkju út. Hér var á
fremri síðu opnunnar ýmsar til-
kynningar til safnaðarins um
starfsemina komandi mánuð: um
skólann, ýmiss konar fundahöld
nefnda og fulltrúa, c. s. frv. Eitt
kvöldið átti að vera sonakvöld,
þar sem feður og synir heim-
sæktu kirkjuna og þægju kaffi
(eða te) í borðsalnum í kjallara
hennar, og er þar líka eldhús.
Samstarf kirkju og safnaða.
Þar ætlaði svo prestur að ávarpa
gestina. Þetta og margt fleira
bendir til náins samstarfs og vin-
samlegs milli kirkju og safnaðar.
Það virtist þá heldur ekki að
menn gengju að því með hang-
andi hendi að leggja fé af mörk-
um til starfsins þennan hátíðis-
dag, því að það ætla eg, að það
hafi hvert mannsbarn, sem í
kirkju var, gert, bótt ekki væri
haft hátt um það eða þess mikið
vart.
Þegar eg gekk frá þessari há-
tíðlegu athöín í hinni íburðar-
lausu en lifandi kirkju, fór eg áð
rifja upp fyrir mér ýmsar efa-
semdir, sem á mig hafa sótt síð-
ustu áratugina um það, hvort
skipulag okkar á þessum mál-
um, þ. e. þjóðkirkjan, væri
hið eina rétta fyvirkomulag. Sá
ríkisrekstur ber nú a. m. k. allt
annan svip og syfjulegri en
kirkjustarfið í Weeping Water.
Sameinuðu þjóðirnai'.
Eitt var það í New York, sem
snerti mig allt öðruvísi en hin
ósköpin, sem þar ber fyrir augu,
en það er heimili Sameinuðu
þjóðanna. Þangað komum við
Gunnhildur dóttir mín ásamt
Leifi Ásgeirssyni prófessor. Að
vísu er stærð og hæð hallarinnar
geysileg, en hún er fábrotin og
einföld í sniðum. Og þegar inn er
komið, er allt stílhreint, hag-
kvæmt og látlaust. Við fengum að
sjá þar alla sali undir stjórn leið-
sögumanns. Voru þar hundruð
manna í sömu erindum, en allt
gekk hljóðlátlega og rólcga. í
raun og veru er þetta tákn og
tæki máske eina von mannkyns-
ins um friðsamlega sambúð á
komandi tímum. Og trúað gæti eg
þvi, að hver og einn, sem gengur
um kapelluna, sem eg vil kalla
svo, stúku þagnar og bænar, biðji
þess heitt og innilega, að sú von
megi rætast, svo að þessi mikla
höll, þetta stórkostlega mann-
virki megi í sannleika kallast
friðarhöll um alla framtíð. — ís-
landi var þarna ekki gleymt, ,því
að leiðsögumaður þess hóps, -sem.
s
Framhald á 7. síðu.